Morgunblaðið - 10.11.2006, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRIR árið 2016 eiga allir fatlaðir
hérlendis að njóta sambærilegra lífs-
kjara og lífsgæða og aðrir þegnar
þjóðfélagsins. Þetta er meðal þess
sem kveðið er á um í drögum að nýrri
stefnumótun sem Magnús Stefánsson
félagsmálaráð-
herra kynnti á
blaðamannafundi
sem hann efndi til
í Fjöliðjunni,
vinnustað fyrir
fatlaða á Akra-
nesi, í gær.
Á fundinum
kynnti ráðherra
drög að stefnu-
mótun um þjón-
ustu við fötluð börn og fullorðna og
framtíðarstefnu ráðuneytisins í mála-
flokkinum sem unnið hefur verið að
síðustu tvö ár í góðri samvinnu við
helstu hagsmunasamtök, en alls hafa
um 130 einstaklingar komið að
vinnunni. Hann sagði ráðgert að
stefnumótunin lægi endanlega fyrir
um næstu áramót, tæki gildi á næsta
ári og gilti til næstu tíu ára.
Í stefnumótuninni er m.a. kveðið á
um að fyrir árið 2016 verði fagleg
þekking, færni starfsfólks, verklag og
gæði þjónustunnar á við það sem best
gerist í Evrópu. Stefna skuli að því að
gera þjónustuna ennþá einstaklings-
miðaðri en nú er. Þannig skuli sníða
þjónustu við fullorðna að þörfum
hvers og eins á grundvelli sjálfræðis,
styrkleika og áhugasviðs svo einstak-
lingurinn fái notið sín á eigin forsend-
um. Félagsmálaráðherra benti á að
ráðgert væri að fylgjast ítarlegra með
gæðum þjónustunnar og viðhorfum
notenda hennar með reglubundnum
hætti, m.a. með könnunum og mati á
árangri út frá sérstökum mælikvörð-
um sem komið yrði á til innra og ytra
eftirlits. Tók hann fram að aðeins
með því móti væri hægt að fylgjast
með því hvort settum markmiðum
væri náð.
Fram kom í máli Magnúsar að
þátttaka og virkni fatlaðra í sam-
félaginu væru lykilorð í framtíðarsýn
ráðuneytisins í nýkynntri stefnumót-
un. „Því þátttaka og virkni allra
þegna í lífi og starfi samfélagsins
styrkir forsendur þess að það geti
borið rík einkenni mannúðar, skiln-
ings, virðingar og réttlætis,“ sagði
Magnús og minnti á að í hans huga
væru réttindi fatlaðra í raun mann-
réttindi. Ráðherra sagði í ljósi þessa
brýnt að skýra og skilgreina betur
réttindagæslu til handa fötluðum og
kynnti hugmynd þess efnis að jafn-
réttishugtakið yrði víkkað út þannig
að það næði einnig til jafnréttis fatl-
aðs og ófatlaðs fólks.
Ráðherra fór því næst yfir nokkur
þau helstu meginmarkmið sem skil-
greind eru í hinni nýju stefnumótun.
„Hvað varðar börn upp að 17 ára aldri
og fjölskyldur þeirra leggur ráðu-
neytið megináherslu á að þjónustan
sé sniðin að þörfum notenda hverju
sinni samkvæmt mati í kjölfar grein-
ingar,“ sagði Magnús og tók fram að
stuðningur við fjölskyldur miðaðist
við það að foreldrar gætu stundað
nám eða vinnu og notið frístunda til
jafns við aðra. „Það nýmæli er í stefn-
unni að þegar þroskaröskun barns
verður ljós hafi þjónustuaðili frum-
kvæði að því að gera foreldrum
barnsins ljóst hvaða þjónusta og
stuðningur þeim býðst.“
Fjölbreytt úrræði verði í boði
Í allri stoðþjónustu við þá sem eru
18 ára og eldri er, að sögn ráðherra,
lögð áhersla á þá meginreglu að fatlað
fólk njóti almennrar félags- og heil-
brigðisþjónustu, en að jafnframt sé í
boði öflug sértæk stoðþjónusta á borð
við skammtímavistun og sérfræðiráð-
gjöf eftir þörfum. „Hvað búsetu varð-
ar er áhersla lögð á þá meginreglu að
fatlað fólk velji sjálft búsetuhætti sína
og þeir séu hliðstæðir því sem al-
mennt gerist. Í atvinnumálum er
undirstrikað að allt fatlað fólk fái
tækifæri til atvinnu eða annarra
verka í samræmi við áhuga, styrk og
hæfileika,“ sagði Magnús og minnti á
að atvinnan væri yfirleitt helsta lífæð
þess við samfélagið og því þyrftu að
vera í boði fjölbreytt og sveigjanleg
úrræði.
Þess má að lokum geta að stefnu-
mótunardrögin má nálgast á vef fé-
lagsmálaráðuneytisins á slóðinni:
www.felagsmalaraduneyti.is. Á fund-
inum hvatti félagsmálaráðherra alla
til þess að kynna sér drögin og koma
ábendingum og athugasemdum á
framfæri við ráðuneytið.
Gæði þjónustunnar verði
á við það sem best gerist
Morgunblaðið/Eyþór
Stefnumótun kynnt Fjölmenni var í húsakynnum Fjöliðjunnar á Akranesi þar sem Magnús Stefánsson félags-
málaráðherra kynnti drög að stefnumótun ráðuneytisins um þjónustu við fatlaða sem gildir frá 2007 til 2016.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAMKVÆMT könnun leikskólasviðs
Reykjavíkur eru börn að meðaltali
7,4 klukkustundir á dag á leikskólum
en foreldrar greiða á hinn bóginn að
meðaltali fyrir 8,3 klukkustundir.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs, segir að skýr-
ingin á þessum mun sé væntanlega
sú að foreldrar vilji hafa vaðið fyrir
neðan sig. Þá sé ekki endilega víst að
börn séu lengur í dagvistun nú en
fyrir um 15–20 árum.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Þorbjörg að kveikjan að könnuninni
hefði verið greinaflokkur í Morgun-
blaðinu þar sem spurt var hvort Ís-
land væri barnvænt samfélag en þar
hefði verið rætt um að margir for-
eldrar væru of uppteknir og hefðu
ekki nægan tíma fyrir börnin sín.
Einn viðmælandi blaðsins í þessum
greinaflokki vitnaði m.a. í tölur frá
Hagstofu Íslands um að 71% barna
dveldi í átta klukkustundir eða leng-
ur á leikskóla á dag.
Þorbjörg sagði að sér hefði fundist
undarlegt ef það væri rétt að börn
væru svo lengi í leikskóla því henni
virtist sem foreldrar reyndu sitt
besta til að sækja börnin sem fyrst á
leikskóla. Í kjölfarið hefði hún látið
gera könnun á raunverulegum dval-
artíma leikskólabarna en þær upp-
lýsingar er að finna í viðveruskrám
skólanna. Könnunin náði til 11 leik-
skóla, af ýmsum stærðum, í öllum
hverfum borgarinnar og alls til um
10% reykvískra leikskólabarna.
Niðurstaðan var sú að á árunum
2001–2005 var dvalartíminn að með-
altali 7,4 klukkustundir. Foreldrar
greiddu á hinn bóginn að meðaltali
fyrir 8,3 klukkustundir. Þorbjörg tel-
ur að skýringin á þessum mun sé
einkum tvíþætt, annars vegar geti
verið að foreldrar þurfi endrum og
sinnum að láta börnin sín vera lengur
í skólanum en venjulega, hins vegar
að foreldrar vilji hafa vaðið fyrir neð-
an sig ef þeim skyldi seinka, frekar
en fara yfir tímann sem þeir hafa
greitt fyrir en slíku mæti ekki velvild.
Voru áður á tveimur stöðum
Þorbjörg sagði að upplýsingar um
raunverulegan dvalartíma væru mik-
ilvægar til að hægt væri að ræða um
dvöl barna á leikskólum á réttum for-
sendum. Hún bætti við að gjarnan
væri talað um að stökkbreyting hefði
orðið í þessum málum á undanförn-
um árum og að nú væru börnin miklu
lengur í dagvistun en áður. Þorbjörg
telur ekki víst að breytingin sé í raun
svo mikil því á meðan leikskólavist
hafi aðeins verið í boði hálfan daginn
hafi börnin gjarnan verið í dagvistun
á tveimur stöðum. Þá mætti heldur
ekki gleyma því að leikskólar væru
öflugar og faglegar menntastofnanir
þar sem vel væri hugsað um börnin.
Ennfremur yrði að nefna hlutverk
leikskóla í jafnréttismálum en enn
væri það þannig að konur drægju
frekar úr vinnu en karlar til að ann-
ast börnin og gæfu frekar eftir í sín-
um störfum. Þetta væri ekki endilega
neikvætt en það yrði á hinn bóginn að
gefa konum kost á vali og þær ættu
ekki að fá samviskubit þó þær yrðu
að fá vistun fyrir börnin sín í átta eða
átta og hálfan tíma. Hvergi væri at-
vinnuþátttaka kvenna meiri en hér á
landi og það gengi ekki að tala leik-
skólana niður en hvetja um leið kon-
ur til að sækjast eftir meiri ábyrgð og
vinnu.
Kannar viðveru á leikskólum
Börn dvelja að meðaltali í 7,4 klukkustundir í leikskólanum en foreldrar greiða fyrir 8,3
!
"
#
$
!
!
"" !
# #!
$ #!
" !
!
"
#
„ÞETTA er stórmerkilegt plagg sem hér er kynnt,“
sagði Þorvarður Magnússon, framkvæmdastjóri Fjöl-
iðjunnar, að kynningu lokinni og fagnaði því hversu
metnaðarfullt starf hefði verið unnið í félagsmálaráðu-
neytinu við að móta stefnu til framtíðar í málefnum
fatlaðra. „Stefnan er hins vegar einskis virði ef ekki
fylgir henni fjármagn. Ég veit að það er fullur hugur
hjá ráðuneytinu og þeim sem vinna að þessari stefnu til
að tryggja henni brautargengi með því að sjá til þess að
nægjanlegt fjármagn fylgi til framkvæmda. Því það
versta fyrir aðstandendur er að hafa háleit markmið en
engar framkvæmdir,“ sagði Þorvarður.
Í samtali við Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóra í fé-
lagsmálaráðuneytinu, sagði hann einsýnt að efling
þjónustunnar á næstu árum myndi kalla á aukið fjár-
magn, en tók fram að innan núverandi kerfis væri einn-
ig möguleiki á að hagræða og skoða hvernig nýta
mætti betur það fjármagn sem þegar væri sett í mála-
flokkinn. Aðspurður sagði ráðherra mikilvægt að vinna
hlutina í réttri röð og því væri skýr stefnumótun for-
senda þess að hægt væri að móta þær óskir um fjár-
magn sem þyrfti til útfærslu. Sagði hann því á þessu
stigi of snemmt að kynna kostnaðaráætlanir í tengslum
við kynningu stefnumótunarinnar. Minnti hann á að
þótt framtíðarstefnan væri sett til næstu 10 ára myndu
fjárframlög mótast af fjárheimild hvers árs.
Fagnar metnaðarfullu starfi ráðuneytis
Félagsmálaráðherra
kynnti í gær stefnu-
mótun um þjónustu við
fötluð börn og fullorðna
fyrir árin 2007–2016.
Silja Björk Huldudóttir
var á staðnum.
Magnús Stefánsson
silja@mbl.is
REYKVÍSKIR
veitingamenn
munu í ár taka
upp þann danska
sið að fagna því
að sala hefst á
jólabjór. Í kvöld,
föstudagskvöld,
verður búið að
skreyta fimm
skemmtistaði
jólaskrauti og
jólalögin munu hljóma fram eftir
kvöldi. Skemmtanastjóri 101 heildar
segir þetta verða hefð framvegis.
Þrátt fyrir að einn og hálfur mán-
uður sé til jóla verður tekið forskot á
sæluna á skemmtistöðunum Hressó,
Hverfisbarnum, Sólon, Thorvaldsen
og Café Victor í kvöld þegar fagnað
verður komu jólabjórs Víkings. Á
slaginu klukkan 22 verða fyrstu
flöskurnar opnaðar og verða þær
gefnar gestum og gangandi.
Íslendingar sem dvalið hafa í Dan-
mörku þekkja siðinn þaðan en hér á
landi er hins vegar um nýjung að
ræða, þ.e. að sala hefjist á sam-
ræmdum tíma.
Þrír af þeim fimm stöðum sem
taka þátt í þessu í ár eru í eigu 101
heildar og segir Þröstur Gestsson,
skemmtanastjóri fyrirtækisins, að
viðburðurinn verði festur í sessi.
„Ég get lofað því að þetta verður
hefð hér eftir. Á ákveðnum degi í
byrjun nóvember verður skreytt og
talið í rétt fyrir tíu, áður en fyrsti
jólabjórinn er réttur yfir borðið.“
Jólabjórnum
fagnað að
dönskum sið
Sölu jólabjórs á að
fagna á morgun.
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
fjóra einstaklinga á miðvikudags-
kvöld og aðfaranótt fimmtudags í
tveimur fíkniefnamálum. Í báðum
tilfellum var um svokallaða neyslu-
skammta að ræða og fundust efnin í
heimahúsum. Öllum aðilum var
sleppt að lokinni skýrslustöku.
Í öðru tilvikinu voru lögreglumenn
kallaðir að húsi í vesturbænum
vegna óláta í hundum. Þegar lög-
regla kom á vettvang voru hundarnir
úti við en opið inn í húsið og það
mannlaust. Lögreglumenn sáu um-
merki um fíkniefnaneyslu innan
dyra og leituðu því á húsráðendum,
tveimur karlmönnum á fimmtugs-
aldri og konu nokkru yngri, þegar
þeir komu að skömmu síðar – hald
var lagt á meint amfetamín, á milli
fimm og tíu grömm.
Þá var gerð húsleit í austurbæn-
um og karlmaður á þrítugsaldri
handtekinn í tengslum við hana.
Fjórir teknir
með fíkniefni
♦♦♦