Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 45 / KEFLAVÍK JACKASS 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 12 BEERFEST kl. 8 B.i. 12 HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16 ATH! ENGIR ÞJÓÐVERJAR VORU SKAÐAÐIR EÐA MEIDDIR Á MEÐAN TÖKUM MYNDARINNAR STÓÐ. eee EMPIRE / ÁLFABAKKI JACKASS NUMBER TWO kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. JACKASS NUMBER TWO VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 THE THIEF LORD kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára. BEERFEST kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12.ára NACHO LIBRE kl. 10:10 B.i. 7.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 10:10 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ / AKUREYRI JACKASS 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 - 8 LEYFÐ WORLD TRADE... kl. 10 B.i. 12 Frábær ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna Biluð skemmtun! NELGDI FYRSTA SÆTIÐ ÞEGAR HÚN VAR SÝND Í USA FYRIR NOKKRU. Jackass gaurarnir JOHNNY KNOXVILLE og STEVE-O eru KOMNIR aftur, bilaðri en nokkru sinni fyrr! Þú átt eftir að skemmta þér sjúklega vel. kvikmyndir.is FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG „THE FAST AND THE FURIOUS“ ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. eeeE.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is FRAMLEIDD AF TOM HANKS. „the ant bully“ ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! á mánudögum MoggaBíó í bíó1fyrir2 * sjá miða framan á morgunblaðinu í dag* Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þó að hrúturinn sé að gera eitthvað sem hann hefur alltaf dreymt um, er hann þegar byrjaður að láta sig dreyma um eitthvað annað. Eldar metnaðargirni eins og þinnar þurfa eldsmat. Einn klukkutími til viðbótar í svefn gerir gæfumuninn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í nautinu togast á ímyndað óhóf og raun- veruleiki. Það sveiflast á milli þessara tveggja póla og finnur hinn gleðilega meðalveg áður en myrkur skellur á. Og á meðan ég man, mörgum finnst þú aðlað- andi um þessar mundir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef tvíburinn þreytist hvetur liðið hans hann áfram. Þú ættir að vita hvað marg- ir eru á þínu bandi og vilja gjarnan að vegur þinn sé sem mestur. Ástvinir leggja mikið á sig til þess að sanna óslökkvandi ást sína á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú vilt sinna sambandi sem er þér mikilvægt vel, þarftu að breyta for- gangsröðinni. Gakktu hratt og ákveðið til verks. Viðhorf þess sem sigrar hjálpar þér við að breyta áskorunum í sigra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu hefur lærst hvernig á að breyta hlutlausum atburðum í meiriháttar tæki- færi sem eftir á að hyggja eiga eftir að virðast klæðskerasaumuð. Tvíburi eða vog hjálpar þér að ná hámarksgetu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þeir sem þekkja þig í einu samhengi, eiga eftir að fá hugljómun þegar þeir fá að njóta þíns líflega persónuleika til fullnustu. Samband sem þú ert í tekur framförum í því ljósi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Áhugi þinn á tiltekinni persónu magnast með hverri klukkustund. Hver getur staðist það þegar einhver hefur svona mikinn áhuga á manni? Þú styrkir vin- áttubönd. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Merkúr, himintungl tjáskiptanna, er hliðhollt þér í augnablikinu, því ættir þú ekki að vera í nokkrum vandræðum með að vita hvað þú átt að segja við hvaða tækifæri sem er. Haltu óvænt partí eða skálaðu við einhvern. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn berst fyrir góðum málstað en þarf að vera viss um að það sé óhjá- kvæmilegt. Stundum er hreinlega nóg að biðja fallega og það skilar alveg sama ár- angri. Einhver í fiskamerkinu verður í hlutverki sköpunargyðju í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Atburðarásin verður ekki alveg eins og steingeitin hafði hugsað sér, en það er henni algerlega fyrir bestu. Engar út- skýringar eru nauðsynlegar, því vinir þurfa þær ekki og efasemdarmenn trúa þeim ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Úranus, sem stýrir vatnsberanum, ýtir undir eirðarleysi. Forðastu of mikinn hraða, ekki síst í akstri. Beindu tauga- veiklaðri orku þinni í mannúðarstarf af einhverju tagi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn prófar tiltekna einstaklinga í kunningjahóp sínum og vill vera viss um að þeir séu traustsins verðir, áður en trúnaðarsamband kemst á. Prófið er ekki erfitt, en fáir munu standast það. Klúbburinn þinn er bara ætlaður útvöld- um. Stjörnuspá Holiday Mathis Þótt mörgum hafi verið innrætt að ræða ekki stjórnmál eða trúmál í kurteisisheimsóknum gerir hornrétt staða Merkúrs og Neptúnusar að verkum að erfitt er að stilla sig um að ræða þau og önnur eldfim umræðuefni. Ekki falla í þá gildru. Ekki labba í burt frá þannig sam- tölum – hlauptu, hlauptu, hlauptu eins og vindurinn. MÁLVERKIÐ hefur átt nokkru fylgi að fagna undanfarin ár og virðist vera í sókn en hér á landi eru fígúratífir mál- arar í minnihluta. Þórdísi Aðalsteinsdóttur (1975) má setja í þann hóp en málverk hennar eru fígúratíf og af frásagn- arlegum toga. Þórdís er afkastamikill listamaður eins og sjá má á sýningunni á Kjarvalsstöðum þar sem hún sýnir fjölda málverka auk tveggja myndbandsverka, en Þórdís útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist í New York 2003. Sýning hennar skiptist í grófum dráttum í þrennt þar sem meginhlutinn er málverk sem fjalla um samtím- ann. Minni myndröð fæst við myndefni úr Biblíunni en tvö myndbönd innihalda frásögn sem birtir viðhorf og afstöðu listakonunnar til lífs og listar. Framsetning verka er til fyrirmyndar og þeim vel fyrir komið, bæklingur er vand- aður og textar í honum áhugaverðir, af hálfu sýning- arstjórans Ólafar K. Sigurðardóttur og sömuleiðis texti eftir Charles Stuckey. Viðfangsefni Þórdísar er samtíminn séður með augum ungrar konu sem er búsett í New York. Sýn hennar er nokkuð dökk, myndheimurinn inniheldur ofbeldi, grimmd, sjúkdóma, lífsleiða og fágun. Myndmálið minnir á teikni- myndasögur samtímans, kaldhæðnin og grimmdin kalla fram persónur Hugleiks Dagssonar en listamenn eins og Egon Schiele koma líka sterkt upp í hugann, einnig Mar- lene Dumas. Það ríkir óhugnanleg stemmning í flestum myndanna, þær eru bæði áleitnar og óþægilegar. Þórdís er fær málari og teiknari og hefur gott vald á myndbygg- ingu og litum, áferðarfallegir litir og mynstur skapa mót- vægi við ljótleika myndefnis. Það er vel til fundið hjá henni að myndskreyta kafla úr Biblíunni og láta þær myndir kallast á við ofbeldi samtímans, nú þegar trúarbrögð eru jafn stór þáttur í lífi okkar og raun ber vitni. Ofbeldi og grimmd eru sýnd á fágaðan hátt á myndfletinum,fágunin minnir á samfélagið sem leitast við að halda yfirborðinu fínu á meðan allt er í steik undir niðri. Á örfáum stöðum færir Þórdís þó ofbeldið inn í rými áhorfandans, þar sem má ímynda sér líkt og blóðug fingraför á yfirborði mál- verkanna og eru þau verk með þeim eftirminnilegri. Í heildina er sýning Þórdísar persónuleg um leið og greina má áhrif úr mörgum áttum. Verk hennar hafa þróast á skömmum tíma en bera þess um leið merki að vera í mótun. Samtímasýn Þórdísar er óumdeilanlega sönn, þó eru sem betur fer fleiri hliðar á samtímanum en hér má sjá. Stungið á kýli MYNDLIST Kjarvalsstaðir Til 3. desember. Opið alla daga vikunnar frá kl. 10–17. Aðgangseyrir: Fullorðnir 500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar 250 kr. Gildir samdægurs í Hafnarhús og Ásmundarsafn. Ókeypis á mánudögum. Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af. Málverk og myndbönd Þórdís Aðalsteinsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Upprennandi stjarna? Maður og kona í eins náttfötum eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur listakonu. Ragna Sigurðardóttir TÓNLEIKAR Aton-hópsins hafa oft verið skemmtilegir og óneitanlega var lífleg stemning á tónleikum hans sl. mánudagskvöld. Verkin á dagskránni voru þó ærið mis- jöfn og sum beinlínis kjánaleg, eins og Toccata og fúga eftir Áka Ásgeirsson, sem m.a. samanstóð af því að skot- ið var á trommusett með teygjubyssu. Flest annað var skárra, þ.á m. Failure eftir Kaj Aune, en þar var sýnt myndband af manni í misheppnaðri byggingarvinnu við einhvers konar grínútgáfu af Tungl- skinssónötu Beethovens. Var Aune að segja að tónmál fyrri tíma hafi á endanum beðið skipbrot? Sumir hafa haldið því fram að hefðbundið tónmál (þ.e. dúr og moll) hafi verið þurrausið fyrir löngu og nauðsynlegt hafi verið að finna nýjar leiðir í tónsköpun. Sjálfsagt er það alveg rétt, en að skjóta á trommusett með teygjubyssu eða nota ódýr trix til að bregða áheyrendum er ekki lausnin. Annað á tónleikunum var upp og ofan. Tónsmíð eftir Inga Garðar Erlendsson sem hét tungubrjótnum Streptococcaceae (íslenska þýðingin er einfaldlega Streptókokkar) var stutt og hnitmiðuð, en tengsl tónlist- arinnar við streptókokkasýkingu voru óljós. Vibrancy eftir Steingrím Rohloff var sömuleiðis ágætlega sam- ansett verk í vel ígrunduðu formi, en Attitude eftir Lene Grenager óttalega klén samsuða sem fór inn um annað eyrað og út um hitt. Því miður. Teygjubyssan hitti ekki TÓNLIST Norrænir músíkdagar – Listaháskólinn Tónlist eftir Áka Ásgeirsson, Inga Garðar Erlendsson, Lene Grenager, Steingrím Rohloff og Kaj Aune í flutningi Aton. Mánu- daginn 9. október. Kammertónleikar Morgunblaðið/Kristinn Teygjubyssa „Verkin á dagskránni voru þó ærið mis- jöfn og sum beinlínis kjánaleg,“ segir Jónas m.a í dómnum um tónleika Aton hópsins í Listaháskólanum. Jónas Sen vegna þeirra átaka sem áttu sér stað milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon. Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson segir að uppákoman þar sem hann lét ýmis miður falleg orð falla um gyðinga í júlí sl. hafi mögulega stafað af því hve honum gramdist sú gagnrýni sem beindist gegn kvik- mynd hans The Passion of the Christ. Myndin, sem kom út árið 2004, segir frá því þegar Jesús Kristur er krossfestur og var harð- lega gagnrýnd meðal leiðtoga gyð- inga, en þeir vildu meina að myndin myndi ala á hatri í garð gyðinga. Í viðtali í sjónvarpsþættinum Go- od Morning America sagðist Gibson skammast sín fyrir það sem hann sagði. „Ég sætti frekar harkalegum op- inberum árásum. Ég hélt að ég hefði náð að takast á við þá hluti,“ sagði Gibson. „En mannshjartað getur borið á sér ör gremjunnar, og hún mun koma út þegar maður er yfirspennt- ur og búinn að drekka nokkur glös,“ sagði hann við Diane Sawyer, fréttakonu ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar. Í viðtalinu, sem er skipt í tvo hluta sem sýndir eru á tveimur dög- um, segir Gibson að yfirlýsing hans við lögregluna – „Gyðingar bera ábyrgð á öllum stríðum í heiminum“ – hefði stafað af áhyggjum hans vegna þeirra átaka sem áttu sér stað milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.