Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 11

Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 11 FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LÍKUR eru á því að Indland opni sendiráð hér á landi þegar á næsta ári. Þetta kom fram í samtali Sól- veigar Pétursdóttur, forseta Alþing- is, við utanríkisráðherra Indlands, en Sólveig er þessa dagana í opinberri heimsókn á Indlandi ásamt sendi- nefnd frá Alþingi. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta Alþingis til Indlands, og í gær átti Sólveig m.a. fundi með forseta Indlands og varaforseta landsins – sem einnig er forseti efri deildar þingsins, og utanríkisráðherra Ind- lands. Forseti neðri deildar þingsins bauð svo sendinefndinni til hádeg- isverðar í gær þar sem tækifæri gafst til að hitta fjölmarga þingmenn, en samanlagt eru á níunda hundrað þingmenn í tveimur deildum ind- verska þingsins frá 37 flokkum. For- seti neðri deildarinnar lýsti yfir áhuga á áframhaldandi samskiptum og bauð Sólveig honum í heimsókn hingað til lands ásamt sendinefnd þingmanna. „Bæði Alþingi og indverska þingið líta á þessa heimsókn sem upphaf tví- hliða samskipta, og mikilvægan lið í auknum samskiptum landanna. Eins og við bentum á er Ísland með elsta þjóðþing í heimi og Indland er stærsta lýðræðisríki í heimi, þannig að það er mjög við hæfi að þingin hefji tvíhliða samskipti sín á milli,“ sagði Sólveig í samtali við Morg- unblaðið. Sólveig segir að á fundum gær- dagsins hafi hún minnt á framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og hvatt til þess að Alþingi og indverska þingið styddu gerð frí- verslunarsamnings á milli EFTA- ríkjanna og Indlands. Forsetinn vill kenna á Íslandi „Forseti Indlands [A.P.J. Abdul Kalam] minntist heimsóknar sinnar til Íslands, og lýsti yfir áhuga á því að koma aftur til landsins þegar kjör- tímabili hans sem forseta væri lokið, jafnvel til tímabundinnar háskóla- kennslu,“ sagði Sólveig. Hún sagði Kalam hafa haft sérstakan áhuga á samstarfi við Ísland á þremur svið- um; á sviði jarðskjálftavarna, úthafs- veiða og fjárfestinga. „Það var mjög áhugavert að ræða við hann um þau vandamál sem Ind- land, þetta stærsta lýðræðisríki í heimi og fjölmenningarsamfélag, er að fást við, en um 230 milljónir Ind- verja lifa undir fátæktarmörkum. Ríkisstjórnin vinnur markvisst að því að auka hagvöxt, og ná þeim verst settu upp úr fátæktinni, en það er ljóst að mikið átak þarf í heilbrigðis- og menntamálum.“ Góðir möguleikar á fríverslun Á fundi Sólveigar með utanrík- isráðherra Indlands, Natwar Singh, var m.a. rætt um baráttuna gegn hryðjuverkum, framlög til frið- argæslu og viðskiptamál. Einnig ræddi Singh um málefni Kasmír- héraðs, og sagðist hann hóflega bjartsýnn á lausn deilunnar milli Ind- lands og Pakistan um héraðið. „Utanríkisráðherrann var jákvæð- ur gagnvart auknum samskiptum á milli Íslands og Indlands, og virtist vel upplýstur um þau mál. Hann taldi jafnframt góða möguleika á því að EFTA-ríkin og Indland gætu samið um fríverslun sín á milli. Hann fagn- aði opnun íslenska sendiráðsins í Delhí, og fannst það mikilvægt,“ sagði Sólrún. „Ennfremur taldi hann líkur á því að Indverjar muni opna sendiráð á Íslandi á næsta ári.“ Indverskt sendiráð á Íslandi árið 2007? Ljósmynd/Auðunn Atlason Viðræður Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ásamt Sonath Chatterjee, forseta neðri deildar indverska þings- ins, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Sigríði Önnu Þórðardóttur og í bakgrunni er Jón Kristjánsson. Í HNOTSKURN »Indland er stærsta lýðræð-isríki í heimi, en íbúafjöld- inn í landinu er talinn vera tæpur 1,1 milljarður. » Indland er um 3,3 milljónirferkílómetra, eða um 32 sinnum stærra landsvæði en Ísland. »Á Indlandi búa um 330 íbú-ar á hverjum ferkílómetra, samanborið við u.þ.b. 3 íbúa á ferkílómetra á Íslandi. »Um þriðjungur Indverjatalar þjóðartunguna, hindi, en þar eru einnig töluð 14 önnur opinber tungumál, svo sem bengali, telugu, urdu, punjabi, sanskrit o.fl. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- nefnd hefur brugðist við athuga- semdum læknaráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss og hefur nú óskað eftir umsögn yfirstjórnar Landspít- ala –háskólasjúkrahúss um frumvarp til nýrra laga um heilbrigðisþjónustu. Læknaráð hefur einnig verið beðið um umsögn og er það í fyrsta skipti sem það er gert við gerð frumvarps- ins. Að sögn Ástu Möller, varafor- manns nefndarinnar, urðu mistök til þess að það láðist að óska eftir um- sögn frá sjúkrahúsinu og þau hefðu nú verið leiðrétt. Bæði hún og Guðjón Ólafur Jónsson, formaður nefndar- innar, sögðu að nefndin myndi ekki fjalla formlega um málið fyrr en eftir áramót. Haustið 2003 var skipuð nefnd til að semja frumvarp til nýrra laga um heilbrigðisþjónustu. Í febrúar 2006 sendi nefndin frumvarpsdrög til 101 aðila til umsagnar og í kjölfarið voru nokkrar breytingar gerðar á frum- varpinu. Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðisráðherra, mælti síðan fyrir frumvarpinu á Alþingi hinn 3. nóv- ember sl. og er það nú til meðferðar hjá heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins. Skipulagi sjúkrahússins kollvarpað Í bréfi sem Páll Torfi Önundarson, varaformaður Læknaráðs, sendi nefndarmönnum á föstudag fyrir hönd stjórnar ráðsins, sagði hann að þau óheppilegu mistök hefðu orðið í meðferð málsins að þrátt fyrir að nefndin leitaði eftir umsögn yfir 100 aðila hinn 10. nóvember hefði hún ekki leitað umsagnar hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Því færi stjórn- in fram á að nefndin sendi formlega beiðni til yfirstjórnar sjúkrahússins um þetta frumvarp og hún myndi síð- an samkvæmt lögum leita formlegs álits læknaráðs og annarra fagaðila innan stofnunarinnar. Þá vakti hann sérstaka athygli á að á engu stigi þessa stóra máls hefði frumvarpinu verið vísað til formlegrar álitsgerðar hjá læknaráði sjúkrahússins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Torfi að í lagafrumvarpinu væri skipulagi sjúkrahússins kollvarpað. Í núgildandi lögum um heilbrigðis- þjónustu væri ábyrgð innan sjúkra- hússins vel skilgreint en samkvæmt því bæru yfirlæknar faglega og fjár- hagslega ábyrgð á rekstri hverrar sérgreinar. Í frumvarpinu væri felld niður lagagrein um að yfirlæknar væru faglegir forystumenn, án þess að þeirrar breytingar væri að nokkru getið í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu. „Þetta er meiriháttar breyting því þetta eru hornsteinar þjónustunnar,“ sagði hann. Í nýja frumvarpinu væru ekki skilgreindir hverjir væru yfir- menn lækninga, fyrir utan lækninga- forstjórann, og forstjóri sjúkrahúss- ins réði því einn hvernig skipurit sjúkrahússins yrði. Jafnframt yrði verulega dregið úr gæðum hæfnis- mats. „Þetta eru skref áratugi aftur á bak og færir forstjóranum alræðis- vald,“ sagði hann. „Það getur vel verið að það sé eitt og annað í þessu frumvarpi sem horf- ir til bóta varðandi aðra þætti heil- brigðisþjónustunnar en það sem snýr að Landspítalanum er hrein aftur- för.“ Yfirstjórn og lækna- ráð veiti umsagnir Ekki áður óskað eftir formlegri af- stöðu læknaráðs Morgunblaðið/Þorkell Áhrif Varaformaður læknaráðs segir að breytingar á skipulagi Landspít- alans með nýju frumvarpi séu til óþurftar og færi forstjóra alræðisvald. Eftir Andra Karl andri@mbl.is AFAR misjafnt er hversu mörg til- boð berast í þær ríkisjarðir sem auglýstar eru til sölu á frjálsum markaði og ræður staðsetning þar mestu um, segir verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum. Hann segir vaxandi eftirspurn eftir ríkisjörðum og verðið fara hækkandi. Þrjár ríkis- jarðir hafa verið seldar það sem af er þessu ári og eru tvær í sölumeð- ferð. Samkvæmt fjárlögum ársins er hins vegar heimild til sölu á um þrjátíu jörðum á árinu. Þrjár jarðir seldar í ár Árið 2004 voru tólf ríkisjarðir seldar á frjálsum markaði, í fyrra voru þær fjórar og það sem af er þessu ári hafa þrjár jarðir verið seldar og tvær eru í sölumeðferð. Þrátt fyrir vaxandi eftirspurn virð- ist sem afar lítill hluti þeirrar heim- ildar sem gefin er í fjárlögum sé nýttur ár hvert. Jóhanna Lind Elí- asdóttir, deildarsérfræðingur hjá landbúnaðarráðuneytinu, segir ástæður þess afar margbreytilegar en þá helstu vera hversu erfiðlega gangi að koma jörðunum í sölu. „Það er svo mikil vinna við að selja þessar jarðir, víða koma t.a.m. upp ágreiningsmál vegna landamerkja og getur tekið gríðarlega langan tíma að vinna úr slíku áður en hægt er að auglýsa jörðina til sölu.“ Liggja ekki á jörðum Jóhanna Lind segir ráðuneytið ekki liggja á jörðum sem ekki er verið að ráðstafa, af því sé enginn hagur og fremur sé vilji til þess að selja fleiri jarðir. Mismunandi fjölda á seldum jörðum milli ára má hins vegar skýra með því hversu mörg vandamál komi upp og þurfi að leysa úr. Eitt árið séu því hugs- anlega seldar jarðir sem hafa verið í vinnslu í mörg ár en á því næsta komi upp óvenjumörg vandamál sem tefji söluferlið. Gera má ráð fyrir að fleiri jarðir verði seldar á næsta ári en þessu en samkvæmt því sem kemur fram í frumvarpi um fjárlög ársins 2007 er gert ráð fyrir að söluhagnaður af seldum ríkisjörðum á næsta ári verði 200 m.kr. en í ár var áætlað að hann yrði 40 m.kr. „Okkur langar alltaf að vera duglegri en síðast þannig að við myndum gjarnan vilja selja fleiri jarðir en við ger- um,“ segir Jóhanna en áréttar að það sé ekki á könnu landbúnaðar- ráðuneytisins að áætla söluhagnað jarðasölu. Mismunandi hversu mörg tilboð berast Ríkiskaup sjá um að auglýsa jarðirnar til sölu og segir Birgir Guðmundsson verkefnisstjóri afar mismunandi hversu mörg tilboð berast. Að meðaltali má þó segja að eftirspurnin hafi farið vaxandi og verðið hækkað. Til dæmis segir hann 20–30 hektara jörð austur í Árnes- eða Rangárvallasýslu verð- lagða miklu hærra en t.a.m. 100– 200 hektara jörð í Þingeyjarsýslu. Aukin eftirspurn eftir ríkisjörðum og hærra verð Í HNOTSKURN » Flestar ríkisjarðir sem seld-ar hafa verið á undanförnum árum hafa ábúendur þeirra eða sveitarfélög keypt. » Í núgildandi fjárlögum ersala heimiluð á um 30 jörðum og jarðarpörtum sem eru á for- ræði landbúnaðarráðuneytisins. » Þar er hins vegar aðeins umað ræða heimild til sölu jarðanna en ekki endanlega ákvörðun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.