Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 15 ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AÐEINS rúm vika er til kosning- anna í Bandaríkjunum og benda all- ar kannanir til, að demókratar hafi verulegt forskot á repúblikana, svo mikið raunar, að kunnur maður í röðum þeirra síðarnefndu sagði um helgina, að repúblikanar horfðust nú í augu við miklar ófarir. „Yrði gengið til kosninga nú, myndu demókratar vinna 25 til 30 sæti í fulltrúadeildinni og fjögur til fimm í öldungadeildinni,“ sagði John Zogby, sem lengi hefur unnið við skoðanakannanir, en minnti um leið á, að enn væri rúm vika til stefnu. Í kosningunum verður tekist á um öll 435 sætin í fulltrúadeild, um 33 sæti af 100 í öldungadeild, 36 ríkisstjóra- embætti og fjöldann allan af emb- ættum í sveitarstjórnum. Zogby minnti líka á, að um 20% kjósenda hefðu ekki gert upp hug sinn en kannanir eru samt allar á einn veg. Könnun, sem tímaritið Newsweek birti í gær, sýndi, að 53% ætluðu að kjósa demókrata en 39% repúblikana. Út úr könnuninni mátti líka lesa, að repúblikanar væru orðnir uppiskroppa með góð kosn- ingamál enda virðast gömlu trompin þeirra, þjóðaröryggi og baráttan gegn hryðjuverkum, ekki gagnast þeim lengur. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt Newsweek treysta kjósendur demókrötum betur fyrir Íraksmálinu en repúblikönum eða 45% gegn 33%. Í efnahagsmálum er munurinn 47% gegn 34% demókröt- um í vil og hann er enn meiri í heil- brigðismálum eða 53% gegn 26%. Dick Armey, fyrrverandi leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni og kunnur hægrimaður, segir í grein, sem birtist í The Washington Post í gær, að repúblikanar horfist í augu „við ófarir“ og ástæðuna segir hann þá, að þeir hafi orðið „ástfangnir af völdunum“ og farið að leggja meira upp úr bröltinu, sem þeim fylgir, en minna upp úr stefnunni. Til að ná meirihluta í full- trúadeildinni þurfa demókratar að bæta við sig 15 sætum þar en sex til að ná völdum í öldungadeildinni. Stuart Rothenberg, yfirmaður óháðrar rannsóknamiðstöðvar, spáir „holskeflu demókrata“ í kosning- unum og hann telur, að andrúms- loftið sé nú andsnúnara stjórn- arflokknum en það var 1994 þegar demókratar misstu 52 sæti í full- trúadeild, átta í öldungadeild og 10 ríkisstjóra. Þá náður repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrsta sinn í áratugi. Aðrir, til dæmis Char- lie Cook, útgefandi The Cook Politi- cal Report, spáir því, að demókratar vinni 20 til 35 sæti í fulltrúadeild og að minnsta kosti fjögur í öld- ungadeild, hugsanlega fimm til sex. Gætu náð meirihluta í báðum deildum AP Stuðningur George W. Bush forseti hefur reynt að leggja flokksmönnum sínum lið og hér er hann ásamt Mike Sodrel, fulltrúadeildarþingmanni fyr- ir Indiana, en hann á í harðri baráttu við demókratann Baron Hill. Þegar vika er til stefnu spá allar kann- anir stórsigri demókrata 7. nóvember Abuja. AP, AFP. | Óttast var, að um 100 manns hefðu farist er nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í vondu veðri rétt eftir flugtak í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í gær. Kom hún niður í aðeins þriggja km fjarlægð frá flugvellinum Haft var eftir heimildum, að þotan, sem var af gerðinni Boeing 737 og í eigu nígeríska flugfélagsins ADC, hefði lagt upp frá borginni Lagos í gærmorgun og hefði förinni verið heitið til borgarinnar Sokoto í norðurhluta landsins með viðkomu í Abuja. Örstuttu eftir flugtak þar hrapaði hún til jarðar í slæmu veðri. Dreifðist brak úr henni yfir stórt svæði. Þegar vélin kom til Abuja voru 110 manns um borð, farþegar og áhöfn, en ekki var ljóst hve margir fóru þar frá borði eða bættust við. Talsmaður stjórnvalda í Sokoto sagði í gær, að meðal hinna látnu væri Mohammadu Mac- cido, andlegur leiðtogi múslíma í Nígeríu en þeir búa flestir í norðurhluta landsins. Þá sagði nígeríska frétta- stofan, NAN, að um borð hefðu einnig verið háttsettir embættismenn, öldungadeildarþingmenn, stjórnmála- menn og sonur eins fyrrverandi forseta landsins. Sagði NAN, að sex menn hefðu lifað slysið af en fréttir af því voru þó mjög óljósar. Flugöryggi þykir lítið í Nígeríu og flugslys hafa verið þar alltíð. Eru þau að minnsta kosti 11 frá 1995 og í þeim hafa farist meira en 500 manns. Er slysið í gær það þriðja á 12 mánuðum. Talið er að um 100 manns hafi farist Leiðtogi múslíma og fleiri háttsettir menn í hópi þeirra sem létu lífið í þriðja stóra flugslysinu í Nígeríu á einu ári TYRKNESK börn veifa þjóðfán- anum en í gær voru 83 ár liðin frá stofnun tyrkneska ríkisins. Vörp- uðu deilur um höfuðklútaburð kvenna skugga á hátíðarhöldin en Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi ríkisins, lagði áherslu á, að Tyrk- land væri veraldlegt ríki og leit á hina íslömsku höfuðklúta sem póli- tíska yfirlýsingu. Hafa þeir verið bannaðir síðan á ýmsum opinberum stöðum og forsetinn, Ahmet Necdet Sezer, og herinn styðja bannið. Nú- verandi stjórnarflokkur er hins vegar andvígur því og af þeirri ástæðu sátu margir ráðherrar rík- isstjórnarinnar heima og tóku eng- an þátt í hátíðarhöldunum. AP Deilt um höfuðklúta á þjóðhátíð SVO miklar breytingar hafa orðið á veðurfari í Afríku, að líklegt er, að þær muni gera að engu tilraunir til að draga úr fátækt þar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu nokkurra um- hverfis- og hjálparsamtaka. Veðurfar í Afríku virðist vera miklu óstöðugra en áður var en meg- inbreytingin er sú, að þurru eyði- merkursvæðin í norðri hafa teygt sig lengra í suður og úrkoma hefur einn- ig minnkað í austanverðri álfunni og sums staðar í henni sunnanverðri. Við miðbaug hefur hún hins vegar aukist. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Valda hörmungum í Afríku Skýrsluhöfundar segja, að lofts- lagsbreytingar eigi eftir að valda miklum hörmungum í Afríku, sem þó eigi lítinn þátt í vaxandi mengun. Segja þeir, að til að snúa þróuninni við verði að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda um 60 til 90%, eða um miklu meira en stefnt er að með Kýótó-sáttmálanum. Fram kemur í svokallaðri Stern- skýrslu, sem birt verður í Bretlandi í dag, að grípi ríki heims ekki til að- gerða nú þegar muni vaxandi meng- un og loftslagsbreytingar af hennar völdum kosta heimsbyggðina allt að sjö billjónir dollara á næsta áratug. Það er meira en svarar til kostnaðar- ins við báðar heimsstyrjaldirnar á síðustu öld og kreppuna miklu að auki. AP Móða Mengun í Kairó er 10 til 100 sinnum umfram alþjóðleg mörk. Mengun veldur aukinni fátækt Jerúsalem. AFP. | Moshe Katsav, for- seti Ísraels, ætti að láta af embætti um stundarsakir vegna þess, að hann verður hugsanlega dæmdur fyrir nauðgun. Kom þetta fram í gær hjá rík- issaksóknara Ísr- aels. Menahem Maz- uz ríkissaksókn- ari sagði, að Kat- sav ætti að hafa frumkvæðið að því að fara frá enda gengi það ekki, að maður, sem sætti jafnalvar- legum ásökunum og hann, gegndi forsetaembættinu á sama tíma. Í allra augum væri embættið tákn- rænt fyrir fullveldi þjóðarinnar og virðingu. Lagði Mazuz til, að þingið viki Katsav frá, yrði hann ekki fyrri til. Þrýstingur á Katsav að segja af sér fer dagvaxandi en Mazuz sagði um miðjan mánuðinn, að embætti hans hefði nægar vísbendingar í höndunum til að ákæra forsetann fyrir nauðgun, kynferðislega áreitni og hleranir. Er nú verið að ganga frá formlegri ákæru á hendur honum. Fyrir rúmri viku gaf hæstiréttur Ísraels Moshe Katsav vikufrest til skýra það, að hann hefði ekki sagt af sér og í gær lét hann loksins frá sér fara yfirlýsingu þar sem hann kvaðst ekki hafa í hyggju að segja af sér. Katsav fari úr embætti Moshe Katsav ♦♦♦ Kabúl. AFP. | Afganskir og vestrænir hermenn hrundu á laugardag árás talibana á herstöð í Suður-Afganist- an og felldu allt að 70 þeirra. Um 100 til 150 talibanar réðust gegn herstöð í héraðinu Uruzgan en hún hefur verið aðsetur hermanna frá Ástralíu og Hollandi. Haft var eftir talsmanni ISAF, alþjóðlega herliðsins, að talibanar hefðu lengi reynt að koma sér fyrir í norðan- verðu Uruzgan-héraði en ávallt verið hraktir brott. Sagði hann, að allt að 70 þeirra hefðu fallið í árásinni á laugardag en þá var beitt gegn þeim fallbyssuþyrlum og orrustuvélum. Innan breska hersins virðist óánægja með veru hans í Írak og Afganistan fara vaxandi og síðasta uppákoman er, að Charles Guthrie hershöfðingi og fyrrverandi yfirmað- ur herráðsins sagði í viðtali við dag- blaðið Observer, að stríðið í Afgan- istan væri „kjánalegt“. Átti hann þá við, að bresku hermennirnir þar væru allt of fáir og allt of illa búnir. Mikil átök í Afganistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.