Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 33
og mamma brunuðum af stað í Borg-
arfjörðinn til að vera viðstödd út-
skriftina. Þú brostir allan hringinn.
Mér eru einnig ofarlega í minni ein
jólin þegar þú og amma komuð í
Keilufellið.
Mér hafði verið gefinn kettlingur
og það fyrsta sem hann gerði var að
taka ástfóstri við stólinn sem þú sast
alltaf í. Ég veit ekki hvort það var
neftóbakið eða bara stóllinn. En eftir
þetta var eilíf barátta um stólinn og
það endaði með því að hann svaf í
fanginu hjá þér eftir þetta.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Ég veit að nú líður þér vel og
eflaust ertu ríðandi um á glæstum
fáki.
Elsku amma, megi guð vera með
þér og leiða þig.
Þórhildur María Krist-
insdóttir og fjölskylda.
Elsku afi, þó að við vitum öll að
dauðinn er hluti af lífinu þá er það
svo sárt þegar kallið kemur. Ég veit
eiginlega ekki hvar byrja skal, því ég
á svo mikið af góðum minningum um
þig. Ég man þegar ég var í pössun í
Ferjuvoginum, allar ferðirnar á
öskuhaugana og lestur „krabbabók-
arinnar“. Ekki má gleyma því þegar
ég var í mat hjá þér og ömmu meðan
ég var í Verzlunarskólanum. Allar
þessar góðu minningar munu alla tíð
lifa með mér. Þín verður sárt saknað.
Guðmundur Arnar Óskarsson.
Það er komið að kveðjustund. Gísli
föðurbróðir minn og vinur er látinn,
rétt að verða níræður.
Vitað var að hverju stefndi, en
þegar stundin er upp runnin fyllist
hugurinn söknuði. Það verða þá ekki
fleiri samverustundirnar að sinni.
Það rifjast upp margra ára samskipti
við þau Gísla og Ingu. Yfir þeim öll-
um er birta og ylur.
Bernskuminningin er Gísli á ferð
og flugi um landið þvert og endilangt
sem sölumaður fyrir Belgjagerðina.
Viðdvölin á Húsavík var yfirleitt ekki
löng en andblær glaðværðar og hisp-
ursleysis situr eftir. Á þessum ferð-
um Gísla kynntist hann fjölda fólks,
aðstæðum þess og kjörum, og varð
þess vegna síðar uppspretta fróð-
leiks um menn og málefni víða að.
Þegar ungir menn, frændur norð-
an af Húsavík, fóru að venja komur
sínar til höfuðstaðarins var heimili
þeirra Gísla og Ingu í Ferjuvoginum
miðdepill nokkurra daga dvalar. Það
var eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Þangað var gott að koma.
Árin liðu og samskiptin þróast í
stuttar heimsóknir eða að síminn var
notaður. Umræðuefnið var oftast
fjölskyldan, stjórnmál og hross. Yf-
irleitt hafði maður vit á því að hlusta,
því Gísli hafði frá svo mörgu að segja.
Ekki spillti frásagnarmátinn, Gísli og
mörg systkinanna frá Haugi höfðu til
að bera sérstaka hæfileika að þessu
leyti. Mönnum lá hátt rómur, kváðu
skarpt að og stutt í gamanmál.
Gísli var ákaflega ræktarlegur við
allan sinn frændgarð. Lét sér annt
um stóra sem smáa. Gladdist ef
menn voru að standa sig.
Gísli var þátttakandi í pólitísku
starfi á yngri árum og fylgdist síðan
ævinlega vel með, þannig að maður
kom þar ekki að tómum kofunum.
Hann átti kunningja í öllum stjórn-
málaflokkum sem leiddi til þess að
hann hafði þannig fleiri sjónarhorn á
ýmis mál. Ekki vorum við Gísli sam-
herjar í pólitík en þó oftast sammála
þegar upp var staðið.
Gísli hafði úr föðurhúsum áhuga á
hestum eins og þeir fleiri bræður frá
Haugi. Faðir þeirra Gísli Brynjólfs-
son var kunnur hestamaður í Flóan-
um á sinni tíð. Fyrir okkur yngri sem
e. t.v. höfum erft þessa tilhneigingu
var fróðlegt og skemmtilegt að kynn-
ast hestamanninum Gísla Gíslasyni.
Ég sendi fyrir mína hönd og fjöl-
skyldunnar innilegar samúðarkveðj-
ur til Ingu, barna og allra aðstand-
enda.
Stefán Haraldsson.
Fleiri minningargreinar
um Gísla Gíslason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Kristín Hraundal.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 33
✝ Margrét Á.Jónsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 11.
ágúst 1919. Hún lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 24. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Albert
Þórólfsson kaup-
maður á Ísafirði, f.
1. september 1872,
d. 18. mars 1933, og
Guðbjörg Gísladótt-
ir, f. 1. október
1878, d. 8. mars
1972. Margrét var í hópi tólf
systkina, átta þeirra komust á
legg og er Margrét sú síðasta af
þessum systkinahópi sem kveður.
Margrét giftist 3. desember
1941 Bjarna Kr. Björnssyni, f. 14.
febrúar 1917, d. 26. mars 1992.
Börn þeirra eru: 1) Jón Þór, f. 20.
febrúar 1943, d. 30. júní 2004.
Hann kvæntist Kristbjörgu Jó-
hannesdóttur, f. 5. janúar 1941.
Börn þeirra eru Gunnar Þór, f.
20. mars 1966, Birna Kristín, f. 19.
janúar 1981. Auk þess átti Jón
Þór börnin Jóhann Óla, Eystein
og Söru. 2) Björn, f. 14. október
1945. Hann kvæntist Árdísi Þórð-
ardóttur, f. 6. mars 1948, þau
skildu. Synir þeirra eru Bjarni, f.
24. ágúst 1988, og
Baldur, f. 1. janúar
1991. 3) Björg Yrsa,
f. 28. nóvember
1948. Hún giftist
Svend Richter, f. 29.
ágúst 1947. Börn
þeirra eru Pétur
Örn, f. 24. maí 1971,
kvæntur Helgu
Dröfn Þórarins-
dóttur, Margrét
Yrsa, f. 22. febrúar
1974, gift Þóri
Steinþórssyni, og
Guðrún Yrsa, f. 8.
september 1981, sambýlismaður
Daníel Þórðarson. Lang-
ömmubörn Margrétar eru 14.
Margrét ólst upp á Ísafirði. Hún
fluttist til Reykjavíkur þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum og
bjuggu þau fyrst á Túngötu en
síðar á Unnarstíg 6. Þau reistu
sér hús í Skipasundi 38, hús sem
var flutt af Laufásvegi. Næstu
áfangastaðir voru Álfheimar 11
og Langholtsvegur 2. Margrét
fluttist 6. janúar 2001 að Hrafn-
istu í Hafnarfirði og dvaldi fyrst á
dvalarheimilinu, en lengst af á
sjúkradeild.
Útför Margrétar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku amma. Síðan þú kvaddir
okkur hafa margar minningar um
þig komið upp í huga minn. Fyrst og
fremst hversu góð þú varst við mig.
Þú hafðir mjög sterkar skoðanir á
öllum hlutum, hvort sem um var
ræða þrif, mataræði eða klæðaburð.
Mínar fyrstu minningar um þig eru
af Langholtsveginum þar sem þú og
afi bjugguð með útsýni yfir Viðey
sem afi hafði svo mikið dálæti á.
Þangað kom ég ósjaldan með móður
minni sem sinnti ykkur mikið þegar
aldurinn færðist yfir ykkur. Minn-
ingar um jólin tengjast þér. Jólaver-
tíðin hófst hjá þér í lok sumars og
sankaðir þú þá að þér gjöfum handa
öllum, hvort sem það var handa
skyldmennum eða einfaldlega handa
einhverjum sem þú vildir gleðja. Þú
hafði svo sannarlega gaman af því að
gefa gjafir. Eftir að þú fórst að tapa
sjón hlustaðir þú á útvarp dag og
nótt, tókst eftir því sem auglýst var
og hringdir út um allan bæ til að
kaupa gjafir. Ég fékk svo oftar en
ekki það hlutverk að pakka inn öllum
gjöfunum. Á mínu heimili var til viss
mælikvarði á hvort þú værir tilbúin,
þegar komið var að því að sækja ykk-
ur á aðfangadagskvöld. Mælikvarð-
inn fólst í því hvort þú værir komin í
sokkabuxurnar. Þá stóð afi yfirleitt
tilbúinn á tröppunum meðan þú
varst ennþá að ákveða í hvaða fötum
skyldi fara. Þetta leiddi til þess að
oftar en ekki vorum við í bílnum á
leiðinni í Hæðarbyggðina þegar
klukkurnar hringdu jólin inn.
Þegar ég varð eldri og fékk bíl-
próf, fékk ég enn stærra hlutverk
hjá þér. Ég átti að koma einu sinni í
viku og þrífa. Það var hægara sagt
en gert þar sem þér tókst ætíð að
plata mig í búðarferð eða á kaffihús
svo lítið varð úr þrifum. Þótti mér af-
skaplega erfitt að þiggja fyrir það
laun en þú tókst ekki annað í mál og
bættir alltaf einhverju við fyrir akst-
urinn eða eitthvað annað. Þegar ég
var 17 ára var ég farin að þekkja all-
ar fínustu kvenfataverslanir bæjar-
ins. Þú varst alltaf mikil dama og í
minningum mínum ertu alltaf í pilsi,
blússu, háhæluðum skóm og með
stafinn hans afa. Þú áttir líka ófáa
hatta og slæður til að vera með við
sérstök tilefni.
Svo kom að því að þú ,,þurftir“ að
fara inn á Hrafnistu, eins og þú orð-
aðir það. Þú varst ekki sátt og beiðst
með að flytja þangað þar til svo var
komið að þú varst við það að missa
herbergið. Þrátt fyrir að hafa verið
treg til að flytja reyndist þetta þér
mikið gæfuspor því þar fór þér að
líða mun betur og starfsfólkið reynd-
ist þér vel. Það kom þó oftar en einu
sinni fyrir að við fengum hringingu
um að þú værir að fara heim á Lang-
holtsveginn. Þegar við mamma kom-
um til þín sastu tilbúin á stólnum
með lyklana í hendinni. Þurfti þá
ekki meira til en að fara með þig í
fatabúð eða á kaffihús til að þú tækir
gleði þín á ný. Starfsfólk Hrafnistu
og þá sérstaklega starfsfólk deildar
3B reyndist þér mjög vel. Eftir að þú
fékkst heilablóðfall fyrir rúmum
fimm árum var allt gert til að láta
þér líða sem best og reynt var að
hafa allt eftir þínu höfði. Hvort sem
það fólst í því að leyfa þér að vaka
fram á nótt til að hlusta á útvarpið,
sofa út á morgnana eða vera í sunnu-
dagsfötum á þriðjudögum.
Það var ekki fyrr en á síðari árum
sem ég sá virkilega hversu vænt þér
þótti um hana mömmu. Á tímabili
varðst þú alltaf veik þegar mamma
fór til útlanda eða út á land og lengi
vel fékk ég það hlutverk að heim-
sækja þig þegar mamma var í burtu
og semja sögur um hversu mikið
væri að gera hjá henni. Þá var oft
gott að nota ástæður á borð við
saumaklúbb eða að mamma væri að
passa barnabörnin og ótrúlegt en
satt, þá hættir þú að veikjast þegar
mamma fór burt.
Hjátrúarfull varstu og sást oft á
tíðum meira en aðrir, þrátt fyrir
slæma sjón. Þegar ég var unglingur
og leið ekki sem best fannstu ráð við
því, þú keyptir handa mér sérstakan
lukkustein sem þú lést blessa. Þessi
steinn hefur fylgt mér alla tíð síðan
og það merkilega er að þegar ég hóf
störf á núverandi vinnustað var ná-
kvæmlega eins steinn í skrifborðs-
skúfunni. Er það tilviljun? Þegar þú
veiktist fyrir mánuði fór ég með
steininn sem þú gafst mér upphaf-
lega, til þín og viti menn, nokkrum
dögum síðar varstu búin að ná þér.
Það entist þó ekki, enda var þinn
tími kominn þrátt fyrir hetjulega
baráttu við örlög þín í mörg ár. Ég
veit að ef eitthvað er til í kenningum
þínum þá ertu hjá mér núna og munt
halda áfram að styðja mig gegnum
lífið.
Elsku amma, ég mun aldrei geta
þakkað þér fyllilega fyrir allt það
sem þú hefur gert fyrir mig. Þú
sýndir mér meiri umhyggju og ástúð
en nokkur getur búist við af einni
ömmu. Ég vil enda þessa litlu kveðju
mína til þín með ljóði sem Jón úr Vör
samdi um þig og gaf þér:
Þakka björtu brosin þín,
blómstur augna og vara.
Þessar gjafir, Magga mín,
máttu aldrei spara.
Þú átt fjársjóð fólginn í
fagri lund og kátri.
Aldrei hvíli angurs ský
yfir þínum hlátri.
Þín,
Guðrún Yrsa Richter.
Elsku amma Margrét, nú ertu
sofnuð svefninum langa. Við Yrsa
Rós komum til þín á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir nokkru og kvödd-
um þig. Við vorum þó ekki vissar um
að þetta yrði síðasta kveðjustundin
því fjölskyldan hefur nokkrum sinn-
um áður komið í miklum veikindum
og kvatt. En þú virtist eiga þér níu líf
því þú reist alltaf upp aftur eftir
veikindi sem flestir töldu að væru
þín síðustu. Lífsvilji þinn hefur
kannski verið svona sterkur eða ótti
þinn við dauðann mikill. Það var að
lokum friður yfir þér þegar þú loks
kvaddir þetta líf.
Bernskuminningar mínar um þig
einkennast af dulúð, spákonum, fjár-
sjóðum sem þú áttir um alla íbúð á
Langholtsveginum, gjöfum og óbeit
þína á orðunum þrif og tiltekt.
Síðustu árin hefur lífið fjarað
hægt út hjá þér og viðbrögð þín við
heimsóknum okkar minnkað. Ég er
viss um að þú ert komin á góðan stað,
til afa Bjarna sem var skemmtilegur
karl og alltof langt er síðan við
kvöddum. Jón Þór, minn elskulegur
frændi, hefur líka tekið á móti þér á
þeim stað sem þið eruð öll nú komin
til.
Elsku mamma og Guðrún Yrsa,
þið hafið hugsað vel um ömmu og
votta ég ykkur samúð mína.
Elsku amma og nafna mín, hvíl þú
í friði.
Margrét Yrsa.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Hvíldu þú í friði, elsku amma.
Pétur Richter.
Fyrrverandi tengdamóðir mín
Margrét Á. Jónsdóttir er dáin. Hún
lést síðastliðinn þriðjudag eftir lang-
varandi erfið veikindi en tiltölulega
stutta banalegu. Ég trúi því að hún
hafi orðið hvíldinni fegin, elskuleg.
Margrét var fædd á Ísafirði og þar
ólst hún upp í faðmi fjalla blárra.
Hún leit á sig sem Ísfirðing alla tíð
og talaði fallega um æsku sína þar og
vinina góðu. Hún var dóttir skipa-
smiðs og kaupmanns og fjölskyldan
bjó við góðan efnahag. Áföll dundu
yfir. Hún missti systkini og þyngst
hefur vafalaust verið að missa föð-
urinn rétt um fermingu. Guðbjörg
móðir hennar hélt þó áfram kaup-
mennskunni og gat stutt börn sín af
meira afli en margur maðurinn.
Margrét talaði ávallt af miklum kær-
leika um móður sína. Þessi reynsla
setti auðvitað sitt mark á Margréti.
Lundin var stríð á stundum.
Margrét fór suður að læra hatta-
saum og vann við það og í verslun
þegar hún kynntist Bjarna ástinni
sinni. Þau bjuggu í Reykjavík alla
tíð. Þegar börnin voru komin upp fór
Margrét svo út á vinnumarkaðinn
aftur og vann við verslunar- og þjón-
ustustörf, seinast hjá Reykjavíkur-
borg, hvarvetna afar vel liðin.
Margrét reyndist mér alla tíð vel.
Um hana á ég góðar minningar og
fyrir þær er ég þakklát. Ég fann það
svo vel að hún var alltaf að gera sitt
besta. Það besta hjá henni Margréti
var ekkert venjulega gott því rausn-
arleg var hún með afbrigðum hún
tengdamóðir mín fyrrverandi. Í
hennar augum var sælla að gefa en
að þiggja.
Margrét ferðaðist töluvert um æv-
ina. En hún var svo flughrædd að
það hamlaði för. Ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að keyra þær Ástu Sig-
munds til Ísafjarðar en þar vildi
Margrét verða sjötug. Bjarni sonur
minn, tæplega ársgamall, fór með og
var ömmu sinni mikill gleðigjafi. Yfir
Breiðafjörð var siglt á gamla Baldri
og komið við á Tálknafirði að hitta
skólasystur þeirra vinkvenna. Við
dvöldum á Hótel Ísafirði í góðu yf-
irlæti enda ekkert til sparað. Suður
var svo farið Djúpið. Þetta var eft-
irminnileg ferð og góð. Þegar við
Björn lukum MBA prófum frá
Northwestern University í Chicago
fyrir þrjátíu árum buðum við Mar-
gréti og Bjarna til okkar og Margrét
lét sig hafa það að fljúga. Þar áttum
við dásamlega daga. Ég held að
henni hafi þótt ánægjulegast að sitja
á matsölustöðum og kaffihúsum en
af þeim er nóg í borginni. Svo hafði
hún alltaf ánægju af því hún Margrét
að versla enda kaupmannsdóttir.
Þessa för endurgalt Margrét svo
ríkulega um aldamótin, eftir að
henni tæmdist arfur, og bauð okkur
Birni, Bjarna og Baldri í siglingu um
Karíbahafið.
Það var dýrleg veisla. Hún naut
þjónustunnar um borð og leið vel í
hitanum. Skömmu eftir þessa för
flutti Margrét á dvalarheimilið
Hrafnistu í Hafnarfirði og um þrem-
ur mánuðum síðar fékk hún áfall,
sem varð til þess að hún bjó á sjúkra-
deild Hrafnistu og þaðan lagði hún
upp í ferðina miklu. Margrét var trú-
uð kona, svo áfangastaður þeirrar
ferðar var henni alveg ljós.
Á Hrafnistu var afbragðsvel um
Margréti hugsað og ekki spillti að
stutt var í Björgu einkadóttur henn-
ar. Vakti það aðdáun mína hve mikið
og vel Björg hugsaði um móður sína
veika.
Margrét hafði mikinn áhuga á fal-
legum fötum og var glæsilega til fara
þegar hún vildi það við hafa. Hún
hafði yndi af því að fara í leikhús og
var með fasta miða í leikhús með vin-
konu sinni til margra ára. Svo var út-
varpið hennar heimilisvinur. Mar-
grét fylgdist lengst af vel með
þjóðmálum og vildi veg Sjálfstæðis-
flokksins sem mestan. Hún var
glögg og benti oft á óvænt sjónar-
horn á menn og málefni. Margrét var
líka ljóðaunnandi og síðustu gleði-
stundirnar okkar saman var þegar
ég las fyrir hana ljóð á Hrafnistu.
Margrét var drengjunum mínum
góð, hlý og elskandi amma. Þeir
sakna nú ömmu Margrétar. Full af
þakklæti kveð ég nú þessa góðu konu
og votta Birni, Björgu og öðrum að-
standendum samúð mína. Blessuð sé
minning Margrétar Á. Jónsdóttur.
Árdís Þórðardóttir.
Margrét Á. Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
HJÖRLEIFUR INGÓLFSSON
sjúkraflutningamaður,
frá Vöglum í Vatnsdal,
Tjarnargötu 25a,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn
28. október.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl.
14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag langveikra barna.
Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir
Arna Björk Hjörleifsdóttir, Högni Sturluson,
Ingvi Þór Hjörleifsson, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir,
Árni Jakob Hjörleifsson, Geirþrúður Ósk Geirsdóttir
Halldór Hagalín Hjörleifsson,
Ingunn Guðmundsdóttir Larson,
Gunnar Brynjólfur Sigurðsson, Ólöf Haraldsdóttir,
Sara Björg Pétursdóttir.