Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 27 AKUREYRI Verkefni næstu ríkisstjórnar Hádegisfundur með Össuri Skarphéðinssyni á Sólon, í dag. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er haldið á morgun laugardaginn 11. nóvember, í Þróttarheimilinu frá kl. 10 til 18. Össur Skarphéðinsson hefur gefið kost á sér í 2.-3. sæti. Össur áfram til forystu MAGNAÐUR KVEÐSKAPUR! Eyfirsk skemmtiljóð koma öllum í gott skap. GLÆSILEG viðbygging við hjúkr- unar- og dvalarheimilið Hlíð var vígð í gær við hátíðlega athöfn. Í bygg- ingunni eru 60 einstaklingsherbergi, eldhús, matsalur og búningsaðstaða fyrir starfsfólk, og segja for- ráðamenn Akureyrarbæjar að að- staða í nýja húsinu verði með því besta sem gerist í landinu. Byggingin er um 4.000 fermetrar og þegar hún er tekin í notkun verða þau tímamót að einbýli stendur öll- um íbúum Hlíðar til boða. Elsti hluti heimilisins leggst nú af svo og starf- semin í Skjaldarvík. Heildarkostnaður við bygginguna verður hátt í 900 milljónir króna. Skipting kostnaðar samkvæmt samningi milli heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og Akureyr- arbæjar er þannig að ríkissjóður greiðir 30%, Framkvæmdasjóður aldraðra 40% og Akureyrarbær 30%. Fram kom við athöfnina í gær að áhugi bæjarbúa fyrir nýbyggingunni væri mikill og á opnu húsi síðastlið- inn laugardag hefðu um 1.000 manns komið til þess að líta á aðstöðuna. Voru menn á einu máli um að vel hefði tekist til og byggingin væri rúmgóð, björt og heimilisleg. Tréverk ehf. á Dalvík var að- alverktakti en ráðgjafar Arkitekt- ur.is, VST hf. og Teikn á lofti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægja Heimilisfólk og gestir lýstu ánægju með nýja húsið en kunnu ekki síður að meta söng Óskars Péturssonar, sem hér var að syngja Hamraborgina. Nýbyggingin við Hlíð vígð Sagan Verkalýðsforkólfarnir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Eggert Jónsson og Björn Snæbjörnsson skoða gamlar myndir sem verkalýðsfélög gáfu. Í HNOTSKURN »Jón Kristjánsson heilbrigð-isráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna 28. apríl 2005. »Björn Friðþjófsson, fram-kvæmdastjóri Tréverks, seg- ir að 27 manns hafi að meðaltali verið við störf í byggingunni alla daga síðan hafist var handa. ÁHUGAHÓPUR um stjórnmál, sem vill Akureyri og Akureyringum vel, opnaði vefsíðuna pollurinn.net í gær. Þar verða birtar greinar um málefni líðandi stundar, landsmálin eða heimsmálin eftir atvikum, sjón- armið Akureyringa verða jafnan höfð í öndvegi en hópurinn telur allt of algengt að umræða hérlendis fari fram af sjónarhóli höfuðborg- arsvæðisins. Í hópnum er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og einnig óflokksbundnir, eins og t.d. Ragnar Sverrisson kaupmaður, sem verið hefur áberandi í umræðunni síð- ustu misseri. Á myndinni eru þrír úr hópnum, Jón Ingi Cæsersson, Ragnar og Lára Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Umræða að norðan Sýning á tillögum um uppbygginga- reiti í miðbæ Akureyrar var opnuð í gær í Amtsbókasafninu. Þar gefst fólki kostur að virða fyrir sér nýjar hugmyndir um framtíðarþróun mið- bæjarins. Tillögurnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í gærmorgun.     Rætt um Kolbert Leikritið Herra Kolbert hefur hlotið afbragðsviðtökur gagnrýnenda og áhorfenda, haft áhrif á marga og vakið umtal. LA hefur þess vegna ákveðið að efna til um- ræðu að lokinni sýningu í kvöld. Að- standendur sýningarinnar taka þátt í umræðunni og sitja fyrir svörum. Sýningin hefst kl. 19 og þeim sem ekki verða þar, en vilja taka þátt í um- ræðum, er bent á að að mæta um kl. 20.40. Aðgangur er ókeypis.     Markaður í Hlíð Miðbæjarstemning verður á dvalarheimilinu Hlíð á morg- un, laugardag, kl. 13 til 16. Þá munu mörg fyrirtæki sína nýjar vörur og markmiðið að koma til móts við þá sem ekki geta heilsu sinnar vegna farið í þreytandi verslunarferðir og um leið að skapa skemmtilegan dag í Hlíð. Handverk veðrur til sölu og kaffi og bekkelsi selt.     Fyrirlestur um Charcot Friðrik Rafnsson fjallar á morgun, laugar- dag, um franska landkönnuðinn, leið- angursstjórann og lækninn, í fyrir- lestri á vegum Akureyrarakadem- íunnar, kl. 14.00 í gamla Húsmæðra- skólanum. Friðrik bregður, í fyrir- lestrinum, upp svipmyndum af Char- cot og vináttusambandi hans við Ís- lendinga, ekki síst Akureyringa, en hann og menn hans höfðu oft viðkomu á Akureyri í rannsóknarleiðöngrum sínum til Grænlands á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.