Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 18
VÉLMENNAELDHÚSIÐ eða Robot Kitchen er nafnið á nýjum veitingastað sem nýlega var opn- aður í Hong Kong. Vélmenni taka við pöntunum frá gestum stað- arins og þeir koma einnig með matinn á borðið þegar búið er að elda hann. Þetta er fyrsti vélmennaveitinga- staður í heimi og eigandinn er bjart- sýnn á að mikið verði að gera. Mennskir matreiðslumeistarar sjá um eldamennskuna á þessu nýja veit- ingahúsi, að minnsta kosti enn sem komið er. Reuters Öðruvísi Börnum þykir gaman að láta mynda sig með vélmennunum. Vélmenna- eldhúsið í Hong Kong |mánudagur|16. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Jakob er danskur köttur sem vekur heimilisfólkið klukkan sex á morgnana og opnar dyr eins og ekkert sé. » 21 gæludýr Það getur verið varasamt að leggja sér til munns kartöflur sem eru orðnar grænar því þær kunna að vera eitraðar. » 20 neytendur Bandarískir nemendur sem eru með háar einkunnir eyða minni tíma við sjón- varpið en aðrir. » 19 rannsókn Samrýndar systur hafa ekki lengur tölu á öllum verðlauna- peningunum sem þær hafa landað á sundmótunum. » 22 áhugamál J ólasveinar tveggja ís- lenskra Katrína komust í sviðsljósið í Danmörku fyrir skemmstu þegar vikuritið Familie Journal birti myndir og uppskriftir af þeim. Sveinkarnir voru í góðum fé- lagsskap kollega sinna sem runnir voru undan rifjum bekkjarsystkina Katrínanna tveggja. Katrín Ósk Björnsdóttir og Katr- ín Jóhannesdóttir stunda BA-nám í handavinnu við Textilseminariet í Viborg í Danmörku en jólasvein- arnir voru verkefni sem prjóna- kennari þeirra lagði fyrir bekkinn í ársbyrjun. „Familie Journal hafði samband við hana og bað um að við hönnuðum uppskriftir að prjón- uðum jólasveinum,“ segir Katrín Ósk, sem er nýkomin til Íslands í stutt frí. „Okkur leist nú ekkert rosalega vel á þetta í fyrstu og langaði miklu frekar að prjóna okk- ur peysur. Þetta reyndist hins veg- ar mjög skemmtilegt. Við fengum okkur jólaglögg og smákökur þarna í febrúar og komumst strax í rétta jólaskapið.“ Þrátt fyrir að tveir skaparanna væru íslenskir urðu þeir Pottaskef- ill, Giljagaur og þeir bræður allir að halda sig víðsfjarri dönsku kennslustofunni. „Danir halda mik- ið upp á sína jólasveina sem eru gerólíkir íslensku sveinunum,“ út- skýrir Katrín Ósk. „Þeir eru eig- inlega búálfar eða „nissar“ sem búa í húsum fólks allt árið um kring en eru sérstaklega skemmtilegir yfir jólin.“ Útgáfa Katrínar Óskar af þessum snillingum er lítil og keilulaga. „Hann er bæði léttur og mjög þétt prjónaður svo hann getur staðið sjálfur á borði en eins er hægt að prjóna á hann hanka þannig að það sé hægt að hengja hann á jólatré eða vegg. Ég vildi hafa þetta eins einfalt og hægt var svo fólk treysti sér til að búa hann til. Það er svo mikil hætta á að fólk hætti við ef uppskriftirnar eru of flóknar.“ Hún bætir því við að jólasvein- arnir hafi verið eins ólíkir og skap- arar þeirra voru margir. „Til dæm- is hannaði ein bekkjarsystir mín stelpu og strák sem hægt er að hneppa saman á höndunum. Hug- myndirnar voru mjög mismun- andi.“ Alls voru tólf nemendur í bekkn- um þegar verkefnið var lagt fyrir og um helmingur þeirra var valinn í blaðið, sem kom út í Danmörku fyrstu vikuna í október. „Við feng- um fyrst að vita af því hvaða jóla- sveinar urðu fyrir valinu þegar skólinn byrjaði aftur í ágúst. Og auðvitað var gaman að við Katrín skyldum báðar komast á blað,“ seg- ir Katrín Ósk að lokum. Morgunblaðið/Eyþór Jólin Katrín Ósk Björnsdóttir hannaði uppskrift að prjónuðum jólasveini fyrir danska tímaritið Familie Journal. Katrín, Katrín og jólasveinarnir Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.