Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 10

Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld fordæma árás Ísraela á óbreytta borgara í norður- hluta Gaza í fyrradag, að því er fram kom í máli Jóns Sigurðssonar, starf- andi utanríkisráðherra, á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir því að Val- gerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra komi formlegum mótmælum á framfæri við ísraelsk stjórnvöld á fundi sínum í næstu viku með sendi- herra Ísraels gagnvart Íslandi. Halldór Blöndal, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við blaðamann að árásin væri hörmulegur atburður sem rétt væri að fordæma. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust í árásinni. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, gerði árásina að umtalsefni í upphafi þing- fundar í gær. Hann krafðist þess að íslensk stjórnvöld mótmæltu með formlegum hætti meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Síðar í um- ræðunni fagnaði hann yfirlýsingu Jóns Sigurðssonar um að íslensk stjórnvöld fordæmdu árásina. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði að það virt- ist ekki vefjast fyrir Ísraelum að fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum. „Það er ekki hægt að kalla það annað en fjöldamorð að hefja skotárásir á íbúa húss um miðja nótt […].“ Allir þingmenn sem tóku til máls fordæmdu árásina. „Það fer ekki á milli mála að með þessum hræðilegu aðgerðum hafa Ísraelsmenn skaðað sinn eigin málstað fyrir utan annað böl sem þeir hafa valdið,“ sagði Jón Sigurðsson í lok umræðunnar. Fordæma árás Ísraela á óbreytta borgara Í HNOTSKURN »Að minnsta kosti 18 borg-arar létust í sprengju- kúluárás ísraelska hersins. » Íslensk stjórnvöld for-dæma árásina og hyggjast koma þeim mótmælum á fram- færi við sendiherra Ísraela. »Allir þingmenn sem fjöll-uðu um málið á Alþingi í gær fordæmdu árásina. ÞINGMENN ræddu skýrslur umboðsmanns Alþingis og ríkisendurskoðunar fyrir árin 2005 í gær. Sólveig Pét- ursdóttir, forseti þingsins, gerði grein fyrir skýrsl- unum í upphafi þingfundar. Þingmenn ræddu síðan innihald þeirra. Í skýrslu umboðsmanns kom m.a. fram að hann hefði tekið um 300 mál til meðferðar á árinu. Morgunblaðið/Sverrir Ræða skýrslu umboðsmanns JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í vikunni að ekki væri fyrirhugað að setja líftrygginga- félögum þrengri skorður um upplýs- ingaöflun en fyrirtæki byggju við í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Júl- íusdóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. Katrín sagði að þegar sótt væri um líf- eða sjúkdómatryggingu hjá íslenskum tryggingafélögum þyrftu umsækjendur að fylla út margar síðar af upplýsingum. „Þar af er stór hluti upplýsinganna um heilsufar umsækjanda. Það er í sjálfu sér í lagi og alveg eðlilegt. En auk þess að svara spurningum um eigið heilsufar er umsækjanda gert að greina frá heilsufarssögu fjöl- skyldumeðlima, nánar tiltekið for- eldra og systkina hafi þau fengið ákveðna sjúkdóma fyrir 60 ára aldur. Það finnst mér ekki í lagi og alls ekki eðlilegt.“ Hún spurði ráðherra hvort hann teldi rétt að setja í lög að trygg- ingafélögunum verði þetta ekki heimilt. Hann svaraði því neitandi. Vilja upp- lýsingar um ættingja ÞINGMENN Frjálslynda flokksins vilja að verðtrygging húsnæðislána verði afnumin og hafa lagt tillögu þessa efnis fram á Alþingi. „Á Ís- landi búa lántakendur húsnæð- islána jafnan við hæstu vexti í Evr- ópu og þar að auki eru lánin verðtryggð hérlendis,“ segir í greinargerð. „Íslenskt fjár- málakerfi er orðið hluti af al- þjóðlegu umhverfi og þess vegna þarf að aðlaga reglur þess og kjör því sem almennt gerist í vestrænum ríkjum. Lánskjör íbúðalána til al- mennings eru einn þeirra þátta sem þarf að aðlaga. Þau eru alla jafna verðtryggð hér á landi en það heyr- ir til undantekninga að lán séu verðtryggð erlendis.“ Þingmenn- irnir segja að þessi munur á láns- kjörum sé óviðunandi. Verðtrygging verði afnumin LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að í lögum um með- ferð opinberra mála verði ákvæði um að starfsmönnum fjölmiðla sé ekki skylt að skýra frá því fyrir dómi hver sé heimildarmaður hafi sá hinn sami óskað nafnleyndar. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Ágúst Ólafur Ágústs- son, Samfylkingu. Hann hefur einn- ig lagt fram frumvarp sem heimilar opinberum starfsmönnum að víkja frá þagnarskyldu vegna upplýs- ingagjafar í þágu almannaheilla. Verndar heimildarmenn BJÖRN Ingi Hrafnsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins, sem situr á þingi í fjarveru Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, hef- ur lagt fram sex skriflegar fyr- irspurnir á þingi til fimm ráðherra. Björn Ingi spyr m.a. umhverf- isráðherra að því hvort til greina komi að ríkið taki þátt í kostnaði sveitarfélaga við rekstur almenn- ingssamgangna. Þá innir hann m.a. félagsmálaráðherra eftir skoð- unum hans á lengingu fæðingar- orlofs í tólf mánuði. Leggur fram sex fyrirspurnir SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær um breyt- ingar á lögum um almannatrygging- ar og lögum um málefni aldraðra. Með frumvarpinu eru lagðar til ýms- ar breytingar sem taka mið af sam- komulagi stjórnvalda og Landssam- bands eldri borgara frá því í sumar. Breytingarnar í frumvarpinu hafa í flestum tilvikum áhrif á lífeyris- greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega. Í fyrsta lagi er lagt til að skerðing- arhlutfall vegna annarra tekna lækki úr 45% í 38,35%, að því er segir í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefið í þessa átt verði tekið á árinu 2007, en þá fari hlutfallið niður í 39,95%, og síðara skrefið verði tekið á árinu 2008, en þá fari hlutfallið nið- ur í 38,35%. Í öðru lagi eru áhrif lífeyrissjóðs- tekna maka til skerðingar afnumin, að því er segir í frumvarpinu, en nú koma 50% af lífeyrissjóðstekjum makans til skerðingar á lífeyris- greiðslum Tryggingastofnunar. Í þriðja lagi er með frumvarpinu dregið úr áhrifum atvinnutekna maka til skerðingar, þ.e. úr 50% í 20%. Fyrsta skrefið að þessari breytingu verður tekið á árinu 2009 og hið síðara árið 2010. Í fjórða lagi verða sett frí- tekjumörk á at- vinnutekjur elli- lífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að frí- tekjumarkið verði 200 þúsund á ári á árinu 2009 en verði hækkað í 300 þúsund á árinu 2010. Í fimmta lagi eru lagðar til breyt- ingar sem fela í sér hækkun á lífeyr- isgreiðslum ef viðkomandi frestar töku lífeyris. „Getur þá viðkomandi fengið 0,5% hækkun fyrir hvern frestunarmánuð til 72 ára aldurs eða að hámarki 30% hækkun,“ segir í fylgiskjali frumvarpsins. Í sjötta lagi er felld á brott heimild í lögum til að verja fjármagni úr framkvæmdasjóði aldraðra til rekstrar stofnanaþjónustu við aldr- aða. Þessi breyting verður í tveimur áföngum á árinu 2007 og 2008. Í sjö- unda lagi felur frumvarpið í sér ein- földun á lífeyriskerfi Trygginga- stofnunar þannig að bótaflokkum verði fækkað. Bótaflokkarnir tekju- trygging og tekjutryggingarauki verða sameinaðir í einn bótaflokk sem mun nefnast tekjutrygging. Breytingar á lífeyrisgreiðslum Sif Friðleifsdóttir Bótaflokkar verða einfaldaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.