Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 39 ala. mbyltingu nn kom uneytinu í borg- era hann gri, færari tríða, sfeld sins en gert ýms- anakerfi ð gera. Donalds 11. sept- ember 2001, þegar flugvél var flog- ið á Pentagon, sem skaut honum upp á stjörnuhimininn, ef svo má að orðið komast. Skjótur sigur á herjum talibana í Afganistan skömmu síðar efldi Rumsfeld enn frekar. Innrásin í Írak var vitaskuld umdeild en fyrst um sinn virtist sem ráðherranum hefði enn á ný tekist að meta stöðuna rétt; allt gekk að óskum í hinum eiginlega hernaði þó að sannarlega væru ým- is tilsvör Rumsfelds á frétta- mannafundum tengdum hernaðar- aðgerðunum þess eðlis, að menn hváðu við. Ráðherrann var hrokafullur og hortugur – en hann var líka ákveð- inn og fylginn sér, hvers meira gátu menn óskað sér í stríði? Sú nákvæma tenging sem gerð hefur verið milli Rumsfelds og Íraks þýddi hins vegar að stjarna hans tók að hrapa um leið og fór að gefa á bátinn; þegar Íraksstríðið dróst á langinn og þegar fregnir bárust af vondri meðferð á föngum í Abu Ghraib í Írak og í Guant- anamo á Kúbu. Er Rumsfeld rétti- lega gagnrýndur fyrir að hafa ekki verið nógu sveigjanlegur, fyrir að hafa til dæmis ekki verið tilbúinn til að breyta um taktík þegar ljóst mátti vera að menn höfðu vanmetið styrk uppreisnaraflanna í Írak. Rumsfeld bauð Bush afsögn sína í tvígang eftir að Abu Ghraib- hneykslið kom upp. Bara fyrir ör- fáum dögum síðan ítrekaði Bush að Rumsfeld færi hvergi. Raunin er þó sú – eins og Bush upplýsti í fyrrakvöld – að forsetinn hafði tek- ið að ræða um nauðsyn þess að fá nýjan mann í varnarmálaráðu- neytið fyrir nokkrum vikum við ráðgjafa sína og við Rumsfeld sjálfan. Í ljósi kosningaúrslitanna hlaut Bush svo að bregða skjótt við, ekki var hægt að hunsa kröfur demókrata og skýr skilaboð kjós- enda. Arftaki Rumsfelds, Robert Gates, er sagður alger andstæða hans, laus við ófyrirleitni forver- ans. Óljóst er hins vegar hvaða breytingar skipan hans mun hafa í för með sér. Vandinn sem Banda- ríkjamenn standa frammi fyrir í Írak verður nefnilega ekki auð- leystur. david@mbl.is k urðu falli  C 2 E   2G 5# EE  ,   )*    '   *$     ?%AK #'  2)   +     +        f hann r. mjög sig- um demó- ast eftir efur safn- anlegir ér orð ðjumað- fa þó áhyggjur af því að Bandaríkja- menn séu svo klofnir í afstöðunni til hennar að hún eigi ekki mögu- leika á komast í Hvíta húsið og verða fyrst kvenna til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hvað demókrata áhrærir er stærsta spurningin hvort Obama gefur kost á sér. Honum hefur ver- ið fagnað sem rokkstjörnu þegar hann hefur ferðast um Bandaríkin. Hann hefur hins vegar aðeins verið í öldungadeildinni í tvö ár og það hefur vakið efasemdir um að hann sé nógu reyndur til að geta gegnt forsetaembættinu. Skoðanakönnun, sem gerð var seint í síðasta mánuði, bendir til þess að á meðal repúblikana sé lítill munur á fylgi McCains, Giulianis og Condoleezzu Rice utanrík- isráðherra, sem segist ekki ætla að sækjast eftir forsetaembættinu. Efasemdir hafa vaknað um að Giuliani geti fengið nógu mikið fylgi meðal repúblikana vegna frjálslyndra skoðana hans í sam- félagsmálum, meðal annars í deil- unum um réttindi samkyn- hneigðra, lög um byssueign og fóstureyðingar. átta hafin AP ork. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Erlendu launafólki hefurfjölgað í öllum atvinnu-greinum hér á landi aðundanförnu. Umframeft- irspurninni eftir vinnuafli hefur ver- ið mætt með innflutningi vinnuafls og bendir fjármálaráðuneytið á að þessir nýju starfsmenn hafa tekið að sér tæplega þriðjung allra nýrra starfa á yfirstandandi hagvaxtar- skeiði. Útlendingum sem hingað koma til vinnu hélt áfram að fjölga í síðasta mánuði en eins og fram hefur komið varð líka mikil aukning í september sl. þegar 913 tilkynningar bárust Vinnumálastofnun vegna starfs- manna, sem komu inn á vinnumark- aðinn frá átta nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hefur inn- flutningur erlends vinnuafls aldrei mælst jafnmikill í einum mánuði. Aðgangstakmarkanir á vinnu- markaði gagnvart borgurum þess- ara landa voru sem kunnugt er felld- ar niður 1. maí síðastliðinn. Einstaklingar frá þessum löndum þurfa því ekki lengur atvinnuleyfi til að starfa á íslenskum vinnumarkaði en tilkynna ber ráðninguna til Vinnumálastofnunar. Af nýjustu upplýsingum sem fengust hjá Vinnumálastofnun má ráða að frá 1. maí til 1. nóvember hafi borist nýskráningar 2.449 starfsmanna frá þessum ríkjum. Sé þessum fjölda bætt við fjölda útgef- inna atvinnuleyfa frá áramótum, (alls 2.772) og fjölda skráðra starfs- manna á vegum starfsmannaleigna (1.056 talsins) kemur í ljós að hingað hafa alls komið 6.277 útlendingar til starfa frá áramótum á grundvelli at- vinnuleyfa eða frá nýju aðildarríkj- unum átta eftir opnunina 1. maí. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Ótaldir eru þeir erlendu ríkisborgarar sem hingað koma til starfa frá öðrum að- ildarríkjum Evrópska efnahags- svæðisins. Útlendingar frá löndum EES mega dvelja og starfa hér á landi án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins eða í allt að sex mánuði ef þeir eru í at- vinnuleit. Ef þeir dveljast lengur í landinu skulu þeir hafa dvalarleyfi, sem Útlendingastofnun gefur út. Auk þessa ber að hafa í huga, eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, að talið er að vel yfir 2.000 manns, sem þegar hafa fengið kennitölur hjá Þjóðskrá, eigi eftir að skila sér til skráningar. Af samtölum við sérfræðinga um þessi mál má ætla að á fyrstu tíu mánuðum ársins hafi þegar allt kemur til alls á níunda þúsund er- lendra launamanna komið til starfa hér á landi. Einn viðmælandi benti auk þess á að ef haft væri í huga að á seinasta ári voru erlendir starfs- menn rúmlega 9.000, eða 5,5% starf- andi fólks, mætti gera því skóna að samanlagður fjöldi erlendra launa- manna sem hér eru við störf til lengri eða skemmri tíma gæti verið á bilinu 16 til 17 þúsund. Ekki hafa fengist upplýsingar um skiptingu erlendra ríkisborgara sem hingað komu eftir 1. maí eftir rík- isfangi. Útgáfa tímabundinna at- vinnuleyfa frá áramótum til 1. maí leiðir í ljós að sem fyrr kom mikill meirihluti þeirra, eða um 65%, frá Póllandi. 8% komu frá Litháen og 6% frá Lettlandi. Nokkra vísbend- ingu má lesa út úr upplýsingum Þjóðskrár en á tveimur mánuðum, þ.e. í ágúst og september, gaf Þjóð- skráin út tæplega 4.000 kennitölur til útlendinga sem hér dvelja tíma- bundið. Þar af voru ríkisborgarar nýju Evrópusambandslandanna átta um 60%. Bent hefur verið á að ekki séu allir, sem fái úthlutað kennitölu, hingað komnir til starfa en ganga megi út frá því langstærst- ur hluti þeirra sé hingað kominn til að vinna. Flestir þeirra, eða um 1.900 (48%), komu frá Póllandi, næstflestir frá Þýskalandi, eða 245 (6%), og 230 (6%) frá Litháen (sjá töflu). Útlendu starfsmennirnir starfa sem kunnugt er flestir við stóriðju- framkvæmdir og aðra mannvirkja- gerð, auk fiskvinnslu. Má í því sam- bandi benda á að á sama tíma og starfsmönnum í fiskveiðum, fisk- vinnslu og öðrum iðnaði hefur fækk- að samtals um tæplega 6.000 frá 1998 hefur erlendum starfsmönnum í þessum greinum fjölgað um rúm- lega 1.000. Hlutdeild erlendra starfsmanna af heildarfjölda starfa í fiskvinnslu var um 19% í fyrra, 13% í mannvirkjagerð og 10% í hótel- og veitingageiranum. Upp á síðkastið hafa komið fram ýmsar vísbendingar um að útlend- ingar, sem hingað hafa komið til vinnu á síðustu mánuðum, dreifist í meira mæli en áður á aðrar atvinnu- greinar. Á þetta er bent í nýútkomn- um Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að í kjölfar breytinganna 1. maí hafi orðið töluverð umskipti á ákvörðunarstað erlendra starfs- manna sem til landsins koma. „Að- eins um 10% kennitalna sem gefnar hafa verið út fyrir erlenda ríkisborg- ara undanfarnar vikur eru fyrir fólk sem búsett er á Austurlandi. Hins vegar voru rúmlega 40% nýrra at- vinnuleyfa sem gefin voru út fyrstu fjóra mánuði ársins vegna starfs- manna sem skráðir voru á Austur- landi, en það er svipað hlutfall og á árunum 2004 til 2005. Þessar tölur eru í samræmi við áætlanir um mannaflaþörf vegna stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi en gert var ráð fyrir að þörf fyrir mannafla næði hámarki á öðrum fjórðungi ársins.“ Vinnumálastofnun hefur í nýrri úttekt greint hvernig tímabundin at- vinnuleyfi, sem veitt voru einstak- lingum á fyrstu fjórum mánuðum ársins, skiptast eftir atvinnugrein- um. 63% allra atvinnuleyfa voru gef- in út vegna starfsmanna í bygging- ariðnaði. Stærstur hluti annarra nýrra atvinnuleyfa var veittur vegna starfa í hótel- og veitingarekstri og við samgöngur og flutninga af ýmsu tagi (10%), 229 atvinnuleyfi voru veitt sérhæfðu iðnverkafólki, og 85 leyfi voru veitt vegna ýmissa sér- fræðinga, stjórnenda, lækna og skrifstofufólks. 54 dansarar fengu atvinnuleyfi og 86 starfsmenn fengu leyfi til að starfa við umönnun, gæslu og afgreiðslustörf. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mönnuðu sláturhúsin Margir útlendingar réðu sig til vinnu í sláturhúsum í haust þar sem fáir Íslendingar fengust til starfa. Erlendu launafólki fjölgar í öllum greinum Í HNOTSKURN »Hlutfall erlendra ríkis-borgara af fjölda starf- andi fólks hefur vaxið mikið undanfarin misseri, úr 2,3% árið 1998 í 5,5% í fyrra. »Á fyrstu fjórum mán-uðum ársins voru gefin út 2.350 ný tímabundin atvinnu- leyfi til útlendinga. »Frá 1. maí hafa Vinnu-málastofnun borist 2.449 tilkynningar um ráðningar ríkisborgara frá átta nýjum aðildarríkjum ESB í störf hér á landi. »Á fyrstu sex mánuðumársins fluttust um 3.000 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því, en sú tala var um 3.700 fyrir allt árið í fyrra. »Fólk frá Eistlandi, Lett-landi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékk- landi og Ungverjalandi þarf ekki lengur atvinnuleyfi til þess að starfa á íslenskum vinnumarkaði. 6<     2     "<0  0 837 0)  / &  1 # 1#  *'            *          0)   '  $%& ' (  )    & &" %(& (&* + 9     ' ,    9 ' &5   B $ '), $  = > I 6<  2     //  2 0)  /   9 ' & I I I 7  >>I '+ ''  9 # !1  # 3#  >  # -  # ; .  ", , , , , , , , I     &     )   / & 9 ' &%# 7  Q@   '+ 9#4 ''  7) '1 -  # 5'# - '  / . 2    AC   ; .  , , , , , , , , , , , ", I >I Innflutningur vinnuafls hefur slegið met á síðustu mánuðum og erlenda launafólkið ræður sig í fleiri atvinnugreinar en áður. Þegar hafa verið skráðir 6.277 útlendingar til starfa frá áramótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.