Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Glæsilegur
sparifatnaður
Dögg Pálsdóttir
www.dogg.is
Kæru sjálfstæðismenn
í Reykjavík.
Ég þakka kærlega
fyrir frábæran
stuðning í prófkjöri
okkar um helgina.
Með kærum kveðjum,
Mánudagur 30. okt.
Hummus, buff og bakað grænmeti
Þriðjudagur 31. okt.
Afrískur pottréttur
m. steiktum bönunum
Miðvikudagur 1. nóv.
Spelt pizza og gott salat
Fimmtudagur 2. nóv.
Spínatlasagna og pestó
Föstudagur 3. nóv.
Engiferpottur og kartöflubakstur
Helgin 4.-5. nóv.
Burritos m. chillisósu og guacamole
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Nýbýlavegi 12, Kóp.
Sími 554 4433.
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
Úlpur
og kápur
JÓHANN
Björnsson gefur
kost á sér í forvali
Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs á höfuð-
borgarsvæðinu
vegna komandi
alþingiskosninga
og stefnir á 2.
sæti.
Jóhann er
fæddur í Keflavík 1966 og hefur ver-
ið félagi í Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði frá stofnun flokks-
ins. Hann lauk BA prófi í heimspeki
frá HÍ og MA prófi í sömu grein frá
KU Leuven í Belgíu. Jóhann kennir
við Réttarholtsskóla, situr í barna-
verndarnefnd Reykjavíkur og hefur
séð um undirbúningsnámskeið fyrir
borgaralegar fermingar undanfarin
10 ár. Jóhann leggur megináherslu á
að nálgast beri viðfangsefni sam-
félagsins og stjórnmálanna í ríkari
mæli með gleraugum siðfræðinnar.
Siðfræðin er mjög vannýtt í allri
pólitískri umræðu og ákvarðanatöku
en ætti að vera leiðbeinandi þegar
taka þarf erfiðar pólitískar ákvarð-
anir, segir í tilkynningu vegna fram-
boðsins.
Jóhann
stefnir á
2. sæti
Jóhann
Björnsson
GESTUR Svav-
arsson gefur kost
á sér í 2.–3. sæti í
forvali Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs í
sameiginlegu for-
vali flokksins í
Suðvesturkjör-
dæmi og Reykja-
víkurkjördæmun-
um tveimur.
Í tilkynningu frá Gesti segir að
undanfarin ár hafi gildi markaðar og
auðmagns sótt á í allri samfélagsum-
ræðu en heilbrigt samfélag byggist
ekki á arðseminni og hagnaðinum
einum saman. „Það er ekki heilbrigt
samfélag því fjöldi fólks fer á mis við
að njóta grundvallarréttinda. Smám
saman hafa óeðlileg viðhorf orðið
eðlileg. Við sitjum uppi með þjóð-
félag þar sem mengandi stóriðja í
þéttbýli þykir eðlileg. Þjóðfélag þar
sem fátækt þykir eðlileg. Þjóðfélag
þar sem vændi þykir eðlilegt. Þjóð-
félag þar sem mestu varðar að eign-
ast sem mest, hvað sem það kostar.
Þjóðfélag þar sem hver er sjálfum
sér næstur. Það er ekki þjóðfélag
fyrir börnin okkar, ekki þjóðfélag
fyrir framtíðina. Við verðum að
leggja meiri áherslu á gildi á borð við
heiðarleika, sanngirni, nýtni, jöfnuð
og samábyrgð og láta þau verða veg-
arnesti barna okkar og barnabarna.
Ég vil leggja lóð mitt á vogarskál-
arnar til þess að þjóðfélagið þróist í
þá átt að framtíð barnanna okkar og
framtíðin verði betri en sú sem nú
blasir við,“ segir í tilkynningu Gests.
Gestur vill í
2.–3. sætið í
Suðvestur-
kjördæmi
Gestur Svavarsson
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnar-
innar að virðisaukaskattur verði
lækkaður á bókum, blöðum og tíma-
ritum úr 14% niður í 7%. Segir í
fréttatilkynningu frá Stúdentaráði
að breytingarnar verði án vafa
nokkur kjarabót, enda bókakaup
með stærri útgjaldaliðum náms-
manna. Íslenskir námsmenn standa
nú nær kollegum sínum í nágranna-
löndum okkar, enda hefur virðis-
aukaskatturinn verið óeðlilega hár
hér á landi, segir í fréttatilkynning-
unni.
„Um leið og SHÍ fagnar þessum
breytingum, bendum við á að mörg
skref eru óstigin í kjarabaráttu
stúdenta, en þetta er skref í rétta
átt og kemur stúdentum nær tak-
marki sínu. Í því ljósi má líta til Nor-
egs en þar ákváðu menn árið 1967
að hætta allri skattlagningu á „hinu
frjálsa orði“.
Stúdentar fagna
lægri bókasköttum
♦♦♦
Fréttir í
tölvupósti
GRÁHEGRI er sérstakur fugl sem
mörgum finnst skrýtið að sjá í ís-
lenskri fuglafánu. Þessi sást nærri
Akranesi í gær og átti hann í
nokkrum útistöðum við fimm
hrafna. Þrátt fyrir að segja megi að
hann sé sjaldgæfur koma hingað
árlega 50 til 100 fuglar og eru yfir
veturinn. Þeir halda sig einkum í
votlendi á Suður- og Suðvestur-
landi og lifa þá einkum á fiski. Þeir
eru miklir aðdáendur fiskeldis-
stöðva þar sem iðulega má finna
gott úrval matar. Þekkst hefur að
gráhegrar hafi étið aðra smærri
fugla og jafnvel rottur.
Ljósmynd/Árný Jóhanns
Gráhegri
sást nærri
Akranesi
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111