Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 38

Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 38
38 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SPUNAVESENIÐ á leikurum sem hefur verið mann lifandi að drepa það sem af er liðið þessum vetri í leikhúsunum tók á sig óvæntan og gleðilegan viðsnúning á laugardags- kvöld. María Reyndal framleiðandi og leikstjóri sýningarinnar Best í heimi hefur haft sinnu á því að fá til liðs við sig og spinnandi leikhópinn leikskáld, Hávar Sigurjónsson, sem kann að nota orð í leikhúsi. Það er því góð uppbygging, léttleiki og áreynslulaus húmor og tragík í stuttum atriðunum sem dregin eru upp af þeirri lífsreynslu nokkurra einstaklinga að taka flugið til Ís- lands og lenda hér meðal okkar sem tölum hið ástkæra, ylhýra nokkurn veginn reiprennandi. Annað merki- legt er einnig við þetta samstarf að hér, líkt og átt hefur sér stað hjá sumum leikhópum í London að und- anförnu, er leitað í veruleikann, byggt er á viðtölum við hópa inn- flytjenda, könnunum, ritgerðum um aðstæður þeirra hérlendis og að sjálfsögðu á eigin reynslu leik- aranna. Og það sem þá gerist í leikn- um á sviðinu er að þar birtast, sem sjaldgæft er orðið, raunsannar per- sónur en ekki eftirlíkingar, eft- irhermur á frægum sjónvarps- stjörnum eða bíóstjörnum úr ameríska iðnaðinum og er leikur Caroline Dalton sem yfirkeyrð for- stöðukona á spítala er reynir að kenna rússneska lækninum (Pierre Alain Gieraud) hið nýja starf hans við ræstingar til dæmis ákaflega gott dæmi um það. Flugferð heldur utan um reynslu- sögurnar þrjár, Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hafa byggt í þröngu rýminu haganlega upp „breiðþotu Flugleiða“, til vinstri sætaröð, gangur fram í salinn, til hægri rými þar sem með kössum og söluborði flugfreyja er á örskammri stund hægt að skapa heimili, skóla, sjúkrahús o.s.frv. Yfir öllu trónir svo sjónvarpsskjár þar sem fylgjast má með ferð flugvélarinnar og „mynd- titlar“ yfir reynslusögurnar birtast. Sýningin hefst með grínaktugum dansi (Lára Stefánsdóttir) flug- freyja og flugmanns, sjálfumglatt, glaðbeitt Ísland „þar sem nátt- úruperlur eru margar“ býður gesti í vél og sal velkomin og byggir upp léttan háðskan gegnumgangandi taktinn sem studdur er vel af tónlist Þorkels Hreiðarssonar. Ég hafði kviðið að þurfa að hlusta á menn bögglast á íslensku því póli- tísk rétthugsun mín er nokkuð á reiki á því sviði svo sem öðrum. En ótti minn var ástæðulaus. Þessir ágætu leikarar tala góða íslensku og þar sem áherslur eru ekki alveg kór- réttar skapast skemmtileg fjarlægð á það sem gerist á sviðinu. Öll leika þau mörg hlutverk og María Reyn- dal hefur skipað hyggilega í hlut- verkin. Pierre-Alain Giraud er eft- irminnilegur sem skoplegur belgískur flugfarþegi er reynir að tala íslensku við flugfreyjuna og varnarlaus rússneskur læknir sem ekki skilur orð af því sem yfirmað- urinn segir. Dimitra Drakopoulou dregur upp viðkvæma mynd af Kim, austurlenskri stúlku , fórnarlambi íslenskrar sérgæsku og fordóma. Tuna Metya er afskaplega sannfær- andi íslenskur unglingur. Og Car- oline Dalton bregður sér með eleg- ans úr og í hlutverk úrvinda forstöðukonu, smáborgaralegrar að- þrengdrar fordómafullrar íslenskrar móður og glæsilegrar flugfreyju. Sú hefur skemmtilega sýn á okkur Ís- lendinga! Menn verða ekki sviknir af því að fara á þessa sýningu, hlæja að sjálf- um sér og hugsa kannski svolítið um leið. Það gefast ekki alltof mörg tækifæri til þess. Horft á Ísland innan frá og utan LEIKLIST Rauði þráðurinn eftir Hávar Sigurjónsson, Maríu Reyndal og leikhópinn. Leikstjóri: María Reyndal. Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Leik- myndar- og ljósahönnun: Egill Ingibergs- son og Móeiður Helgadóttir. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Ein- arsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Þorkell Hreiðarsson. Raddir í flugvél: Gunnar Hansson. Leikarar: Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou. Iðnó, laugardaginn 28. október kl. 20. Best í heimi María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Góð „Menn verða ekki sviknir af því að fara á þessa sýningu, hlæja að sjálfum sér og hugsa kannski svolítið um leið.“ ÞAÐ bókstaflega neistaði og rúm- lega það af Bill Kaulitz, söngvara þýsku popphljómsveitarinnar To- kio Hotel, á hátíð sem haldin var í Hamburg í síðustu viku í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að byrjað var að gefa út ung- lingatímaritið BRAVO. Reuters Funheitur Sun 19/11 kl. 14 Sun 26/11 kl. 14 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Fim 16/11 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 Fös 17/11 kl. 20 Fös 24/11 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Sun 19/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar. Lau 4/11 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 Sun 12/11 kl. 20 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Síðasta vika kortasölunnar! Herra Kolbert – forsala í fullum gangi! Fim 2. nóv kl. 20 UPPSELT – 3 .kortasýn Fös 3. nóv kl. 19 örfá sæti – 4. kortasýn Lau 4. nóv kl. 19 UPPSELT – 5. kortasýn Fim 9. nóv kl. 20 örfá sæti – 6. kortasýn Fös 10. nóv kl. 19 UPPSELT - 7. kortasýn Lau 11. nóv kl. 19 UPPSELT - 8. kortasýn Næstu sýn: 16/11, 17/11, 18/11 Sýningin er ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 4. nóv kl. 14 Aukasýning – í sölu núna Sun 5. nóv kl. 14 UPPSELT Sun 5. nóv kl. 15 UPPSELT Sun 5. nóv kl. 16 Aukasýning – í sölu núna Sun 12.nóv kl. 14 örfá sæti laus Sun 12. nóv kl. 15 Næstu sýn: 19/11, 26/11 STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið fyrir alla! Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG eftir Peter Quilter 4. sýn. lau. 4/11 örfá sæti laus, 5. sýn. sun. 5/11 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 11/11 örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 12/11 örfá sæti laus, 8. sýn. lau. 18/11 örfá sæti laus. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Sun. 5/11 kl. 14:00 uppselt, lau. 11/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 12/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 18/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 19/11 kl. 14:00 uppselt, fös. 29/12 kl. 20:00, lau. 30/12 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00. PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur. Fim. 2/11 örfá sæti laus, fös. 3/11 örfá sæti laus, fim. 9/11 uppselt, fös. 10/11 örfá sæti laus, fim 16/11, fös. 17.11. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00 SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur. Lau. 4/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 5/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, lau. 11/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 12/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt. LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu, kl. 11:00 og 12:15 UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Lau. 4/11 örfá sæti laus, sun. 5/11 kl. 17:00, sun. 12/11 kl. 17:00. KÚLAN Lindargötu 7, kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 4/11, sun. 5/11, fös. 10/11 örfá sæti laus. Gjafakort í Þjóðleikhúsið opnar ævintýraheim! Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Strengjaleikhúsið í samvinnu við íslensku óperuna SKUGGALEIKUR Ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sjón og Messíönu Tómasdóttur Frumsýning 18. nóvember kl. 20 2. sýning 25. nóvember kl. 20 3. sýning 2. desember kl. 20 ATH! AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR STRENGJALEIKHÚSIÐ                 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS       ÞRIÐJUDAGINN 31. OKTÓBER KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Olli Mustonen         Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 1 Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 2 Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3       FIMMTUDAGINN 2. NÓVEMBER KL.19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Víkingur Ólafsson          Ludwig van Beethoven ::: Píanókonsert nr. 3 Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 4 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.