Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  V og SV 18–28 m/s sunnanlands. Hægari f. norðan, hætt við vind- hviðum. Lægir með éljum. N 13–18 f. vestan í kvöld, snjó- koma á Vestfjörðum. » 8 Heitast Kaldast 5°C 3°C LISTSKÖPUN ungs fólks hefur ávallt skjól í Hinu hús- inu í miðbæ Reykjavíkur. Nú stendur Unglist, listahátíð unga fólksins, yfir og voru uppákomur af því tilefni í Hinu húsinu í gærkvöldi. Þrátt fyrir leiðindaveður lagði unga fólkið það á sig að mæta en þar var hópur fólks að stensla, leika tónlist og sýna myndlist. Frosti Gnarr var með stenslanámskeið sem Cather- ine Ness og fleiri viðstaddir sýndu mikinn áhuga. Unglist hefur verið árviss viðburður á haustdögum síðan 1992. Henni lýkur á morgun, laugardag. Morgunblaðið/Sverrir Sköpunargleðin í fyrirrúmi Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GJALDFALLIN vanskil Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) við heildsala á sviði lyfja og hjúkrunar- vara námu um 588 milljónum króna í lok september sl. og hafa að undan- förnu verið á bilinu 500–600 milljónir króna á hverjum tíma. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna (FÍS), segir að reikna megi með því að vegna þessara skulda þurfi LSH að greiða um 50 milljónir króna í dráttarvexti á ári. FÍS sendi fjármálaráðherra, heil- brigðisráðherra og forstjóra LSH bréf í lok september þar sem fram kemur að ástandið hafi farið versn- andi undanfarið. Hvorugur ráð- herrann hefur svarað bréfinu, né hefur svar borist frá forstjóra LSH. Heildsöluverð á lyfjum lækkað „Það er ekkert í fjárlagafrum- varpinu og ekkert í frumvarpi til fjáraukalaga sem bendir til þess að það eigi að koma einhver innspýting í þetta kerfi til að laga rekstur spít- alans,“ segir Andrés. Hann segir mikillar óánægju gæta innan fyrirtækja sem aðild eigi að FÍS vegna málsins. „Lyfjafyrirtæk- in gerðu samkomulag við heilbrigð- isyfirvöld fyrir rúmum tveimur ár- um, að okkar frumkvæði, um að koma heildsöluverði lyfja á svipað stig og á Norðurlöndunum. Nú um síðustu mánaðamót tók síðasti áfangi þess samkomulags gildi, og staðan er orðin sú að heildsöluverð lyfja á Íslandi er samkvæmt opinberum töl- um 6 til 7 prósentum lægra en í Dan- mörku.“ Lyfjafyrirtækin hafi því staðið við samkomulagið í einu og öllu, og hafi því átt von á að þess sæjust merki í því hvernig stærsti kaupandi lyfja hegðaði sér í viðskiptum.  LSH skuldar | 6 Skuldar birgjum um 600 milljónir Í HNOTSKURN »Sú upphæð sem Landspítali –háskólasjúkrahús greiðir í dráttarvexti vegna vanskila á greiðslum vegna lyfja og hjúkr- unarvara myndi duga fyrir kostnaði við 1.250 legudaga á spítalanum. »Samkvæmt bráðabirgða-uppgjöri LSH fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2006 námu drátt- arvaxtagreiðslur samtals 58 milljónum króna á þeim tíma. Morgunblaðið/ÞÖK Skuldir LSH skuldar milljónir vegna hjúkrunarvara og lyfja. FYRIR kvöld- dyrum, fyrsta ljóðabók skálds- ins Hannesar Péturssonar í 13 ár, kemur út í dag. „Ég vissi auðvitað að hann væri að yrkja,“ segir Páll Vals- son, útgáfustjóri Eddu útgáfu hf. Hann bætir við að það hafi þó ekki orðið alveg ljóst fyrr en í vor að bókin kæmi út í ár. Páll segir um ljóð bókarinnar að þar sé „ákveðin þróun jafnframt því sem þetta er ljóðabók eftir Hannes Pétursson, hans höfundareinkenni eru skýr. En það eru ýmsar nýj- ungar; hann er að tala við okkur um samtímann“. Leitað var viðbragða hjá nokkr- um bókmenntamönnum við útgáfu bókarinnar. „Mér finnst þetta góð tíðindi,“ segir Kristján Karlsson skáld. „Hannes Pétursson hefur náttúrlega merkilega stöðu í okkar skáldskap. Hann brúar bil milli gamals og nýs af mikilli snilld og eins og ég hef líklega sagt annars staðar, þá yrkir hann á því dýrlega máli sem var Kaupmannahafnar- íslenska, það er að segja máli Fjöln- ismanna. Og vitaskuld með nútíma- tilbrigðum.“ | 4 Fyrsta ljóða- bókin í 13 ár Hannes Pétursson TIL AÐ auka samkeppnishæfni Íslands sem „hafnar höfuðstöðva alþjóðlegra fyrirtækja“, mætti taka upp stiglækkandi tekjuskatt fyrirtækja. Þannig yrði almennt skatthlutfall fyrirtækja áfram 18% en skatthlutfall lækkaði hjá fyr- irtækjum á þeim skattskylda hagnaði sem væri umfram ákveðið mark. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um al- þjóðlega fjármálastarfsemi, en hún verður birt í dag. Í henni er fjallað um forsendur alþjóðlegrar fjár- málastarfsemi á Íslandi og reif- aðar hugsanlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi til að stuðla að slíkri starfsemi. Hagstæðara skatta- umhverfi verði í boði Í skýrslunni segir m.a. að hug- myndin um að efla alþjóðlega fjár- málastarfsemi hér á landi snúist um að veita hingað „alþjóðlegum fjármagnshreyfingum“. Gera land- ið að höfn höfuðstöðva alþjóðlegra fyrirtækja og mynda tekjustrauma sem með hóflegri skattlagningu yrðu mikilvæg tekjulind fyrir ís- lenska ríkið og uppspretta nýrra og arðbærra sérfræðistarfa. Að mati nefndarinnar gæti Ís- land mætt þeirri samkeppni sem ríkir um höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja með því að bjóða þeim hagstæðara skattalegt rekstrar- umhverfi en þekkist í nágranna- löndunum, án þess að flækja skatt- framkvæmd eða fórna skatt- tekjum, segir í skýrslunni. Ísland verði alþjóðleg lífeyrismiðstöð Nefndin fjallar um fleiri hug- myndir í skýrslu sinni, m.a. varð- andi Ísland sem alþjóðlega lífeyr- ismiðstöð. Aðalatriði þeirrar hugmyndar, segir í skýrslunni, er að nýta þá athygli sem íslenska líf- eyrissjóðakerfið vekur á alþjóða- vettvangi. Rök hafi verið færð fyr- ir því að hægt sé að markaðssetja íslenska lífeyrissjóðakerfið erlend- is.  Ísland sem höfn | 16 Skattur á fyrir- tæki fari lækkandi Samkeppni um alþjóðleg fyrirtæki mætt með hagstæðara skattaumhverfi VEÐURSTOFAN gerði ráð fyrir enn verra veðri suðvestanlands í morgun en geisaði um síðustu helgi og olli miklum usla. Búist var nú við fárviðri með vindhviðum upp í 45– 50 metra á sekúndu og voru lög- regla og björgunarsveitir í við- bragðsstöðu auk þess sem öllu flugi var frestað. Veðurstofan taldi að fárviðrið myndi skella á Reykjanesinu klukk- an 4–6 í morgun og hvasst yrði í all- an dag, þótt mesta rokið gengi yfir fyrri hluta dagsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg er minnt á óveðrið um síðustu helgi en þrátt fyrir að varúðarráðstöfunum hafi verið haldið á lofti hafi mikið verið um útköll vegna foks, ekki síst í kringum nýbyggingar. Með réttum ráðstöfunum hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta þess tjóns og þeirra óþæginda sem al- menningur varð fyrir. Af því tilefni vill Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera viðeigandi ráðstafanir. Icelandair ákvað í gær að fresta millilandaflugi til og frá Keflavík- urflugvelli fyrir hádegi í dag vegna fárviðrisins. Veðurstofan spáir talsverðum vindum næstu daga og óstöðugu vetrarveðri með norðanáttum og snjókomu norðanlands eftir helgi. Ofsaveðri spáð í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.