Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðný Theó-dórsdóttir
Bjarnar húsmóðir
fæddist í Reykjavík
9. apríl 1922. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
mánudaginn 30.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Vil-
borg Vilhjálms-
dóttir húsfreyja í
Reykjavík, f. 21.
október 1889, d.
21. september
1923, og Theódór Vilhjálmsson
Bjarnar kaupmaður í Reykjavík,
f. 9. nóvember 1892, d. 10. des-
ember 1926 (fórst með fisk-
tökuskipinu Balholm úti af Mýr-
um á leið frá Akureyri).
Foreldrar Theodórs voru Vil-
hjálmur Bjarnarson, bóndi í
Kaupangi í Öngulsstaðahreppi í
Eyjafirði og á Rauðará í Reykja-
vík, f. 24. janúar 1846, d. 22. apr-
íl 1912, og Sigurlaug Jóhann-
esdóttir, vinnukona á Brekku í
Öngulsstaðahreppi, síðast hús-
kona á Sólheimum í Glerárþorpi
í Eyjafirði, f. 31. ágúst 1857, d.
13. nóvember 1926. Foreldrar
Vilborgar voru hjónin Vilhjálmur
Þorláksson, bóndi á Kollsstöðum
í Vallahreppi í S-Múl., f. 3. des-
ember 1854, d. 10. nóvember
1889, og Hólmfríður Grímsdóttir
(frá Öxará) húsfreyja, f. 20. nóv-
ember 1853, d. 4. júní 1928.
Systkini Guðnýjar voru: a) Sig-
fríður Th. Bjarnar, BA, kennari,
f. 10. ágúst 1920, gift Halldóri
Ólafi Jónssyni fv. aðalgjaldkera,
f. 26. september 1919, d. 9. apríl
2001. b) Vilhjálmur Theodórsson
Bjarnar tannlæknir, f. í Reykja-
vík 19. ágúst 1923, d. í Uddevalla
í Svíþjóð 30. nóvember 1986,
kona hans er Irma Elvira Bjarn-
ar sjúkraliði, fædd Nilsson, f. 4.
mars 1923. Hálfbróðir þeirra var
Aðalsteinn Norberg ritsímastjóri,
f. á Kaupangi í Eyjafirði 26. jan-
úar 1917, d. 19. desember 1975,
sonur Ingibjargar Sveinsdóttur
og Theodórs Vilhjálmssonar
janúar 1946, maki Ari Jóhann-
esson læknir, f. 26. júlí 1947. Þau
eru skilin. Börn þeirra eru Jó-
hannes og Árni Gautur. 2) Krist-
ín hjúkrunarfræðingur, f. 21.
nóvember 1948, maki Ásgeir Þór
Ólafsson tæknifræðingur, f. 10.
maí 1947. Börn þeirra eru Árni
Ólafur, Ása Guðný og Þóra
Kristín. Kristín og Ásgeir eign-
uðust einnig son 19. september
1971, hann lést 13. nóvember
sama ár. 3) Björn Theódór, tón-
listarmaður og skólastjóri, f. 25.
september 1950, maki Sigurlín
Einarsdóttir Scheving flugfreyja,
f. 27. maí 1950. Börn þeirra eru
Þóranna Dögg og Árni. 4) Einar
Sveinn skólastjóri, f. 12. ágúst
1952, maki Margrét Þorvarð-
ardóttir kennari og myndlist-
armaður, f. 14. maí 1953. Börn
þeirra eru Gyða og Guðný. 5)
Árni afgreiðslumaður, f. 1. des-
ember 1956. 6) Vilhjálmur Jens
aðstoðarframkvæmdastjóri, f. 23.
júní 1964, maki Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, f.
12. október 1966. Börn þeirra
eru Aðalheiður og Theódóra
Guðný.
Guðný átti sex langafabörn:
Telmu Jóhannesdóttur, Ara Jó-
hannesson og Kristínu Örnu
Árnadóttur, Vilborgu Elísabetu
Árnadóttur, Freyju Gunn-
arsdóttur og Einar Smára Orra-
son.
Guðný lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1940 og á
árunum 1940 til 1946 vann hún
almenn skrifstofustörf hjá Nóa
og Síríus, Almenna bygging-
arfélaginu og Heildverslun Sig-
urðar Arnalds.
Hún var varaformaður kven-
félags Bessastaðahrepps 1984–
1986 og formaður frá 1986–1990.
Átti sæti í stjórn kvenfélaga-
sambands Gullbringu- og Kjós-
arsýslu sem gjaldkeri um tíma
og var gerð heiðursfélagi í kven-
félagi Bessastaðahrepps er hún
varð sjötug 1992.
Útför Guðnýjar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Bjarnar. Aðalsteinn
ólst upp hjá föð-
urbróður sínum,
Einari Helgasyni
garðyrkjustjóra, og
konu hans, Kristínu
Einarsdóttur. Hann
var kvæntur Ásu
Norberg, f. 10. apríl
1908, d. 26. janúar
1999.
Vilborg móðir
Guðnýjar lést
skömmu eftir fæð-
ingu Vilhjálms og
tveimur árum síðar
fórst Theodór er hann var að
koma með skipi frá Akureyri til
að vera við jarðarför móður
sinnar. Móðursystir Vilborgar,
Guðný, og maður hennar, Einar
Sveinn Einarsson, tóku börnin
þrjú í fóstur og gengu þeim í
móður- og föðurstað, en fyrir
áttu þau einn fósturson, Inga Ár-
dal, f. 3. ágúst 1907, d. 29. júlí
1988, kvæntur Helgu Björns-
dóttur, f. 20. ágúst 1909.
Fósturfaðir Guðnýjar var Ein-
ar Sveinn Einarsson, trésmiður á
Seyðisfirði, síðar bankaritari í
Reykjavík, f. 4. nóvember 1877,
d. 30. maí 1936. Foreldrar hans
voru hjónin Einar Sveinn Stef-
ánsson, bóndi í Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði, N-Múl., f. 1846, d.
29. september 1877 (drukknaði),
og Ingibjörg Stefánsdóttir, hús-
freyja, f. 12. maí 1851, d. 6. júní
1929. Fósturmóðir Guðnýjar var
Guðný Vilhjálmsdóttir, húsfreyja
á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík
(móðursystir Vilhjálms), f. 14.
maí 1883, d. 5. ágúst 1969.
Hinn 25.8. 1945 giftist Guðný
Árna Björnssyni lækni, f. í
Reykjavík 14. júní 1923, d. 24.
október 2004. Foreldrar hans
voru Kristín Jensdóttir verka-
kona, f. á Torfastöðum í Fljóts-
hlíð í Rang. 11. júlí 1892, d. 13.
október 1983, og Björn Árnason
stýrimaður, f. í Víðinesi í Mos-
fellssveit 11. maí 1893, d. 8. febr-
úar 1925. Guðný og Árni eign-
uðust sex börn. Þau eru: 1)
Vilborg Sigríður söngkona, f. 7.
Hún stakk okkur af, eins og ein-
hver sagði réttilega, hún var ekki
tilbúin til farar þó hún ætti erfitt á
tímabili en þegar henni létti var
hún farin að undirbúa heimferð af
spítalanum og í huganum ferð með
stelpunum til útlanda. Hún hafði
keypt farseðil til Spánar í haust en
stuttu seinna tóku sig upp veikindi
sem drógu hana til dauða 30. okt.
sl. Kynni og vinátta okkar hefur
staðið án skugga á fjórða áratug.
Létt lund og gleði einkenndi hana
alltaf, orðheppin og hnyttin í til-
svörum var hún og alltaf var þessi
einstaka birta og ljómi yfir öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Hún
létti lund samferðamanna.
Hún hafði lag á að flækja ein-
falda hluti á stundum en leysti úr
þeim á nokkuð góðan hátt þannig
að allt gekk upp að lokum. Aldrei
fann ég fyrir kynslóðabili í sam-
skiptum við hana, hún umgekkst
barnabörn sín sem jafningja og tók
af áhuga þátt í framvindu þeirra
lífs og gladdist mjög við alla áfanga
sem þau náðu í sínu lífi og starfi.
Stundum fannst mér hún hafa lítið
tímaskyn, áætlanir fannst mér oft
bjartsýnar, oft var reynt að komast
yfir meira en mögulegt var.
Eftirminnileg er ferð upp með
Skaftá fyrir mörgum árum, hún
hafði mikið þrek til göngu og mik-
inn vilja til að upplifa alla þá fegurð
sem víða var að leita í náttúru
landsins og örnefni og staðhætti
þekkti hún vel frá hestaferðum
fyrrum.
Við vorum samvistum í ágætri
ferð til Skotlands fyrir nokkrum
árum og þar var kunnáttumann-
eskja á ferð hvað varðar umhverfið
og sögu landsins.
Eftirminnileg verður ferð á
Klaustur í ágúst sl. þar sem við
nutum mjög ánægjulegra tónleika
sem haldnir voru yfir langa helgi
og ferða um nágrenni. Skaftafell
skartaði sínu fegursta með mikla
jökla- og fjallasýn og ekið var um
Landbrot og Meðalland þar sem
hún virtist þekkja hvern bæ og
hverja þúfu og vildi helst æja sem
víðast til að viðra sig og forvitnast
um hvort gamlir félagar væru ef til
vill enn búandi. Því mjög mörgum
kynntust þau Guðný og Árni maður
hennar í fjölmörgum hestaferðum
sem þau fóru með félögum sínum
fyrr á árum, um þessar sveitir og
víðar.
Nú þegar kemur að kveðjustund
er mikill söknuður í huga, einum
diski verður færra við matarborðið
og ekki verður spurt um púðann í
stólinn er við setjumst til borðs.
Hennar verður sárt saknað og vil
ég votta börnum hennar og öðrum
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Guð blessi góðan vin.
Ásgeir Þór.
Hún Lóló tengdamóðir mín er
látin.
Þegar ég rifja upp fyrstu kynni
mín af tengdafjölskyldu minni, fyr-
ir 36 árum, koma ótal minningar
upp í hugann: Fallegt og hlýlegt
heimili fullt af lífi og fjöri, glæsileg
hjón sem kunnu að njóta lífsins og
6 börn, hvert með sitt áhugamál og
þarfir. Fyrir mig, sem kom úr mjög
ólíku umhverfi, var þetta eins og
opinberun, en Lóló og Árni tóku
mér eins og einni af þeirra börnum
og þannig var það ætíð síðan. Eins
og gefur að skilja var oft mikið líf
og fjör á þessu stóra heimili, allir
kepptust um athyglina og þurftu að
láta ljós sitt skína, en það var allt
umborið og foreldrarnir alltaf til-
búnir að taka þátt í lífi barnanna
sinna.
Minningarnar um Lóló eru sveip-
aðar hlýju og umhyggju, hún bar
hag barnanna sinna og barnabarna
ætíð fyrir brjósti og var aldrei full-
komlega róleg fyrr en hún vissi að
allir ungarnir sínir væru öruggir.
Hún var mikill fagurkeri, hafði
unun af því að elda góðan mat og
naut þess að lifa lífinu. Það var
yndislegt að fylgjast með því
hvernig Áni og Lóló vógu hvort
annað upp. Árni var eldhugi og
mikill útivistarmaður og lokkaði
Lóló með sér í ýmsar svaðilfarir
sem oftar en ekki tengdust hesta-
mennsku, Lóló var listunnandinn
sem laðaði manninn sinn með sér á
myndlistarsýningar og tónleika.
Þau tóku þátt í áhugamálum hvors
annars og báru virðingu fyrir þeim.
Sönn vinátta ríkti í sambandi
þeirra, sem skilaði sér til allra sem
umgengust þau.
Lóló og Árni áttu góða fjölskyldu
sem þau ræktuðu og stóran vina-
hóp sem þau höfðu alltaf gaman af
að hitta og fengum við „afkvæmin“
oft skemmtilegar sögur af sam-
verustundum þeirra.
Það var lýsandi hvernig hver
kynslóðin af annarri laðaðist að
Lóló, vinir okkar og vinir barnanna
okkar fundu sálufélaga í henni
vegna þess að hún hafði lag á að
setja sig í þeirra spor án hleypi-
dóma.
Tíminn eftir að Árni féll frá fyrir
tveim árum var Lóló erfiður, þau
höfðu verið saman í 60 ár og miss-
irinn var mikill. Þá var augljós sú
mikla samheldni sem hafði verið
ræktuð meðal barnanna þeirra, all-
ir þjöppuðu sér um hana og gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að
gera henni lífið sem best. Það sem
mér fannst aðdáunarverðast í fari
þessarar góðu konu var hæfileiki
hennar til að tjá sig um líðan sína,
ég held að það hafi hjálpað henni
yfir margan hjallann, og það gerði
okkur líka kleift að hjálpa henni við
upp á að bjóða, á Íslandi er sá stað-
ur vandfundinn sem hún hefur ekki
heimsótt ásamt því að hafa ferðast
víðs vegar um heiminn. Hún var
mikill mannlífs- og náttúruunnandi
og þreyttist aldrei á að benda á
fegurðina í því smáa, mosavaxinn
stein, skringilegt ský og ljúft lítið
sönglag. Hún vildi ekki eingöngu
krydd í tilveruna heldur einnig
þegar kom að matargerð, þar sem
réttir með kunnuglegum nöfnum
urðu framandi og kitluðu bragð-
laukana. Þrátt fyrir ýmis áföll um
ævina tókst henni ávallt að halda í
lífsgleðina og alltaf var stutt í húm-
orinn. Það eru ekki margar ömmur
sem dregið hafa fram prump-
ublöðru eða gervikóngulær í virðu-
legum frúarboðum til að lífga upp á
stemninguna. Húmorinn var auðvit-
að ekki bara á þessum nótum held-
ur lúmsk kímni sem gerði stund-
irnar með henni einstakar.
Ömmu er sárt saknað, kímnin
sem kitlar hláturtaugarnar, hlýr
faðmurinn og hæfileikinn til þess
að sjá það fallega í lífinu. Trúin um
að hún og afi séu sameinuð á ný
hjálpar við að takast á við sorgina.
En ást þeirra ömmu og afa er
líklega best lýst með þessu fallega
ljóði, Höndin, sem afi orti fyrir
ömmu.
Á kvöldin þegar svefninn er að sigra
og ég leggst á vinstri hlið
læðist lítil hönd undan sæng við hlið mér
heit og mjúk hönd
og ég fell í svefn
með þessa litlu hægri hönd
í stóru vinstri hendinni minni.
(Árni Björnsson)
Árni Ólafur Ásgeirsson,
María Gunnarsdóttir, Ása
Guðný Ásgeirsdóttir,
Ármann Gylfason og Þóra
Kristín Ásgeirsdóttir.
Elsku amma mín, þú skrifaðir
mér bréf í sumar að útskrift lok-
inni. Þín fallega, skjálfandi rithönd
var full af visku og bjartsýni en
trúin á mig skein í gegn, þrátt fyrir
að þú værir nú ekki alveg með það
á hreinu hvað það væri sem ég er
að fást við í óræðum heimi list-
arinnar.
Þess vegna hlakkaði ég svo til að
koma heim og sýna þér eitthvað af
verkunum mínum, sem og til að
rabba við þig um allt það sem er
búið að vera að gerjast í hausnum á
mér síðustu árin, fjarri fjölskyldu
og vinum. Andi þinn hefur ávallt
svifið yfir vötnum verka minna því
þitt frjóa ímyndunarafl, óbilandi
lífsgleði þín, húmor þinn og styrkur
hefur verið í farteski mínu allt frá
því við sömdum dansa og tónmynd-
ir í stofunni á Álftanesi, þar sem
við spiluðum og sungum tímunum
saman.
Ég kveð þig með miklum
trega … ég var á leiðinni.
Þín hvatning verður nú að vera
mín hvatning.
Þín
Þóranna.
Með Guðnýju Bjarnar er kvödd
ein af okkar ágætustu söngsystr-
um. Hennar hlýja bros, gleði og
umhyggja hefur yljað okkur í
fjöldamörg ár. Þá var ást hennar á
tónlist og glöggt tóneyra mjög til
framdráttar fyrir kórinn. Í hugann
koma ljóðlínur úr einum af söngv-
um okkar:
Ef þig langar að syngja þinn söng
er söngvastundin að renna upp núna,
enginn syngur þann söng í þinn stað
(Höf. ók.)
Nú hefur Guðný Bjarnar lokið
sínum söng en söknuður og þakk-
læti fyrir kynni við mæta konu
fylgja henni ásamt samúðarkveðj-
um til ættingja.
„Senjorítur“ Kvennakórs
Reykjavíkur.
Guðný Theódórsdóttir Bjarnar
Með nokkrum orðum vil ég
kveðja móðursystur mína, hana
Lóló.
Þegar leiðir skilja rifjast
margt upp, bernskuminningar
mínar og allt fram á þennan
dag.
Ég er þakklátur fyrir allar
góðar samverustundir með
henni, stundir á Lokastígnum
og víðar.
Í Lóló fann ég alltaf fyrir
væntumþykju og virðingu fyrir
lífinu og sínum.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka Lóló fyrir allt. Hún gaf
lífinu lit með brosi sínu og
hlátri. Eftir sitja góðar og ljúfar
minningar um góða konu sem
ég og mínir kveðjum með sökn-
uði.
Theódór Skúli Halldórsson.
HINSTA KVEÐJA
að framkvæma það sem hana lang-
aði til að gera.
Lóló hafði fullan hug á að lifa
áfram og það voru ótal hlutir sem
hún átti eftir að gera, en örlögin
höguðu því öðruvísi. Hennar verður
sárt saknað, hafi hún þökk fyrir allt
og allt.
Sigurlín.
Tengdamóðir mín var einstök
kona. Hún lifði hamingjuríku og
viðburðaríku lífi, vissi nákvæmlega
hvað skipti hana mestu, naut þess
einlæglega og innilega að vera til
og geislaði af smitandi lífsgleði og
lífskrafti. Hún lifði lífinu meðvituð
um að það væri hin allra verðmæt-
asta gjöf, þreyttist aldrei á að dást
að smáu sem stóru í sköpunarverk-
inu og kaus að gera bjartsýni,
þakklæti og gleði að sínum mik-
ilvægustu lífsgildum.
,,Það er svo mikilvægt að nota öll
tækifæri til að gera hversdaginn að
hátíðisdegi,“ sagði Guðný þegar ég
dáðist að hæfileikum hennar, list-
fengi og alúð í einu af fjölmörgum
skiptum sem hún og Árni buðu
okkur stúdentunum í kjallaranum
að borða með þeim í Blátúninu.
Slík boð voru gjarnan oft í viku og
hvort sem efnt var til þeirra á
ósköp venjulegum virkum degi eða
af einhverju sérstöku tilefni, voru
þau alltaf jafn ánægjuleg og eft-
irminnileg. Fyrir okkur Vilhjálm
voru þetta ómetanlegar lærdóms-
stundir, þar sem við nutum
reynslu, þekkingar og lífsviðhorfa
tengdaforeldra minna, auk þess
sem virðing og væntumþykja
þeirra í garð hvort annars hafði
áhrif á alla sem þeim kynntust.
Raunsæi og rökhyggja Árna átti
sérstaklega vel við létta lund og
næmi Guðnýjar og í sameiningu
sköpuðu þau einstaka umgjörð fjöl-
skyldulífs, þar sem smáir jafnt sem
stórir hafa notið sín og þeirrar
hlýju, einlægni og samstöðu sem
einkennnir þann stóra hóp.
Vegna alls þessa hafa það verið
mikil forréttindi að kynnast Guð-
nýju og tilheyra hennar nánasta
samferðafólki. Hún skildi svo vel,
og kannski betur en flestir, mik-
ilvægi augnabliksins og mikilvægi
þess sem Sigurður Nordal kallaði
hinar dásamlegu stundir sem ,,hver
um sig gerir heila ævi verða þess
að lifa hana“. Þessum dásamlegu
stundum safnaði tengdamóðir mín,
ekki aðeins til þess að hún nyti
þeirra, heldur ekki síður til þess að
við sem nærri henni stóðum nytum
þeirra með henni og lærðum um
leið að meta betur það sem mestu
skiptir. Og nú þegar komið er að
leiðarlokum í lífi þessara einstöku
konu, vil ég þakka innilega fyrir
allar þessar dásamlegu stundir og
allt það sem Guðný gaf mér og fjöl-
skyldu minni með lífi sínu, verkum
og viðhorfum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Það er með mikinn söknuð í
hjarta sem við kveðjum ömmu
Lóló. Hún var einstaklega lífsglöð
og hafði þann eiginleika að geta
notið hverrar stundar. Hún var
ekki bara áhorfandi heldur tók hún
virkan þátt í öllu sem lífið hafði
Fleiri minningargreinar um Guð-
nýju Theódórsdóttur Bjarnar bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Árni
Björnsson, Anna María Þórisdóttir,
Árni Kr. Þorsteinsson, Ásdís Arn-
alds, María Birna Sveinsdóttir,
Hjördís og Tryggvi.