Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 17 menning ÞAU Magni, Dilana, Toby, Storm og húsbandið úr Rock Star: Super- nova-þáttunum mæta til leiks á tón- leikum í Laugardalshöllinni 30. nóvember nk. auk þess sem hljóm- sveitin Á móti sól mun hita upp með lögum af væntanlegri plötu sveitar- innar. Vegna mikillar eftirspurnar hefur aukatónleikum verið bætt við 1. desember í Laugardalshöllinni. Miðasala á aukatónleikana 1. des- ember hefst í dag, þriðjudag, kl. 12 hjá midi.is og í verslunum Skíf- unnar. Þá er einnig hægt að nálgast miða hjá verslunum BT á Akureyri og Egilsstöðum, að því er segir í til- kynningu. Ljósmynd/Matthias Ingimarsson Félagar Þeir Magni og Toby taka saman lagið fyrir margt löngu. Rock Star – aukatónleikar SKUGGINN nær yfirhöndinni í nýrri óperu eftir þau Karólínu Eiríksdóttur og Sjón, en hún var frumsýnd á föstudagskvöldið. Óper- an, sem ber nafnið Skuggaleikur, er byggð á sögu eftir H.C. Andersen, og fjallar um rithöfund er missir valdið á skugganum sínum. Þetta hljómar kannski súrreal- ískt, en er það í rauninni ekki. Sál- fræðingurinn Carl Jung sagði skuggann tákna þá eiginleika í fari mannsins sem hann vill yfirleitt ekki viðurkenna að hann sjálfur búi yfir – en þolir ekki í öðrum. Þegar hroki, hefnigirni eða öfund stýrir gjörðum manns, þá hefur skugginn náð yfir- höndinni. Í óperunni er aðalsögupersónan rithöfundur, en hinar þrjár persón- urnar eru hliðar á honum sjálfum. Þetta eru skugginn – sjálfumgleðin og hrokinn sem er allsráðandi í vit- und rithöfundarins – og tvær kven- persónur, skáldagyðjan og skugga- hlið hennar, prinsessan. Skálda- gyðjan er annað tákn sem Jung fjallaði töluvert um. Hún er aníman eða sálin sem tengir okkur við hið guðlega, en prinsessan verður til þegar hrokinn og sjálfumgleðin hef- ur spillt sálinni, myrkvað hana, líkt og tunglmyrkvinn undirstrikar í lok óperunnar. Í búningum og leikmynd Messí- önu Tómasdóttur er hið táknræna sterkt. Skugginn er í fyrstu ein- kennilega kynlaus tvívíddarmynd en ummyndast svo í kirkjugarðs-vúdú- guðinn Baron Samedi og endar sem H.C. Andersen sjálfur, en það er ótrúlega vel útfært af Messíönu. Allt útlit sýningarinnar skapar mergjað andrúmsloft; það eitt og sér gerir óperuna þess virði að sjá. Hið illa er gamalt Sagan er líka grípandi, og þótt ég hafi bent á táknfræðina í henni út frá hugmyndum Jungs, má vissulega skilja verkið á fleiri vegu. Hið illa er gamalt eins og arabískt máltæki segir, og hvort illskan á upptök sín í mannssálinni eða í einhverjum frum- spekilegum víddum tilverunnar er spurning sem ég ætla ekki að reyna að svara hér. Annarlegt andrúmsloft er í öllu falli áberandi í verkinu og það er vel hægt að ímynda sér að skugginn geti öðlast sjálfstætt líf, jafnvel orðið andsetinn. Samt er húmorinn fyrirferðar- mikill og mörg atriði í óperunni eru kostuleg. Sumar setningar á borð við „þegar prinsessan er komin í skap til að hengja, þá verður hún að fá að hengja“ eru eftirminnilegar. Því er töluverð synd hve oft gekk erfiðlega að skilja það sem söngvar- arnir sungu. Óneitanlega hefði textavél gert sýninguna markvissari og aðgengilegri. Tónlist Karólínu er í svipuðum stíl og annað sem hún hefur samið. Hún er hófstillt, nánast rislítil, sem er bæði kostur og galli. Hún skyggir ekki á magnað leikritið, en nær að sama skapi ekki að styðja við sögu- þráðinn. Útkoman er nokkuð flat- neskjulegt á köflum. Eyjólfur frábær Söngvararnir eru fjórir eins og áð- ur hefur komið fram. Þetta eru Eyj- ólfur Eyjólfsson tenór, en hann er rithöfundurinn; Sverrir Guðjónsson kontratenór er í hlutverki skuggans; Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran er skáldagyðjan og Ásgerður Júníus- dóttir mezzósópran er prinsessan. Eyjólfur var frábær á frumsýn- ingunni; söngurinn var guðdómleg- ur, textaframburður skýr og leikur- inn sannfærandi. Sverrir var líka trúverðugur; per- sóna hans var gædd ákveðnum tóm- leika, meira að segja þegar hann var sigri hrósandi í lok verksins. Ég var hinsvegar ekki eins ánægður með sönginn; vel má vera að hann hafi átt að vera ögn holur, en ef það er rétt, þá virkaði það ekki sem skyldi. Röddina skorti litbrigði sem gerði sönginn einhæfan. Textaframburði var auk þess ábótavant. Ingibjörg stóð sig að mörgu leyti ágætlega; hún söng fallega þótt nokkuð erfitt hafi verið að skilja hana. Leikurinn var hinsvegar frem- ur stirður; vissulega er skáldagyðjan ójarðnesk, en hún má samt ekki vera vélræn. Ásgerður var hinsvegar stór- skemmtileg sem hin illa prinsessa; kraftmikill söngurinn var glæsilegur og persónan sjálf ljóslifandi. Almennt talað er leikstjórn Messí- önu og Ástrósar Gunnarsdóttur vel heppnuð. Það „gerist“ að vísu ekki mikið á sviðinu, en það undirstrikar þó hið innhverfa í verkinu. Kyrr- staðan sýnir að sagan á sér stað í sál aðalpersónunnar, ekki í hinum ytri heimi. Engu að síður er kyrrstaðan stundum fullmikil, sérstaklega í tón- listinni, eins og áður hefur komið fram. Lítil kammersveit undir stjórn Guðna Franzsonar spilaði yfirleitt prýðilega þarna um kvöldið og þær fáeinu misfellur sem voru greinan- legar verða örugglega horfnar á næstu sýningu. Í það heila er Skuggaleikur at- hyglisverð ópera sem oft nær sterku andrúmslofti. Þótt tónmálið sé fram- andi er leikritið einstaklega heillandi og þeir sem hafa áhuga á skugga- hliðum tilverunnar ættu ekki að missa af sýningunni. Skugginn drottnar TÓNLIST Íslenska óperan Tónlist: Karólína Eiríksdóttir. Leikgerð og söngtexti: Sjón. Leikstjórn: Messíana Tómasdóttir og Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd, brúður, grímur og búningar: Messíana Tómasdóttir. Hljómsveitar- stjóri: Guðni Franzson. Söngvarar: Eyjólf- ur Eyjólfsson, Sverrir Guðjónsson, Ingi- björg Guðjónsdóttir og Ásgerður Júníus- dóttir. Föstudagur 18. nóvember. Skuggaleikur Jónas Sen Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skuggaleikur „Þeir sem hafa áhuga á skuggahliðum tilverunnar ættu ekki að missa af sýningunni,“ segir meðal annars í gagnrýni Jónasar Sen. Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is SPEEDBALL blettahreinsir skotvirkar á erfi›a bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er ú›a› beint úr brúsanum á blettinn og sí›an flurrka›. fiarf ekki a› skola. Skilur ekki eftir leifar. Prófa›u SPEEDBALL – hann hreinlega virkar! * Tilbo› gildir til 30. nóvember 2006 e›a á me›an birg›ir endast. 25% afsláttur* HREINLEGA VIRKAR Á BLETTINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.