Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 27
Í Menntaskólanum í Kópavogi hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða nemendum sem stunda afreksþjálfun upp á námskeið á vegum HK og Breiðabliks sem metið er til íþrótta- eininga innan skólans. Þeir nemendur sem kjósa þessa ný- breytni þurfa ekki að stunda leikfim- istíma á vegum skólans. Afreksþjálfun „Bæði HK og Breiðablik fóru þess á leit við okkur, núna fyrir haustönnina, að vera með sérstök námskeið,“ sagði Helgi Kristjánsson, aðstoðarskóla- meistari MK, þegar hann var spurður út í þessa nýbreytni. „Félögin halda þessi námskeið fyrir nemendur sem stunda afreksþjálfun. Félögin velja sjálf þessa nemendur og því er þannig komið fyrir að þeir séu ekki samtímis í tímum í skólanum,“ sagði Helgi. „Nú er verið að vinna ítarlega námslýsingu og í framhaldinu verður það þannig að námskeiðin verða metin sem íþróttaeiningar.“ Eins og er eru námskeiðin ein- göngu í boði fyrir stráka og stelpur sem stunda fótbolta. „Þetta er alveg óháð því hvort þau æfa með sínum flokki, námskeiðin eru alveg sér,“ sagði Helgi og bætti við að ekki væri verið að verðlauna nemendur fyrir að æfa með sérstökum félögum, allir nemendur sem eru í afreksþjálfun eiga kost á að fara á þessi námskeið. Tvær einingar „Þeir geta sleppt íþróttum í skól- anum og farið á þessi námskeið í stað- inn, samkvæmt aðalnámskrá fram- haldsskólanna,“ sagði Helgi og upplýsti að tíminn sem færi í þetta væri sex skipti sem samsvarar fjórum kennslustundum. „Mér sýnist, sam- kvæmt uppkastinu sem ég er með að námslýsingunni, að þetta yrðu tvær einingar.“ Komið hefur fram áhugi hjá öðrum íþróttafélögum í Kópavogi á að bjóða upp á sérnámskeið, að sögn Helga. „Sá áhugi kom til eftir að þetta spurð- ist út,“ sagði hann. „Við munum skoða það fyrir vorönnina.“ Mikið hefur verið spurt um nám- skeiðin í MK og þau hafa verið afar vinsæl hjá krökkunum sem standa námskeiðin til boða. Reuters Íþróttir Kannski eru það upprennandi fótboltastjörnur sem nú stunda fótbolta í MK og fá fyrir tvær einingar. Fótbolti í stað skólaíþrótta menntun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 27 D-VÍTAMÍN minnkar hættuna á briskirtilskrabbameini um tæpan helming, ef marka má nýja rannsókn. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að D-vítamín minnkaði líkur á brjóstakrabba og tilraunir á dýrum hafa bent til þess að D-vítamín hindri óeðlilegan frumuvöxt og minnki hætt- una á krabbameini. „Ég hef haft efa- semdir um að D-vítamín gegni hlut- verki í því að hindra krabbamein en nú trúi ég að eitthvað sé til í því,“ sagði Len Lichtenfeld, aðstoðardeild- arstjóri hjá bandaríska krabbameins- félaginu. Um 450 alþjóðlegar einingar (IU) á dag af vítamíni minnkuðu hættuna á briskirtilskrabbameini um 43% í rannsókn vísindamanna við North- western- og Harvard-háskóla. Meira magn hafði óveruleg áhrif umfram þetta en 150–300 alþjóðlegar einingar á dag minnkuðu hættuna um 22%. D-vítamín myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar en vísindamennirnir gátu ekki metið hve mikið D-vítamín þátttakendurnir fengu með þeim hætti. Lýsi og feitur fiskur eins og síld, lax, silungur, sard- ínur og lúða eru þær fæðutegundir sem hafa mest af D-vítamíni og fjör- mjólk er D-vítamínbætt. D-vítamín minnkar hættu á briskrabba Bændur bera ekki ábyrgð á háu verðlagi á Íslandi Íslenskar landbúnaðarafurðir hafa hækkað minna frá áramótum en aðrar matvörur, hvort sem um er að ræða innlendar eða erlendar vörur. Fræðsluauglýsing nr. 3 Bændasamtök Íslands 16 40 .3 Miðað er við vísitölu neysluverðs sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Vísitalan 100 er verð vöruflokkana þann 1. janúar síðastliðinn. Íslenskar búvörur hafa hækkað um 7% frá áramótum en aðrar innlendar matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um 9.5% á sama tíma. Innf lutta r mat - og dry kkja rvör ur Íslen skar búv örur án g ræn met is Aðr ar in nlen dar mat - og dry kkja rvör ur 106 106,5 107 107,5 108 108,5 109 109,5 107 108,2 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.