Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 41 MORGUNBLAÐINU hafa bor- ist eftirfarandi ályktanir Lækna- félags Íslands um atvinnufrelsi lækna og valfrelsi sjúklinga: „Vegna viðbragða við tveimur ályktunartillögum, sem undirrit- aður bar fram á aðalfundi Lækna- félags Íslands nýlega og sam- þykktar voru, þykir mér ástæða til að óska birtingar á þeim ásamt greinargerðum sem fylgdu. Fyrri tillagan um atvinnufrelsi var sam- þykkt með þorra atkvæða. Síðari tillagan um valfrelsi sjúklinga var samþykkt ásamt smáviðbót frá starfshópi sem um hana fjallaði með góðum meirihluta atkvæða eftir talsverðar umræður um drög að frumvarpi til nýrra heilbrigð- islaga. Atvinnufrelsi lækna og hlutur þeirra í stjórnun Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn á Egilsstöðum 1. og 2. september 2006 áréttar grein 2.2 í lögum félagsins, „Að standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna“ og hvetur stjórn félagsins til að standa vörð um atvinnufrelsi lækna með því að stuðla að því að læknar geti beitt þekkingu sinni og veitt þjónustu á fleiri en einum vinnustað og verði ekki háðir ein- um vinnuveitanda. Þá er nauðsyn- legt að stjórn LÍ vinni að því að efla hlut lækna í stjórnun og stefnumótun heilbrigðisstofnana. Greinargerð Í fréttum nýverið kom fram að formanni Félags unglækna hafði verið hótað uppsögn á Landspít- alanum vegna eðlilegra afskipta hans af deilu læknanema við sjúkrahússtjórnina. Eins og oft vill verða stóð orð gegn orði, lækn- ingaforstjóri spítalans gaf aðra skýringu á hótun um áminningu. Annars hefur lítið borið á af- skiptum spítalalækna af rekstri spítalans á síðustu árum vegna þöggunarstefnu spítalastjórn- arinnar. Í úttekt Ríkisendurskoðunar (12) er rætt um stjórnunarvanda Landspítalans og óánægju lækna, sem hafi verið áberandi. Ríkisend- urskoðun segir í þessum kafla m.a. „Læknar sem ekki geta sætt sig við stjórnarhætti … ættu að leita annað. Þar sem LSH er í raun eini vinnustaðurinn fyrir flesta lækna er þó erfitt um vik að þessu leyti. Stjórnarhættir sem miða að því að hafa samráð við starfsfólk og nýta þekkingu þeirra eru líka þeir sem besta raun gefa.“ Nauðsynlegt er að hafa fleiri sjúkrahús í Reykja- vík til að knýja fram slíka stjórn- unarhætti með eðlilegri sam- keppni. Ástæða er til að minna á um- mæli Sigurbjargar Sigurgeirs- dóttur í Læknablaðinu (1). „Fræðin segja mér að eina leiðin sem stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á sérhæfða starfsemi eins og starfsemi sjúkrahúsa er, sé að höfða til einstakra hópa. Það var gert hér því þegar búið var að út- vatna andstöðu lækna var höfðað til akademíunnar og búið til há- skólasjúkrahús. Þessi fræði gefa vísbendingu um að í framhaldinu verði til afar sterk einok- unarstofnun … styrkt með mátt- ugri ímynd. … Ég held að betra væri fyrir fámennt þjóðfélag að byggja upp opnara sjúkrahúskerfi með minni en fleiri stofnanir. … Sú spurning vaknar hvort háskóla- sjúkrahúslíkanið sem við þekkjum frá milljóna þjóðum henti við þær óvenjulegu aðstæður sem fámenn- ið skapar okkur.“ Stjórnunarvandi Landspítalans skapast fyrst og fremst af einok- unaraðstöðu hans og því að fram- kvæmdastjórn spítalans telur að reka eigi hann eins og einkafyr- irtæki sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspít- alinn býður. Þjónustan hefur að vísu verið góð ef og þegar hún fæst, en gæti verið enn betri með aðhaldi frá samkeppnisaðila. Flestar nútímalækningar byggj- ast á hátækni og sérstaklega þó á háþekkingu, sem allir landsmenn verða að fá að njóta. Forsenda þess að svo megi verða eru aukin áhrif lækna á stjórnun og nauð- synleg samkeppni þar sem fær- ustu læknar fá að njóta sín en ekki aðeins einhverjir handtíndir af misvitrum stjórnendum. Valfrelsi sjúklinga Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn á Egilsstöðum 1. og 2. september 2006 varar við því al- ræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra (og forstjórum heilbrigðisstofnana, viðbót starfshóps við tillöguna) er ætlað skv. frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu. Það leiðir til skerðingar á frelsi fólks til að leita sér lækninga þar sem það helst kýs ef það vill njóta sjúkratrygg- ingar og kemur í veg fyrir sam- keppni milli þjónustuaðila. Nauð- synlegt er að draga úr þeirri einokun sem þegar ríkir og koma í veg fyrir enn frekari einokun. Samkeppni veitir aðhald og stuðl- ar að framförum og betri þjón- ustu. Greinargerð Nauðsynlegt er að taka upp um- ræðu um dreifistýringu heilbrigð- iskerfisins, heilsugæslunnar og sjúkrahúsa, samkeppni og einka- rekstur heilbrigðisstofnana, sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva, einkarekstur þar sem sjúklingar njóti sjúkra- trygginga. Með hliðsjón af fram- ansögðu er ástæða til að skora á Læknafélagið að taka upp kröft- uga umræðu um þessi mál og stuðla að því að sjúklingar og heil- brigðisstarfsmenn geti valið á milli mismunandi stofnana sem sinna svipuðum verkefnum. Aðeins þannig geta heilbrigðisstarfsmenn tjáð sig frjálst og þurfa ekki að vera hræddir um að verða at- vinnulausir. Eins þurfa sjúkling- arnir að geta talað um þjónustuna án þess að þurfa að vera hræddir um að skoðanir þeirra hafi áhrif á framtíðarsamskipti þeirra við sjúkrahúsið. Því miður er ekki ör- grannt um að borið hafi á slíku. Fámenni landsins er engin afsök- un fyrir því að hafa ekki fleiri en eitt sjúkrahús í Reykjavík. Fá- mennið hefur ekki komið í veg fyr- ir að komnir eru margir háskólar sem keppa um nemendur og starfsmenn. Þegar er komið í ljós að sameining spítalanna í Reykja- vík var misráðin. „Hagræðingin“ hefur verið fólgin í fækkun sjúkra- rúma og alltof mikilli fækkun starfsfólks og þar af leiðandi ónógri þjónustu og minni tíma til vísindastarfa. Samkeppni milli spítala og milli heilbrigðisstofnana yfirleitt er enn nauðsynlegri en samkeppni milli háskóla, sem nú er rómuð af sum- um, að ekki sé talað um sam- keppni milli banka. Meginmál er að fleiri sjúkrahús séu rekin í Reykjavík til að tryggja góða þjónustu við alla landsmenn, framfarir og starfs- möguleika lækna. Læknar þurfa því nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við einhverja fjárfesta. Eins og sakir standa væri nærtækt að fá bygg- ingu Borgarspítalans í Fossvogi og stofna þar sjálfstæðan spítala og semja við Tryggingastofnun um að hún kaupi þjónustu af honum. Með þessu móti mundi skapast fagleg samkeppni og þjónustan við sjúk- linga batna, starfsöryggi lækna mundi aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingamagni sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut. Með samkomulagi milli lækna spítalanna er auðvelt að koma við nauðsynlegri verka- skiptingu og samvinnu vegna sjaldgæfra sjúkdóma. Það er líka almannavarnamál að hafa fleiri en eitt sjúkrahús í Reykjavík, svo að Reykvíkingar verði ekki sjúkrahúslausir komi eitthvað fyrir á þeim eina og þrönga stað þar sem nú er ætlunin að byggja sjúkrahús. Það er of langt að flytja nokkur hundruð manns til Akureyrar eða Skot- lands komi eitthvað fyrir Land- spítalann. Jafnvel bilanir í tölvu- kerfi eins og komið hafa fyrir að undanförnu geta valdið svo mikilli truflun að spítalinn verði lítt starf- hæfur og er þá illt að hafa ekki í önnur hús að venda. Tómas Helgason, prófessor, dr. med.“ Greinargerð Læknafélags Íslands Upplifðu enska boltann á mbl.is! Vertu með á nótunum og fylgstu með enska boltanum á Meðal efnis á vefnum er: • Daglegar fréttir af enska boltanum • Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum • Staðan í deildinni og úrslit leikja • Boltablogg • Yfirlit yfir næstu leiki • Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express H ví ta h ú si ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.