Morgunblaðið - 30.10.2006, Page 17

Morgunblaðið - 30.10.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 17 Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar erumeð nýrri tromlumeð vaxkökumynstri semferbeturmeðþvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ ÞvottavélW2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður GENGIÐ hefur verið frá samningi um franska útgáfu bókarinnar Tröllakirkju eftir Ólaf Gunnarsson milli JPV útgáfu og franska bóka- forlagsins Gaïa édition. Gaïa édition gefur út fjölda bóka ár hvert en var upprunalega stofnað í þeim tilgangi að koma verkum danska verðlauna- höfundarins Jørn Riel á framfæri. Áður hefur Tröllakirkja komið út í Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem nýverið náðust samningar við tékkneskan útgefanda. Tröllakirkja kom fyrst út á ís- lensku árið 1992. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna það árið og síðar til hinna alþjóðlegu IMPAC-verðlauna í Du- blin. Tröllakirkja seld til Frakklands Útbreiddur Franska útgáfan Gaïa édition gefur út Tröllakirkju Ólafs Gunnarssonar. ÞAÐ ER engin lognmolla í kringum íslenska leikhóp- inn Vesturport þessa dag- ana. Á laugardaginn lauk sýningum hópsins á Ham- skiptunum eftir Franz Kafka í Lyric-Hammer- smith-leikhúsinu í London en framundan eru mikil ferðalög hjá hópnum með uppsetningar sínar á Ham- skiptunum, Rómeó og Júlíu og Woyzeck. Að sögn Rakelar Garð- arsdóttur, framkvæmda- stjóra Vesturports, gengu sýningarnar í Lyric- Hammersmith mjög vel; sætanýting hefði verið 94% sem þýðir að uppselt var nánast á hverja einustu sýn- ingu. Með boð ár fram í tímann Næst er ferð leikhópsins heitið á leiklistarhátíð í Ludwigshafen í Þýskalandi í lok nóvembermánaðar. Þaðan heldur hann svo beint til Stavanger í Noregi og sýnir Rómeó og Júlíu þrisvar sinnum, 1., 2. og 3. desember. „Við erum með boð alveg ár fram í tímann,“ segir Rakel. „Við erum t.d. bókuð í Madríd í janúar og í mars förum við til Amsterdam.“ Hún upplýsir einnig að verið sé að skipuleggja mikla ferð í vor. „Við erum búin að fá boð um að sýna í Nýja-Sjálandi og Asíu, t.d. í Kóreu, í maí. Um þessar mundir erum við að reyna að púsla öllu saman því þetta verður svo mikið ferðalag. Við erum jafnvel að reyna að koma því við að heimsækja Ástarlíu vegna tengslanna við Nick Cave,“ en Nick Cave samdi tónlist við bæði Hamskiptin og Woyzeck. Unnur Ösp hleypur í skarðið fyrir Nínu Dögg í Woyzeck Nína Dögg Filippus- ardóttir er barnshafandi og mun ekki taka þátt í sýn- ingum leikhópsins í bráð. Frá því hefur verið gengið að Unnur Ösp Stef- ánsdóttir fylli skarð Nínu í Woyzeck. „Þetta er náttúrulega rosalega spennandi,“ segir Unnur þegar hún er spurð út í verkefnið framundan. „Sér- staklega þar sem ég var afskaplega hrifin af þessari sýningu sjálf. Þar fyrir utan hef ég virkilega gaman af því að vinna með þessum krökkum, sem voru samhliða mér í Leiklist- arskólanum. Ég hef fylgst með því með aðdáun í fjarlægð hvað þau hafa verið framtaksöm og boðið upp á frumlegt leikhús. Svo eru mikil forréttindi að fá að feta í fótspor Nínu.“ Enn er óljóst hver bregður sér í hlutverk Júlíu í Stavanger. „Það kemur í ljós. Við erum að vinna í því,“ segir framkvæmda- stjórinn Rakel stóísk. Vesturport með boð víða um heim Morgunblaðið/Eggert Á faraldsfæti Vesturport hefur nýlokið sýningum á Hamskiptunum í Ly- ric-Hemmersmith-leikhúsinu í London. Stefnt er á frekari landvinninga. Stefnir á leikferð til Asíu og Eyjaálfu Unnur Ösp Stefánsdóttir Rakel Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.