Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 28

Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 28
28 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KARL Steinar Valsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir í blöðum að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að hvernig hún endurspegli samfélagið og þurfi að breytast í takt við þann mikla fjölda útlendinga sem hér býr. Jafnframt kemur fram í fréttinni að til þess að svo geti orðið þurfi að breyta lögum. Það gleðilegt fram- tak hjá lögreglunni að vekja athygli á þessu og ekki skal öðru trúað en alþingismenn bregðist vel við og breyti þeim lögum sem þarf að breyta. Ekki síst í ljósi þess að Evr- ópuráðið, í nafni Evrópunefndar gegn kynþáttamisrétti, hefur lagt á það þunga áherslu að stofnanir sam- félags leitist við hafa innanborðs fólk af mismunandi uppruna. Það er lyk- ilatriði að fólk sem er af erlendu bergi brotið sé í sem flestum störf- um í samfélaginu, ekki síst lögregl- unni, bæði til þess að lögreglan sé hæfari til þess að fást við mál sem upp koma og ekki síður til þess að uppvaxandi kynslóðir sjái aðflutta í sem flestum hlutverkum. Það er grundvallaratriði ef við ætlum að eiga gott samfélag í framtíðinni. Víðast hvar í Evrópu hafa menn unnið að því að fá innflytjendur og fólk úr minni- hlutahópum í lögregl- una og gengið svona upp og ofan en alls staðar er einhver hluti lögregluliðs frá inn- flytjendum eða minni- hlutahópum. Það hefur borið svolítið á því t.d. í Belgíu að fólk úr minni- hlutahópum hætti í lög- reglunni og beri við að það samlagist ekki móralnum þar, falli sem sé ekki í kramið, verði fyrir áreitni frá starfsfélögum, afskiptaleysi eða ein- elti. Þessu þurfa menn hér að huga vel að. Ein menning er þykk og hörð og ekki alltaf auðvelt fyrir fólk úr minnihlutahópum að koma inn og þrífast. En það eru fleiri en lögreglan sem mættu endurspegla þjóðfélagið bet- ur. Allir þeir sem bera ábyrgð á mannaráðningum, ekki síst í op- inbera geiranum, ættu að hafa það hugfast að mikilvægt er að fólkið sem vinnur í stofnunum þeirra end- urspegli samfélagið sem við lifum í. Þetta á ekki síst við um skólana. Sex til átta prósent Íslendinga eru af er- lendu bergi brotin. Eðlilegt er að skólarnir endurspegli þessa stað- reynd sem best með starfsliði sínu. Til þess að svo megi verða þurfa skólastjórnendur og sveitarstjórnir að leggja lykkju á leið sína til þess að ráða fólk úr minnihlutahópum. Átak þyrfti að gera í þessum efnum. Það er mikilvægt að börnin sjái innflytj- endur á sem flestum póstum, að þau alist ekki upp við það að aðfluttir séu bara í ákveðnum (láglauna)störfum. Oft er þetta spurning um að koma auga á og viðurkenna menntun þess sem er aðfluttur og oft er þetta spurning um að láta hann ekki gjalda þess að vera nýkominn. Lögreglan og innflytjendur Baldur Kristjánsson skrifar um innflytjendur á Íslandi og vilja stjórnvalda til að koma til móts við þá » Sex til átta prósentÍslendinga eru af er- lendu bergi brotin. Baldur Kristjánsson Höfundur er 1. varaforseti Evrópu- nefndar gegn kynþáttamisrétti (ECRÍ), nefndar á vegum Evrópuráðsins í Strassborg, tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum. ÞAÐ HEFUR verið sannarlega sérkennilegt að fylgjast með fram- vindu mála við að leyfa hvalveiðar á ný. Núverandi sjávarútvegs- ráðherra hefur komið reglulega fram og útlistað ákvörðun sína. Máli sínu til stuðnings hefur hann jafnan vitnað í einlægan vilja yf- irgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Vissulega hafa kann- anir sýnt það svo ekki verður um villst að Íslendingar eru ekki á móti hvalveiðum. Sú spurning hlýtur að vakna, í ljósi þess skilningsleysis sem mætir okkur Íslend- ingum á alþjóðavett- vangi, hvort mál- staður okkar sé jafn ágætur og ætla má af eindreginni afstöðu Frónbúa. Áður en lengra er haldið er þó tilhlýðilegt að huga að röksemdum sjávarútvegsráðherra og annarra hvalveiðisinna í þessu máli. Með nokkurri einföldun má skipta rök- unum í þrjá flokka. Nytjarökin Það er óskoraður réttur okkar Íslendinga að nýta auðlindir okk- ar. Sá réttur varðar sjálfsákvörð- unarrétt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar og einu má gilda hvað aðrir segja, við verjum þennan rétt fram í rauðan dauðann. Hvalir eru ekki óskoruð auðlind okkar, allra síst stórhvelin. Öll stórhveli eru fardýr sem halda sig hér við land um sumartímann, en dvelja síðan flest langt suður í höfum þar sem þau makast og kelfa. Við höfum því engan óskor- aðan rétt umfram aðrar þjóðir sem eiga efnahagslögsögu að far- leiðum hvala. Hvalveiðar koma okkur að litlum notum. Við getum varla selt afurðirnar og því verða nytjar litl- ar. Þvert á móti egnir þessi af- staða aðrar þjóðir gegn okkur og dregur úr trúverðugleika okkar, enda erum við sem skeyting- arlausir og duttlungafullir minni- málsmenn. Sjálfstæði okkar og sjálfs- ákvörðunarréttur grundvallast ekki á að við getum gert það sem okkur hentar, enda erum við sem þjóð í margvíslegum skuldbind- ingum við aðrar þjóðir. Nægir þar að nefna kvaðir gagnvart Evrópu- sambandinu. Jafnvægisrökin Í stuttu máli virðast hval- veiðisinnar líta svo á að hvalir raski verulega einhvers konar „jafnvægi í hafinu“ á kostnað nytjastofna okkar. Með hval- veiðum sláum við tvær flugur í einu höggi; í fyrsta lagi högnumst við á hvalveiðum og jafn- framt getum við veitt meira af þorski. Það ríkir ekkert jafnvægi í hafinu og með ólíkindum að heyra sjávarútvegs- ráðherra sem og aðra embættismenn klifa á þessu. Sýnu verra er þó þegar sjómenn og útgerðarmenn fara með sömu meinlok- una. Maður gæti þó ætlað að þeir hafi skynjað víðáttur og margbreytileika N-Atlantshafs- ins. Halda menn virkilega að sér- hverjar veiðar miði að stillingu á „jafnvægi hafsins“? Í hafinu eru tugþúsundir af tegundum í sam- keppni um viðurværi og það hvort Íslendingar veiði einhver hundruð hvali skiptir ekki nokkru máli. Engu líkara er en að hver emb- ættismaðurinn, eins og sjáv- arútvegsráðherra og formaður sjávarútvegsnefndar, gangist und- ir annars hönd við að halda þess- um ósannindum að þjóðinni. En starfsmenn á Hafró, einkum for- stjórinn Jóhann Sigurjónsson og líffræðingurinn Gísli Víkingsson, og ekki síst fræðimenn við eina æðstu menntastofnun landsins, Háskóla Íslands, vita betur, en þegja þunnu hljóði. Því í ósköpunum hafa þeir fé- lagar hjá Hafró ekki komið fram og leiðrétt þessi gervivísindi? Þeir eru á launum hjá ríkinu við að veita ráðleggingar á þessu sviði. Svonefndar „vísindaveiðar“ þeirra halda ekki vatni að mati jafningja, niðurstöður birtast illa og seint, en þegar þorsktutla finnst í hrefnumaga kallar Gísli Víkings- son á fjölmiðla til að ýja aftur að stórfelldu afráni hvala á fiskistofn- um. Þeir mættu sannarlega endur- skoða vinnubrögð sín. Þá er það þáttur fræðimanna í líffræði við HÍ. Einnig gæti maður ætlað að fræðimenn í líffræði við HÍ yndu allir sem einn glaðir við sitt í fílabeinsturninum fræga. Að allt þetta dægurþras snerti þá ekki agnarögn. Ég tel það aug- ljósa siðferðilega og fræðilega skyldu þeirra að leiðrétta jafn áberandi staðleysur og varða „jafnvægi hafsins“, og furða mig á þögn þeirra. Tilfinningarökin Það er skringileg þjóðremba fal- in í þessari réttlætingu. Tilfellið er semsé að útlendingar séu svo firrt stórborgarbörn og vitlausir að álit þeirra byggist allt á tilfinn- ingum einvörðungu, en hjá okkur Íslendingum ríki skynsemin ein. Og skynsemin grundvallast m.a. á ranghugmyndum um ábyrgð- arhlutverk okkar sem varðmanna „jafnvægis“ í N-Atlantshafi. Sjávarútvegsráðherra getur barið sér á brjóst og látið sem ekkert sé. En nú þegar er búið að slá af eina alþjóðlega sjáv- arútvegsráðstefnu, Íslendingar eru sýndir sem villimenn í barna- efni sjónvarps í Þýskalandi og menn geta rétt ímyndað sér hvernig rætt er um okkur við mat- borðið hjá alþýðu manna í hinum vestræna heimi. Það er ljóst að þessi fáeinu dýr sem til stendur að veiða skipta engu um svokallað jafnvægi hafs- ins, framtíð viðkomandi hval- stofna, viðgang þorsksins né af- komu okkar Íslendinga. Hins vegar er rík ástæða til að óttast um orðstír okkar meðal annarra þjóða. Hvarvetna á lífríkið undir högg að sækja vegna ágangs manna. Það er ekki ásættanlegt að ein ríkasta þjóð heims gangi í ber- högg við alþjóðasamfélagið, bara til að sanna sjálfstæði sitt. Við höfum þjóðhátíðardaginn til að minnast þess. Meira hvalræði Jóhann S. Bogason fjallar um hvalveiðar » Það er ekki ásætt-anlegt að ein ríkasta þjóð heims gangi í ber- högg við alþjóðasam- félagið, bara til að sanna sjálfstæði sitt. Jóhann S. Bogason Höfundur er heimspekingur og þýðandi. FYRIRTÆKIN að yfirgefa hlutabréfamarkaðinn: Fyrir þrem- ur árum voru 17 sjávarútvegsfyr- irtæki skráð í Kaup- höllinni en í dag eru þau þrjú. Hvað hefur gerst? Helstu skýr- ingar fyrirtækjanna sjálfra:  Lítill áhugi al- mennra fjárfesta á hlutabréfum í sjáv- arútvegsfyrirtækjum, viðskipti með þau lítil og gengisþróun óhag- stæð.  Miklar kvaðir um upplýsingagjöf í tengslum við mark- aðsaðild.  Markaðs- skráning hefur opnað möguleika á ýmsum óæskilegum „uppá- komum“ varðandi hlutabréf og eign- arhald í fyrirtækj- unum. Hvað þýðir það að taka fyrirtækin af markaði: Í flestum tilfellum er það fámennur hóp- ur stjórnenda og að- standenda fyrirtækj- anna sem stendur að því að taka þau af markaðnum, þ.e. kaupa upp þau hluta- bréf sem eru í eigu al- mennra fjárfesta. Til að gera þetta er oftar en ekki stofnað eign- arhaldsfélag sem kaupir hlutabréf- in en fjármagnið hefur komið frá bönkunum. Lauslega má áætla að það hafi verið „pakki“ upp á 30–50 milljarða króna, að ná eignarhaldi hlutabréfanna og taka félögin af markaði. Nægir í þessu sambandi að benda á að upplausn á Brimi var 15–20 milljarðar króna. Eig- endahópurinn setur þá gjarnan inn í eignarhaldsfélagið önnur hluta- bréf sín í félaginu til að tryggja bet- ur þau lán sem veitt hafa verið til kaupanna. Bankarnir hafa verið fúsir til að fjármagna þessi kaup. Veltum fyrir okkur nokkrum álitaatriðum varðandi þessa þróun:  Hugmyndin um almenna og dreifða eign í sjávarútvegsfyr- irtækjum, sem aðalhandhafa auð- lindar hafsins, hefur þá mistekist. Ekki fer á milli mála að þróun hlutabréfamarkaður á Íslandi hefur beðið hnekki, því fjárfestar eiga nú færri innlenda kosti en ella. Sú taug sem ætti að vera á milli eins af aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar og eig- enda fjármagns í landinu hefur slitnað.  Hugmyndafræði hlutabréfa- markaðarins um fjárfestinn, fyr- irtækin, ótakmarkað fjármagn, arð- semi og aðhald hinnar ósýnilegu handar markaðarins á þá ekki við um íslenskan sjávarútveg? Fyrir þá sem vonuðu að sjávarútvegur væri að þróast í það að vera alvöru at- vinnuvegur eru þetta mikil von- brigði.  Mikil og vaxandi skuldsetning hefur lengi verið áhyggjuefni sjáv- arútvegsins. Nýtt áhættufé í stað lánsfjár, en lánsfé þarf að greiða hvort sem gengur vel eða illa, var það sem margir álitu að sjávar- útvegurinn þyrfti. Það fé sem greinin hefur lagt í innri hagræð- ingu, með uppkaupum á öðrum fyr- irtækjum, sem áætla má að sé 30– 50 milljarðar, er fjármagn sem hefði þurft að greiða á löngum tíma með „þolinmóðu“ fé og hlutabréfa- markaðurinn hefði átt að vera þar í lykilhlutverki. Í staðinn hafa nú bæst við beinar og óbeinar skuldir greinarinnar, samtals allt að 100 milljarðar króna. Hvað hefur þá stýrt þessari þróun: Eins og svo oft er það ekkert eitt sem skýrir stöðuna. Það er hins vegar skoðun mín að hér hafi skamm- tímasjónarmið ráðið för og menn hafi verið of fljótir að gefast upp á markaðnum. En skoðum þetta nánar:  Umræðan um framtíðarskipan sjáv- arútvegsins, sem hefur staðið linnulítið frá upptöku kvótakerf- isins, hefur tekið mikið á krafta þátttakenda og vafalítið hafa marg- ir komið sárir frá þeirri orrahríð. Innan sjávarútvegsins upp- lifðu margir þessa um- ræðu sem afar nið- urlægjandi og ósanngjarna fyrir greinina, að í þessari grein störfuðu hálf- gerðir bófar og ræn- ingjar. Þessi sár eru mögulega ekki gróin.  Þrátt fyrir að arðsemi sjávarútvegs- fyrirtækjanna hafi al- mennt stórbatnað ein- kenna þessa grein miklar sveiflur, sem margar hverj- ar eru ekki af manna völdum heldur náttúrunnar. Þessi raunveruleiki hentar illa hlutabréfamarkaðnum, jafnvel þótt engin þjóð frekar en Ís- lendingar ætti betur að skilja þessa stöðu.  Uppgjör útflutningsfyr- irtækja í ísl. krónum eru um margt afar ruglingsleg vegna breytinga á gengi krónunnar. Sérstaklega á þetta við um fjármagnskostnað og um leið hagnað fyrirtækjanna. Þannig geta t.d. stórskuldug fyr- irtæki verið með jákvæðan fjár- magnskostnað og hagnað eftir því. Afkoma fyrirtækjanna sveiflast mikið og er óljós og ekki trausvekj- andi.  Sjávarútvegurinn hefur ekki eignast neinn áberandi talsmann sem hefur talað máli greinarinnar. Talsmann bjartsýni og framfara, sem hefur verið þess megnugur að gera sjávarútveginn spennandi.  Veigamikill þáttur í brott- hvarfi fyrirtækjanna af hlutabréfa- markaði er einnig sá að þeir sem kaupa þau út af markaðnum fá hlutabréfin á góðu verði, ef litið er til upplausnarverðs fyrirtækjanna. Sjávarútvegurinn þarf að vinna fyrir opnum tjöldum. Þessi grein hefur enn þann sess í íslensku at- vinnulífi að hún þarf að ganga upp- rétt og sækja fram í almennt harðn- andi samkeppni. Henni hefur verið treyst fyrir stórum parti af þjóð- arauðnum. Það leggur henni sér- stakar skyldur á herðar. Þessar skyldur eru:  Varðveisla og nýting á fiski- stofnum.  Greiðsla hóflegs afgjalds fyrir afnotin.  Upplýsingar til eiganda auð- lindarinnar/þjóðarinnar um nýt- inguna.  Sérstakar skyldur um upplýs- ingagjöf og opin vinnubrögð, sem eru ekki í ætt við heimóttarskap og „ykkur kemur ekki við hvað við gerum“. Sjávarútvegsfyrir- tækin og hluta- bréfamarkaðurinn Jón Atli Kristjánsson fjallar um sjávarútveg og hlutabréfamarkað Jón Atli Kristjánsson » Sjávarútveg-urinn þarf að vinna fyrir opn- um tjöldum. Þessi grein hef- ur enn þann sess í íslensku at- vinnulífi að hún þarf að ganga upprétt og sækja fram í al- mennt harðn- andi samkeppni. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.