Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 24

Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 24
24 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MJÓLK OG SAMKEPPNISLÖG Árum saman hafa stjórnvöldhunzað tilmæli samkeppnisyf-irvalda, fyrst Samkeppnis- stofnunar og síðar Samkeppniseftir- litsins, um að afnema opinbera verðlagningu á mjólk og hömlur á frjálsri samkeppni í framleiðslu og sölu á mjólkurvörum. Opinbera verðlagn- ingu á mjólk átti að afleggja árið 2001, samkvæmt þágildandi búvörusamn- ingi frá 1997. Það var ekki gert, heldur var því frestað til ársins 2004. Og þá var því frestað aftur. Á röksemdir sam- keppnisyfirvalda fyrir því að ekki eigi að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mik- ilvægum ákvæðum samkeppnislaga hefur heldur ekkert verið hlustað. Þvert á móti voru árið 2004 gerðar breytingar á búvörulögum, sem hnykktu á því að mjólkursamlögum sé heimilt að hafa með sér verðsamráð, skipta með sér markaði og sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda, en í öllum öðrum atvinnugreinum telst slíkt athæfi meðal alvarlegustu brota á samkeppnislögum. Í tilefni af ákvörðun sinni um að Osta- og smjörsalan hafi brotið á Mjólku ehf. við sölu á undanrennudufti hefur Samkeppniseftirlitið sent land- búnaðarráðherra álit um opinberar samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði. Þar sýnir stofnunin fram á hvernig nú- verandi löggjöf gerir þeim, sem reyna að keppa við hið ríkisstyrkta einokun- arkerfi í mjólkuriðnaðinum, erfitt fyr- ir. Samkeppniseftirlitið bendir á að þegar breytingarnar á búvörulögunum voru gerðar árið 2004 hafi löggjafinn augljóslega ekki hugsað út í að fyrir- tæki eins og Mjólka, sem stendur utan einokunarkerfisins, gæti komið til sög- unnar, heldur sé gengið út frá því að mjólkurvinnslan eigi sér stað innan hins ríkisstyrkta kerfis og engin sam- keppni ríki á milli innlendra afurða- stöðva. Í fyrsta lagi bendir Samkeppniseft- irlitið á að Mjólku sé gert að greiða gjald í verðtilfærslusjóð mjólkuriðnað- arins. Sjóðurinn sé notaður til að nið- urgreiða verð afurða sem keppinautar Mjólku framleiða. Í öðru lagi benda samkeppnisyfir- völd á að í gegnum upplýsingaöflun Bændasamtakanna um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkur fái keppinautar Mjólku aðgang að viðskiptaupplýsing- um varðandi rekstur fyrirtækisins. Í þriðja lagi bendir Samkeppniseft- irlitið á að með því að mjólkurstöðvum sé leyft að hafa með sér samvinnu, verðsamráð og sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda sé aðgangur nýrra keppinauta að markaðnum gerð- ur torveldari en ella, „enda geta af- urðastöðvarnar innan SAM [Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði] í skjóli ákvæðisins unnið saman með sam- keppnishamlandi hætti og komið í veg fyrir að fyrirtæki eins og Mjólka nái fótfestu á markaðnum“. Viðkomandi ákvæði búvörulaganna standi því í vegi fyrir því að aðilar á borð við Mjólku láti reyna á það hvort hagræða megi í land- búnaði og afla neytendum sanngjarns verðs. Þegar búvörulögunum var breytt 2004 voru rökin þau að frjáls sam- keppni í framleiðslu og sölu á mjólk tryggði hvorki hagsmuni bænda né neytenda. Samkeppniseftirlitið sýnir fram á að þessi forsenda stenzt ekki: „Þannig liggur ljóst fyrir að eftir að Mjólka hóf að kaupa mjólk af bændum hafa afurðastöðvar innan SAM hækk- að greiðslur sínar til bænda vegna kaupa á mjólk umfram greiðslumark. Hafa þær greiðslur hækkað verulega á milli ára, jafnframt því sem afurða- stöðvarnar hófu að greiða bændum fyrir svokallaðan fituhluta umfram- mjólkur ásamt því að greiða fyrir pró- teinhluta mjólkurinnar eftir að Mjólka kom inn á markaðinn.“ Aukinheldur bendir stofnunin á þau augljósu sannindi, að samkeppni milli afurðastöðva um kaup á mjólk hljóti að bæta hag bænda og að virk samkeppni stuðli að lægra verði og auknum gæð- um, neytendum til hagsbóta. Þannig hefur verð á fetaosti lækkað á mark- aðnum eftir að Mjólka kom til sögunn- ar og neytendur njóta bæði aukins vöruúrvals og lægra verðs. Með áliti sínu er Samkeppiseftirlitið að uppfylla þá lagaskyldu, sem á því hvílir samkvæmt samkeppnislögum, „að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði“. Það er þess vegna út í hött að segja að stofnunin hafi farið út fyrir verksvið sitt og sé í pólitík, eins og Þór- ólfur Sveinsson, formaður samtaka kúabænda, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Í áliti Samkeppniseftirlitsins er vitnað í alllöngu máli til bréfaskipta þess við landbúnaðarráðuneytið vegna málsins. Þar kemur m.a. fram að „það sé mat ráðuneytisins að óheft sam- keppni við sölu landbúnaðarafurða, miðað við núverandi markaðsaðstæð- ur, tryggi hvorki sanngjarnt verð til framleiðenda né neytenda …“ Þá kem- ur fram það álit ráðuneytisins að heim- ildir afurðastöðvanna til að hafa með sér verðsamráð og verkaskiptingu séu „líklegar til þess að lækka vöruverð með aukinni hagræðingu og sérhæf- ingu innan raða þeirra, og auka sam- keppnishæfni þeirra gagnvart inn- flutningi á mjólkurafurðum. Jafnframt megi ætla, að þessar heimildir leiði til þess að tryggt verði nægjanlegt og fjölbreytt vöruframboð“. Það er með nokkrum ólíkindum að þetta sé afstaða stjórnvalda á Íslandi árið 2006. Mætti ekki með sömu rökum halda því fram að í öðrum atvinnu- greinum væri langbezt, bæði fyrir framleiðendur og neytendur, að af- leggja samkeppni og leyfa verðsamráð og verkaskiptingu fyrirtækja? Eru þessi ólukkans samkeppnislög ekki bara óþörf? Það er áhyggjuefni að sú löggjöf, sem Samkeppniseftirlitið leggur til að verði felld úr gildi, skuli hafa komizt hindrunarlaust í gegnum Alþingi fyrir tveimur árum. Kannski var ekki við öðru að búast en að frumvarp af þessu tagi kæmi úr landbúnaðarráðuneytinu, miðað við skilning þess á gildi frjálsrar samkeppni. En hvar voru talsmenn hagsmuna neytenda í stjórnarflokkun- um? Af hverju létu þeir ekki í sér heyra þegar frumvarp landbúnaðarráðherra var afgreitt í maí 2004? Ef þeir áttuðu sig ekki á því þá að verið var að vinna gegn frjálsri samkeppni og þar með hagsmunum neytenda (og reyndar bænda líka) ættu þeir að láta í sér heyra nú, þegar álit Samkeppniseftir- litsins liggur fyrir. Eða vilja þeir halda áfram að hjálpa einokunarkerfinu að reyna að drepa af sér keppinautana? SAMTÖKUNUM The Climate Change var komið á fót árið 2004 af Tony Blair og ýmsum forystumönnum viðskiptalífs- ins en markmið samtakanna er að vekja athygli umheimsins á starfsemi þeirra fyrirtækja og stjórnvalda sem tekið hafa af skarið hvað varðar aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum. Steve Howard er framkvæmdastjóri samtakanna og er staddur hér á landi vegna alþjóðlegs fundar um aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum. Djarfar hugmyndir vænlegri til árangurs „Það kann að vera djarft að stefna að því að gera hagkerfi jarðar óháð kolefnis- notkun, en þetta er í raun hugmynda- stefna sem felur það í sér að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir ofhitnun jarðar, í stað þess að tala um að minnka orkunotkun um 2% og gera þetta hér og hitt þar,“ segir Howard. Að hans sögn hafa enn sem komið er aðeins tvö fyrirtæki af FTSE 100 listanum axlað ábyrgð hvað varðar loftslagsbreytingar; British Sky Broadcasting og HSBC, eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims, hafa tekið stór skref í átt að vistvænu rekstrarumhverfi þar sem ekki er treyst á brennslu kola, auk þess sem einn af olíurisunum fjór- um, BP, hafi tekið skref í rétta átt. The Climate Group hefur einnig verið í nánu samstarfi við ríkisstjóra Kaliforníuríkis, Arnold Schwarzenegger, og fleiri stjórn- málamenn, en enn er langt í land. „Ef við ætlum að snúa þróuninni við þurfum við að fá alla til liðs við okkur, enginn má skjóta sér undan ábyrgð. Öll fyrirtækin á Fortune 500 listanum [Listi yfir 500 stærstu einkafyrirtæki Bandaríkjanna, m.t.t. heildartekna] þurfa að ganga í okk- ar raðir. Við þurfum einnig að láta rödd okkar heyrast í öllum stjórnkerfum við í endurnýjanlegri dag má segja að nettó irtækisins sé enginn,“ Anderson, upplýsinga einnig er staddur hér arins. Anderson segir miðlafyrirtækisins ha hópum; Starfsfólki, vi neytendum. Til að byr þörf fyrirtækisins ver muna, lýsingu í byggi rætt og kyndingin ger þess var starfsmönnu sem eru um 13.000, bo indapunktum, inn á þa iskreditkort“, en punk að takmarka orkunotk hjóla til vinnu og bjóð mönnum far. „Með þe gera orkusparnað ske hvetjandi í stað þess a aðinn sem kvöð,“ segi Hvað viðskiptamen Sky varðar, segir And verið boðið til að hlýða um loftslagsbreytinga mikilvægt væri að vei „Að því búnu gerðum félögum okkar ljóst að samstarfi við okkur áf stuðla að auknum ork veggja sinna fyrirtæk komið að allir leigubíl fyrirtækisins nota eru hybrid) auk þess sem frá kaupum á 1400 sen eru mjög sparneytnir um við fjölmiðlafyrirt hverri fjölskyldu í Bre varpssendingar okkar okkur að því hvernig v viðræður við þessar fj sparnað og hvernig þæ með því að gæta aukin orkunýtingu,“ segir A heimsins og fá forseta allra ríkja til að opna dyrnar fyrir okkur,“ kveður How- ard. Hann segir að í stað þess að líta á loftslagsbreytingarnar sem óleysanlegt vandamál reyni samtökin að koma fyr- irtækjum og stjórnvöldum í skilning um að nú sé kjörið tækifæri til að taka þátt og snúa blaðinu við. „Heimurinn er á barmi nýrrar iðnbyltingar, ör vöxtur efnahagskerfa heimsins leiðir til þess að á næstu 50 árum þurfum við að fram- leiða helmingi meiri orku en við gerum í dag. Fyrir liggur að 16–20 billjónum bandaríkjadala verður varið til fram- leiðslunnar, hví ekki að nýta það fjár- magn til framleiðslu á vistvænni orku?“ spyr Howard. Hann segir að verði hug- myndirnar að veruleika séu í vændum mjög spennandi tímar fyrir unga at- hafnamenn, þeim bjóðist tækifæri til að framleiða afurðir sem snerta líf fólks á nýjan hátt og leggja sitt af mörkum til að uppræta breytingar á loftslagi „Við mun- um horfa aftur til ársins 2006 og segja að það hafi verið árið sem jarðarbúar tóku við sér og hófust handa við að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar af manna völd- um. Þetta er kynslóðin sem mun sporna við gróðurhúsaáhrifunum, fæla burt svæluna og setja umhverfi sitt á sama stall og viðskiptalífið,“ segir Howard. Hvatt til orkusparnaðar á öllum vígstöðvum Síðastliðinn maí varð British Sky Broad- casting fyrsti fjölmiðill heims til þess að taka upp stefnu sem miðar að því að minnka kolefnisnotkun við rekstur. „Við byrjuðum á því að mæla hversu mikill koltvísýringur losnaði við starfsemi okk- ar og að því loknu hrintum við af stað að- gerðaáætlun til þess að minnka losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Til að bæta upp fyrir þann koltvísýring sem enn myndast við reksturinn fjárfestum „Ísland hefur rutt vistvænnar orkun Samráðsfundur Bekkir Bessastaða voru þétt setnir á laugardaginn, en þar voru lykilmenn úr efnahag strengi sína í umhverfismálum. Fundurinn var í boði forseta Íslands, en frumkvæði að honum höfðu sam Jarðvarmi Þeim Steve Howard (til vinstri) og Matthew Ander til Bláa lónsins koma, enda um musteri hins íslenska jarðvarm Alþjóðlegum fundi um aðgerðir gegn loftslags- breytingum lauk í gær, en á fundinum ræddi fjöldi aðila úr alþjóðlegu við- skiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum raunhæfar leiðir í um- hverfismálum með því að tengja saman fjármagn og nýsköpun. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.