Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 27
HALLDÓR Reynisson, verkefn-
isstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu,
skrifar grein í Morgunblaðið laug-
ardaginn 21. október síðastliðinn
og furðar sig á því að
margir haldi að
„kristileg sálgæsla“
sem stunduð er í op-
inberum skólum í
formi „Vinaleiðar“ sé
falið trúboð. Halldór
segir að Vinaleiðin sé
„þjónusta við náung-
ann en ekki boðun“.
Við þennan mál-
flutning er margt að
athuga. Sérstaklega
það að aðrir talsmenn
kirkjunnar sjálfrar
virðast vera á önd-
verðri skoðun við
Halldór og telja að sálgæsla sé
hluti af trúarstarfi. Samkvæmt er-
indinu „Formleg staða sálgæsl-
unnar“, eftir Þorvald Karl Helga-
son, biskupsritara, er morgunljóst
að sálgæsla er kristilegt trúboð. Í
erindinu segir m.a.:
„Markmið sálgæslunnar er ekki
hvað síst sjáanlegt í skriftum hjá
prestinum sem boðar fyrirgefn-
ingu syndanna í Jesú nafni. Þar er
lagður grunnur að endurnýjun í
lífi einstaklingsins er leiðir til
betra lífs, sátt við Guð og heim.“
„Sálgæsla er það að veita um-
hyggju, stuðning, hlustun, skiln-
ing, á kristnum
forsendum.“
„Sálgæslan er ein af meg-
instoðum kirkjulífsins, sá andi sem
svífur yfir vötnunum og hefur
áhrif bæði á tilbeiðslu, prédikun,
boðun og fræðslu, hefur það víð-
tæka markmið að veita manneskju
leiðsögn á vegi trúarþroska og
trúarstyrkingar“
„Í kristinni sálgæslu er umfram
allt verið að auka sem mest teng-
ingu við grunn kristinnar trúar,
vísa í táknmál trúarinnar, og ekki
hvað síst með skírskotun í hjálp-
ræðissöguna, til lífs, dauða og
upprisu Krists.“
Augljósara gæti trúboðið vart
verið. Vinaleið er sálgæsla og sál-
gæsla fjallar um „fyrirgefningu
syndanna í Jesú nafni“, „sátt við
Guð og menn“, er stunduð á
„kristnum forsendum“, er ein af
„meginstoðum kirkjulífsins“, hefur
áhrif á „tilbeiðslu,
prédikun, boðun og
fræðslu“, hefur það
markmið að efla
„trúarþroska“ og
styrkja trúna. Og um-
fram allt að „auka
sem mest tengingu
við grunn kristinnar
trúar [...] með skír-
skotun í hjálpræð-
issöguna, til lífs,
dauða og upprisu
Krists.“
Um hlutverk
djákna í opinberum
skólum segir á vef
kirkjunnar sjálfrar. „Djákni er
fulltrúi þjóðkirkjunnar og krist-
innar trúar“, „djákni veitir kristi-
lega sálgæslu“, „er tengiliður milli
skóla, heimila og kirkju“, „djákni
hefur bæna- og helgistundir fyrir
nemendur og starfsfólk skólanna“,
bæði í skólunum og í kirkjum
safnaðarins, „djákni ræðir við
börnin um kristin gildi, lífið og
dauðann“.
Í sérstakri kynningu Þjóðkirkj-
unnar á Vinaleiðinni á vefsíðu trú-
félagsins segir svo að „á skrifstofu
VINALEIÐAR í skólunum [sé]
heimilislegt og notalegt.“ Þar er
meðal annars að finna „bæna-
vers“, „Faðir vor í ramma“ og „sjö
boðorð“. Á skrifstofu Vinaleiðar
eru svo „auglýsingamiðar um
fundartíma barnastarfs kirkj-
unnar“ og „Jesúmyndir eru í
körfu þar sem allir hafa góðan að-
gang að.“
Af þessum orðum að dæma virð-
ist sá eini sem misskilur starf
Vinaleiðar vera verkefnisstjóri
fræðslusviðs Biskupsstofu. Er
hægt að lýsa trúboði mikið betur
en með þeirri lýsingu sem Þjóð-
kirkjan veitir sjálf um Vinaleiðina?
Aðskiljum skóla og kirkju
Trúaruppeldi á ekki að vera í
verkahring opinberra skóla eða
annarra opinberra aðila. Siðmennt
telur að slíkt uppeldi sé alfarið á
ábyrgð foreldra. Starfsemi sem
þessi er brot á grundvall-
arákvæðum trúfrelsis sem bundin
eru í stjórnarskrá Íslands. Að auki
hefur mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna úrskurðað að starf-
semi sem þessi í opinberum skól-
um sé brot á
mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Takmörkuð virðing er
borin fyrir mismunandi uppruna,
lífsskoðunum eða þörfum annarra
en ríkiskirkjunnar. Skilja þarf að
skóla og kirkju sem allra fyrst.
Þeir sem starfa innan Siðmennt-
ar eru að sjálfsögðu fylgjandi því
að börnum sé boðin víðtæk þjón-
usta fagmanna, svo sem sálfræð-
inga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa.
Siðmennt er einfaldlega þeirrar
skoðunar að áróður eigi ekki
heima í opinberum skólum, óháð
því hvort sá áróður er af pólitísk-
um, trúarlegum eða öðrum toga.
Opinberir skólar eiga að vera
hlutlausar fræðslustofnanir og
griðland barna. Foreldrar barna
eiga heldur ekki að hafa áhyggjur
af því að börn þeirra verði fyrir
áróðri í skólanum sínum og þeir
eiga heldur ekki að þurfa að hafa
áhyggjur af því að þau verði
stimpluð öðruvísi eða komið fram
við þau á annan hátt vegna þess
að þau aðhyllast ekki ríkistrúna.
Þjóðkirkjan segir
Vinaleið vera trúboð
Sigurður Hólm Gunnarsson
svarar grein Halldórs
Reynissonar um Vinaleið
þjóðkirkjunnar
» Siðmennt er einfald-lega þeirrar skoð-
unar að áróður eigi ekki
heima í opinberum skól-
um, óháð því hvort sá
áróður er af pólitískum,
trúarlegum eða öðrum
toga.
Sigurður Hólm
Gunnarsson
Höfundur er varaformaður Siðmennt-
ar.
„Það er ljóst að í landi með 300
þúsund íbúa er eðlilegt að það sé
eitt sérgreinasjúkrahús sem sér
um þjónustuna sem þarf að
sinna,“ sagði heil-
brigðisráðherra í
blaðaviðtali nú í byrj-
un september. Sam-
eining stóru sjúkra-
húsanna í Reykjavík
á síðasta áratug
byggðist m.a. á þess-
ari sömu afstöðu þá-
verandi ráðherra.
Sameining er jú
stjórnunaraðgerð
sem er til þess fallin
að ná fram hagræð-
ingu í rekstri fyr-
irtækja og stofnana í
opinberum sem og í
einkarekstri, og hef-
ur sem slík oft reynst
vel. En ekki verður
fram hjá því litið að
starfsemi sjúkrahúsa
er bundin nokkuð
öðrum lögmálum en
almennt gerist meðal
fyrirtækja og stofn-
ana. Tækni- og
tækjavæðing innan
sjúkrahúsa leiðir t.d.
ekki sjálfkrafa til
fækkunar starfsfólks heldur oftar
en ekki til fjölgunar. Þá gefur ný
tækni kost á því að gera meira en
áður var mögulegt. Ennfremur
geta sérhæfing og samhæfing í
starfseminni stangast á.
Gæði, öryggi og framfarir þjón-
ustunnar byggjast t.d. á aukinni
sérhæfingu hámenntaðs starfs-
fólks, meðan heildstæð þjónusta
við notendur er m.a. öryggisþáttur
sem kallar á yfirsýn, aukna sam-
hæfingu og stjórnun vandasamra
verkefna og vinnuhraða þar sem
ekkert má fara úrskeiðis.
Rekstrarleg rök að baki samein-
ingu sjúkrahúsa gera ráð fyrir að
með hagkvæmni stærðar megi
draga úr tvöföldun á starfsemi og
tækjabúnaði, minnka stjórn-
unarkostnað og þannig auka hag-
ræðingu í rekstri.
Fagleg rök að baki sameiningu
sérgreina byggjast á því að
tryggja þurfi ákveðinn lágmarks-
fjölda sjúklinga í sérgreinum
læknisfræðinnar til að sér-
fræðilæknar fái viðhaldið þekk-
ingu og hæfni, og til að lækna-
nemar geti kynnst sem flestum
viðfangsefnum læknisfræðinnar.
Þannig megi tryggja gæði og ör-
yggi þjónustunnar við notendur í
bráð og lengd. Svo virðist sem
fagleg og rekstrarleg markmið
geti hér sameinast um sömu
lausnina, þ.e. að sameina sjúkra-
hús.
En markmið einstakra stjórn-
unaraðgerða s.s. sameining
sjúkrahúsa, og stýring á heilu
heilbrigðiskerfi fara ekki alltaf vel
saman. Nú sýna rannsóknir á
sameiningum sjúkrahúsa að áhrif
sameiningar á stjórnunar- og sam-
hæfingarþátt þjónustunnar hafi
verið vanmetin, og að endanleg út-
koma ráðist oft af sameining-
arferli þar sem ákvarðanir hafi
tekið of lítið mið af ytra umhverfi
og því heildarsamhengi sem
sjúkrahúsin starfa í.
Árangur af sameiningu sjúkra-
húsa fyrir rekstur og starfsemi
sjúkrahússins sé eitt, en áhrif
sameiningarinnar á heilbrigð-
iskerfið í heild sinni annað.
Deila má um rekstrarlegan
ávinning af sameiningu sjúkrahús-
anna í Reykjavík, en flestir telja
að sameining sérgreina sé til bóta.
Nú vísa menn í umræðunni á Ís-
landi til útlanda og segja að íbúa-
fjöldi á bak við eitt sérgreina-
sjúkrahús þurfi að vera á bilinu
700 þúsund til um 1 milljón. Þetta
er reyndar viðmiðun sem
læknaháskólar víða á Vest-
urlöndum nota til að rökstyðja
stærð á upptökusvæði háskóla-
sjúkrahúsa þar sem rannsóknir og
kennsla og þjálfun í sérfræðilækn-
ingum fer fram. LSH er ekki slíkt
háskólasjúkrahús og
yfirvöld á Íslandi ættu
ekki að ætla því slíkt
hlutverk fyrr en íbúa-
tala landsins hefur
náð a.m.k. 700 til 800
þúsundum.
Ríkisstjórnir á
Vesturlöndum eru í sí-
fellu að leita nýrra
leiða til að takast á við
vaxandi kostnað heil-
brigðisþjónustunnar
og koma á aðhaldi og
betri stýringu innan
heilbrigðiskerfisins.
Sameining sjúkrahúsa
þar sem niðurstaðan
yrði aðeins eitt
sjúkrahús fellur ekki
vel að þeim stjórn-
sýsluaðferðum sem
þar er beitt til að ná
markmiðum rekstrar
og gæða, þ.e. blönd-
uðum aðferðum sam-
anburðar, samkeppni
og samstarfs í sama
umhverfi. Rík-
isstjórnir eiga að
stýra en ekki að róa, og þar eru
möguleikar notenda til að velja
virkjaðir en ekki vanmetnir.
Í sameiningu sjúkrahúsanna í
Reykjavík fólst ekki lausn allra
mála heldur einnig ómældur fórn-
arkostnaður.
Eitt stórt bráða- og sérgreina-
sjúkrahús í Reykjavík er ekki best
vegna þess að a) rannsóknir hafa
sýnt að heppilegasta stærð bráða-
sjúkrahúsa sé á bilinu 200–400
rúm, umfram það eykst stjórn-
unarkostnaður og óhagkvæmi
stærðar byrjar að gæta, b) stór
sjúkrahús með afar blandaða
starfsemi eins og LSH hafa mikla
stjórnunarlega yfirbyggingu sem
lengir boðleiðir upplýsinga og
ákvarðana og getur aukið hættuna
á því að eitthvað fari úrskeiðis, c)
það hefur neikvæð áhrif á
framþróun og umbótastarf þegar
hvorki starfsfólki né sjúklingum
gefst kostur á að velja á milli
sjúkrahúsa, d) ekkert varasjúkra-
hús yrði á höfuðborgarsvæðinu ef
slíkt ástand skapaðist að LSH
yrði óstarfhæft að hluta eða með
öllu, og e) það skapar sjúkrahús-
inu aðstöðu til að einoka lykilupp-
lýsingar og þekkingu sem stjórn-
sýslunni er nauðsynleg til að geta
tekið stefnumarkandi ákvarðanir
fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Með
aðeins einu stóru sjúkrahúsi í
Reykjavík fækkar stýritækjum í
verkfærakistu ríkisstjórnarinnar,
– ráðherrann er að mála sig út í
horn.
Hugmyndin um að sameina
stóru sjúkrahúsin í Reykjavík kom
fyrst fram fyrir um 30 árum. Síð-
an þá hefur margt breyst í innra
og ytra umhverfi sjúkrahúsanna
og heilbrigðiskerfisins.
Næstu skref í sjúkrahúsmálum
á höfuðborgarsvæðinu þarf því að
hugsa betur og í ljósi nýrra tíma.
Er eitt sjúkrahús
í Reykjavík best?
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
skrifar um sameiningu
sjúkrahúsanna
Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir
»Ríkisstjórnireiga að stýra
en ekki að róa,
og þar eru
möguleikar not-
enda til að velja
virkjaðir en ekki
vanmetnir.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
ÞAÐ hefur verið mikill upp-
gangur í íslensku efnahagslífi á
undanförnum árum. Kaupmáttur
almenns launafólks hefur aukist
og Íslendingar hafa það almennt
gott. Skatttekjur rík-
issjóðs hafa stórauk-
ist og afgangur af
rekstri ríkissjóðs hef-
ur verið umtals-
verður. Er þá allt
gott?
Nei, því samfara
þessum vexti hefur
bilið milli ríkra og fá-
tækra aukist meira
en nokkru sinni. Í
öllu ríkidæminu eru
hópar fátæks fólks
sem hefur vart í sig
eða á. Allir mæli-
kvarðar um tekjujöfnun segja að
við Íslendingar séum komnir hóp
með Bandaríkjamönnum, í stað
þess að vera á líku róli og ríkin í
Norður-Evrópu sem við viljum
helst jafna okkur við.
Hér vantar að rétta kúrsinn. Ís-
lendingar vilja ekki bandarískt
samfélag í velferðarmálum. Nú-
verandi ríkisstjórnarflokkum er
ekki treystandi til að leiðrétta
stefnuna í þessum málum það er á
þeirra ábyrgð hvernig komið er.
Biðlistar eftir hjúkrunarrým-
um skýrasta dæmið!
Málefni aldraðra eru ef til vill
skýrasta dæmið. Í þeim málaflokki
fer ríkið með ákveðin verkefni og
sveitarfélögin önnur.
Verkaskiptingin er
kapítuli út af fyrir sig
og þarf að taka til
gagngerrar uppstokk-
unar. Það er óþolandi
að aldraðir fái ekki þá
þjónustu sem þeim
ber af því að ríki og
sveitarfélög séu að
togast á um hver eigi
að veita hana.
Það liggur þó alveg
ljóst fyrir að ríkinu
ber að sjá til þess að
nægilegt framboð sé
af hjúkrunarrýmum fyrir þá sem
af heilsufarsástæðum geta ekki
búið sjálfstætt. Þar vantar mikið
á, ekki síst hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Hundruð einstaklinga
fá ekki notið eðlilegrar umönn-
unar vegna þess að ríkisstjórnin
kýs heldur að nota peningana í
annað eða nota þá ekki.
Það er vissulega mikilvægt fyrir
ríkissjóð að skila afgangi og
greiða upp skuldir. Ég er samt
sem áður þeirrar skoðunar, að það
sé mikilvægara að byggja upp
nauðsynlega þjónustu fyrir aldr-
aðra. Þar greinir okkur jafn-
aðarmenn á við ríkisstjórnina, sem
telur flest annað mikilvægara.
Við höfum vissulega efni á því
og við höfum alls ekki efni á að
gera það ekki. Að minnsta kosti
ekki ef við viljum telja okkur í
hópi siðmenntaðra þjóða.
Þetta er eitt af þeim verkefnum
sem ég mun beita mér fyrir fái ég
til þess stuðning í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi hinn 4. nóvember
næstkomandi. Ég sækist eftir
fyrsta sæti og þar með að leiða
framboðið af festu, ábyrgð og
reynslu. Við jafnaðarmenn munum
á komandi kosningavetri gera allt
það sem í okkar valdi stendur til
að fella núverandi meirihluta rík-
isstjórnarflokkanna, skapa ný
tækifæri til stjórnarmyndunar,
þar sem sjónarmið jafnaðar og
jafnréttis verða leidd til öndvegis.
Við sækjumst eftir fulltingi lands-
manna til að gera það að veru-
leika. Við erum tilbúin.
Við höfum efni á að
útrýma fátækt
Gunnar Svavarsson skrifar
um velferðarmál
» Við höfum vissulegaefni á því og við höf-
um alls ekki efni á að
gera það ekki.
Gunnar Svavarson
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði og sækist eftir 1. sæti
í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi.
Fréttir
í tölvupósti