Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 44

Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 44
44 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Enn um tilvísanakerfi hjartasjúklinga NÚ ER ég búinn að prófa tilvísana- kerfið og það virkar bara skolli vel. Héraðslæknirinn minn gaf mér umyrðalaust tilvísun, svo að ég þarf ekki að kvarta til landlæknis. Ég borgaði bara 700 kr. fyrir viðtalið og þurfti ekkert að greiða sérstaklega fyrir tilvísunina. Það hefur enginn getað sagt mér hver er raunkostn- aður þessa viðtals, en ég þykist vita að þessar 700 kr. séu ekki raun- kostnaður. Ég greiddi 5.830 kr. fyrir viðtalið hjá hjartalækninum og af þeirri upp- hæð endurgreiddi Tryggingastofnun 1.878 kr. Ef ég hefði ekki átt annað erindi til heimilislæknisins en að sækja tilvísunina hefði ég aðeins haldið eftir 1.178 kr. af endurgreiðsl- unni. Þar sem einungis ein kvörtun hef- ur borist til landlæknis geri ég ráð fyrir að það sé fátítt að heimilis- læknar neiti sjúklingum um tilvísun. Hvernig væri að sleppa þessum millilið og leyfa okkur að framvísa reikningnum án tilvísunar? Þannig mundi sparast fyrirhöfn af heim- sókninni til heimilislæknis og niður- greiðslur vegna hennar. Í mínu tilfelli er ferðakostnaður vegna heimsóknar til sérfræðings í Reykjavík u.þ.b. kr. 4.000 (rútufar- gjöld fram og til baka kr. 1.600 og tveir leigubílar kr. 2.400). Þess vegna datt mér í hug hvort hægt væri að sækja um ferðastyrk frá Tryggingastofnun. Þá komst ég að því að sérfræðingurinn hefur ekki heimild til að gefa út ferðavottorð, það fæst aðeins hjá heimilislækni. Auk þess að greiða heimsóknar- gjald, kr. 700, þarf að greiða sér- staklega fyrir vottorðið (kr. 700 eftir því sem ég kemst næst). Mér þykir ólíklegt að heimilislæknirinn fari að votta ferð sem ekki hefur verið farin, svo það ætti ekki að vera hægt að fá ferðavottorðið um leið og tilvísunin er sótt. Það er ólíklegt að veittur sé ferðastyrkur vegna einstakrar ferð- ar. Enda óhagkvæmt að sækja um hann, vegna þess að kostnaður við öflun vottorðs er kr. 1.400 en mögu- legur styrkur fyrir ferð Hveragerði – Reykjavík – Hveragerði er u.þ.b. 1.300 krónur. Þótt menn geisli sig milli staða í STAR-TREK er það ferðamáti sem stendur okkur sjúklingum ekki til boða. Þess vegna þykja mér þessar reglur um ferðavottorð fáránlegar. E.t.v. mætti gera læknaþjónustuna skilvirkari með því að létta af henni óþarfri skriffinnsku. Ég geri ráð fyrir að hjartasjúkl- ingar sem stunda fulla vinnu sleppi því að fá sér tilvísun, sem skilar þeim 1.178 kr. frá Tryggingastofn- un. Með því að taka upp 700 kr. gjald fyrir tilvísunina, svo að eftir stæðu aðeins 478 kr., væri hægt að fæla okkur hina líka frá kerfinu og þannig mætti spara ómældar upphæðir. Þórhallur Hróðmarsson, Bjarkarheiði 19, Hveragerði. Misjöfn þjónusta SÍÐASTA Sunnudag fór ég í Smára- lind,byrjaði að fara til Dressmann og þurfti að fá mér jakkaföt. Þar var stúlkan sem náði fyrir mig í jakkaföt en þau virkuðu eins og fermingarföt á mér. Þjónustan þar var engin. Benti hún mér á aðra verslun, en þar voru aðeins föt fyrir tröllvaxta. Síð- an fór ég í Herra Garðinn. Þar var unglingur sem var illa brugðið er hann sá mig og spurði sinn yfirmann hvort til væru föt á mig. Svarið var bara nei. Hann bað mig að prófa Herra Garðinn í Kringlunni fór ég þanngað á mánudeginum. Þar fékk ég að mátta jakka sem var eins og fermingafötin mín voru í gamladaga. Verslunarstjórinn sagði mér að hann hætti von á sendingum frá Þýskarlandi. Eftir tvö daga hringdi hann í mig og sagði að sendingin væri komin, buxurnar pössuð á mig en ekki jakkinn, og ég fór fýluferð. Ég hringdi í verslunina Herrafata- verslun Birgis og spurði hvort þeirr ættu jakkaföt í öllum stærðum. Þanngað fór ég þar fékk ég þau fal- legustu jakkaföt sem ég hef eignast og þjónustan var frábær. Ég mun ekki fara meir í Dress- mann eða Herra Garðinn, þar skortir bæði lipurð og mannleg sam- skpti. Hafliði Helgason. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þá eru hvalveiðarhafnar aftur eftir 17 ára hlé og eins og við var að búast, eru skoðanir á þeim dálítið skiptar. Víkverji er gamall hvalveiði- maður, var háseti eitt sumar á Hval 8, og minnist þess með mik- illi ánægju. Vinnan var ágæt, fólst aðallega í því að vera uppi í tunnu og skima eftir hval og láta vita hvar hann kæmi upp undir lok eltingarleiksins. Hvalveiðar eru mjög spennandi veiðiskapur og ekki spilltu launin. Þau voru tölu- vert betri en gekk og gerðist hér áð- ur en á móti kom, að allt sumarið var ein allsherjarkappsigling og aldrei stoppað. Ekki þarf að spyrja að því, að Vík- verji var ekki ánægður með hval- veiðibannið á sínum tíma og hann hefur hneykslast mikið í gegnum tíð- ina á alls konar firrum um hvali og hvalveiðar, sem útlendingar ýmsir hafa haldið fram. Að sjálfsögðu ber okkur að stunda ábyrgar og sjálf- bærar veiðar og til að meta það vant- ar okkur ekki hina ágætustu vís- indamenn. Þrátt fyrir það, sem hér hefur ver- ið sagt, þá er það nú einu sinni svo, að tímarnir breytast og mennirnir með. Það, sem áður þótti góð lat- ína, er það kannski ekki lengur vegna þess, að forsendurnar hafa breyst. x x x Langt er um liðiðsíðan Víkverji heyrði því haldið fram, að á sínum tíma hefði Hvalur hf. vegið jafn- þungt í íslensku at- vinnulífi og General Motors í því banda- ríska. Ekki selur Vík- verji það dýrara en hann keypti en það kom fram í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, að þegar hvalveiðar voru stundaðar hér af fullum krafti, hefðu afurðirnar svarað til 2% af útfluttum sjávar- afurðum. Um þetta munaði á sínum tíma en hvert skyldi hlutfallið geta orðið nú fyrir nokkra hvali, sem enginn hvort unnt er að selja? Já, jafnvel þótt jafnmikið væri veitt og áður og allt seldist? Núll komma núll eitthvað? Sem sagt, efnahagslegu hagsmun- irnir eru hverfandi. Víkverji getur því miður ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að í þessu máli hafi skynsemin orðið að láta í minni pokann. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 30. október, 303. dagur ársins 2006 Orð dagsins: „Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.“ (Jóh. 14, 20.) WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarinsKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 8 - 10:30 B.i. 12.ára THE QUEEN kl. 5:50 - 8 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 10:10 B.i.12.ára. LES MAUVAIS JOUEURS (HINIR TAPSÁRU) kl. 8 B.i.12.ára. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV Mogga á mánudögumBíó í bíófyrir2 1 sjá miða framan á morgunblaðinu í dag gildir ekki á mýrina* LES MAUVAIS JOUEURS HINIR TAPSÁRU ÖRFÁAR SÝNINGAR „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS Einn af ritstjórum tónlistar-tímaritsins Rolling Stone, David Fricke, heimsótti Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina í ár og segist vera hæstánægður með þá listamenn sem hann nefnir í grein sinni „Rolling Stone Goes Native at Airwaves Music Fest“, þ.e. Reykja- vík!, Diktu, Mugison, Ghostdigital, Skakkamanage og Jakobínarínu. Þá segir hann að tónleikar Jóhanns Jóhanssonar í Fríkirkjunni hafi verið einn af hápunktum ferðar- innar. Fólk folk@mbl.is Miðar í stúku á afmælistónleikaSykurmolanna í Laugardals- höllinni föstudaginn 17. nóvember nk. seldust upp á hálftíma. Tilefni tónleikanna er að tuttugu ár eru lið- in frá því að smáskífa Sykurmolanna með laginu „Ammæli“ kom út en hljómsveitin hefur ekki komið full- skipuð fram á tónleikum síðan 18. nóvember 1992. Starfsfólkhins gerð- arlega Holly- wood-stórleik- ara Brad Pitt heldur því fram að sjónvarps- þáttastjórnandi nokkur og upptökumaður á hans vegum hafi vanvirt friðhelgi heimilis leik- arans í leyfisleysi þegar Pitt og fjölskylda hans voru fjarverandi. Þáttastjórnandinn og töku- maðurinn störfuðu fyrir E!-sjón- varpsstöðina en hefur verið sagt upp, samkvæmt yfirlýsingu frá stöðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.