Morgunblaðið - 30.10.2006, Page 18
Morgunblaðið/Ómar
Langömmubarn Þau voru númer 6 og 62 sem voru skírð í kjólnum. Kristín
með fyrsta barnabarnabarnið, Sævar Inga Guðmundsson.
Sævar Ingi er 62. barnið semer skírt í þessum kjól,“ segirlangamma hans KristínFriðriksdóttir. „Faðir minn
fæddist árið 1886 en kjóllinn var
saumaður fyrir skírnina hans. Á þess-
um tíma voru komnar saumavélar og
kjóllinn er vélsaumaður enda þótti
það mjög fínt á þeim tíma. Hann er úr
eins konar léreftsblúndu með pífu að
neðan og þetta er mjög gott efni því
það sér ekki á kjólnum eftir allan
þennan tíma. Hann er alveg tand-
urhreinn og ekki nokkurt gat á hon-
um, ekki einu sinni saumspretta.“
63. barnið á leiðinni
Þetta hlýtur að teljast nokkurt af-
rek, sérstaklega í ljósi þess að þessi
merkilega flík hefur ferðast heims-
hornanna á milli. „Pabbi og bróðir
hans áttu samtals sjö stelpur, sem
giftu sig hingað og þangað um heim-
inn. Einhverjir í fjölskyldunni hafa bú-
ið í Þýskalandi, á Spáni og í Bandaríkj-
unum á tímabili og börn hafa verið
skírð í kjólnum í öllum þessum lönd-
um. Hann hefur alltaf komið óskadd-
aður til baka og við höfum aldrei lent í
neinum vandræðum með póstinn eða
neitt slíkt.“
Milli skírna er kjóllinn geymdur í
léreftspoka og jafnvel í stóru boxi,
sem er hentugt til póstsendinga ef
því er að skipta. „Það er mjög vel
með kjólinn farið,“ segir Kristín.
„Við setjum hann ekki í plast
því það vill lita, hann fer aldrei
í þvottavél og hann er ekki
straujaður með heitu járni.
Allir hafa virt þessar regl-
ur. Oftast nær hefur
hann verið notaður rétt
á meðan barnið er skírt
og í myndatöku og svo
er hann settur í
geymslu.“
Sjálf var Kristín barn númer
sex sem var skírt í kjólnum góða en
það var árið 1924, þegar kjóllinn var
tæplega 40 ára. Og sagan heldur
áfram. „Nú er 63. barnið á leiðinni því
systir mín á von á barnabarnabarni
og þá fer kjóllinn þangað. Hann er yf-
irleitt á ferðinni því það er alltaf eitt-
hvert barn að fæðast – barnabörnin
eru orðin svo óskaplega mörg. Núna
er búið að útbúa lista yfir alla þá sem
hafa verið skírðir í kjólnum og í hvaða
landi það var. Þegar nýtt barn er
skírt í honum fær það eintak af listan-
um og svo fylgir eitt eintak kassanum
sem kjóllinn er geymdur í.“
Afkomendur Kristínar eru nú
orðnir tólf talsins, þrjú börn, átta
barnabörn og Sævar Ingi litli er
fyrsta barnabarnabarnið. „Þetta er
mikill fjársjóður því öll hafa þessi
börn fæðst heilbrigð og staðið sig vel í
lífinu,“ segir hún. „Og getur maður
beðið um meira?“
Athöfnin Séra Þór Hauksson, sem skírði Sævar Inga, og foreldrarnir, Guðmundur Ívar Ágústsson og Inga Björk Valgarðsdóttir.
Skírnarkjóll á ferðinni í 120 ár
Sævar Ingi litli var skírður á dögunum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að við athöfnina var hann í skínandi fallegum skírnarkjól sem
langalangafi hans skrýddist 120 árum áður. Bergþóra
Njála Guðmundsdóttir hitti langömmuna Kristínu
Friðriksdóttur en kjóllinn var upphaflega saumaður
á föður hennar sem fæddist árið 1886.
VíðförullKjóllinn hef-ur ferðastvíðs vegarum heiminn ígerðarlegumkassa semhonumfylgir.
ben@mbl.is
|mánudagur|30. 10. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Við Oregon-háskóla hefur verið
þróað svokallað PBS-kerfi sem
er leið til að kenna og styrkja
æskilega hegðun samhliða því
að fyrirbyggja og draga úr
erfiðri hegðun. » 20
menntun
Smáhundur sem varð á vegi
blaðamanns í Berlín fyrir
nokkru hafði það mjög náðugt í
barnakerru á meðan hann var
með eigendum sínum að skoða
borgina. » 20
hundur
Nú þegar kominn er vetur þá er
alls ekkert verra að gæludýr fái
vítamín og fæðubótarefni.
Þau þurfa á þessum efnum
að halda rétt eins og
mannfólkið. » 21
gæludýr
Það eru engir staðlar til um
hvort húsnæði telst vel eða illa
við haldið og af hverju sum hús
endast áratugum saman án
teljandi viðhalds á meðan önnur
hús lenda strax í viðhaldi. » 22
fjármál
Aldrað fólk, sem borðar mikið af
grænmeti á hverjum degi, virt-
ist fimm árum yngra andlega
þegar sex ára rannsókn lauk en
þeir sem borðuðu ekkert eða
lítið af grænmeti. » 19
heilsa