Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 73

Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 73 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nýtt fólk kemur til skjalanna og ýtir undir daður og hrekkjótt andrúmsloft. Gættu þess hvers þú óskar þér í kvöld, þú átt eftir að fá það fljótt, ekki síst ef sporðdreki á hlut í máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er í uppreisnargjörnu skapi, ekki síst gagnvart sjálfu sér. Ef þú reynir að temja þennan villta hluta af sjálfum þér mætir þú engu nema andstöðu og þrjósku. Leiðin til að koma böndum á sjálfan þig er að hliðra meira til. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað sem áður var fleygt kemur nú að góðum notum. Upplýsingar sem ekki áttu heima í vitsmunalega púslinu og var þar af leiðandi ýtt til hliðar koma nú að gagni. Einhver í fiskamerkinu leiðbeinir þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Atburðir dagsins hafa kannski ekki djúpa merkingu, en viðhorf krabbans lætur það í veðri vaka. Hin andlega leit byrjar og endar hjá sjálfum þér. Hvert takmark þitt geymir svarið við tilgangi lífsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu er ómögulegt að falla í fjöldann í augnablikinu. Það finnur sig knúið til að tjá sig um of margt og á of litríkan hátt. Þeir sem eru í kringum þig eiga óborganlega skemmtun í vændum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Himintunglin stilla sér upp og hjálpa meyjunni að finna út úr því hvað henni finnst um sjálfa sig. Maður getur ekki gert betur en sjálfsmyndin segir til um. Með því að vera innan um hvetjandi og glöggar manneskjur eykst tilfinning þín fyrir eigin verðleikum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hefur ástæðu til þess að fagna. Í fyrstu finnst henni eins og hún sé að gera sér eitthvað upp. Og þannig er það. En það er líka eðli hátíðahalda, maður þarf að látast. Ef maður gerir það ekki sjálfur, hver á þá að gera það? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óttinn er ekki óvinur, hann er bara skilaboð eins og þjófavörn sem kviknar á við minnsta áreiti. Og rétt eins og þjófa- vörn kemur hann yfirleitt fram við allt aðrar aðstæður en ráð var fyrir gert í upphafi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sérhver ákvörðun felur í sér umbun og tilkostnað. Bogmaðurinn ver drjúgum tíma í að meta hvort nýleg ákvörðun hafi verið þess virði. Með því að ræða málin við einhvern í nautsmerki færðu yfirsýn- ina sem þú þarft. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það kostar hæfileika að vera í heilbrigðu sambandi. Auðvitað skiptir máli að elska friðinn og temja sér velvilja, en það er ekki nóg. Nú skaltu nota tímann til þess að finna út úr því til hvers er ætlast af þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fórn er aðdáunarverð undir vissum kringumstæðum, en stöðug fórnfýsi er sjúkleg. Í augnablikinu áttu að einbeita þér að því að hugsa um sjálfan þig. Það útheimtir meðal annars leit að nýjum gleðigjöfum og afþreyingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Heilsa fisksins batnar ef hann hugsar minna og meira ósjálfrátt. Líkaminn býr yfir sinni eigin greind, sem er djúp, æva- gömul og með jafnvel meira innsæi en hugurinn. Merkúr er enn í bakkgír og heimsækir nokkra af sín- um gömlu vinum, eins og sólina, Venus og Mars, á meðan hann fer aftur á bak í geimnum. Þyrpingin í merki sporðdrekans magnar ákefðina á öllum sviðum lífsins, en ekki er víst að öllum takist að tjá sterkar tilfinningar sínar á viðurkenndan hátt. Hvernig væri þá að reyna eitthvað óhefðbundið? stjörnuspá Holiday Mathis Idol-dómarinn alræmdi Simon Co-well vill gera plötusamning við fyrirsætuna Kate Moss. Cowell telur að hún hafi það sem þarf til þess að ná langt í tón- listarheiminum, og hann segist gera hvað sem er til þess að gera við hana samn- ing, jafnvel þótt hún kunni ekkert að syngja. „Mig langar til þess að gera samning við Kate Moss, hvort sem hún kann að syngja eða ekki,“ segir Cowell. „Málið með Kate er að hún er stjarna. Fólk tengir sig við hana og fær strax áhuga á henni,“ segir Co- well, sem sá Moss koma fram með Pete Doherty, kærasta sínum og söngvara hljómsveitarinnar Babys- hambles, á tónleikum í Dublin ný- verið. Cowell hefur hins vegar lítinn áhuga á Doherty. „Ég mundi aldrei gera samning við hann. Ég efast um að hann myndi nokkurn tímann mæta þangað sem hann á að mæta.“    Fólk folk@mbl.is hefur verið uppselt á fjölda tónleikahennar. Á næstunni kemur út nýsmáskífa frá sveitinni, „Patience“,sem er tekin af væntanlegri breið- skífu, Beautiful World. Nýjasta plata Robbie Williams, Rudebox, hefur hins vegar hlotið slæma dóma gagn- rýnenda. „Ef okkur gengur vel með plötuna held ég að það væru mikil mistök að hleypa honum aftur inn í hljómsveit- ina þar sem við þekkjum hann ekkert lengur,“ segir Donald. „Það getur vel verið að hinir séu á öðru máli en ég held að við þurfum ekki á honum að halda.“ Þegar sveitin kom saman á síðasta ári í tilefni af því að tíu ár voru liðin frá því að hún hætti höfðu hinir með- limirnir mikinn áhuga á að fá Robbie aftur til liðs við sig á tónleikum. Hann olli þeim hins vegar miklum von- brigðum með því að koma einungis fram sem tölvumynd sem varpað var á foss.    Meðlimir hljómsveitarinnar TakeThat hafa engan áhuga á að fá Robbie Williams aftur í hljómsveit- ina. Sveitin, sem var upphaflega skip- uð þeim Gary Barlow, Mark Owen, Jason Orange og Howard Donald auk Robbie Willi- ams, kom nýverið saman að nýju eftir tíu ára hlé, þó án Robbie. „Að hleypa ein- hverjum inn sem maður veit ekkert hvað er í gangi hjá er ekki góð hug- mynd,“ sagði Howard Donald í sam- tali við breska blaðið Daily Mirror. Take That hefur gengið mjög vel síðan sveitin kom saman að nýju og Kevin Federline hefur brugðistvið skilnaðarkröfu eiginkonu sinnar Britney Spears með því að fara fram á for- ræði yfir sonum þeirra tveimur, Sean Preston, eins árs, og Jayden James, tveggja mánaða, en Spears fer einnig fram á forræði þeirra í skilnaðarkröfu sinni. „Kevin er tilbú- inn til að ganga alla leið til að gera það sem hann telur sig þurfa að gera til að vernda og verja börnin og hann mun ekki láta hræða sig eða letja sig frá því að gera það,“ segir í yfirlýs- ingu sem lögfræðingur hans, Mark Kaplan, hefur sent frá sér. Þá segir að krafa hans sé sett fram sem svar við kröfu Spears og að svo virðist sem hún hafi krafist forræðis yfir börn- unum í flýti þar sem hún hafi séð fyr- ir að Federline myndi gera það. Í kröfu hans er þeim staðhæf- ingum Spears einnig mótmælt að ekki þurfi að skipta neinum sameig- inlegum eignum í málinu. Federline tekur hins vegar undir með Spears um að hann þurfi ekki að greiða henni framfærslueyri. Talið er að hjónin hafi undirritað kaupmála áður en þau gengu í hjóna- band árið 2004. Federline kom fram á tónleikum í Chicago í fyrrakvöld og sagði þá m.a.: „Hey, ég sé margar flottar dömur hér inni. Þið vitið að ég er frjáls mað- ur, er það ekki stelpur? Viljið þið dansa við dólg? Þarna sé ég flottan kvenmannsrass.“ Langalangafi bandaríska kvik-myndaleikarans Toms Cruise, sem hét Dylan Henry Mapother, flutti frá bænum Flint í Wales til Louisville í Ken- tucky árið 1850. Amma leikkon- unnar Halle Berry, sem hét Nellie Dicken, var níu mánaða gömul þegar hún sigldi frá Liver- pool árið 1912 með skipinu Merion til Fíladelfíu. Þá ferðaðist Mary MacLeod, móð- ir auðkýfingsins Donalds Trumps, frá Isle of Lewis í Skotlandi til Am- eríku með skipinu The Transylvania árið 1935. Þetta kemur m.a. fram við rannsókn á listum yfir farþega, sem sigldu frá Bret- landi til Banda- ríkjanna á ár- unum 1820 til 1960, en upplýsingarnar birtust í gær á bresku vefsíðunni ancestry.co- .uk, sem sérhæfir sig í ættfræði. Ancestry.co.uk er hluti af ætt- fræðineti sem veitir aðgang að um fimm milljónum skráa. Farþega- skrárnar, sem nú hafa verið birtar, sýna dagsetningar, brottfararstað, áfangastað, aldur, þjóðerni, starf, fjölskyldumeðlimi og tilgang ferðar.    / KEFLAVÍK OPEN SEASON m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BORAT kl. 8 - 10 B.I. 12 BÖRN kl. 8 B.I. 12 THE DEPARTED kl. 10 B.I. 16 MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI FLY BOYS kl. 8 - 10:30 B.I. 12 BARNYARD m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ BÖRN kl. 8 B.I. 12 THE DEPARTED kl 10 B.I. 16 Sýnd í Sambíóunum í Kringlunni og Keflavík Eruð þið tilbúin fyrir eina fyndnustu mynd allra tíma? eeeee THE MIRROR eeeee V.J.V. - Topp5.is T.V. - Kvikmyndir.com eeee S.V. MBL eeeee EMPIRE / ÁLFABAKKA FLY BOYS kl. 5 - 8 - 10:50 B.I. 12 FLY BOYS VIP kl. 8 - 10:50 ADRIFT kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12 THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 - 10:50 B.i. 16 THE DEPARTED VIP kl. 5 THE LAST KISS kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 12 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ BARNYARD m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ JACKASS NUMBER TWO kl. 4 - 8 B.i. 12 ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ / KRINGLUNNI ADRIFT kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.I.12 BORAT kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 12 THE DEPARTED kl. 8 - 10:45 B.I. 16 DIGITAL BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MATERIAL GIRLS kl. 4 - 6 LEYFÐ UPPRUNALEGU PARTÝ-DÝRIN ERU MÆTT Þú átt eftir að skemmta þér sjúklega vel. eeee H.Ó. MBL eee LIB Topp5.is eeee EMPIRE MAGAZINE FRÁ HANDRITSHÖFUNDI „MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR. MÖGNUÐ SPENNUMYND SEM STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI. SEX VINIR Á OPNU HAFI LEGGJA Í SIGLINGU LÍFS SÍNS… EN TIL AÐ ÞÚ NJÓTA FERÐARINNAR VERÐUR ÞÚ AÐ VERA UM BORÐ… FRÁ FRAMLEIÐANDA „THE PATRIOT“ OG „INDEPENDENCE DAY“ MEÐ ÞEIM JAMES FRANCO ÚR „SPIDERMAN“ MYNDUNUM OG JEAN RENO („THE DA VINCI CODE“). Munið afsláttinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.