Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 22
fjármál fjölskyldunnar
22 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#
Það eru í reynd engir staðlartil um það hvort húsnæðitelst vel eða illa við haldið.Þaðan af síður eru til staðl-
ar um það af hverju sum hús endast
áratugum saman án teljandi viðhalds
á meðan önnur hús lenda strax í við-
haldi. Það ber að byggja öll hús í sam-
ræmi við byggingalöggjöf og bygg-
ingareglugerðir og síðan er það
hlutverk húseigenda að taka ákvarð-
anir um viðhald,“ segir Sigurður
Helgi Guðjónsson, formaður Húseig-
endafélagsins.
Að sögn Sigurðar hefur viðhalds-
iðnaðurinn verið hálf lamaður und-
anfarin tvö til þrjú ár þar sem allir
þeir, sem vettlingi hafa getað valdið,
hafa verið bundnir í vinnu við ný-
byggingar. Það má því búast við að
komið sé að viðhaldi víða þegar svig-
rúm loks skapast. „Oft fer fólk ekki
að huga að viðhaldsmálum fyrr en
með hækkandi sól á vorin og þá er oft
erfitt að fastsetja verktaka. Haustið
er á hinn bóginn hárréttur tími til að
undirbúa viðhald fyrir komandi sum-
ar. Því er nú upplagt að nota tímann
til að setja sig í samband við verk-
fræðinga og verktaka til að taka út
hús og verk því góður undirbúningur
og ábyrgir verktakar geta skipt sköp-
um í því hvernig til tekst.“
Sérþekking á viðhaldsvinnu
Í fjöleignahúsum þarf að liggja fyr-
ir óyggjandi og lögleg ákvörðun um
framkvæmd. Í kjölfarið er rétt að fá
hlutlausan sérfræðing til að meta
ástand hússins og viðgerðarþörf. Í því
ástandsmati felst yfirleitt gróf lýsing
á ástandi ásamt sundurliðuðum
verkliðum með áætluðum magntöl-
um. Sé um minni verk að ræða er
hægt að óska eftir tilboðum frá verk-
taka, byggðum á magntölum og verk-
lýsingu samkvæmt ástandsmati. Við
stærri verk eru úttektaraðilarnir
jafnan fegnir til að fullgera útboðs- og
Hárrétt að undirbúa
viðhald fasteigna á haustin
Morgunblaðið/Þorkell
Framkvæmdir Ef um minni verk er að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntölum og verklýsingu samkvæmt ástandsmati.
verklýsingu og standa að útboði.
Húseigendur skulu gæta þess að við-
urkenndir meistarar standi fyrir við-
haldsverkum þar sem slík verk eru
oft mjög vandasöm. Ekki síður er
mikilvægt að leita til hæfra ráðgjafa,
sem hafa næga þekkingu til úttekta.
Vegna steypuviðgerða, sem hafa í
för með sér niðurbrot og endurgerð
hluta burðarvirkja, klæðninga og
gluggaskipta, verður að afla bygg-
ingaleyfis. Ef fyrirhugaðar eru við-
gerðir á sprungum og múr nægir að
tilkynna það til byggingafulltrúa með
skriflegri greinagerð um eðli verks-
ins, hver hafi með því eftirlit og sjái
um framkvæmd þess. Þess er krafist
að iðnmeistarar standi fyrir fram-
kvæmdum slíkra viðhaldsverka og
skulu þeir hafa sérþekkingu á við-
haldsvinnu og árita yfirlýsingu hjá
byggingafulltrúa um ábyrgð sína, að
sögn Sigurðar Helga.
Endurbætur eru lánshæfar
Allur gangur er á því hvernig hús-
eigendur mæta kostnaði vegna við-
halds. „Algengast er að íslenski hátt-
urinn sé sá að menn taka bara á
vandamálinu þegar það dúkkar upp,
en sýna litla fyrirhyggju með því að
safna í sérstaka viðhaldssjóði. Hús-
sjóðir geta hinsvegar bæði verið til
rekstrar og viðhalds, en ekki er
skylda að stofna til hússjóðs í fjöl-
eignahúsum nema fjórðungur íbú-
anna krefjist þess,“ segir Sigurður.
Auk bankalána lánar Íbúðalána-
sjóður til endurbóta á sömu kjörum
og bjóðast við kaup eða byggingu
fasteigna. Hámarkslán nemur 17
milljónum króna. Lánað er fyrir allt
að 80% af kostnaði, en lánið þarf að
rúmast innan við 100% af brunabóta-
mati að viðbættu lóðarmati. Skilyrði
fyrir lánveitingu eru þau að fimmtán
ár séu frá því að viðkomandi fasteign
varð fokheld og að lánsfjárhæðin sé
að lágmarki 570 þúsund krónur.
Lánshæfar eru hvers kyns end-
urbætur á fasteigninni hvort sem er
utanhúss eða innan. Til endurbóta
getur t.d. talist endurnýjun á raf- og/
eða vatnslögnum, þakviðgerðir, máln-
ingarvinna, endurnýjun eldhús-
innréttinga og margt fleira. Allar við-
bætur við íbúð, hvort sem þær eru
keyptar eða byggðar, eru lánshæfar
ef þær hafa hlotið samþykki bygging-
aryfirvalda. Viðaukinn þarf þó að
vera fullbyggður þegar lánið er veitt.
Lóðarframkvæmdir, bygging sólpalla
og girðinga eru ekki lánshæfar. Þeir,
aðilar, sem geta staðfest kostnað og
verklok, eru byggingafulltrúar, arki-
tekta-, tæknifræði- og verk-
fræðistofur.
Svartir sauðir í bransanum
„Í viðgerðabransanum eru því mið-
ur margir svartir sauðir sem oft hafa
enga eða takmarkaða fagþekkingu á
viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarn-
an töfralausnir, bæði í efnum og að-
ferðum. Húseigendur þurfa að varast
þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og
enginn verksamningur er gerður og
jafnvel er um vinnu að ræða án reikn-
ings, sem er ekki eingöngu ólöglegt
heldur stórvarasamt. Án fullgilds
reiknings hefur húseigandi ekkert í
höndunum sem sannar hvað var gert
eða að viðkomandi verktaki hafi yf-
irleitt komið nálægt verkinu.
Því miður eru töluverð brögð að
reikningslausum viðskiptum og virð-
ast sumir húseigendur telja sig spara
á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt of-
metur verkkaupi hag sinn í þeim við-
skiptum. Verkkaupi stendur eftir án
nokkurs eða veikburða réttar gagn-
vart verktaka og ábyrgð á verki er
engin. Einnig er mikilvægt að benda
á að virðisaukaskattur fæst aðeins
endurgreiddur af vinnu við nýsmíði,
endurbætur og viðgerðir á húsnæði,
ef reikningar frá verktaka eru full-
gildir,“ segir Sigurður Helgi.
Fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand eignarinnar og við-
gerðaþörf.
Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum frá verktökum, byggðum
á magntölum og verklýsingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð.
Meta þarf tilboðin í samhengi við útboðsgögnin, heildarverð, ein-
ingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma.
Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samn-
inga við viðkomandi verktaka. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki
mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka, hvort sem er
um lítil eða stór verk að ræða.
Eftirlit með framkvæmd þarf að vera í vel skilgreindum og föstum far-
vegi og oft er ráðinn til þess óháður aðili.
Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út
framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram.
Heilræði til húsfélaga
Ekki er til einhlít regla
um það hvernig beri að
standa að viðhaldi fast-
eigna því bæði verk og
aðstæður eru afar mis-
munandi. Jóhanna
Ingvarsdóttir kynnti sér
viðhald húseigna.
join@mbl.is