Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÚM Í ÚRVALI
OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18
Komið og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40
Hjónarúm
Barnarúm
Unglingarúm
UNGMENNAFÉLAG Íslands
áformar að reisa nýjar höfuðstöðvar
á lóðinni við Tryggvagötu 13 í mið-
borg Reykjavíkur, en samþykkt var
á borgarráðsfundi í gær að félagið
fengi að byggja á lóðinni. Sæmund-
ur Runólfsson, framkvæmdastjóri
UMFÍ, segir að um þrjú ár séu liðin
frá því að sú hugmynd kom upp inn-
an félagsins að byggja nýjar höf-
uðstöðvar. „Samtökin verða eitt
hundrað ára á næsta ári og við höf-
um áhuga á því að byggja æsku-
lýðs- og menningarhús,“ segir hann.
Vonir standi til þess að hægt verði
að taka húsið í notkun vorið 2008.
Sæmundur segir að hugmyndin
að nýja húsinu eigi sér að hluta til
danska fyrirmynd en systursamtök
UMFÍ í Danmörku hafi fyrir um tíu
árum reist slíkt hús í Kaupmanna-
höfn. Þar hafi þótt takast sérlega
vel til og nú sé í bígerð að byggja
fleiri slík í fimm öðrum borgum
Danmerkur. Hugmynd að fyrirhug-
aðri byggingu UMFÍ í Reykjavík
hafi verið viðruð við fyrrum borg-
arstjórnarmeirihluta, en ekkert hafi
komið út úr því. Nýja borgarmeiri-
hlutanum hafi hins vegar litist vel á
hugmyndina og hafi ákveðið að út-
hluta UMFÍ lóðinni við Tryggva-
götu.
Spurður um hvers vegna mið-
borgin hafi orðið fyrir valinu segir
Sæmundur að UMFÍ vilji að nýja
æskulýðshúsið verði „hús fólksins“.
Við viljum að þarna verði mikið líf
og almenningur á að geta notið
þarna ýmissa hluta líka,“ segir Sæ-
mundur og nefnir tafl og dans sem
dæmi.
Gistiaðstaða fyrir íþróttafólk
Sæmundur segir að í nýja húsinu
sé ráðgert að verði þjónustumiðstöð
UMFÍ, en félagið er nú til húsa í
Fellsmúla. Þá verði í húsinu rekin
gistiaðstaða fyrir íþróttafólk af
landsbyggðinni sem sæki höf-
uðborgina heim vegna keppni og
æfinga. „Samkvæmt fyrstu drögum
að teikningum er líka gert ráð fyrir
lítilli sundlaug og fjölnota íþrótta-
sölum sem einnig má nota sem
fundarsali og fyrir leikfélög utan af
landi.“
Teiknistofan ARK-þing hefur
unnið tillögu að nýja húsinu og seg-
ir Sæmundur það ósk UMFÍ að
húsið verði mjög opið svo starfsem-
in verði sýnileg. Að hluta til verði
opið milli hæða í nýja húsinu. Hann
segir að nýja húsið muni breyta
miklu fyrir UMFÍ. Vissulega verði
dýrt að reisa það en samtökin séu
búin að kanna fjármögnun og þau
mál líti vel út.
Borgarráð veitir UMFÍ lóð við Tryggvagötu til byggingar nýrra höfuðstöðva
Æskulýðs-
og menning-
arhús rísi
UMFÍ í miðborgina Samtökin vilja að í nýja húsinu verði mikið líf og að al-
menningur geti sótt þangað og notið ýmissa hluta, eins og tafls og dans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýbygging UMFÍ Teiknistofan ARK-þing ehf. hefur unnið tillögu að nýja
húsinu á lóð við Tryggvagötu 13, en það á að verða mjög opið.
Ljósmynd/ARK-þing
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar
í Reykjavík leggur sérstaka áherslu
á e-töflur um þessar mundir í kjölfar
atburðanna um síðustu helgi þegar
stúlka lést og tveir ungir piltar
veiktust eftir að hafa innbyrt eitur-
lyfið. Á þriðjudag var karlmaður á
fertugsaldri tekinn með fimmtán
töflur.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildarinnar, segir lögregluna
vera að skoða þessi mál og að hún
vilji reyna að gera það eins vel og
mögulegt er. Maðurinn sem tekinn
var með e-töflurnar hafði einnig í
fórum sínum um þrjátíu grömm af
amfetamíni og var honum sleppt að
lokinni skýrslutöku. Hann hafði áður
komið við sögu lögreglunnar.
Töflurnar voru sendar til efna-
greiningar og er verið að bíða nið-
urstöðu hennar. „Við óskuðum eftir
því að fá þetta í flýtigreiningu en
þetta er samt spurning um einhverja
daga,“ segir Ásgeir. Hann segir yf-
irheyrslum yfir drengjunum lokið en
getur engar upplýsingar gefið um
hvort þær hafi borið árangur.
Áhersla lögð á
að finna e-töflur
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
SKULDIR Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) við heildsala
vegna kaupa á lyfjum og hjúkrunar-
vörum nema á bilinu 500-600 millj-
ónum króna á
hverjum tíma.
Áætla má að
vegna þessarra
skulda greiði
spítalinn um 50
milljónir króna á
ári í dráttarvexti.
Morgunblaðið
hefur undir hönd-
um bréf sem Fé-
lag íslenskra
stórkaupmanna
(FÍS) sendi forstjóra LSH, fjár-
málaráðherra og heilbrigðisráð-
herra vegna málsins þann 28. sept-
ember sl. Í bréfunum kemur fram að
í óformlegri könnun sem gerð hafi
verið, í vikunni sem bréfið var sent,
hafi gjaldfallnar skuldir LSH við að-
ildarfyrirtæki FÍS sem selja lyf og
hjúkrunarvörur numið 588 milljón-
um króna, og sé sú upphæð farin að
bera dráttarvexti.
Bréfum FÍS ekki svarað
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri FÍS, segir að félagið
hafi engin svör fengið frá ráðherr-
unum tveimur eða forstjóra LSH.
Málið hafi einnig verið rætt á fundi
með fjármálaráðherra í lok október
en hann hafi aðeins hlýtt á málflutn-
ing félagsins en ekki gefið nein svör.
Að lokum hafi verið óskað eftir fundi
með Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis-
ráðherra vegna málsins, fyrir um
tveimur vikum síðan, en hann hafi
ekki fengið svar við því erindi.
Hann segir að ákveðið hafi verið
að gefa stjórnvöldum tækifæri til að
grípa til aðgerða með því að senda
umrædd bréf, en það hafi ekki skilað
tilætluðum árangri.
„Gjaldfallin vanskil Landspítala –
háskólasjúkrahúss við lyfja- og
hjúkrunarfyrirtæki eru að jafnaði á
bilinu 500–600 milljónir króna,“ seg-
ir Andrés. Um sé að ræða u.þ.b. sex
lyfjafyrirtæki og í það minnsta ann-
an eins fjölda sem selji hjúkrunar-
og rekstrarvörur. Veltan sé þó ákaf-
lega misjöfn, og lang mest hjá lyfja-
fyrirtækjunum.
Andrés segir, að ætla megi að rík-
ið þurfi að greiða um 50 milljónir
króna í dráttarvexti vegna skulda
við lyfja- og hjúkrunarfyrirtæki á
ári hverju. Það sé þó ekki nákvæm
tala heldur áætlun miðað við skulda-
stöðu. Skv. bráðabirgðauppgjöri
LSH fyrir fyrstu 10 mánuði ársins
2006 námu dráttarvaxtagreiðslur
samtals 58 milljónum króna á þeim
tíma.
Andrés segir þau aðildarfélög FÍS
sem málið varði, hafi haft samband
við félagið og lýst áhyggjum af
þessu ástandi og segir að staðan í
dag sé orðin svipuð og sumarið 2002,
áður en gert var átak til að greiða
upp skuldir LSH við birgja.
Gengur ekki að einkafyrirtæki
fjármagni reksturinn
„Það er ekki með nokkru móti
hægt að ætlast til þess að einkafyr-
irtæki, í hvaða grein sem er, fjár-
magni rekstur opinbers fyrirtækis
sem á í rekstrarerfiðleikum,“ segir
Andrés. Hann bendir á að hið op-
inbera gefi einkafyrirtækjum engan
grið ef ekki sé staðið í skilum með
opinber gjöld. Opinber fyrirtæki
verði að gegna sömu skyldum.
„Það er ekkert í fjárlagafrum-
varpinu og ekkert í frumvarpi til
fjáraukalaga sem bendir til þess að
það eigi að koma einhver innspýting
inn í þetta kerfi til að laga rekstur
spítalans. Við skynjum það svo að
stjórnendur spítalans séu að bíða
eftir að eitthvað gerist í kjölfar þess
að við ýtum málinu af stað,“ segir
Andrés.
Hann segir þessa skuldastöðu
LSH við heildsala afar bagalegar,
heildsalarnir þurfi að greiða erlend-
um birgjum fyrir vörurnar og vel-
vild bankanna sé þanin til hins ýtr-
asta.
LSH skuldar heildsöl-
um 500–600 milljónir
Ráðherrar og forstjóri spítalans svara ekki bréfum FÍS
Í HNOTSKURN
»Í lok september skuldaðiLSH birgjum um 588 millj-
ónir. Rekstrarhalli LSH var
707 milljónir á fyrstu átta
mánuðum ársins.
»FÍS áætlar að ríkið greiðium 50 milljónir á ári í
dráttarvexti vegna skulda
LSH við heildsala á sviði lyfja
og hjúkrunarvara.
»Kostnaður við hvern legu-dag sjúklings á LSH er á
bilinu 30–40 þúsund krónur.
50 milljónir króna myndu því
duga fyrir um 1.250 legudög-
um á spítalanum.
Andrés
Magnússon
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm héraðsdóms Suðurlands um að
Ísfélagi Vestmannaeyja beri að
greiða háseta á loðnuskipi félagsins
skaðabætur vegna slyss sem hann
varð fyrir í mars árið 2001. Hæsti-
réttur lækkaði þó bæturnar um 400
þúsund krónur, úr tæpum 16,9 millj-
ónum króna í tæpar 16,5 milljónir.
Fram kom í málinu að margoft
hefði verið kvartað undan hávaða um
borð án þess að úrbætur væru gerð-
ar. Voru vinnuaðstæður stefnanda
mjög hættulegar og brýnt að tafar-
laust hefði verið hægt að ná til neyð-
arrofa. Stefnandi þurfti að treysta á
vinnufélaga sína til að slá út rofann
þegar hann festi hönd sína í nótinni
og dróst inn undir. Þrátt fyrir köll
stefnanda tókst honum ekki að gera
vart við sig og voru honum því allar
bjargir bannaðar, hann náði ekki
sjálfur til rofans, skipstjórinn var úr
sjónlínu og vinnufélagar hans
heyrðu ekki í honum. Talið var að
þessar vinnuaðstæður hefðu verið al-
gjörlega óviðunandi og stórhættu-
legar. Stefnandi hlaut alvarlega
áverka á hægri handlegg og brot á
upphandlegg. Varanlegur miski var
talinn vera 20% og varanleg örorka
30%.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Ingibjörg Benediktsdóttir,
Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein-
ar Gunnlaugsson. Björgvin Þor-
steinsson hrl. sótti málið en Guð-
mundur Pétursson hrl. varði Ísfélag
Vestmannaeyja.
16,5 millj-
ónir króna
í bætur
Heyrðu ekki hrópin
vegna mikils hávaða