Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                   ! " # $ %           &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Forystugrein 38 Veður 8 Viðhorf 40 Staksteinar 8 Bréf 48 Úr verinu 14 Minningar 49/57 Viðskipti 16 Myndasögur 68 Erlent 18/20 Dagbók 69 Höfuðborgin 26 Víkverji 72 Akureyri 27 Staður og stund 70 Suðurnes 28 Leikhús 66 Daglegt líf 30/37 Bíó 70/73 Menning 22/25 Ljósvakamiðlar 74 Umræðan 40/48 * * * Innlent  Velheppnuð endurfjármögnun bankanna hefur eytt verulegri óvissu til skamms tíma hvað þá sjálfa varðar og einnig hvað varðar allt íslenska hagkerfið en hins vegar er enn alvarlegt ójafnvægi í þjóð- arbúskapnum sem getur tekið lengri tíma að leysa úr. Þetta segir meðal annars í nýju láns- hæfismati matsfyrirtækisins Fitch Ratings þar sem lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands eru staðfestar AA- fyrir erlendar langtímaskuldbind- ingar og AAA fyrir innlendar skuld- bindingar. » Forsíða  Gjaldfallin vanskil Landspítalans við heildsala á sviði lyfja og hjúkr- unarvara námu um 588 milljónum króna í lok september sl. og hafa að undanförnu verið á bilinu 500–600 milljónir króna á hverjum tíma. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, segir að reikna megi með því að vegna þessara skulda þurfi LSH að greiða um 50 milljónir króna í dráttarvexti á ári. » 6  Ungmennafélag Íslands áformar að reisa nýjar höfuðstöðvar og æskulýðs- og menningarhús á Tryggvagötu 14 en samþykkt var á borgarráðsfundi í gær að félagið fengi að byggja á lóðinni. Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ segir að um þrjú ár séu síðan sú hugmynd kom upp innan fé- lagsins að byggja nýjar höfuð- stöðvar. Vonir standa til þess að hægt verði að taka húsið í notkun vorið 2008. » 6 Erlent  George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, snæddi í gær hádegisverð með demókratanum Nancy Pelosi, fyrstu konunni til að verða forseti fulltrúadeildar þingsins. Demókrat- ar hafa nú meirihluta í báðum deild- um eftir að staðfest var að þeir hefðu unnið sigur í öldungadeildinni. » 18  Ísraelsher sætti harðri gagnrýni víða um heim í gær eftir stórskota- árás sem kostaði átján óbreytta borgara lífið í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu. Íslensk stjórnvöld fordæma árásina, að því er Jón Sig- urðsson starfandi utanríkisráðherra skýrði frá á Alþingi í gær. » 20  Margaret Chan var í gær valin framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) en enginn Kínverji hefur áður gegnt ábyrgðarstöðu af þessum toga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. » 18  Markus Wolf, fyrrverandi yfir- maður austurþýsku leyniþjónust- unnar og áhrifamikill maður á tím- um kalda stríðsins, lést í gær 83 ára að aldri. » 20 Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson edda.is Hannes Pétursson Hannes Pétursson er eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar á Ísland og sann- kallað þjóðskáld. Ný ljóðabók frá hans hendi er bókmenntaviðburður, en síðasta ljóðabók hans, Eldhylur (1993), færði honum Íslensku bókmenntaverðlaunin. föstudagur 10. 11. 2006 bílar mbl.is ... æði! Einfalt og þægilegt - Bílafjármögnun Lýsingar Einfalt ilegt - Bílafj r nun L r Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is bílar Önnur kynslóð Kia Sorento er stærri og aflmeiri en áður » 4 VERKFÆRI GÖTUNNAR PORSCHE 911 CARRERA 4S MEÐ AFLAUKNINGU DAGLEG RÚSSÍBANAFERÐ UM HVALFJÖRÐINN >> 8 JEPPA- og ferðalagaskóli Arctic Trucks tekur til starfa í nóvember eftir nokkurt hlé. „Hingað til hefur eingöngu verið lögð áhersla á að kenna grunnatriði í ferðamennsku fyrir fólk sem ferðast á jeppum og hefur áherslan þá oftar en ekki verið á að kenna fólki á drifbúnað jeppanna og hvernig hann virkar. Námskeiðin hingað til hafa verið byggð á jeppabók sem Arctic Trucks gaf út fyrir nokkrum árum og mun svo áfram verða á þeim námskeiðum sem fjalla um jeppa og búnað þeirra,“ segir Freyr Jónsson, einn af leiðbein- endum á námskeiðunum. „Jeppa- og ferðalagaskólinn mun nú verða starfræktur með nýju sniði þar sem meiri áhersla verður á ferðalög og hvatningu til jeppaeigenda um að nota jeppana til ferðalaga. Það er nokkuð algengt að fólk sem kaupir jeppa fari mjög sjaldan í ferðir á jeppanum. Við viljum nota okkar þekk- ingu og aðstöðu til að skapa vettvang sem hvetur fólk til að ferðast og njóta fallegra staða í náttúru Íslands, staða sem þarf jeppa til að komast til. Við viljum ná til fólks sem ekki ferðast mikið, fólks sem hefur gaman af því að skoða fallega náttúru en vantar lítilsháttar hvatningu til þess að fara eða bara upplýsingar um hvert maður kemst á venjulegum jeppa með fjórhjóladrifi. Við munum einnig bjóða upp á stuttar ferðir á áhugaverða staði og verður þá lögð áhersla á dagsferðir. Við erum á höttunum eftir skemmtilegu samstarfs- fólki sem hefur frá einhverju skemmtilegu að segja, hvort sem það er í máli eða myndum,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri Arctic Trucks. Námskeiðin sem verða í boði á fyrstu önninni eru t.a.m. jeppanámskeið með áherslu á jeppann og búnað, ítarlegt GPS námskeið og að lokum verður myndakvöld þar sem ferðalangurinn, jeppasmiðurinn og keppnisjaxlinn Gunnar Eg- ilsson mun sýna þátttakendum myndasöguna um ferð sína á 6 hjóla trukknum á Suðurskautið. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurdsson Á fjöllum Arctic Trucks hefur hafið starfsemi jeppa- og ferðalagaskóla til að auðvelda fólki að nota jeppana sína í auknum mæli til ferðalaga. Jeppa- og ferðalagaskóli Arctic Trucks TENGLAR ............................................................... www.jeppar.is. HVASSVIÐRI og vindsveipir geta átt þátt í allt að þriðjungi umferð- aróhappa á vindasömum veg- arköflum þjóðveganna hér á landi, að því er fram kemur í riti um nor- rænar rannsóknir á vegum og um- ferð (Nordic Road and Transport Research). Greinin er byggð á rannsóknum á umferðarslysum og vindafari sem verkfræðingarnir Skúli Þórðarson hjá ORION ráðgjöf ehf. og Jónas Þór Snæbjörnsson hjá Verk- fræðistofnun Háskóla Íslands hafa unnið að með stuðningi Rannsókn- arráðs umferðaröryggismála. Skúli Þórðarson verkefnisstjóri segir að um sé að ræða lauslegt mat á þeim tölum sem birtast þegar litið er til mælds vindhraða í veðurstöð þegar slys er tilkynnt og skoðunar á mati lögreglu á því hvað olli slys- inu. „Þarna er verið að tala um vind sem einn af fleiri orsakavöldum,“ sagði Skúli. „Það er mjög erfitt að slá því föstu hvort það er þriðj- ungur orsaka eða ekki. En ef mað- ur skoðar tíðni sterkra vinda og slæmrar færðar, þ.e. lítils veggrips, yfir vetrarmánuðina þá eru margir dagar þegar vindafar er með þeim hætti að sérstakrar aðgátar er þörf. Vindurinn kemur þá í viðbót við aðra áhættuþætti í umferðinni.“ Í rannsókninni voru tengsl um- ferðaróhappa og veðurs á þjóðveg- unum undir Hafnarfjalli, á Kjal- arnesi og í Draugahlíðum skoðuð. Samkvæmt umferðarteljara á Kjal- arnesi frá því í október 2005 til jan- úar 2006 var meðalhraði 85% öku- tækja nálægt 103 km/klst þegar vindhviður voru undir 15 m/s. Þeg- ar hviðurnar fóru í 40 m/s lækkaði ökuhraði sama hlutfalls bíla aðeins í 90 km/klst. Höfundar benda m.a. á að bæta mætti upplýsingagjöf á upplýs- ingaskiltum við þjóðvegina. Einnig að fræða ökumenn um hvernig þeir eigi að bregðast við aðstæðum. Þá mætti beita umferðarstýringu og loka fyrir ferðir óstöðugra öku- tækja í vondum veðrum. Þáttur vindsins í um- ferðarslysum skoðaður Í HNOTSKURN »Samband umferðarslysaog vinda var kannað undir Hafnarfjalli, um Kjalarnes og í Draugahlíðabrekku. »Slysarannsóknirnar áþeim stöðum sem skoðaðir voru gefa til kynna að ýmis fyrirsjáanleg atriði í umhverfi vindaslysa komi endurtekið fyrir. Því eru góðar líkur á að fækka megi slíkum slysum með forvarnaraðgerðum á réttum vettvangi. BORGARRÁÐ samþykkti í gær að fela íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR) að vinna tillögur um svonefnt frí- stundakort, sem felur í sér styrki til tómstundastarfs barna í borginni. Gert er ráð fyrir að frístundakortið verði tekið upp í áföngum en kortið mun fyrst bjóðast haustið 2007, að sögn Björns Inga Hrafnssonar, for- manns borgarráðs. Þá mun hvert barn á aldrinum 6–18 ára geta fengið 12.000 króna framlag til frístundaiðk- unar. Annar áfangi á að hefjast 1. jan- úar 2008 og þá verður framlagið 25.000 krónur á barn. Stefnt er að því að árið 2009 verði þriðji og síðasti áfanginn að veruleika, en þá fái hvert barn 40.000 króna styrk til frístunda- starfs. Fjárhagsrammi í hverjum hinna þriggja áfanga miðast við 70% nýtingu styrkjanna. Gert er ráð fyrir að árið 2009, þegar hið nýja kerfi hef- ur verið innleitt að fullu, muni kostn- aður vegna þess nema um 640 millj- ónum króna. Meðal þess sem fellur undir frí- stundastarf er íþróttaiðkun, æsku- lýðsstarf, listnám og önnur starfsemi sem innt er af hendi af viðurkenndum aðilum, að sögn Björns Inga. Hann segir að frístundakortin muni gjör- breyta öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi í borginni. Samstaða meðal allra flokka Hann er ánægður með tilhögun frí- stundakortanna í borginni og segir að greiðslur borgarinnar séu mun hærri en í flestum nágrannasveitarfélögun- um og nái auk þess yfir mun breiðara aldursbil. Björn Ingi segir að alltaf hafi staðið til að taka frístundakortið upp í áföngum. Alger samstaða hafi verið um málið hjá öllum flokkum. Eðlilegt sé í jafnstóru máli og um ræði, sem kosti mikla fjármuni, að taka kerfið í notkun í áföngum. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka kortið í notkun um mitt næsta ár, en skólaárið í ár sé hafið og fjölmargir hafi þegar greitt gjöld vegna tóm- stundaiðkunar barna sinna. Áform um að ná til barna af erlendum uppruna Björn Ingi segir að þar sem frí- stundakort hafa verið tekin upp sé reynslan sú að iðkendum í tóm- stundastarfi fjölgi umtalsvert. „Við teljum að það hafi mikið forvarnar- gildi að fjölga börnum og unglingum sem taka þátt í starfi af þessum toga vegna þess að það er þá hægt að halda þeim frá ýmissi óæskilegri iðju á með- an,“ segir hann. Þá eigi kortin að nýt- ast til að jafna hlut kynjanna í þátt- töku í þessu starfi og sérstök áform séu einnig um að ná til hins ört stækk- andi hóps íslenskra barna og unglinga af erlendum uppruna sem hafi hingað til ekki skilað sér í nægilegum mæli í frístundastarf. Frístundakort verða tekin upp í áföngum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FULLTRÚAR fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir styrktarsamninga við UNICEF á Íslandi. Samningarnir hljóða upp á 60 milljónir króna og ná til næstu þriggja ára. Fyrsta verkefni UNICEF og nýrra bakhjarla verð- ur að halda Dag rauða nefsins á Íslandi. Fyrirtækin eru Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip. Morgunblaðið/Kristinn Styrkja UNICEF um 60 milljónir föstudagur 10. 11. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Vonir bundnar við Rögnu Ingólfsdóttur >> 4 STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI MEISTARALIÐ HAUKA SÝNDI GÓÐA TAKTA GEGN GRAN CANARIA Í EVRÓPUKEPPNINNI >> 4 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Evrópumót B-þjóða, eða Helvitica- cup eins og mótið nefnist, er afar spennandi verkefni fyrir okkur hjá Badmintonsambandinu. Við erum afar þakklát fyrir að okkur skuli hafa verið treyst fyrir því að halda þetta mót,“ sagði Ása sem segir að nú sé allt komið á fulla ferð við að skipuleggja viðburðinn sem verður sá stærsti sem BSÍ hefur staðið fyr- ir. Keppt verður í Laugardalshöll, en ekki íþróttahúsum TBR, sem þó eru sérhönnuð til badmintons. Ástæðan fyrir að Laugardalshöll verður fyrir valinu er m.a. sú að í henni er betri aðstaða fyrir áhorfendur en hjá TBR. Þar sé aðeins hægt að koma upp tveimur áhorfendastúkum sem ekki sé fullnægjandi fyrir viðburð af þessu tagi. Í gegnum tíðina hafa menn sagt að erfitt sé að leika badminton í Laug- ardalshöll vegna þess að lýsingin er ekki hönnuð fyrir íþróttina og geti þar af leiðandi „blindað“ badminton- menn í hita leiksins. Ása segir það vera rétt en við þessu sé ekkert að gera. „Lýsingin í Laugardalshöll er ekkert verri en víða erlendis þar sem keppt er á stórmótum. Ekki er hægt að bera önnur íþróttahús og sali landsins saman við TBR-húsin sem eru sérhönnuð fyrir badminton Ég held að flestir erlendu kepp- endurnir séu vanir þeirri lýsingu sem er í Laugardalshöll. Sennilega mun lýsingin í Höllinni koma mest niður á okkar fólki,“ sagði Ása. Til landsins verður flutt inn sér- stakt gólfefni sem lagt verður ofan á parketið í Laugardalshöll. Gólfefnið verður lánað hingað til lands. „Við ætlum að búa okkar fólk vel undir mótið og höfum sett stefnuna á verðlaunasæti á Evrópumóti B- þjóða,“ sagði glaðbeittur fram- kvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands, Ása Pálsdóttir. EM í badmin- ton haldið hér á landi EVRÓPUMÓT B-þjóða í badminton verður haldið hér á landi 17.–21. janúar á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem svo sterkt og fjöl- mennt badmintonmót er haldið hér á landi og ríkir mikil tilhlökkun vegna þess innan badmintonforyst- unnar hér á landi, að sögn Ásu Pál- dóttur, framkvæmdastjóra Bad- mintonsambands Íslands, BSÍ. „Það búist við um 200 keppendum frá 17 landsliðum,“ sagði Ása í gær, en frestur til þess að tilkynna þátttöku til Alþjóða badmintonsambandsins rann út fyrir fáeinum dögum. „Búist við um 200 keppendum frá 17 landsliðum,“ segir Ása Pálsdóttir RAGNHILDUR Sigurðar- óttir, atvinnukylfingur úr GR, missti heldur flugið á okaholunum á öðrum hring í rtökumóti Evrópumótarað- rinnar í gær. Ragnhildur hóf eik á 10. holu og þegar hún afði lokið við fjórtán holur ar hún á einu höggi yfir pari. íðan kom skrambi (+2), par, nnar skrambi og loks skolli +1). Hún lék því fjórar síð- stu holurnar á fimm höggum fir pari og lauk leik á 78 öggum eða sex höggum yfir ari og er því á sjö höggum yf- r pari í heildina. Eftir daginn í dag verður keppendum fækkað í 65 og leika þeir síðasta hringinn. Ragnhildur er í 55.–64. sæti fyrir þriðja keppnisdaginn en alls eru 94 keppendur á 1. stigi úrtökumótsins og kom- ast 43 þeirra á lokastigið. Þrír kylfingar jafnir Jade Schaeffer og Melodie Bourdy, sem eru báðar frá Frakklandi, eru í efsta sæti mótsins á 5 höggum undir pari líkt og Zuzana Masinova frá Tékklandi. Bourdy og Masinova eru áhugakylfingar. Skin og skúrir knattleik. Í vetur hefur því hins vegar gengið illa, það hefur tapað sex af fyrstu leikj- um sínum í 1. deildinni og er næstneðst með aðeins fjögur stig. Þá er það fallið út úr bik- arkeppninni og frammistaðan er langt undir væntingum því reiknað var með liðinu í topp- baráttu í vetur. Miðað við þetta er útlit fyrir að Fylkir eigi þokkalega möguleika á að komast áfram í keppninni. Með St. Otmar St. Gallen leika átta landsliðsmenn, fimm þeirra svissneskir, en þó aðeins einn með teljandi FYLKISMENN leika í kvöld sinn fyrsta Evrópuleik í hand- knattleik þegar þeir sækja heim svissneska liðið St. Ot- mar St. Gallen. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 32 liða úr- slitum Áskorendabikarsins en síðari leikurinn verður einnig á heimavelli svissneska liðsins og fer fram á sunnudaginn. St. Otmar St. Gallen er þrautreynt lið í Evrópukeppni og hefur löngum verið fram- arlega í svissneskum hand- reynslu. Það er markvörður- inn Antoine Ebinger sem hef- ur leikið 111 landsleiki. Hinir eru Matthias Günther línu- maður, sem hefur leikið 87 leiki fyrir Austurríki, Ace Jo- novski, rétthent skytta, sem hefur leikið 50 leiki fyrir Makedóníu, og Aliaksei Usik, örvhent skytta, sem hefur leikið 45 leiki fyrir Hvíta- Rússland. Þjálfari St. Otmar St. Gallen er Per Carlén, einn af kunnari handknattleiks- mönnum Svía á síðari árum. „Við vitum að þeir eru með sterka menn fyrir utan, skytt- ur og leikstjórnanda, sem skora bróðurpartinn af mörk- unum. Þeir spila hefðbundna 6/0 sænska vörn með hávaxna menn fyrir miðju og eru greinilega með ágætt lið. En við ætlum okkur áfram í keppninni, við teljum okkur eiga góða möguleika á því, og stefnum að fjögurra til sex marka sigri í fyrri leiknum, sem er okkar heimaleikur,“ sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari Fylkismanna, við Morgunblaðið. Fylkismenn eru með sitt sterkasta lið í Sviss. Fylkismenn ætla sér sigur í Sviss Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Reuters Kraftur Belgíska tenniskonan Kim Clijsters gaf ekkert eftir í stórmóti atvinnukvenna sem fram fer í Madrid.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.