Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
V og SV 18–28
m/s sunnanlands.
Hægari f. norðan,
hætt við vind-
hviðum. Lægir með éljum. N
13–18 f. vestan í kvöld, snjó-
koma á Vestfjörðum. » 8
Heitast Kaldast
5°C 3°C
LISTSKÖPUN ungs fólks hefur ávallt skjól í Hinu hús-
inu í miðbæ Reykjavíkur. Nú stendur Unglist, listahátíð
unga fólksins, yfir og voru uppákomur af því tilefni í
Hinu húsinu í gærkvöldi. Þrátt fyrir leiðindaveður
lagði unga fólkið það á sig að mæta en þar var hópur
fólks að stensla, leika tónlist og sýna myndlist.
Frosti Gnarr var með stenslanámskeið sem Cather-
ine Ness og fleiri viðstaddir sýndu mikinn áhuga.
Unglist hefur verið árviss viðburður á haustdögum
síðan 1992. Henni lýkur á morgun, laugardag.
Morgunblaðið/Sverrir
Sköpunargleðin í fyrirrúmi
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
GJALDFALLIN vanskil Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss (LSH) við
heildsala á sviði lyfja og hjúkrunar-
vara námu um 588 milljónum króna í
lok september sl. og hafa að undan-
förnu verið á bilinu 500–600 milljónir
króna á hverjum tíma.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra stór-
kaupmanna (FÍS), segir að reikna
megi með því að vegna þessara
skulda þurfi LSH að greiða um 50
milljónir króna í dráttarvexti á ári.
FÍS sendi fjármálaráðherra, heil-
brigðisráðherra og forstjóra LSH
bréf í lok september þar sem fram
kemur að ástandið hafi farið versn-
andi undanfarið. Hvorugur ráð-
herrann hefur svarað bréfinu, né
hefur svar borist frá forstjóra LSH.
Heildsöluverð á lyfjum lækkað
„Það er ekkert í fjárlagafrum-
varpinu og ekkert í frumvarpi til
fjáraukalaga sem bendir til þess að
það eigi að koma einhver innspýting
í þetta kerfi til að laga rekstur spít-
alans,“ segir Andrés.
Hann segir mikillar óánægju gæta
innan fyrirtækja sem aðild eigi að
FÍS vegna málsins. „Lyfjafyrirtæk-
in gerðu samkomulag við heilbrigð-
isyfirvöld fyrir rúmum tveimur ár-
um, að okkar frumkvæði, um að
koma heildsöluverði lyfja á svipað
stig og á Norðurlöndunum. Nú um
síðustu mánaðamót tók síðasti áfangi
þess samkomulags gildi, og staðan
er orðin sú að heildsöluverð lyfja á
Íslandi er samkvæmt opinberum töl-
um 6 til 7 prósentum lægra en í Dan-
mörku.“
Lyfjafyrirtækin hafi því staðið við
samkomulagið í einu og öllu, og hafi
því átt von á að þess sæjust merki í
því hvernig stærsti kaupandi lyfja
hegðaði sér í viðskiptum.
LSH skuldar | 6
Skuldar birgjum
um 600 milljónir
Í HNOTSKURN
»Sú upphæð sem Landspítali –háskólasjúkrahús greiðir í
dráttarvexti vegna vanskila á
greiðslum vegna lyfja og hjúkr-
unarvara myndi duga fyrir
kostnaði við 1.250 legudaga á
spítalanum.
»Samkvæmt bráðabirgða-uppgjöri LSH fyrir fyrstu tíu
mánuði ársins 2006 námu drátt-
arvaxtagreiðslur samtals 58
milljónum króna á þeim tíma.
Morgunblaðið/ÞÖK
Skuldir LSH skuldar milljónir
vegna hjúkrunarvara og lyfja.
FYRIR kvöld-
dyrum, fyrsta
ljóðabók skálds-
ins Hannesar
Péturssonar í 13
ár, kemur út í
dag. „Ég vissi
auðvitað að hann
væri að yrkja,“
segir Páll Vals-
son, útgáfustjóri
Eddu útgáfu hf. Hann bætir við að
það hafi þó ekki orðið alveg ljóst
fyrr en í vor að bókin kæmi út í ár.
Páll segir um ljóð bókarinnar að
þar sé „ákveðin þróun jafnframt því
sem þetta er ljóðabók eftir Hannes
Pétursson, hans höfundareinkenni
eru skýr. En það eru ýmsar nýj-
ungar; hann er að tala við okkur
um samtímann“.
Leitað var viðbragða hjá nokkr-
um bókmenntamönnum við útgáfu
bókarinnar. „Mér finnst þetta góð
tíðindi,“ segir Kristján Karlsson
skáld. „Hannes Pétursson hefur
náttúrlega merkilega stöðu í okkar
skáldskap. Hann brúar bil milli
gamals og nýs af mikilli snilld og
eins og ég hef líklega sagt annars
staðar, þá yrkir hann á því dýrlega
máli sem var Kaupmannahafnar-
íslenska, það er að segja máli Fjöln-
ismanna. Og vitaskuld með nútíma-
tilbrigðum.“ | 4
Fyrsta ljóða-
bókin í 13 ár
Hannes Pétursson
TIL AÐ auka samkeppnishæfni
Íslands sem „hafnar höfuðstöðva
alþjóðlegra fyrirtækja“, mætti
taka upp stiglækkandi tekjuskatt
fyrirtækja. Þannig yrði almennt
skatthlutfall fyrirtækja áfram 18%
en skatthlutfall lækkaði hjá fyr-
irtækjum á þeim skattskylda
hagnaði sem væri umfram ákveðið
mark.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
nefndar forsætisráðherra um al-
þjóðlega fjármálastarfsemi, en hún
verður birt í dag. Í henni er fjallað
um forsendur alþjóðlegrar fjár-
málastarfsemi á Íslandi og reif-
aðar hugsanlegar breytingar á
laga- og reglugerðarumhverfi til
að stuðla að slíkri starfsemi.
Hagstæðara skatta-
umhverfi verði í boði
Í skýrslunni segir m.a. að hug-
myndin um að efla alþjóðlega fjár-
málastarfsemi hér á landi snúist
um að veita hingað „alþjóðlegum
fjármagnshreyfingum“. Gera land-
ið að höfn höfuðstöðva alþjóðlegra
fyrirtækja og mynda tekjustrauma
sem með hóflegri skattlagningu
yrðu mikilvæg tekjulind fyrir ís-
lenska ríkið og uppspretta nýrra
og arðbærra sérfræðistarfa.
Að mati nefndarinnar gæti Ís-
land mætt þeirri samkeppni sem
ríkir um höfuðstöðvar alþjóðlegra
fyrirtækja með því að bjóða þeim
hagstæðara skattalegt rekstrar-
umhverfi en þekkist í nágranna-
löndunum, án þess að flækja skatt-
framkvæmd eða fórna skatt-
tekjum, segir í skýrslunni.
Ísland verði alþjóðleg
lífeyrismiðstöð
Nefndin fjallar um fleiri hug-
myndir í skýrslu sinni, m.a. varð-
andi Ísland sem alþjóðlega lífeyr-
ismiðstöð. Aðalatriði þeirrar
hugmyndar, segir í skýrslunni, er
að nýta þá athygli sem íslenska líf-
eyrissjóðakerfið vekur á alþjóða-
vettvangi. Rök hafi verið færð fyr-
ir því að hægt sé að markaðssetja
íslenska lífeyrissjóðakerfið erlend-
is.
Ísland sem höfn | 16
Skattur á fyrir-
tæki fari lækkandi
Samkeppni um alþjóðleg fyrirtæki
mætt með hagstæðara skattaumhverfi
VEÐURSTOFAN gerði ráð fyrir
enn verra veðri suðvestanlands í
morgun en geisaði um síðustu helgi
og olli miklum usla. Búist var nú við
fárviðri með vindhviðum upp í 45–
50 metra á sekúndu og voru lög-
regla og björgunarsveitir í við-
bragðsstöðu auk þess sem öllu flugi
var frestað.
Veðurstofan taldi að fárviðrið
myndi skella á Reykjanesinu klukk-
an 4–6 í morgun og hvasst yrði í all-
an dag, þótt mesta rokið gengi yfir
fyrri hluta dagsins.
Í tilkynningu frá Landsbjörg er
minnt á óveðrið um síðustu helgi en
þrátt fyrir að varúðarráðstöfunum
hafi verið haldið á lofti hafi mikið
verið um útköll vegna foks, ekki
síst í kringum nýbyggingar. Með
réttum ráðstöfunum hefði verið
hægt að koma í veg fyrir hluta þess
tjóns og þeirra óþæginda sem al-
menningur varð fyrir. Af því tilefni
vill Landsbjörg brýna fyrir fólki að
gera viðeigandi ráðstafanir.
Icelandair ákvað í gær að fresta
millilandaflugi til og frá Keflavík-
urflugvelli fyrir hádegi í dag vegna
fárviðrisins.
Veðurstofan spáir talsverðum
vindum næstu daga og óstöðugu
vetrarveðri með norðanáttum og
snjókomu norðanlands eftir helgi.
Ofsaveðri
spáð í dag