Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 15

Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 15 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is LÖGMENN Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, fögnuðu í gær niðurstöðum Mannréttindavakt- arinnar (Human Rights Watch) en í nýrri skýrslu samtakanna segir að réttarhöldin yfir Saddam vegna glæpa gegn mannkyni hafi í grund- vallaratriðum verið gölluð. Fóru þeir fram á það í gær að mannréttinda- samtök hvarvetna gripu til aðgerða til að binda enda á „skrípaleikinn“. „Við erum ánægðir með þessa skýrslu. Hún staðfestir það sem við höfum ítrekað sagt: þessi dómstóll er óréttlátur og ólöglegur,“ sagði Khalil al-Dulaimi, aðalverjandi Saddams. Annar lögmaður Saddams, Jórdan- inn Ziad Najdawi, tók í sama streng. „Þessi skýrsla kemur seint en við erum samt ánægðir með að það skuli vera til samtök sem gera sér grein fyrir sannleikanum og hafa stillt sér upp við hlið réttlætisins,“ sagði hann. Saddam var 5. nóvember sl. dæmd- ur til dauða fyrir morðin á 148 sjítum í þorpinu Dujail árið 1982. Í skýrslu Mannréttindavaktarinnar segir hins vegar að réttarhöldin hafi einkennst af svo mörgum réttarfarslegum van- köntum að úrskurðurinn sé ótraust- ur. „Dómstóllinn fyrirgerði mikil- vægu tækifæri til að sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt til handa írösku þjóðinni. Og sú ákvörðun að dæma [Saddam] til dauða eftir svo ósanngjörn réttarhöld er óverjandi,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Nehal Bhuta, sem samdi skýrslu Mannrétt- indavaktarinnar. Byggir hann mat sitt á tugum viðtala og jafnframt var grannt fylgst með réttarhöldunum sjálfum. Úrskurðurinn yfir Saddam var í gær sendur áfrýjunardómstól í Bag- dad, en þar með er áfrýjunarferlið farið af stað. Sérfræðingar segja að þetta ferli geti tekið marga mánuði en Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði hins vegar eftir að dómur féll að hann gerði ráð fyrir að Saddam yrði hengdur fyrir árslok. Fagna gagnrýni Mann- réttindavaktarinnar Saddam Hussein London. AFP. | Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnaforingi rússnesku leyniþjónustunnar, var fluttur í gjör- gæslu á sjúkrahúsi í London í gær vegna veikinda sem talin eru stafa af því að eitrað hafi verið fyrir hann. Talsmaður rússnesku leyniþjón- ustunnar sagði að hún tengdist á engan hátt veikindum Litvinenkos. „Rússneskar leyniþjónustustofnanir hafa ekki byrlað mönnum eitur eða framið morð með öðrum hætti í lang- an tíma,“ sagði hann. Sjúkrahúsið lét fjölmiðlum í té fyrstu myndirnar sem birtar hafa verið af Litvinenko á sjúkrabeðnum. Vinir njósnarans fyrrverandi ítrekuðu ásakanir sínar um að stjórnvöld í Rússlandi hefðu látið leyniþjónustuna eitra fyrir hann. Litvinenko hafði gagnrýnt Vlad- ímír Pútín, forseta Rússlands, og skrifað tvær bækur þar sem hann sakaði leyniþjónustuna um glæpa- starfsemi og hryðjuverk. Hann flúði til Bretlands fyrir sex árum. Bera af sér eiturbyrlun Reuters Fárveikur Alexander Litvinenko á sjúkrabeðnum í London í gær. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði á blaðamannafundi með Hamid Karzai, forseta Afganistans, í Kabúl í gær að lyktir hryðjuverka- stríðsins svonefnda myndu ráðast þar í landi. Brýndi hann jafnframt breska hermenn í landinu til dáða þegar hann hitti þá, sagði að þeirra framlag myndi ráða úrslitum um öryggi í heimi hér á 21. öldinni. Reuters Afganistan mikilvægt FYRIR KL. 9.00. FYRIR KL. 12.00. EKKERT STÖÐVAR OKKUR. DHL kemur sendingum til Bandaríkjanna eftir mörgum leiðum. DHL er með heimsins stærsta flutn- ingsnet og kemur pakkanum þínum fljótt á áfangastað. Á réttum tíma. Þess vegna er DHL álitið eitt áreiðanlegasta flutningafyrirtæki í Bandaríkjunum. Ekkert fær stöðvað okkur. Ráðgjafar okkar eru í viðbragðsstöðu núna, það er ekki eftir neinu að bíða. HRINGDU Í SÍMA 535 1100 EÐA HEIMSÆKTU VEFINN OKKAR, WWW.DHL.IS, TIL AÐ SENDA PAKKANN AF STAÐ NÚNA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.