Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐSTANDENDUR aldraðra vilja að ríkisvaldið skili 3 milljörðum af fé sem lagt hefur verið í Framkvæmda- sjóð aldraða en hefur farið í önnur verkefni en nýbyggingu hjúkrunar- heimila. Að sögn Reynis Ingibjarts- sonar formanns AFA, Aðstandenda aldraðra, en blaðamannafundur var haldinn í gær til kynningar á bar- áttumálum aðstandenda, eru nú 300 aldraðir í brýnni þörf fyrir úrræði og mjög alvarlegur skortur er á úrræð- um fyrir Alzheimersjúklinga, bæði í bráð og lengd. „Landsmenn hafa greitt í Fram- kvæmdasjóð aldraða í 25 ár og lengst af hafa 30–40% af fénu farið í aðra hluti en nýbyggingar,“ segir Reynir. „Samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár kemur einn milljarður inn í sjóð- inn en af þeim fara 420 milljónir í rekstur og viðhald en ekki nýbygg- ingar. Það átti að taka alveg fyrir þetta en við skoðun á fjárlagafrum- varpinu kom í ljós að um 30% af því fé sem kemur í sjóðinn á næsta ári eiga að fara í aðra hluti en nýbygg- ingar. Okkur finnst eðlilegt að rík- isvaldið skili þessum peningum sem eru orðnir að minnsta kosti þrír milljarðar og það myndi aldeilis muna um þá,“ segir Reynir. „Þá eru hátt í eitt þúsund manns sem búa í fjölbýli á hjúkrunarheim- ilum. Við vöktum athygli á því í dag og þess má geta að á Akureyri var í dag vígð ný deild að loknum breyt- ingum á tveggja manna herbergjum í einbýli. Það er auðvitað til skamm- ar að hér skuli vera hátt í þúsund manns sem hafa ekki sitt einkaher- bergi. Á þessu þarf að taka með markvissum hætti og það kostar að sjálfsögðu peninga. Ennfremur vantar rými, en það segir sig sjálft að það þarf tvö herbergi í stað eins ef það á að breyta tveggja manna her- bergum í eins manns herbergi.“ Tilefni fundarins í gær var áætlun heilbrigðisráðherra um uppbygg- ingu hjúkrunarheimila á næstu 4 ár- um og fjármagn til þeirra, 1,3 millj- arðar króna sem aðstandendur aldraðra segja að ekki verði til stað- ar fyrr en á árunum 2008 og 2009. „Þetta er fjármagn sem Alþingi þess tíma þarf að samþykkja og væntanlega önnur ríkisstjórn en sú sem situr í dag þarf að leggja fram,“ bendir Reynir á. „Staðan er sú að nú bíða 300 manns eftir einhverjum vit- rænum úrræðum og því fyrr, því betra.“ Þá er gagnrýnt að mjög tak- markað aukafjármagn eigi að leggja í heimaþjónustu og umönnun, þótt allir tali um að aldrað fólk eigi að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Ekkert hafi verið hugsað fyrir því að aðgengi þurfi að bæta, bæði innan íbúða og utan og allt sé óljóst með framtíðarverkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Þolinmæði að- standenda sé því þrotin og hefur ver- ið efnt til baráttufundar 25. nóvem- ber kl. 15 í Háskólabíói með kröfu á Alþingi og ríkisstjórn um stóraukið fjármagn í fjárlögum fyrir árið 2007. Aðstandendur aldraðra búnir að missa þolinmæðina vegna úrræðaleysis ríkisins Ríkisvaldið skili 3 milljörðum Morgunblaðið/Eyþór Gagnrýni Aðstandendur aldraðra hafa gagnrýnt að mjög takmarkað aukafjármagn eigi að leggja í heimaþjónustu og umönnun, þótt allir tali um að aldrað fólk eigi að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Í HNOTSKURN »Mjög alvarlegur skorturer á úrræðum fyrir Alz- heimersjúklinga, þrátt fyrir mjög vaxandi þörf á úrbótum að mati aðstandenda aldraðra. »Gagnrýnt hefur verið aðnærri 300 aldraðir ein- staklingar búi enn í fjölbýli á hjúkrunar- og dvalarheimilum þrátt fyrir þá almennu skoðun að allir á þessum heimilum eigi að hafa sitt eigið einka- herbergi. Í FYRRA var alger metafkoma á vá- tryggingamarkaði en hagnaður vá- tryggingafélaga meira en tvöfaldaðist frá árinu áður og nam 24,2 milljörðum króna á verðlagi ársins 2005. Horfur eru einnig mjög góðar á þessu ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum Fjármálaeftirlitsins. Árið 2003 nam hagnaður af starf- semi vátryggingafélaganna 9,65 millj- örðum króna, árið 2004 nam hann 10,7 milljörðum og svo 24.210 milljónum í fyrra. Tekjur af fjármálastarfsemi hafa borið uppi afkomu tryggingar- félaganna á undanförnum árum (þ.e. fyrst og fremst ávöxtun svokallaðra bótasjóða) sem FME telur hluta af vátryggingastarfsemi.                                                             Alger methagnaður af vátryggingastarfsemi Seint gleymist sólarkoma eftir svartasta skammdegi: gulir eldar við efstu fjöll! Þannig hefst fimmta ljóð bók- arinnar Fyrir kvölddyrum, fyrstu ljóðabókar sem Hannes Pétursson skáld sendir frá sér í 13 ár eða frá því Eldhylur kom út árið 1993. Hannes er fæddur á Sauðárkróki árið 1931. Hann vakti strax athygli með Kvæðabók árið 1955 og hefur síðan gefið út ljóðabækur, smá- sagnasafnið Sögur að norðan, ferða- bækur og rit um þjóðlegan fróðleik og skáldin Steingrím Thorsteinsson og Jónas Hallgrímsson. Samtal um samtímann „Það er vitaskuld mikill heiður að fá að gefa út nýja ljóðabók eftir Hannes Pétursson,“ segir Páll Vals- son, útgáfustjóri Eddu útgáfu hf. „Hannes er einn örfárra skálda nú á dögum sem geta kallast þjóð- skáld. Það má segja að þjóðin hafi kastað sér yfir bækur hans og fylgst með hans þróun, alveg frá fyrstu bókinni, sem var metsölubók. Þar náði hann þessari miklu lýðhylli sem er mjög sjaldgæft að ljóðskáld nái.“ – Hvenær fréttirðu af því að ljóðabók væri væntanleg? „Ég vissi auðvitað að hann væri að yrkja. Við höfum talað saman í gegnum árin, þekkjumst vel og ég vissi fyrir nokkrum árum að það væri bók í smíðum. En það var í raun og veru ekki fyrr en í vor sem það varð alveg ljóst að hún kæmi út í ár. Það voru auðvitað gríðarlega góð tíðindi fyrir mig og frábært að fá handritið í hendurnar, það var ein af þeim stundum sem gefa þess- ari vinnu sem ég er í gildi.“ – Er hún frá- brugðin hans fyrri bókum? „Án þess að ég ætli að analýsera hana fyrir fólk, þá er þarna ákveðin þróun jafnframt því sem þetta er ljóðabók eftir Hannes Pétursson, hans höfund- areinkenni eru skýr. En það eru ýmsar nýjungar; hann er að tala við okkur um samtímann.“ Þetta eru dásamlegar fréttir Leitað var viðbragða hjá fjórum bókmenntamönnum við því að ný ljóðabók væri væntanleg frá Hann- esi. „Mér finnst þetta góð tíðindi,“ segir Kristján Karlsson skáld. „Hannes Pétursson hefur nátt- úrlega merkilega stöðu í okkar skáldskap. Hann brúar bil milli gamals og nýs af mikilli snilld og eins og ég hef líklega sagt ann- arsstaðar, þá yrkir hann á því dýr- lega máli sem var Kaupmannahafn- aríslenska, það er að segja máli Fjölnismanna. Og vitaskuld með nútímatilbrigðum.“ Það vekur athygli blaðamanns að rithöfundurinn og ljóðskáldið Sjón er með fæðingarár Hannesar í símanúmerinu. „Það er nú reyndar tilviljun,“ segir hann. „Ég get nátt- úrlega ekki sagt neitt annað en það sem hlýtur að vera efst í huga hvers ljóðaunnanda, þetta eru mikil tíðindi og alltaf þegar slíkt gerist hlýtur maður að endurskoða allt sem maður gerir sjálfur. Ég hlakka til að skoða heiminn með honum – aftur.“ „Þetta eru dásamlegar fréttir,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar. „Síð- an hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið barnungur maður upp úr 1950 hefur hann verið eitt albesta skáld sem hefur ort á íslensku á hvaða tíma sem við tiltækjum og að hann skuli gefa út heila ljóðabók, af því að hann hefur ekki verið áber- andi undanfarin ár, – það eru stór- tíðindi.“ Hann hefur verið mitt skáld „Ég var unglingur þegar Ljóð ungra skálda kom út á sínum tíma og hef satt að segja aldrei hrifist af neinum ljóðum eins og þeim sem ég las þar eftir Hannes Pétursson,“ segir Halldór Blöndal þingmaður um nýja bók Hannesar. „Síðan hef- ur hann verið mitt skáld og bækur hans eru mér alltaf handhægar. Ég hlakka mjög til að lesa nýju bókina því Hannes er meðal fárra skálda sem hafa innri kraft til þess að vera alltaf ung og alltaf frumleg í ljóðum sínum, þótt þau eldist.“ Fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar í þrettán ár Hannes Pétursson LÖGREGLAN á Sauðárkróki fékk tilkynningu í gærmorgun um þrjár hryssur sem lágu dauðar við fallinn rafmagnsstaur í Akrahreppi. Starfsmenn RARIK uppgötvuðu hvers kyns var þegar þeir voru sendir til viðgerðar á staurnum, en hann er talinn hafa látið undan í óveðrinu um síðustu helgi með þeim afleiðingum að rafstreng- urinn slóst í hrossin og drap þau. Um er að ræða hross í eigu bóndans á Fremri-Kotum í Norðurárdal. Þrjú hross drápust af raflosti INNANHÚSSFUNDUR Sjálfstæð- isflokksins með frambjóðendum í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík var haldinn í gær þar sem rædd var niðurstaða prófkjörs- ins og eftirmál þess. Einnig var rætt hvernig framtíðarkosninga- baráttu flokksins yrði hagað. Andri Óttarsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, neitaði að láta hafa neitt eftir sér um fundinn þegar eftir því var leit- að í gær. Ræddu prófkjörið AF 301 sýni, sem tekið hefur verið úr villtum fuglum hér á landi á þessu ári, reyndust 300 vera nei- kvæð en ein grágæs reyndist vera með hættulaust afbrigði fugla- flensuveiru, þ.e. ekki svonefnt H5- eða H7-afbrigði. Engin hættuleg veiruafbrigði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.