Morgunblaðið - 10.11.2006, Page 42

Morgunblaðið - 10.11.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á MORGUN, laugardaginn 11. nóvember, verður Íslandsmót LEGO hönnunarkeppninnar haldið í annað sinn hér á landi. Að þessu sinni í Öskju, náttúrufræðahúsi Há- skóla Íslands við Sturlugötu. Sama dag verður samskonar keppni haldin í flestum Evrópulöndum. LEGO hönnunarkeppnin eða First LEGO League eins og hún er kölluð á frummálinu, er alþjóðleg keppni fyrir börn og unglinga á aldrinum 10–16 ára og samanstendur af þraut þar sem kepp- endur smíða og forrita vélmenni úr tölvu- stýrðu LEGO (Lego- mindstorm), vinna vís- indalega rannsókn og gera leikþátt um til- tekið efni. First LEGO League er samstarfs- verkefni tveggja fyr- irtækja, FIRST (For Inspiration and Recognition of Science and Technology) og LEGO. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á viðhorf í hverju landi með því að hvetja ungt fólk, skólana og sam- félagið allt til að meta vísindi og tækni. Markmið þeirra er að hanna aðgengileg nýsköpunarverkefni sem byggjast ekki eingöngu á hæfni í vís- indum og áhuga á tækni heldur reyna einnig á sjálfstraust, leiðtoga- hæfni og lífsleikni. Þátttakendur læra að vinna sam- an og leggja hönd að nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem leysir þarfir í samfélaginu. Til þess að lausnin sé sem best verður að hafa eftirfarandi þætti í huga: Hugmyndin þarf að virka. Aðferða- fræðin þarf að vera gagnsæ og þátt- takendur að geta útskýrt hvernig tæknin virkar og sýna þannig djúp- an skilning á viðfangsefninu og ekki er verra ef lausnin er einnig svolítið aðlaðandi og skemmtileg. Lausn- arferlið krefst þess að þátttakendur búi yfir mismunandi hæfileikum sem gerir það að verkum að allir hafa hlutverki að gegna. Allir geta eitt- hvað, enginn getur allt. Lausn- arferlið er gefandi og hjálpar þátt- takendum að mynda sterkan hóp þar sem hver um sig vinnur að hags- munum heildarinnar. Þátttakendur hafa algjörlega frjálsar hendur við vinnu vísindalegu rann- sóknarinnar og kynn- ingu á henni. Þeir afla gagna á netinu, á bóka- söfnum, með vett- vangskönnun, viðtölum og fleiru. Aðferðir keppenda við að kynna verkefnin sín eru afar fjölbreyttar og tak- markast eingöngu við ímyndunaraflið. Það er lesið, leikið, sungið og rappað svo eitthvað sé nefnt og ákaflega skemmtilegt að sjá hugmyndaauðg- ina, metnaðinn og kraftinn sem ein- kenna vinnu þátttakenda. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema. Í fyrra var þemað hafið en í ár er það nanótækni. Nanó er smækkunarforskeyti í SI mæli- kerfinu og táknar einn milljarðasta eða 10-9. Nanó er oft notað í mæl- ingum á stærðum tengdum raftækj- um, tölvum og annarri tækni sem er afar smá í sniðum. Það verður fróð- legt að hlýða á kynningar keppenda á rannsóknarverkefninu í ár þar sem þeir hafa kafað ofan í efnið og kynnt sér þessa tækni frá ýmsum hliðum. Verkfræðideild Háskóla Íslands bauð af þessu tilefni öllum þátttak- endum keppninnar að skoða nýja Örtæknikjarna skólans, þar sem unnið er með þessa tækni, en hann var vígður nú á haustmánuðum. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum. Fyrir bestu lausn í þrauta- braut, bestu kynningu á vélmenni og forritun, bestu liðsheildina, skemmtilegasta liðið, besta rann- sóknarverkefnið og að lokum bestu ferilskráninguna eða dagbókina, en keppendur hafa haft 8 vikur til að undirbúa sig og hluti verkefnisins er að skrá niður framvindu verkefn- isins. Sigurliðið í fyrra kom frá Sala- skóla og tók þátt í Norðurlanda- keppninni í Þrándheimi og stóð sig með ágætum. Í ár munu sigurveg- ararnir keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti First Lego League í Bodö í Noregi. Verkfræðideild Háskóla Íslands, fyrirtækin Marel og Barnasmiðjan ásamt fulltrúum kennara skipa stýrihóp First Lego League á Ís- landi. Öll vinna við keppnina er unn- in í sjálfboðastarfi og er skemmti- legt frá að segja að dómarar eru flestir nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Ætlunin er að senda keppn- ina beint út á vefsíðu keppninnar www.firstlego.is. Nemendur í raf- eindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík munu sjá um að senda keppnina beint út á vefsíðu hennar og nemendur í margmiðlunarnámi í Iðnskólanum í Reykjavík munu taka keppnina upp og vinna með efnið sem hluta af námskeiði í hreyfi- myndagerð. Hér er því um nýstár- legt samstarf þriggja skólastiga að ræða, grunnskóla, framhaldsskóla, iðnskóla og háskóla. Lego hönnunarkeppnin Erna Sigurðardóttir fjallar um Lego-hönnunarkeppnina »Hér er því um ný-stárlegt samstarf þriggja skólastiga að ræða, grunnskóla, fram- haldsskóla, iðnskóla og háskóla. Erna Sigurðardóttir Höfundur er verkefnisstjóri First Lego League á Íslandi og verk- fræðideildar Háskóla Íslands. FAGRA Ísland – kölluðum við nýja umhverfisstefnu Samfylk- ingarinnar í haust. Þar er ákvörðunum um frekari virkjanir og stóriðju slegið á frest þar til fyrir liggi „Rammaáætlun um náttúruvernd“. Sú áætlun nær til allra náttúrsvæða á land- inu og þar eiga að koma fram tillögur um að nýta hin verð- mætustu þeirra með skipulegri vernd. Í stefnunni um Fagra Ísland nefnum við líka níu háhitasvæði, ár og vötn sem við teljum sérstaka ástæðu til að vernda strax fyrir orkunýt- ingaráformum með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Þetta eru Þjórsárver hin meiri, vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Skjálfanda- fljót og jökulárnar í Skagafirði, Torfajökulssvæðið, Brennisteins- fjöll, Kerlingarfjöll, Grendalur og Langisjór. Í stefnunni um Fagra Ísland eru einnig settar fram tillögur um loftslagsstefnu fyrir Ísland og um að efla lýðræði í umhverf- ismálum með bættri réttarstöðu almennings. Samfylkingin hefur frá upphafi legið undir ámæli fyrir að slá úr og í um umhverfismál og nátt- úruvernd. Sú gagnrýni hefur ver- ið réttmæt – því miður. Mestu veldur auðvitað afstaða meirihluta þingflokksins á sínum tíma til Kárahnjúkavirkjunar, afstaða sem olli miklum ágreiningi innan flokksins. Samfylkingin hefur í þessum efnum átt það sammerkt með öðrum jafn- aðarflokkum að standa rótum í verkalýðshreyfing- unni sem hefur af eðlilegum ástæðum áhyggjur af atvinnu- ástandi og því verið hlynnt hverskyns framkvæmdum. Stundum án nægilegs tillits til al- mennra lífsgæða og framtíð- arstefnu. Þá hafa meintir byggða- hagsmunir villt um fyrir Samfylkingarmönnum í ákveðnum landshlutum. Flokkurinn hefur tekist á við þennan stefnuvanda. Við settum fram skýra auðlindapólitík, meðal annars í skilagrein frá einum framtíðarhópanna, og annar er að störfum um helstu þætti eig- inlegra umhverfismála. Skoð- anaskipti um þessi efni hafa verið tíð á fundum flokksins og í störf- um þingflokksins. Afraksturinn er stefnumótunin um Fagra Ísland. Í þessari vinnu lögðum við jafn- aðarstefnuna til grundvallar og lögðum mælistiku hennar á úr- lausnarefnið. Við leggjum áherslu á samstöðu þjóðarinnar, jafnvægi milli kynslóðanna, og ábyrgð gagnvart heildinni: Jafnaðarmenn telja að náttúra Íslands sé sam- eign þjóðarinnar sem hún á að nýta skynsamlega. Okkur sem nú lifum er skylt að afhenda næstu kynslóðum náttúru landsins jafn- verðmæta og við fengum hana í hendur. Við Íslendingar berum einnig ábyrgð á sérstökum nátt- úruverðmætum landsins gagnvart öllu mannkyni. Það er mikilvægt að Samfylk- ingin fylgi þessu leiðarljósi og sæki fram undir merkjum Fagra Íslands í kosningunum í vor og á komandi kjörtímabili. Við eigum næsta leik. Þess vegna skiptir máli að kjósa öfl- ugan málsvara umhverfisverndar og jafnaðarstefnu í traust sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjör- inu á morgun. Ég óska eftir stuðn- ingi ykkar í 4.–6. sæti. Umhverfisstefna jafnaðarmanna og prófkjör Samfylkingarinnar Mörður Árnason kynnir stefnuskrá Samfylkingarinnar » Það er mikilvægt aðSamfylkingin fylgi þessu leiðarljósi og sæki fram undir merkjum Fagra Íslands í kosn- ingunum í vor og á kom- andi kjörtímabili. Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. STÓR orð hafa fallið síðustu daga um innflytjendur hér á landi og erlent vinnuafl. Jafnvægi hefur skort í umræðuna. Hið rétta er að fram- boð á atvinnu hér á landi er meira en nokkru sinni fyrr. Hið rétta er að sífellt fleiri vinnufúsar hendur koma hingað erlendis frá til að ganga í laus störf. Hið rétta er að atvinnuleysi hér á landi mælist ekki nema 1% og er jafnvel enn minna í ein- stökum landshlutum. Hið rétta er að fram- lag fólks sem er af er- lendu bergi brotið er mikilvægt og umræðan í samfélaginu er ekki í neinu samræmi við það. Hið rétta er að stjórnvöld bregðast við þessu með marg- víslegum hætti, svo sem nýrri löggjöf um útlendinga og starfs- mannaleigur, virku eft- irliti, hertri fram- kvæmd og samráði við aðila vinnumarkaðarins. Í fyrsta skipti er verið að móta heild- arstefnu í málefnum innflytjenda. Ég minni á að á sínum tíma þeg- ar að kreppti á Íslandi héldu landar okkar til Vesturheims. Á sjöunda áratugnum fór mikill fjöldi til ann- arra Norðurlanda í atvinnuleit. Sumir fóru jafnvel til Ástralíu. Ís- lendingar hafa með EES-samn- ingnum aðgang að stórum vinnu- markaði og fjölmargir hafa nýtt sér það. Það er styrkleiki íslensks sam- félags að synir þess og dætur hafa stundað nám í öðrum löndum, nám sem önnur samfélög bjóða upp á og er til fyrirmyndar. Að því búum við í dag og þetta er ef til vill helsta skýringin á íslensku útrásinni sem bæði skapar störf og tekjur. Það er styrk- leiki okkar að geta not- ið erlendrar fjölmiðl- unar og erlendrar menningar. Við lærum tungumál annarra landa fyrr og betur en margar aðrar þjóðir. Íslensk fyrirtæki njóta alþjóðavæðingarinnar. Hvar viljum við draga mörkin? Er raunhæft að við getum sótt og þegið í samfélagi þjóð- anna en ekki gefið? Við eigum að tryggja réttindi og að- búnað þeirra sem dveljast hér á landi tímabundið. Það er grundvallaratriði. Við eigum að kenna þeim íslensku sem setjast hér að til langframa og gera þeim kleift að aðlagast samfélaginu og verða virkir þátt- takendur í því. Það er grundvallaratriði. Við eigum að hafa stjórn á hlutunum þannig að okkur líði vel í samfélagi sem hugnast okkur og við eigum að halda áfram að sækja til annarra landa það sem okkur finnst eft- irsóknarvert hjá öðrum. Þannig byggjum við upp sterkt og fram- sækið samfélag. Samfélag þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru. Orðum fylgir ábyrgð Magnús Stefánsson skrifar um málefni innflytjenda og erlends vinnuafls hér á landi Magnús Stefánsson »… framlagfólks sem er af erlendu bergi brotið er mik- ilvægt og um- ræðan í sam- félaginu er ekki í neinu sam- ræmi við það. Höfundur er félagsmálaráðherra. ALLT í einu logar allt í umræðum um útlendinga. Því miður fóru þær af stað á neikvæðum nótum en von- andi getum við rétt þann kúrs við því ann- ars náum við aldrei ut- an um málið, töpum heildarsýn og ýtum undir fordóma í stað þess að uppræta þá. Það væri ekki góð byrj- un. Við verðum að greina á milli útlendinga og innflytjenda í þessari umræðu því allra stærsti hópurinn kem- ur hér einungis til nokkurra mánaða dvalar, til að vinna þá vinnu sem brýn þörf er á. Þessi hópur þarf t.d. ekki sérstaka ís- lenskukennslu þar sem hann stoppar stutt við og er í eðli sínu farandverkamenn sem fara á milli landa til að afla sér tekna, til að sjá sér og sinni fjöl- skyldu farborða í heimalandinu. Þetta minnir mig líka óneitanlega á þann stóra hóp Íslendinga sem löngum hefur farið til Danmerkur í gegnum árin (ég var ein af þeim) í leit að skúringum og ekki settist hann á dönskunámskeið þann stutta tíma sem hann staldraði við þar. Höfum það í huga. Það kom síðar ef fólk vildi dvelja langdvölum. En sem sagt: allir koma til að vinna, vinna er næg og þetta er ekki hópur sem hér hefur aðgang að fé- lagslega kerfinu. Hann mun ekki leggjast á það. Þar eru réttindi þeirra engin. Við verðum að vera á verðinum um að þessi hópur farandverka- manna verði ekki undirboðinn á markaði. Verkalýðs- félög, atvinnurek- endur og stjórnvöld hafa þar verk að vinna sem þarf að fara í strax. Þar verðum við að standa vörð. Ríkisstjórnin á eftir að vinna heimavinnuna sína í þessu máli, sem er heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda. Ann- ars vegar þeirra sem koma einungis til að vinna og hins vegar þeirra sem kjósa að setjast hér að til fram- búðar. Þessi vinna verð- ur að fara fram og ekki seinna en í gær. Samfylkingin situr ekki hjá í þessum mála- flokki, hefur aldrei gert það og hefur lagt fram tillögu um slíka heildar- stefnumótun. Við höf- um að sjálfsögðu lýst okkur reiðubúin til að koma að slíkri vinnu því að á mörgu þarf að taka ef vel á að fara. Það er hlutverk okkar allra að uppræta fordóma og kynda ekki undir þeim. Við eigum að vera tals- menn mennsku og skilnings. Við berum mikla ábyrgð og hana eigum við að axla en ekki með því að dansa á línu rasismans. Það er slæmur dans, við skulum ekki fara í hann. Málefni útlendinga gegn fordómum Guðrún Ögmundsdóttir skrifar um málefni innflytjenda Guðrún Ögmundsdóttir » Við verðumað greina á milli útlendinga og innflytjenda í þessari umræðu því allra stærsti hópurinn kemur hér einungis til nokkurra mán- aða dvalar … Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.