Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 37 menning Tilkynning samkvæmt lögum um fjármálaþjónustu og -markaði, 2000 varðandi Alba Life Limited („Alba“) og Britannic Assurance plc („BA“) og Britannic Retirement Solutions Limited („BRS“) og Britannic Unit Linked Assurance Limited („BULA“) og Century Life plc („Century“) og Phoenix Life & Pensions Limited („PLP“) og Phoenix Life Limited (áður Royal & Sun Alliance Linked Insurances Limited) („Phoenix“) Þann 25. júlí 2006 lögðu Alba, BA, BRS, BULA, Century, PLP og Phoenix fram beiðni um úrskurð við High Court of Justice, Chancery Division, Companies Court, í Lundúnum samkvæmt 107. kafla laga um fjármálaþjónustu og -markaði 2000 („Lögin“): 1. Samkvæmt 111. kafla laganna til heimilunar áætlunar („Áætlunin") sem miðar að því að flytja tryggingastarfsemi sem Alba, BA, BRS, BULA, Century og PLP hafa haft með höndum til Phoenix; og 2. setja hjálparskilyrði í tengslum við áætlunina í samræmi við 112. kafla laganna. Hægt er að fá afrit af: (i) bréfi til tryggingartaka, skýringarbæklingi og dreifiriti með spurningum og svörum og hagnaðarbundnu dreifiriti eftir því sem við á; (ii) skýrslu um skilmála áætlunarinnar, gerða af óháðum sérfræðingi í samræmi við 109. grein laganna; og (iii) áætlunarskjalinu gjaldfrjálst með því að hringja í +44 (0) 1564 207057. Þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þar með taldar tryggingafræðilegar skýrslur, eru fáanleg á vefsíðu Phoenix Life Limited, www.phoenixlifegroup.co.uk. Einnig er hægt að nálgast afrit með því að senda skriflega beiðni til: The Part VII Department, Forth Marketing Services Limited, 8 John's Place, Leith, Edinburgh, EH6 7EL. Beiðnin verður tekin fyrir í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL þann 6. desember 2006. Hver sá einstaklingur (þar með taldir starfsmenn Alba, BA, BRS, BULA, Century, PLP eða Phoenix) sem telur sig skaðast af framkvæmd áætlunarinnar má mæta við réttarhöldin og tjá skoðanir sínar, í eigin persónu eða í fylgd lögmanns. Hver svo sem þess óskar er beðinn um að láta lögmennina hér að neðan vita skriflega, ekki síðar en tveimur virkum dögum áður en réttarhöldin hefjast, og setja fram forsendur andmæla sinna. Hver sá einstaklingur sem andmælir áætluninni, en ætlar sér ekki að mæta við réttarhöldin, getur tilkynnt slík áform eða andmæli og ástæður skriflega til lögmannanna sem nefndir eru hér að neðan, ekki síðar en tveimur virkum dögum áður en réttarhöldin hefjast. Tilkynning frá Fjármálaeftirlitinu á Íslandi varðandi tilfærsluna var birt í Lögbirtingarblaðinu þann 31. júlí 2006. Dagsett 30. október 2006. Slaughter and May One Bunhill Row London EC1Y 8YY Tilv.: OAW/DZK Lögmenn Alba, BA, BRS, BULA, Century, PLP og Phoenix Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar Fyrirlestur um „leirhluti og umbúðaefni í snertingu við matvæli“ Fyrirlesari er: Dr. Grímur Ólafsson, matvælafræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Sjá nánar á www.ust.is. Kynnt verður ný reglugerð um leirhluti sem út kom á þessu ári en eitt meginmarkmið með henni er að hindra flæði þungmálma úr þeim í matvæli. Einnig verður fjallað um samspil umbúða og matvæla og rætt um mikilvæg atriði varðandi plast- og pappírsumbúðir. Allir velkomnir, heitt á könnunni. þriðjudaginn 31. október 2006 kl. 15.00-16.00 á 5. hæð Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. UNGT par býður öðru ungu pari í mat. Fljótlega kemur í ljós að heim- ilisfólkið hefur gaman af valdatafls- leikjum og sálfræðistríði og láta sem þau hafi myrt samstarfsmann stúlknanna sér til afþreyingar og lífsfyllingar og komið líkamsleifum hans fyrir í kistu í stofunni. Er það satt eða ekki? Af þessu spinnst at- burðarás þar sem ofbeldi og ólík- indalegur húmor eru í brennipunkti og væri engum greiði gerður ef hún væri rakin frekar. Herra Kolbert á sér marga for- feður og sækir til þeirra ýmis ein- kenni, atburði og afstöðu. Dauður maður í kistu vekur upp hugrenn- ingatengsl við Rope eftir Hitchcock, bernsk siðblindan á sér forföður í absúrdistanum Fernando Arrabal og húmorinn sækir svarta litinn og sitthvað fleira í smiðju meistara Joe Orton. Og ekki má gleyma einu leið- arstefi verksins, upprifjun firrta kærustuparsins á þeirri vanmetnu kvikmynd Falling Down, um rang- skreiðan réttlætisriddara sem fær nóg af mótlætinu í umferðartepp- unni einn daginn og leggur upp í blóði drifið ferðalag. En þau Ralf og Sara hafa ekki áhuga á innihaldi, lærdómum eða boðskap. Það eina sem pirrar þau við framgöngu Mich- aels Douglass í myndinni (eða per- sónunnar réttara sagt) er sá drama- túrgíski tæknifeill að hann var með óútskýrða byssu í bílnum. Í sjálfu sér mætti taka Herra Kolbert sömu tökum og finna því það eitt til for- áttu að tiltekið bank frá tilteknum stað sem gegnir lykilhlutverki í flétt- unni á sér enga rökræna skýringu. Er galli, nánar tiltekið. En við ætl- um ekki að stoppa við það. Byrjum frekar á að segja að sýn- ingin er frábærlega vel unnin. Leik- myndin og lýsingin eru rosalega flottar á sinn klisjulega Innlit-útlit- hátt, tónlistin sömuleiðis. Allt ferli og leikaranna í rýminu lipurt og eðli- legt, gervi, slagsmál og aðrar tækni- brellur fullkomlega heppnaðar. Leikararnir hver öðrum öruggari í rullum sínum og þó þær kalli fæstar á einlægni eða djúpa innlifun, nema þá eins og fyrir tilviljun eða sem markvisst og írónískt stílbragð, þá verður að taka ofan af fyrir hópnum fyrir að skila því sem í verkinu býr svona vel og áreynslulaust. En hvað býr í verkinu? Ekki eins mikið og það heldur, myndi vera stutta svarið frá mér. Til þess er það of stílfært, persónurnar of einhliða og löngunin til að skemmta og ganga fram af áhorfendum of oft í ekilssæt- inu. Til þess að við höfum eitthvað gagn af því að sjá venjulegt fólk missa stjórn á villidýrinu í sér af ein- skærum lífsleiða þarf fólkið nefni- lega helst að vera – venjulegt fólk. Að öðrum kosti er svo sem ekki meira að sækja þangað um firringu nútímamannsins en í Tomma og Jenna. Sjálfsagðir hlutir. En fyndið er það. Þó það nú væri. Drepfyndið á köflum. Bæði er nú alltaf gaman af taumleysi og óskammfeilni, og svo eru tímasetn- ingar leikaranna afbragð. Reyndar væri verkið enn fyndnara ef það styddist ekki bara við þessi element, heldur hefði líka sterka fléttu sem hryggjarstykki. En því er ekki að heilsa, of oft er eins og það sem kveikir næsta samtal sé ekki ætlan eða vilji persónanna heldur þörf leikskáldsins til að fylla upp í kvöld- stundina. Flottur leikur. Og bitastæðasta hlutverkið kannski það sem á sterk- asta enduróminn, en ekki hvað. Gísli Pétur er framúrskarandi sem vit- granni skapofsamaðurinn með sið- ferðiskenndina. Guðjón Davíð alger- lega á heimavelli sem gestgjafinn. Það sama má segja um Eddu Björgu og Unni Ösp, þó það sæki nú reynd- ar að mér sú hugsun að báðar mættu fara að gæta sín á að festast ekki um of í kækjum og stílbrögðum, Edda sem þunna ljóskan og Unnur sem pósandi tálkvendi. En það hentar hér og allt í góðu. Ólaf Stein hef ég ekki séð gera betur en fínlega unnið hlutverk pizzusendilsins. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hér hafi Leíkfélag Ak- ureyrar hitt í mark og eignast fyndna og hæfilega ögrandi sýningu sem gaman er að spjalla um í góðra vina hópi að henni lokinni. Bara ekki búast við að hún kveiki nýjar hugs- anir, eða segi ferskan sannleika um samfélag okkar. Þó hún þykist gera það. Það er ekki allt sem sýnist á þessu heimili. Ef þú hefur ekki drepið þá hefurðu ekki lifað Góður leikur „Og bitastæðasta hlutverkið kannski það sem á sterkasta enduróminn, en ekki hvað. Gísli Pétur er framúrskarandi sem vitgranni skapofsamaðurinn með siðferðiskenndina.“ LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: David Gieselmann, þýðandi Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Jón Páll Eyj- ólfsson, leikmynd og búningar: Íris Egg- ertsdóttir, lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson, tónlist og hljóðmynd: Hallur Ingólfsson, gervi: Ragna Fossberg. Leikendur: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Guðjón Davíð Karls- son, Ólafur Steinn Ingunnarson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Samkomuhúsinu á Akureyri 28. október 2006. HERRA KOLBERT Þorgeir Tryggvason Það var með nokkurri eftirvæntingu sem undirritaður tókst á við að rýna í nýútkomna frumraun trúbadorsins Togga, Puppy. Ég hafði heyrt nokk- ur laganna í útvarpinu og þótti lagið „Sexy Beast“ gefa sérstaklega góð fyrirheit. Því miður leiddi nánari skoðun í ljós að þar rís platan lang- hæst en gutlar að mestu í djúpum dölum meðalmennsku þess á milli. Toggi er með góða rödd sem minnir óneitanlega á Chris Martin, söngvara Coldplay. Eins og Chris á Toggi það til að stökkva í falsettu, oftast með ágætum árangri. Viðlagið í einu af betri lögum plötunnar, „Birthday Boy,“ er til vitnis um þetta. Laglínan er búin að bræða minnst þúsund grunlaus hjörtu þegar viðlaginu lýkur og ekki spillir fyrir að textinn tekur á ástarsorg á temmi- lega væminn máta. Annars eru textar Togga yfirleitt yfir meðallagi, í „A Place in My He- art“ er tekist á við eiturlyfjafíkn ást- vinar ljóðmælandans, erfiðleikana sem fíkninni fylgja, en um leið ástina sem neitar að slokkna. „Kill the King“ er ástarjátning í frumlegri kantinum og fyrrnefnt „Sexy Beast“ er skemmtileg og glettin sýn á hvað þýðir í raun og veru að vera kyn- tákn: „I know / that beauty leaves a bruise / I feel your pain.“ Platan fer ágætlega af stað með laginu „Heart in Line“ sem hefur verið að gera það gott í útvarpinu, og er ágætlega að því komið. Ofan- greint „Birthday Boy“ er einnig grípandi, en best er „Sexy Beast.“ „Lalalala-kaflinn“ er ótrúlega gríp- andi, söngurinn skemmtilega óhreinn (svipað og í „Barfly“ með Jeff Who?), taktfastur trommuleik- urinn fær mann til að vagga sér til og frá í amstri dagsins, og brúin er vel heppnuð. Yfirleitt eru laglínurnar þó ein- faldlega ekki nógu góðar, þeim tekst ekki að festast í minni og hefð- bundnum útsetningum plötunnar tekst engan veginn að fá lögin til að skera sig úr flórunni sem tröllríður Bylgjunni og Létt-Bylgjunni svo- nefndu. Það er helst að ukulele í lag- inu „Light of Day“ fái mann til að líta upp, en því er þvælt aftast í hljóðmyndina þegar algjörlega óþarfur kassagítarinn bætist við. Dæmi um þessa vankanta plötunnar má heyra greinilega í einu slakasta lagi plötunnar „It’s Over“. Laglínan situr ekki eftir í manni nema brot úr augnabliki og sérkennilega hallær- islegur gospel-kór undir lokin fær hrollinn til að hríslast niður eftir bakinu (á neikvæðan hátt). Röddin er með Togga í liði, en lagasmíðar eru ekki hans sterka hlið enn sem komið er. Líklegast væru kraftar hans best nýttir við flutning laga eftir aðra í samstarfi við ein- hvern snjallan útsetjara. Sé mark takandi á titli plötunnar þurfum við þó engar áhyggjur að hafa – Toggi á vafalítið eftir að vaxa enda ekki nema smáhvolpur í dag. Þúsund grunlaus hjörtu TÓNLIST Geisladiskur Lög og textar eru eftir Togga sem syngur, leikur á kassagítar og stöku rafmagns- gítar. Bjarki leikur á hljómborð, annast forritun og tekur í bassa, rafmagnsgítar og ukulele í nokkrum lögum. Don Pedro hjálpar til við bassa- og rafmagnsgít- arleik. Birkir leikur á bassa í fjórum lag- anna. Hjörvar trommar í þremur lögum. Þórður Halldórsson leikur á selló og Guð- björg Hlín Guðmundsdóttir á fiðlu í tveim- ur laganna. Gurrý, Lovísa, Arnbjörg, Hjört- ur, Bjarki og Toggi sjálfur koma fram þrjú í senn í líki kórs og drengjakór Breiðholts syngur í „Sexy Beast.“ Bjarki annaðist upptökur, Addi 800 hljóðblandaði megn- ið, en Óskar Páll Sveinsson fyrstu tvö lögin. Bjarni Bragi hljómjafnaði í Írak. Alli Metall hannaði umslag. Sena gefur út. Toggi – Puppy  Atli Bollason Reuters Tvo þarf til Alþjóðlegu nútímalistahátíðinni í París, FIAC, var slitið í gær. Að venju kenndi þar ýmissa og oft óvenjulegra grasa. Hér getur að líta verkið „Það þarf tvo til“ eftir skoska listamanninn David Mach.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.