Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 40

Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 40
40 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VEISU HVAÐ GRETTIR? SUM GÆLUDÝR SKEMMTA MANNI Í ALVÖRU? VIÐ VERÐUM Á FÁ OKKUR NOKKUR SVOLEIÐIS ÉG HEYRÐI AÐ KETTIR LENTU ALLTAF Á FÓTUNUM EF ÞEIR DETTA... ÞVÍ MEIRA SEM ÉG HEYRI UM KETTI ÞVÍ MINNA LÍST MÉR Á ÞA ÉG ER KOMINN HEIM! ERTU GLAÐUR AÐ SJÁ MIG? AF HVERJU ÞARF ÉG AÐ LÁTA VITA ÞEGAR ÉG KEM HEIM VEISTU HVAÐ ÉG ELSKA VIÐ ÞIG HELGA? ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVAÐ ÉG ER LENGI Á KRÁNNI... ÞÚ HELDUR MATNUM MÍNUM ALLTAF HEITUM HVERNIG FINNST GRÍMA AÐ HAFA EYRUN Á SÉR LÍMD? EKKI MJÖG GAMAN ÉG LOFAÐI HONUM AÐ ÉG MUNDI TAKA ÞAÐ AF EF HANN HJÁLPAÐI AÐ BERA FRAM MATINN VILL EINHVER PINNAMAT? LITLA STELPAN OKKAR ER AÐ SJÁ SLÆMA ÍMYND AF KONUM ALLAN DAGINN JÁ EN SAMT... ÉG HELD AÐ STÓR HLUTI AF ÞVÍ AÐ ÞROSKAST SÉ AÐ LÆRA AÐ FÁST VIÐ ÁREITI EINS OG ÞETTA Æ NEI, STELPAN OKKAR ER AÐ ÞROSKAST! OG ÞAÐ HRATT AF HVERJU VILTU EKKI VERA SKOTHELDUR Í MYNDINNI? VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER EKKI EINHVER ÖNNUR OFURHETJA SEM ÞIÐ GETIÐ BÚIÐ TIL... ÉG GET EKKI FLOGIÐ EINS OG STENDUR HÉRNA ÉG SÉ EKKI Í GEGNUM HLUTI ÉG GET EKKI GERT NEITT AF ÞESSUM HLUTUM ÞAÐ ER ALLT Í LAGI, VIÐ NOTUM BARA TÆKNIBRELLUR Verkefnið 50+ var sett álaggirnar af félagsmála-ráðherra árið 2005 til aðstyrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar þar sem fjallað verður um málefni aldurshópsins frá ýms- um hliðum. Verður fyrsti fundurinn 17. október, sá næsti 9. nóvember og síðasti 7. desember. Fundirnir verða haldnir á Grand Hóteli, kl. 8.30 til 10 hverju sinni. Elín R. Líndal er formaður verk- efnisstjórnar: „Atvinnuleysi meðal miðaldra og eldra fólks er ekki meira en hjá öðrum aldurshópum, sveiflur í atvinnu eru minni milli árstíða og hreyfing inn og út af atvinnuleys- isskrá sömuleiðis almennt minni. Hins vegar er áhyggjuefni að lang- tímaatvinnuleysi virðist meira við- varandi meðal þessa hóps, og reynist miðaldra og eldra fólki erfiðara að fá vinnu aftur ef það missir vinnuna af einhverjum ástæðum,“ segir Elín. Elín bætir við að jafnframt dragi mjög úr þátttöku í sí- og endur- menntun upp úr fimmtugu og að þeir menntaðri séu duglegri að viðhalda menntun sinni en þeir sem minni menntum hafa. „Þetta þarf að skoða sérstaklega í ljósi þess að vinnu- markaðurinn krefst sífellt meiri þekkingar, og hraðari tækniþróun kallar á öflugri sí- og endur- menntun.“ Á fundinum 17. október verður áhersla lögð á fyrirtækin og aldurs- dreifingu á vinnustað. „Félagsmála- ráðherra mun ávarpa fundinn og síð- an mun Sigurgeir Guðmundsson hjá fjármálaráðuneytinu fjalla um ald- ursbreytingar í atvinnugreinum, og Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar og Rakel Ýr Guð- mundsdóttir starfsmannastjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is fjalla um stefnu fyrirtækja með til- liti til aldursdreifingar á vinnustað,“ útskýrir Elín. „Á fundi 9. nóvember verður áherslan á einstaklinginn og möguleika hans á vinnumarkaði þeg- ar miðjum aldri er náð. Á þeim fundi ætlar Hugrún Jóhannesdóttir, for- maður þjónustuskrifstofu Vinnu- málastofnunar á höfuðborgarsvæð- inu að fjalla um hlutverk vinnumiðlana og þátt þeirra í að hafa áhrif á viðhorf til aldurshópsins 50+. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, stjórn- arformaður Rannsóknarstofu í vinnuvernd, fjallar um einstakling- inn á vinnustað, vellíðan hans og hvort aldurssamsetning hópsins geti haft áhrif, t.d. á einelti á vinnustað. Loks munu Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins og Gunnar Pálsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fjalla um þátt fé- lagasamtaka, stéttarfélaga og félaga atvinnurekenda.“ Á síðasta fundinum, 7. desember, verður fjallað um símenntun: „Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ fjallar um símenntun innan fyrirtækja, Soffía Gísladóttir framkvæmdastjóri Sí- menntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins munu fjalla um símenntunaraðila og sam- spil framboðs og eftirspurnar.“ Fundirnir eru öllum opnir en æskilegt er að skrá þátttöku með pósti á netfangið margret.gunn- arsdottir@vmst.is. Vinnumarkaður | Morgunverðarfundir 50+ verkefnisins á Grand Hótel fram að jólum Atvinna eftir fimmtugt  Elín Rannveig Líndal fæddist á Hvammstanga 1956. Hún lauk diplóma-námi í opinberri stjórn- sýslu og stjórnun frá HÍ 2002 og diplóma-námi í rekstrar- og við- skiptafræði frá HA 2005. Elín hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í héraði og á landsvísu. Hún hefur frá 2002 starfað sem deildarstjóri hugbúnaðardeildar og markaðs- stjóri Forsvars ehf. Hún er gift Þóri Ísólfssyni bónda og eiga þau þrjú börn. Margar af þekktustu Holly-wood-stjörnum samtímans fögnuðu með leikaranum og leik- stjóranum George Clooney er hann veitti viðtöku American Cinematheque-verðlaununum árið 2006 við hátíðlega athöfn í Beverly Hills á laugardaginn, en verið var að fagna því sem Clooney hefur náð að afreka á ferlinum. Meðal þeirra sem fögnuðu með Clooney voru leikstjórinn Oliver Stone og leikararnir Julia Ro- berts, Christian Slater, Salma Ha- yek, Geoffrey Rush og Lindsay Lohan. „Líklega á enginn annar en hann frekar skilið að vera verð- launaður. Hann er frábær lista- maður, góður leikstjóri og ótrúleg- ur mannvinur. Ég held að hann setji frábært fordæmi fyrir aðra leikara, og mig þar með,“ sagði Christian Slater í viðtali við AP- fréttastofuna. Athöfnin var haldin til þess að safna fé fyrir American Cine- matheque, sem er góðgerð- arstofnun sem styður við bakið á upprennandi kvikmyndagerð- armönnum og þá stendur stofn- unin á bak við atburði sem ætlað er að færa aðdáendur og leik- stjóra nær hver öðrum. „Í raun og veru er þetta bara hópur vina þinna sem ætla að grilla ærlega í þér,“ sagði hinn 45 ára gamli Clooney þegar hann var beðinn að lýsa því hvað hátíðin gengi út á. „En þegar því er lokið þá er maður að safna fé til þess að að- stoða American Cinematheque, sem kemur ótrúlegum hlutum í verk,“ bætti hann við. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.