Morgunblaðið - 10.11.2006, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 65
rukka svo inn er ekki nándar nærri
nóg. Það þarf að breyta hugs-
unarhættinum. Erlendis hefur mað-
ur komist í kynni við tónleikastaði
sem eru reknir af metnaði, þar sem
menn gera sér grein fyrir því að
auðsuppspretta staðarins eru
hljómveitirnar og fylgismenn
þeirra og því er komið fram við
þetta fólk af virðingu. Umgjörð
staðanna og umstang allt end-
urspeglar þennan einfalda útgangs-
punkt. Er það virkilega svo erfitt
að koma svona starfssemi í gang
hér á landi? Þessu gróskumikla tón-
listarríki, sé mið tekið af öðru
hverju erlendu tónlistartímariti. Er
ekki tímabært að bretta upp ermar,
og reyna að standa undir því lofi
sem verið er að ausa á okkur er-
lendis frá, með því að hlúa betur að
þessari fjölæru tónlistarflóru sem
hér þrífst?
arnart@mbl.is Rokkarar Hljómsveitin Singapore Sling fer mikinn á tónleikum á Grand Rokk.
Morgunblaðið/Árni Torfason
VORTISISMI er myndlistarstefna
sem sjaldan er nefnd í yfirlitsritum
um módernisma 20. aldar, enda
lifði hún eingöngu í 2 ár og eina
sýningu árið 1914. Vortisismi er
fyrsta breska liststefna módern-
ismans en henni svipar til fútúr-
isma nema hvað listamennirnir leit-
uðust við að sýna tilfinningalegt
ástand. Vortisismi gekk út á tíma
og hreyfingu í mynd og þótt sumir
listamannanna snérust síðan gegn
formrænu vortisismans og í átt til
tjástíls héldu þeir nokkru trygg-
lyndi við hreyfingu í mynd.
Popplist er önnur breska mynd-
listarstefnan sem kemur upp í mód-
ernismanum, þá 40 árum síðar.
John McHale, sá hinn sami og setti
fyrstur fram hugtakið „Popplist“ í
samhengi við list sína og nokkurra
annarra breskra listamanna, var
m.a. undir áhrifum af vortisisma.
Rétt er að geta þess að bresk popp-
list er töluvert ólík harðkjarna-
popplist sem síðar kom fram í
Bandaríkjunum.
Þegar Einar Hákonarson sneri
heim til Íslands eftir nám í Svíþjóð
á sjöunda áratug síðustu aldar var
hann nokkurskonar kyndilberi
bresku popplistarinnar sem hafði
þá þegar náð til annarra landa í
Skandinavíu. Með tíð og tíma hefur
listamaðurinn hallast æ meir í átt
að tjástíl og á sýningu hans sem nú
stendur yfir í Galleríi Fold er lítið
sem minnir á skarpar myndir fyrri
tíma. Fígúrur renna nú saman við
umhverfi en birtast manni innan
um áköf efnistök. Litir eru fjörlegir
og raðast í rytma sem ásamt ákefð-
inni skapa hreyfingu á myndflet-
inum. Af þeim sökum varð mér
hugsað til þessa þróunarferlis lista-
manna vortisismans, ekki síst Dav-
ids Bombergs sem virðist mæta
Einari á miðri leið milli vortisisma
og popplistar til tjástíls. Síðastliðin
ár hef ég séð sýningar Einars í
Húsi málaranna og í Hljóm-
skálagarðinum. Hann hefur haldið
sínu striki þessi ár og er hvergi af
baki dottinn þótt kominn sé á sjö-
tugsaldur. Sýningin í Galleríi Fold
er heilsteypt og flæðir ekki bara
vel sem ein sýning heldur líka sem
ein frásögn. Hver mynd virkar sem
hluti af ímyndaðri ferðasögu þar
sem mörk raunveruleika og draums
eru allskostar óljós.
Á hreyfingu
MYNDLIST
Gallerí Fold
Opið daglega frá 10-18, laugardaga 11-
17 og sunnudaga 14-17. Sýningu lýkur
12. nóvember. Aðgangur ókeypis.
Einar Hákonarson
Jón B.K. Ransu
Morgunblaðið/Eyþór
Hreyfingar í mynd. Fígúrur renna saman við umhverfi en birtast manni
innan um áköf efnistök, segir meðal annars í umsögn um sýninguna.
R • LESTUR ER BESTUR TUR ER BESTUR
R • LESTUR ER BESTUR TUR ER BESTURedda.is
Komin í
verslanir
„Frábær saga!“
Móðir höfundar
„Örugglega ýkt skemmtileg og fyndin bók.
Ég ætla samt bara að bíða eftir bíómyndinni.“
Bróðir höfundar
„Hræðilegt ritverk. Foreldrar, leyfið
börnunum ykkar ekki að lesa þessa bók. Hún
inniheldur engan góðan boðskap, hvetur til
óhlýðni og virðingarleysis og er allt of bleik á
litinn.“
Velferðarnefnd unglinga
Aron er fjórtán ára þegar
honum býðst að til Kína með
pabba sínum. Hann órar ekki
fyrir því ævintýri sem bíður
hans, kínversku borgirnar eru
yfirþyrmandi, fljótin breið,
mannmergðin mikil – svo ekki
sé talað um matinn sem er
býsna frábrugðinn því sem
Aron er vanur ...