Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 36
G amanleikurinn Stórfengleg eftir Peter Quilter var frumsýndur á föstudagskvöldið í Þjóðleikhúsinu þar sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir er Florence Foster Jenkins; ein versta söngkona allra tíma. Fastagestir og fleiri voru mættir: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, var með vini sínum Sveini Ein- arssyni, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, Friðrik Zophusson, þingmaður, Loftur Atli Eiríksson, aðstoðarritstjóri á Séð&heyrt, og Karl Steingrímsson, gjarnan kenndur við Pelsinn, sem var í mjög bleikri skyrtu. Í hléinu notfærði Fluga sér óumdeilanlegan rétt sinn til hlerana og tyllti sér óséð á öxl Ágústu Evu Erlendsdóttur (Silvíu Nætur) sem greinilega var að rækta leiklistargyðjuna innra með sér og hafði stór orð um hversu vel hún skemmti sér. Á frumsýningarkvöldinu voru margir gestir úr leikarastétt eins og Kristbjörg Kjeld, Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Og auðvitað leikstjórar líka, eins og Ágúst Guðmunds- son. Fulltrúi sjónvarpsmiðlanna var hins vegar Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, en hann var fönkí með rautt bindi. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, gáfukona og fyrrverandi dóm- ari úr Gettu betur, var flott í dragsíðum, fjólubláum kjól. Svo sást líka til frú Þóru Hall- grímsson. Með tilliti til að um frumsýningu var að ræða voru óvenju fáir sjálfstæðismenn á fremstu bekkjunum enda allir á bólakafi í prófkjöri flokksins. Fluga kann alltaf vel að meta metnað og baráttugleði en hún var engu að síður orðin mjög pirruð á endalausum símhring- ingum síðustu daga þar sem óskað var eftir stuðningi dömunnar við hina ýmsu frambjóðendur. Verstur var samt straumurinn af frambjóðendabæklingum sem fyllti póstkassann í vikunni og er hin mesta tímaskekkja. Hverjum dettur til hugar að einhver lesi svona dreifipóst á okkar dögum? Eini tilgangurinn hlýtur að vera að styrkja rekstur auglýsingastofa. Á laugardaginn var bærinn fullur af borgarbúum á rölti í góða veðrinu og sæta sjónvarps- konan Nadía Banine var umvafin barnaskara á horni Vesturgötu og Aðalstrætis. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður leyfði líka barninu í sjálfri sér að sprella og valhoppaði eftir Lækj- argötu með litlu dóttur sinni. Guðrún Hrund Sigurðardóttir, ritstjóri á Gestgjafanum, sat með kaffibolla yfir blaðalestri á Litla andarunganum með myndarlegum herramanni og þar var einnig verið að taka viðtal við söngkonuna Lay Low (Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur) sem er nýjasta og skærasta stjarnan í tónlistarlífinu. Handverk og hönnun hélt stóra sölusýningu á ís- lensku handverki og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Flugu rak í rogastans er hún kíkti þar við á laugardaginn en engu var líkara en um rokk-konsert væri að ræða, slíkur mann- fjöldi sótti viðburðinn. Töfrandi munir úr leðri, roði, gleri og beinum fönguðu hugann en það sem vakti mesta athygli undirritaðrar á hannyrðasýningunni var að fyrrnefndur Kalli í Pels- inum var mættur og var enn í bleiku skyrtunni frá kvöldinu áður. Fluga fékk dreypti á kaffi latte á kaffihúsi Ráðhússins og horfði dreymin fuglalífið á Tjörninni. Var ekki borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson annars búinn að lofa að skjóta mávana …? | flugan@mbl.is Óumdeilanlegur hlerunar- réttur í samkvæmislífinu » Frum- sýning á Stórfengleg var í Þjóð- leikhúsinu. »Útgáfuteiti Skjald- borgar vegna bókarinnar Hermikráku- heimur var í FÍ-salnum. Guðmunda Elíasdóttir og Helen Gunnarsdóttir. Kleopatra Kristbjörg og Gunnar Dal. Birna Guðmundsdóttir og Beggo. Fríða Jónsdóttir, Geir Ólafsson og Ingibjörg Sölvadóttir. Morgunblaðið/Eggert Hildur Pálsdóttir og Nancy Gunnarsdóttir. Þórunn Guðmundsdóttir Kjeld, Margrét Guðmunds- dóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Sigmundur Örn Arngrímsson, Vigdís Finn- bogadóttir og Sveinn Einarsson. Lára Ómarsdóttir og Haukur Olavsson. Morgunblaðið/Eggert Bjarni Guðjónsson og Anna María Gísladóttir. Þórunn Lárusdóttir og Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Sigríður Regína Valdimarsdóttir og Regína Berndsen. Ása Matthíasdóttir, Bryndís Torfadóttir, Sólveig Hákonardóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Birna Sigurð- ardóttir og Ragna Fossberg. Guðbjörg Sigurðardóttir, Gunnar Víðisson, Ragna Garðarsdóttir, Gestur Einar Jónasson og Elsa Björnsdóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur Aðalsteinsson Rúna Alexandersdóttir og Þorvaldur Ingvarsson. » Leikfélag Akureyrar frumsýndi Herra Kolbert. . . . sem greinilega var að rækta leiklistargyðjuna innra með . . . |mánudagur|30. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Atli Bollason gefur nýútkom- inni plötu trúbadorsins Togga, Puppy, tvær stjörnur. Hann segist hafa hlakkað til að rýna í plötuna en orðið fyrir vonbrigðum. » 37 plötudómur „Menn verða ekki sviknir af því að fara á þessa sýningu, hlæja að sjálfum sér og hugsa kannski svolítið um leið.“ María Kristjánsdóttir er hrifin af Best í heimi. » 38 leiklist Um þessar mundir eru liðin 125 ár síðan Nýja Ísland samein- aðist formlega Manitobafylki í Kanada. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með menningar- dagskrá í Nýja Íslandi. » 39 úr vesturheimi Þrítugustu og þriðju Alþjóðlegu nútímalistahátíðinni í París lauk í gær. Hátíðin var æði skrautleg sem endranær og voru ungir listamenn áberandi sem fyrr. » 37 myndlist Dóttir krókódílaveiðarans Steve Irwins, Bindi, mun feta í fótspor föður síns og höndla hættuleg dýr í sjónvarpsþætti sem sýndur verður á Discovery Kids-sjónvarpsstöðinni. » 45 fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.