Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aðeins örfá sæti
Róm
17. nóvember
frá kr. 59.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast töfrum borgarinnar eilífu.
Eigum örfá sæti í haustferðina 17. nóvember. Í Róm upplifir þú árþúsunda-
menningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturs-
kirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og
Pantheon hofið, auk meistaraverka endurreisnartímans. Það er einstakt að rölta
um torgin í Róm og kynnast litríku mannlífinu á Piazza Novona og við hinn fræga
Trevi brunn. Spennandi kynnisferðir í boði undir öruggri leiðsögn fararstjóra
Heimsferða.
Verð frá kr.59.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4
nætur á Hotel Archimede með morgunverði
og íslenskri fararstjórn.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SUMARIÐ var töluvert erfitt heyskaparsumar og
hefði verið kallað óþurrkasumar í gamla daga, að
sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunautar hjá
Bændasamtökum Íslands. Ótíðin var á Suður-
landi, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og jafnvel á
stærri svæðum. Baggatæknin, þar sem heyi er
pakkað í plast áður en það er fullþurrt, bjargaði
miklu. Um 90% af heyfeng landsmanna eru orðin
þannig innpakkað vothey með háu þurrefni. Ólaf-
ur segir að þessi vinnsluaðferð hafi aukið mjög ör-
yggi við heyskap. „Það hefði orðið mjög slæmt
ástand ef við hefðum verið með tæknina sem var
fyrir svona 20 árum. Baggatæknin hefur gjör-
breytt stöðunni,“ segir Ólafur.
Grasspretta var ágæt í heildina í sumar, en
framan af sumri var dálítið kvartað yfir því að ekki
væri nóg sprottið. Júní var sólarlítill og votviðra-
samur og hugsanlega nýttist áburður ekki sem
skyldi vegna sólarleysisins. Ólafur segir að menn
hafi kvartað nokkuð yfir lélegum fyrri slætti. Síð-
an tók sprettan við sér og ágústmánuður var ágæt-
ur. Haustið hefur síðan verið alveg einstakt alveg
fram undir þetta, að sögn Ólafs. Það var óvenju-
hlýtt og gróður að spretta fram eftir öllu. Menn
slógu víða góða há á túnum og jafnvel dæmi um að
menn hafi slegið þrisvar. Góður annar sláttur
bætti mörgum upp það sem á vantaði í fyrri slætti.
Litlar fyrningar á liðnu vori
Í lok mánaðarins verða send eyðublöð til bænda
sem þeir fylla út með upplýsingum um heyforða og
búfjárfjölda. Nákvæmar niðurstöður um heyfeng
landsmanna eiga því að liggja fyrir eftir áramótin.
Ólafur kvaðst hafa á tilfinningunni að mjög litlar
fyrningar hefðu verið á liðnu vori því veturinn í
fyrra var langur. Á norðanverðu landinu þurfti að
taka fé á gjöf þegar í byrjun október í fyrra og má
því segja að veturinn hafi lengst um heilan mánuð.
Fyrningar voru víða orðnar litlar í vor, sérstaklega
á norðanverðu landinu, og menn sums staðar farn-
ir að miðla heyjum. Síðan er heilmikill markaður
fyrir hey handa hestum og taldi Ólafur að nóg
hefði verið til af plastbögguðu heyi en ekki of mikið
af þurrheysböggum. Jafnvel væri orðinn skortur á
þurrheyi. Þeir sem væru með fáa hesta kysu frek-
ar þurrhey því þeir næðu ekki að gefa nógu fljótt
úr stóru votheysböggunum. Ólafur taldi að út-
flutningur hefði einnig verið nokkur á heyi á þessu
ári.
Búfé er ekki að fækka, kúm heldur að fjölga og
svipaður fjöldi af sauðfé og hrossum. „Mín tilfinn-
ing fyrir þessum vetri er að við séum ekkert með
of mikið fóður. Það megi ekki mikið út af bera. Sér-
staklega ef það hefur verið selt úr landi og litlar
fyrningar í vor.
Plastbaggarnir björguðu
heyfeng sumarsins
Hugsanlega nýttist áburður ekki sem skyldi vegna sólarleysis í júnímánuði
Í HNOTSKURN
»Ólafur segist vonast til þess að heyfeng-ur sé í meðallagi en ekki megi mikið út
af bera.
»Ólafur segir að stundum komi ár þegarmenn kvarti yfir að það sé of mikið hey
en það telji hann út í hött.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
ELDUR kom upp í þvottarými á
fjölveiðiskipinu Beiti NK á sjötta
tímanum á laugardaginn en skip-
verjar náðu að ráða niðurlögum elds-
ins og varð engum meint af.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar
höfðu verið kallaðar út og var önnur
þeirra lögð af stað þegar tilkynning
barst um að skipverjar hefðu náð
tökum á eldinum og var henni þá
snúið við. Þá hafði flugvél Flugmála-
stjórnar flogið yfir svæðið þar sem
skipið var.
Eldurinn kom upp þegar Beitir
NK var um 12 sjómílur austur af
Vattarnesi, yst í Reyðarfirði, en skip-
ið var á leiðinni út á sjó.
Sturla Þórðarson, skipstjóri, segir
að áhöfnin hafi sýnt snör handtök
með því að loka rýminu og kæfa eld-
inn. Aðstæður sem þessar séu afar
hættulegar enda ekkert hægt að
fara.
„Þetta fór betur en á horfðist,
hefði getað farið miklu verr,“ segir
Sturla og bætir við að gríðarlegur
hiti hafi myndast þegar eldurinn
kom upp.
Kviknaði í út frá þvottavél
Talið er að kviknað hafi í út frá
þvottavél í skipinu. Skipið sneri aftur
til hafnar eftir að náðst hafði að
slökkva eldinn og reiknar Sturla með
að um þrjá til fjóra daga taki að gera
skipið klárt á ný.
Síldarvinnslan í Neskaupstað ger-
ir út skipið og eru fjórtán manns í
áhöfn skipsins. Það var smíðað í
Þýskalandi árið 1958 en Síldar-
vinnslan keypti skipið árið 1981.
Skipverjar náðu að
slökkva eld um borð
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Viðbúnaður Slökkvilið og sjúkrabíl-
ar biðu áhafnarinnar í landi.
„Þetta fór betur
en á horfðist“
NOKKUÐ er
komið af bóluefni
við inflúensu hing-
að til lands. Treg-
lega hefur gengið
að rækta þá
stofna veirunnar
sem Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin
hefur mælt með
að ræktaðir séu
og því er magn bóluefnisins ekki mik-
ið. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir,
segist efast um að skortur verði á
bóluefninu og enn sé engin ástæða til
að hafa áhyggjur þar sem inflúensu
hefur ekki orðið vart í nágrannalönd-
unum. „Af því að bóluefnið kom seint
til landsins þá höfum við frekar látið
áhættuhópa ganga fyrir og látið þá
sem eru hraustir mæta afgangi. Við
höldum að það verði nóg af bóluefni á
endanum,“ segir Haraldur. Allir þeir
sem eru komnir á sjötugsaldurinn eða
þeir hafa undirliggjandi sjúkdóma
eru skilgreindir í áhættuhópi. Flensu-
tímabilið stendur venjulega yfir frá
október eða nóvember og fram í mars
eða apríl. Haraldur segir að ekki sé
ástæða til að hafa áhyggjur nú þar
sem flensuveiran sé ekki snemma á
ferðinni.
Bóluefni
seinkar
enn
Haraldur Briem
Sóttvarnalæknir
óttast ekki skort
BÆJARRÁÐ Hveragerðisbæjar hef-
ur þungar áhyggjur af stöðu og fram-
tíð garðyrkjumenntunar að Reykjum
í Ölfusi, að því er fram kemur í sam-
þykkt ráðsins. Óvissa hafi ríkt um
framtíð staðarins um nokkra hríð og
sett mark sitt á skólastarfið sem og
alla uppbyggingu í greininni. Við mat
á framtíðarstaðsetningu garðyrkju-
menntunar þurfi að taka tillit til þeirr-
ar löngu sögu sem garðyrkjumenntun
að Reykjum hafi. „Sú þýðing sem
Garðyrkjuskólinn hefur fyrir Hvera-
gerði og Suðurland allt verður ekki
ofmetin og það væri mikið slys ef
starfsemi að Reykjum bæri á ein-
hvern hátt skarðan hlut frá borði í
þeim viðræðum sem nú eiga sér stað
um framtíð skólans.“ Hvetur bæjar-
ráðið ráðamenn til að huga vel að
ofangreindum þáttum.
Áhyggjur af
garðyrkju-
menntun
♦♦♦Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
TÖLUVERT var um umferðar-
óhöpp um helgina sem rekja má til
hálku á vegum landsins og urðu að
minnsta kosti sjö bílveltur auk ann-
arra minniháttar óhappa. Alls voru
19 umferðaróhöpp tilkynnt til lög-
reglunnar í Reykjavíkí gær. Engan
sakaði þó alvarlega.
Alls urðu þrjár bílveltur í Hval-
firði í gær samkvæmt upplýsingum
frá umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík. Tvær þeirra urðu við
Kiðafell en ein við Fossá. Engan sak-
aði alvarlega í þessum veltum.
Þá valt bíll í Kollafirði rétt fyrir
klukkan tvö aðfaranótt sunnudags
eftir að hafa ekið yfir hálkublett en
meiðsli ökumanna reyndust ekki al-
varleg. Þá urðu tvö minniháttar
óhöpp í Hafnarfirði um helgina
vegna hálku.
Bifreið sem sautján ára gömul
stúlka ók valt í gær eftir að honum
var ekið yfir hálkublett við afleggj-
arann að Miðnesi, skammt frá Akra-
nesi, en að sögn lögreglu var mikil
mildi að ekki fór verr. Bíllinn lenti á
hjólunum utan vegar og varð stúlk-
unni ekki meint af.
Þá varð umferðaróhapp á veginum
milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur
rétt fyrir miðnætti á laugardags-
kvöld þegar bifreið ók yfir ísingu á
veginum, valt og hafnaði utan vegar.
Ökumaðurinn slapp þó vel, að sögn
lögreglunnar í Stykkishólmi.
Um tíuleytið í gærmorgun valt svo
bifreið með ökumanni og þremur
farþegum í Þrengslunum og voru
tveir fluttir á slysadeild en meiðsli
þeirra voru þó ekki talin alvarleg.
Á vef Vegagerðarinnar kom fram í
gær að hálka og hálkublettir væru á
Vestfjörðum, Norðaustur-, Norð-
vestur- og Austurlandi.
Margar veltur í hálkunni
Morgunblaðið/Ingólfur
Hálka Margar bílveltur urðu um helgina en hálka er víða á vegum landsins. Þessi bifreið valt í Kollafirði á laug-
ardag en lítið var um meiðsli. Alls voru tilkynnt 19 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykjavík í gær.