Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 19
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavíkurflugvöllur | „Það hefur
gengið vonum framar. Sömu menn
eru að vinna verkin og áður en yf-
irstjórnin færðist til,“ segir Frið-
þór Eydal, þegar hann er spurður
hvernig gengið hafi að bæta nýjum
verkefnum við starfsemi Flug-
stjórnar á Keflavíkurflugvelli.
Friðþór er kunnur fyrir störf sín
sem upplýsingafulltrúi varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli í 23 ár en
tók í byrjun október við starfi sem
fulltrúi hjá flugvallarstjóranum á
Keflavíkurflugvelli og hefur þar
svipuð störf með höndum.
Umferð um Keflavíkurflugvöll
hefur aukist mikið á undanförnum
árum. Á síðasta ári lentu þar tæp-
lega 11.500 flugvélar á móti liðlega
4.000 vélum tuttugu árum fyrr.
Vöruflutningar hafa margfaldast á
sama tíma. Hlutverk Keflavíkur-
flugvallar hefur einnig breyst
verulega. Fyrir tveimur áratugum
voru tveir þriðju hlutar allra flug-
hreyfinga vegna umferðar herflug-
véla en það hefur smám saman
snúist við og borgarlegt flug tekið
yfir. Eftir brottför varnarliðsins á
dögunum er þáttur hernaðarflugs
orðinn hverfandi.
Flugmálastjórn Keflavíkurflug-
vallar fer með stjórnsýsluvald á
flugvellinum í umboði utanríkis-
ráðuneytisins og annast stjórn
flugstarfsemi og eftirlit með því að
lögum, reglum og alþjóðlegum
skuldbindingum um rekstur flug-
tengdrar starfsemi sé fylgt.
Þegar varnarliðið hvarf af land-
inu tók stofnunin við ýmsum verk-
efnum sem varnarliðið hafði ann-
ast, meðal annars slökkviliði og
snjóruðningsdeild, einnig rekstri
og viðhaldi flugleiðsögutækja og
annars öryggisbúnaðar. Við þetta
fjölgaði um 130 manns hjá Flug-
málastjórninni og eru starfsmenn
nú liðlega 200.
Liðnir tímar
Friðþór Eydal hóf störf á Kefla-
víkurflugvelli á árinu 1982 sem eld-
varnaeftirlitsmaður en ári síðar
tók hann til starfa sem upplýsinga-
fulltrúi hjá varnarliðinu og hefur
gegnt því starfi óslitið frá þeim
tíma. „Þetta var orðið ágætt,“ segir
Friðþór um tímamótin. Hann seg-
ist ekki sjá eftir gamla starfinu,
segir að það væri eins og að tala um
að sjá eftir æsku sinni.
Hann segir að vissulega hafi ver-
ið mikið umleikis hjá varnarliðinu
um tíma og því mikið um að vera í
hans starfi. „En þeir tímar eru
löngu liðnir. Þetta hefur verið mik-
ið í föstum skorðum á undanförn-
um árum,“ segir Friðþór. Starf-
semin hefur smám saman dregist
saman og síðan kom að því að allir
íslensku starfsmennirnir sem eftir
voru fengu uppsagnarbréf í vor.
Friðþór var í hópi þeirra síðustu
sem létu af störfum. En fór aðeins
á milli bygginga á Vellinum.
Spurður að því hvort ekki hafi
verið erfitt að vinna að upplýsinga-
málum hjá her þar sem leynd þarf
að hvíla yfir vissum atriðum, eðli
málsins samkvæmt, sagðist hann
ekki hafa upplifað hlutina þannig.
„Það lá mjög vel fyrir hvað átti að
fara leynt, maður þurfti ekki að
ganga að neinu gruflandi um það.“
Hann segir að leyndin hafi aðallega
verið um aðferðir, staðsetningu
herliðs og fyrirætlanir. „Ég tel að
þetta séu ekki ósvipaðar reglur og
þurfa að gilda í fyrirtækjum og
stofnunum,“ segir Friðþór.
Skrifar söguna
Friðþór hefur aflað sér mikils
fróðleiks um sögu Keflavíkurflug-
vallar og varnarliðsins á löngum
tíma í starfi þar. Fyrir nokkrum
árum gaf hann út tvær bækur sem
tengjast söguáhuga hans á þessu
sviði. Hann er núna að vinna að
sögu Keflavíkurflugvallar og varn-
arliðsins á eigin vegum. Vonast
hann til að fyrri bókin, með sögu
Keflavíkurflugvallar þangað til
varnarliðið kom, geti komið út á
næsta ári. Í síðara bindinu ætlar
hann að fjalla um sögu varnarliðs-
ins frá upphafi til enda, einkanlega
um það hvert hlutverk varnarliðs-
ins var og hvernig það starfaði.
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi færði sig milli vinnustaða á Keflavíkurflugvelli
„Þetta var orðið ágætt“
Upplýsingar Þótt Friðþór Eydal hafi fært sig um set hefur hann enn
mikinn áhuga á upphafi Keflavíkurflugvallar og sögu varnarliðsins.
Í HNOTSKURN
»Flugmálastjórn Keflavík-urflugvallar fer með
stjórnsýsluvald á flugvellinum
og annast stjórn flugstarf-
semi.
»Hún annast flugumferð-arþjónustu og stýrir flug-
umferð.
»Stofnunin annast flug-vernd og flugöryggi og
ber m.a. ábyrgð á öryggisleit.
»Slökkvilið og snjóruðn-ingur er meðal nýrra
verkefna.
Reykjanesbær | Hin ár-
lega samkeppni um
Ljósahús Reykjanes-
bæjar er nú að hefjast
en sú hefð hefur skap-
ast í Reykjanesbæ að
þar er byrjað snemma
að skreyta húsin og
mikið er skreytt.
Óskað er eftir tilnefn-
ingum um ljósahús en
einnig verða veittar við-
urkenningar fyrir sérstakt jólahús, jóla-
götuna, fjölbýlishúsið og best skreytta
verslunargluggann.
Öll hús sem tilnefnd verða, verða sett á
kort og því geta íbúar og aðrir gestir farið
í sérstakan „ljósarúnt í Reykjanesbæ“.
Kortið verður hægt að nálgast á vef
Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is og á
næstu bensínstöð, segir í fréttatilkynningu
frá Reykjanesbæ.
Menningar-, íþrótta- og tómstundsvið
Reykjanesbæjar stendur fyrir samkeppn-
inni í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja.
Frestur til tilnefninga rennur út 11. des-
ember. Úrslit verða kynnt 14. desember.
Auglýst eftir til-
lögu að ljósahúsi
Gamli slökkvibíll-
inn er skreyttur.
Reykjanesbær | Jólaævintýri í Reykja-
nesbæ er yfirskrift markaðar sem haldinn
verður á Njarðvíkurfitjum í Reykjanesbæ
á aðventunni.
Rekstraraðilar jólaævintýrisins bjóða
öllum góðgerðarfélögum og íþrótta-
félögum bás að kostnaðarlausu í einn dag
sem þau geta notað til þess að selja vörur.
Jólaævintýri er haldið í samstarfi við
Reykjanesbæ en framkvæmdastjóri er
Helga Steinþórsdóttir.
Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að
ýmsar uppákomur verða fyrir jólin svo
sem tónleikar, jólasveinar koma í heim-
sókn, jólatré verða seld og margt fleira,
segir í tilkynningunni.
Jólamarkaður
í Reykjanesbæ
Eftir Sigurð Sigmundsson
Þjórsárdalur | Lokið er við að hlaða
upp vörður á Sprengisandsvegi hin-
um forna en vörðurnar voru upp-
haflega hlaðnar sumarið 1906. Af
þessu tilefni komu Vörðuvinir sam-
an í Hallslaut í Þjórsárdal þar sem
afhjúpaður var skjöldur sem festur
verður á eina vörðuna.
Fyrir þessu framtaki standa
Vörðuvinir, hópur sem telur um
fimmtíu manns úr Gnúpverjahreppi
hinum forna, af Suðurlandi og við
sunnanverðan Faxaflóa.
Upphaf framtaksins er rakið til
ársins 1990 að fjallmenn úr Gnúp-
verjahreppi lentu í miklum snjó og
ófærð og þurftu á vörðunum að
halda. Greindi Sigrún Bjarnadóttir
í Fossnesi, formaður Vörðufélags-
ins, frá upphafi og sögu fé-
lagsskaparins. Vörðuvinafélagið var
síðan stofnað 15. nóvember árið
2002. Tilgangur félagsins er að end-
urreisa og halda við vörðum á
Sprengisandsleið hinni fornu sem
eru alls 425, vestan Þjórsár.
Félagsmenn hafa hlaðið upp
margar vörður á ári. Búið er að fara
sextán vinnuferðir, að sögn Sigrún-
ar. Verkinu lauk á þessu ári, eins og
stefnt var að, enda eru nú 100 ár lið-
in frá því vörðurnar voru hlaðnar.
Og Sigrún heldur áfram: „Til að
byrja með fengum við til okkar
Björn Hrannar Björnsson, hleðslu-
mann frá Skriðufelli, til að kenna
okkur réttu handtökin.“
Hressandi og skemmtandi
Eiríkur Sigurðsson frá Sand-
haugum gerði samning við Stjórn-
aráð Íslands árið 1905 um hleðslu
varðanna. Skyldu vera 100 faðmar á
milli, faðmurinn er um 1,83 metrar
og hver átti að vera 3 álnir á hæð.
Hver alin er um 60 cm eða um 1,80
m á hæð. Vörðurnar voru 425. „Við
hlóðum 402 vörður en 23 hafa á
löngum tíma horfið undir Sult-
artangalón og skóg í Þjórsárdal.
Búið er að taka GPS-hnit á öllum
vörðunum,“ segir Sigrún.
Um 20 Vörðuvinir voru við at-
höfnina um helgina. Farið var að
vörðu númer 425 sem er skammt
innan við tún á Skriðufelli. Þar las
Ragnar Ingólfsson úr greinargóðri
lýsingu sem Eiríkur Sigurðsson frá
Sandhaugum skrifaði um verkið á
árinu 1907. Hann segir meðal ann-
ars: „Engan efa dreg ég á að ferða-
lög um þessar óbyggðir muni vera
meira hressandi og skemmtandi en
flest þau ferðalög önnur sem menn
kosta til í því augnamiði að styrkja,
bjarga og fræða. Manni finnst að
háfjallaloftið styrki, hressi og fjörgi
og það að kynnast hálendi okkar
fagra lands með sinni undraverðu
hæð, styrk og festu sé fræðandi og
styrkjandi fyrir hvern óspilltan
anda og íslenska sál.“ Segja má að
þessi orð eigi enn við í dag.
Samferðamenn Eiríks við þessa
framkvæmd voru Jón Oddsson frá
Mýri og Jón Þorgilsson frá Jarls-
stöðum.
Um kvöldið var svo haldið loka-
hóf í Fossnesi með mikilli sviða-
messu.
Gera upp leitarmannakofa
Einnig hafa Vörðuvinafélagar
tekið að sér að gera upp gömlu leit-
armannakofana á Gnúpverjaafrétti
og er búið að laga kofana á Bólstað,
gegnt Sóleyjahöfða og í Kjálkaveri.
Gamli kofinn í Gljúfurleit verður
tekinn fyrir næst.
Endurhlóðu yfir 400 vörður á
Sprengisandsvegi hinum forna
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Vörðuvinir Hópur áhugafólks hefur unnið gott verk við að hlaða upp vörður á gömlu Sprengisandsleiðinni.
Vörðuvinafélagið
endurbyggir einnig
leitarmannakofa
Hellisheiði | Vegagerðin hefur birt á
vef sínum skýrslu um breikkun Suð-
urlandsvegar frá Reykjavík til
Hveragerðis um eina akgrein, svo-
kallaðan 2+1 veg. Vegamálastjóri
segir að skýrslan sé ekki innlegg í þá
umræðu sem nú fer fram um vega-
bætur á þessari leið.
Verulegar umræður hafa verið um
Suðurlandsveg. Vegagerðin hefur
verið með hugmyndir um að reyna
hina svokölluðu 2+1 lausn í áföngum
og byrja á því á næsta ári, en áhuga-
menn telja ekki vit í öðru en að fara
strax í tvöföldun. Sjóvá hefur boðist
til að koma að framkvæmdinni í
einkafjármögnun. Málið verður til
umfjöllunar við endurskoðun sam-
gönguáætlunar sem fram fer á
þinginu í vetur.
Í skýrslunni um 2+1 lausnina sem
birt var á vef Vegagerðarinnar fyrir
helgi kemur fram það álit að sam-
anburður við tvöföldun leiði í ljós að
2+1 vegur sé hagkvæmasta leiðin til
að stórauka öryggi og flutningsgetu
Suðurlandsvegar fram til 2025–2030.
Fram kemur að einfalt verði að
breyta honum í tvær akgreinar í báð-
ar áttir með frekari breikkun og
víravegriði á milli.
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri
segir að unnið hafi verið að skýrsl-
unni um tíma. Svo hafi viljað til að
hún hafi verið tilbúin nú, þegar um-
ræður standa yfir um fyrirkomulag-
ið til framtíðar. Hann segir að líta
megi á þessa skýrslu, þótt þar sé
vegurinn milli Hveragerðis og
Reykjavíkur sérstaklega tekinn fyr-
ir, sem almenna athugun á 2+1 veg-
um og leiðbeiningar um hönnun.
Tekur hann fram að skýrslan hafi
ekki verið hugsuð sem innlegg í þá
umræðu sem nú fer fram.
Ekki hugsað
sem innlegg
í umræðuna
LANDIÐ