Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is HEILBRIGÐISMÁL, menntamál og málefni innflytjenda eru Grazynu Mariu Okuniewska sér- staklega hugleikin, en hún sækist eftir níunda sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri sem fer fram 27. og 28. október næstkomandi. Grazyna segir að innflytjendum hafi fjölgað mikið hér á landi á und- anförnum árum og tímabært sé að marka skýrari stefnu í málefnum þeirra. Þá séu heilbrigðismál henni hugleikin, enda sé hún hjúkr- unarfræðingur að mennt og hafi unnið fjölbreytt störf á því sviði hér á landi. Þó heilbrigðismálin séu í góðu horfi að mörgu leyti, þá megi margt þar gera betur, til að mynda í öldrunarmálum þar sem fjölga þurfi þeim möguleikum sem fólki standi til boða. Hún hafi einnig mik- inn áhuga á menntamálum, einkum á fullorðinsfræðslu og menntun fyr- ir innflytjendur. Efla þurfi tungu- málakennslu fyrir innflytjendur og fræðslu um íslenskt samfélag til þess að þeir viti hvert þeir eigi að snúa sér, en hún hafi orðið vör við það að ókunnugleiki í þeim efnum sé oft uppspretta mikils óöryggis meðal þeirra. Þá þurfi að efla fræðslu innan veggja skólanna um málefni innflytjenda og ólíka menn- ingarheima sem þeir séu sprottnir úr til að auka skilning og draga úr óöryggi og óvissu. Frá Gdansk til Hnífsdals Grazyna er fædd í um 50 þúsund manna bæ í grennd við Gdansk í Póllandi árið 1965. Hún útskrifaðist hjúkrunarfræðingur í Gdynia árið 1985 og vann við hjúkrun í sex ár í Póllandi áður en hún fluttist til Ís- lands fyrir fimmtán árum, í apríl 1991. Hún vann til að byrja með í fiskvinnslu á Hnífsdal og í Bolung- arvík, en frá því í ársbyrjun 1994 hefur hún unnið margvísleg hjúkr- unarstörf á sjúkrahúsinu á Ísafirði og í nágrannasveitarfélögunum. Hún fluttist til Reykjavíkur 2002 og vinnur núna á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi, auk þess að vera í framhaldsnámi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hún alla tíð starfað mikið að málefnum inn- flytjenda, meðal annars sem túlkur á vegum Alþjóðahúss, verið í Áhugahópi um menningarfjöl- breytni á Ísafirði og situr nú í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna. Grazyna segir að það hafi verið ævintýraþrá sem gerði það að verk- um að hún kom til Íslands á sínum tíma. „Þetta átti fyrst að vera æv- intýraferð í sex mánuði, en það hef- ur tognað úr dvölinni og ég er nú hérna enn sextán árum síðar,“ segir hún. Lykilatriði að læra íslenskuna Grazyna kom upphaflega hingað með systur sinni sem er tveimur ár- um yngri. Hún segir að það hafi verið mikil viðbrigði að koma til Hnífsdals frá Gdansk þar sem búi um 750 þúsund manns. Það hafi verið dálítið tómlegt, en hún hafi alla tíð kunnað mjög vel við sig hér á landi. Íslendingar séu almennt opnir og það eigi vel við hana að vinna með fólki. Hins vegar sé lyk- ilatriði að læra íslenskuna. Í byrjun hafi hún talað ensku, en síðan hafi hún ákveðið að læra tungumálið og við það hafi lífsgæðin við það að búa hér aukist ótrúlega mikið. Sam- skiptin verði miklu dýpri og skiln- ingur á samfélaginu og líðan inn- flytjenda gjörbreytist við það. „Mér finnst það skipta mestu máli að læra íslenskuna. Þegar maður er búinn að ná tökum á tungumálinu þá líður manni allt öðru vísi. Ég vil hvetja alla innflytjendur til þess að læra tungumálið. Það gjörbreytir möguleikum fólks til að afla sér upplýsinga og njóta menningar og menntunar, eins og til dæmis bara það að geta farið í leikhús,“ segir hún Hún segir að sér hafi gengið mjög vel að læra tungumálið. Auð- vitað sé það einstaklingsbundið hversu vel tungumálanám liggur fyrir fólki, en almennt séð sé auð- veldara fyrir Evrópubúa en fólk annars staðar frá að læra íslensk- una. 144 kr. mínútan til Póllands „Ég er uppalin í kommúnista- landi,“ segir hún er hún er spurð af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hafi orðið fyrir valinu „og fyrir mig skiptir gríðarmiklu máli að hafa frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mesta áherslu á frelsið og stendur vörð um það og vill að allir fái að njóta sinna hæfileika og mögu- leika,“ segir hún ennfremur. Hún segist heimsækja Pólland reglulega og hafa samband við fjöl- skyldu sína og vini nokkrum sinn- um í viku. Möguleikarnir til þess hafi gjörbreyst á undanförnum ár- um með tilkomu tölvunnar og nýrra möguleika í fjarskiptum og því sakni hún Póllands minna en ella. Fjarskiptakostnaðurinn hafi stór- lækkað, en henni sé það enn í fersku minni að það að hringja til Póllands í eina mínútu hafi kostað 144 kr. þegar hún kom hingað 1991. „Þá hringdi maður ekki nokkrum sinnum í viku og talaði í hálftíma eða klukkutíma,“ segir hún að lokum. „Skiptir gríðarmiklu máli fyrir mig að hafa frelsi“ Grazyna Maria Okuniewska hefur búið hér á landi í rúm fimmtán ár, en hún er fædd í Póllandi og býður sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Foreldrahlutverkið Grazyna Maria Okuniewska ásamt syni sínum Einari Patreki Bæringssyni. Ævintýraþráin dró Grazynu til Íslands fyrir 16 árum. Býður sig fram í 2. sætið EINAR Már Sigurðarson býður sig aftur fram í 2. sætið á lista Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokks- ins sem fram fer seinna í mánuðin- um. Hann hefur setið á Alþingi síðan árið 1999, skipaði 1. sæti á lista Samfylking- arinnar í Austur- landskjördæmi það ár og 2. sæti í Norðausturkjördæmi árið 2003. Á Alþingi situr hann í fjárlaga- og menntamálanefnd en hefur einnig setið í landbúnaðar-, samgöngu- og iðnaðarnefnd. Einar Már telur að Samfylkingin í Norðausturkjördæmi þurfi að stilla upp sterkum og öflugum framboðs- lista svo tryggja megi sigur í alþing- iskosningunum á næsta ári. Hann telur að þekking sín og reynsla komi að notum í þeim tilgangi og þess vegna gefi hann áfram kost á sér í 2. sæti listans. Einar Már Sigurðsson Gefur kost á sér í 2.–4. sæti JÚLÍUS Helgi Einarsson gefur kost á sér í 2.–4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Júlíus er 49 ára og býr með fjöl- skyldu sinni í Sandgerði. Hann er í stjórn Sam- fylkingarinnar þar í bæ og situr í byggingarnefnd. Júlíus er múrara- meistari en auk þess lauk hann námi frá Tölvuhá- skóla Verslunarskóla Íslands árið 1990. Júlíus starfaði fram að þeim tíma sem múrarameistari, síðan sem skrifstofustjóri hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og ná- grennis, hjá Fiskifélagi Íslands en rekur nú eigið fyrirtæki á sviði upp- lýsingatækni. Júlíus Helgi Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.