Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 29
ÞRÓUNIN í íslenska kvik-
mynda- og sjónvarpsgeiranum
hefur í heildina tekið verið já-
kvæð á árinu sem og á und-
anförnum misserum. Ýmislegt
bendir til þess að af-
rakstur margra ára
baráttu fyrir bættu
starfsumhverfi sé að
byrja að skila sér.
Greinin hefur vaxið
og eflst á und-
anförnum árum og ný
kynslóð kvikmynda-
gerðarmanna er farin
að láta til sín taka
með afgerandi hætti.
Stjórnvöld hafa kom-
ið auga á þetta og
það birtist í nýund-
irrituðu samkomulagi
til fjögurra ára um
eflingu kvikmynda-
gerðar, sem og
hækkun endur-
greiðsluhlutfalls úr
12 í 14%, auk fyr-
irheita um aukningu
fjármagns Sjónvarps-
ins til innlendrar
dagskrár.
Tímamót?
Getur verið að þessa tímabils
verði minnst sem einhverskonar
tímamóta þegar fram líða stund-
ir? Það er vissulega áhættusamt
að gerast spámaður, því margt
gæti gerst sem hægði á þróun og
framförum, en skoðum aðeins
málið.
Góðar bíómyndir
Þær þrjár bíómyndir sem til-
nefndar voru til Edduverðlauna í
ár (Blóðbönd, Börn og Mýrin) eru
ekki aðeins mjög frambærilegar
og hafa vakið athygli; þeim er það
öllum sameiginlegt að eiga brýnt
erindi við samtíma sinn og tekst
að koma því erindi til skila af
sannfæringu. Þær eru allar góð
dæmi um myndir sem ég tel að
við þurfum að leggja sérstaka
áherslu á; samtímasögur um fólk
sem kemur manni við og snertir
við áhorfandanum, „sögur af
grunnplaninu“ eins og Þröstur
Helgason ritstjóri Lesbókarinnar
orðaði það í pistli fyrir skömmu.
Það er afar ánægjulegt að sjá
jafn vel heppnaðar myndir til-
nefndar á sama árinu. Að auki er
ýmislegt sem bendir til þess að
fleiri myndir af þessu taginu séu
á leiðinni.
Latibær
Latabæjarævintýrið, með
Magnús Scheving í broddi fylk-
ingar, hefur dreifst um heims-
byggðina og hefur
verið tekið til sýninga
í tugum landa. Tökum
á nýrri þáttaröð er
lokið og frekari
áfangar eru við sjón-
deildarhringinn. Í
Garðabænum hefur
verið byggt upp
geysiöflugt og full-
komið alhliða mynd-
ver sem nýtast mun
frekari framleiðslu
fyrirtækisins auk
þess sem öðrum mun
gefast kostur á að
nota aðstöðuna.
Alþjóðlegt
samstarf
Íslenskir kvik-
myndagerðarmenn
eiga nú í fjöl-
breytilegu samstarfi
við alþjóðlega aðila á
sviði kvikmynda og
sjónvarps. Íslensk
kvikmyndafyrirtæki
taka þátt í samframleiðslu á kvik-
myndum bæði hér heima og er-
lendis og nokkur innlend fyr-
irtæki hafa byggt upp sérhæfða
þekkingu í þjónustu við erlend
kvikmyndafélög. Íslenskt starfs-
fólk er ráðið til þessara verkefna
vegna þess að það uppfyllir harð-
ar alþjóðlegar kröfur um fag-
mennsku.
Leikið íslenskt
sjónvarpsefni – já takk
Síðast en ekki síst virðist sem
hilli undir alvöru aðgerðir í fram-
leiðslu leikins sjónvarpsefnis.
Ljóst er að eftirspurn íslenskra
áhorfenda eftir slíku efni er mjög
mikil og að til er hér stór og
hæfileikaríkur hópur sem kann til
verka á þessu sviði og klæjar í
lófana að hefjast handa á reglu-
legum grunni.
Engin spurning er að skort-
urinn á leiknu sjónvarpsefni er
hvað tilfinnanlegastur þegar horft
er yfir sviðið. Það væri því mjög
ánægjulegt að sjá yfirlýsingu frá
útvarpsstjóra sem innihéldi kjark-
mikla, en um leið raunhæfa, sýn á
eflingu slíks efnis. Í yfirlýsingunni
yrði að finna breiða og almenna
stefnumörkun, en hana mætti
krydda með ákveðnum dæmum
sem gæfu til kynna þau viðmið
sem útvarpsstjóri vill setja. Eðli-
legast væri að slík yfirlýsing kæmi
að undangenginni samræðu við
kvikmyndagerðarmenn.
Í þessu sambandi má vísa til
reynslu Dana. Hingað kom nýlega
Sven Clausen, framleiðandi hjá
Danska sjónvarpinu (Örninn, Kró-
nikan o.fl.) og ræddi um end-
urreisn leikins sjónvarpsefnis hjá
frændum okkar. Endurmat þeirra
hófst um miðjan síðasta áratug og
leiddi m.a. til þessara útgangs-
punkta:
Leiknar seríur séu flaggskip
dagskrárinnar.
Efnisinnihald miðist við þjón-
ustuhlutverk sjónvarps í al-
mannaþágu; að fjallað sé um
samfélagsleg efni sem eiga víða
skírskotun og þannig boðið
uppá efni sem veki áhuga og
skapi umræðu meðal almenn-
ings.
Áhersla verði lögð á að ná inn
nýjum (yngri) áhorfendum og
rannsóknir gerðar á viðhorfum
sjónvarpsáhorfenda almennt til
nálgunar og framsetningar
leikins sjónvarpsefnis.
Allt þetta hefur tekist afar vel
hjá Dönum og því sjálfsagt að
huga að reynslu þeirra. Sjónvarpið
verður að taka af skarið og leiða.
Setja fram markmið og viðmið. Í
því felst tilvistarlegur réttur þess.
Engin spurning er um að geirinn
er tilbúinn að takast á við þetta
verkefni. Og þjóðin bíður – spennt
við skjáinn.
Framtíðin
Nýundirritað samkomulag um
eflingu kvikmyndagerðar, aukning
á fjármagni Sjónvarpsins til inn-
lendrar dagskrárgerðar og hækk-
un á endurgreiðslu vegna kvik-
myndaframleiðslu eru allt
lofsverðar aðgerðir af hálfu stjórn-
valda og sýna skilning á sérkenn-
um og mikilvægi þessarar greinar.
Þær fela jafnframt í sér áskorun
til kvikmyndagerðarmanna um að
standa undir því trausti sem þeim
er sýnt. Framundan eru því bæði
kefjandi og spennandi tímar.
Tímamót í íslenskri
kvikmyndagerð?
Ásgrímur Sverrisson
fjallar um kvikmyndagerð
» Það er afaránægjulegt
að sjá jafn vel
heppnaðar
myndir til-
nefndar á sama
árinu.
Ásgrímur
Sverrisson
Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
og ritstjóri Lands & sona
(www.logs.is), málgagns íslenskrar
kvikmyndagerðar.
ÞEIR ánægjulegu atburðir áttu
sér stað í prófkjörum stóru flokk-
anna í Suðurkjördæmi að fram kom
órofa samstaða um
tvöföldun Suðurlands-
vegar. Um þetta hefur
verið deilt síðustu
misseri en nú virðast
allir sammála. Ágrein-
ingur hefur verið uppi
um hvort leggja skuli
svokallaðan tveir plús
einn veg með vír á
milli akreina eða fara
alla leið og tvöfalda
veginn frá Rauðavatni
á Selfoss.
Ekki náðist sam-
staða um málið fyrir
réttu ári þegar Mar-
grét Frímannsdóttir,
1. þingmaður kjör-
dæmisins, hafði for-
göngu um það að vinna
sameiginlega þings-
ályktun um tvöföldun
vegarins á næstu ár-
um. Tillagan var unnin
með það að markmiði að hana flytt-
um við öll tíu þingmenn kjördæm-
isins. Stjórnarþingmenn sögðu nei
og samstaða náðist ekki. Hún var að
lokum flutt af okkur fjórum samfylk-
ingarmönnum og þingmanni Frjáls-
lyndra, Magnúsi Þór Hafsteinssyni.
Nú blasir nýtt landslag við. Sjálf-
stæðismenn eru klárlega með, Árni
Mathiesen, Árni Johnsen, Drífa
Hjartardóttir og Kjartan Ólafsson.
Öll börðust þau fyrir tvöföldum vegi
í prófkjörinu um daginn. Tóku skýrt
af skarið með það sem er gott mál
enda þverpólitísk samstaða und-
irstaða framfara í öllum stórum mál-
um. Þá samstöðu hefur okkur skort.
Nú er lag að breyta um takt í því.
Þvert á þessa samstöðu er síðan
flokksbróðir þeirra samgöngu-
ráðherrann. Einsog þruma úr heið-
skíru lofti væntinganna um tvöfald-
an veg kynnir samgönguráðherra nú
tillögu að tveir plús einn
vegi sem leggja skal á
næstu árum. Höfðinu er
barið í steininn.
Síðan er gert ráð fyr-
ir að tvöfalda veginn
eftir 2030. Þá með því
að bæta inn einni akrein
til. Ekki skal tvöfaldað
nú og ekki á að skilja á
milli akreina með eyju
eða bili, líkt og gert er á
Reykjanesbraut.
Þetta er fráleitt af
hálfu samgöngu-
yfirvalda. Skora ég á
nýjan oddvita sjálf-
stæðismanna í Suður-
kjördæmi, um leið og ég
óska honum til ham-
ingju með kjörið, að
taka af skarið og gera
áhlaup gegn þessari af-
leitu afstöðu samgöngu-
ráðherra.
Veginn á að tvöfalda. Hitt er hálf-
kák og sóun á tíma, tækifærum og
fjármunum. Þetta er eitt af stærstu
málum þjóðarinnar í dag. Umferðin
um veginn er gífurleg, vegurinn er
hættulegur og eina framtíðarlausnin
er tvöföldun. Tjón á veginum kosta
yfir milljarð á ári. Um tíðni alvar-
legra slysa og banaslysa þarf ekki að
fjölyrða.
Um tvöföldun er mikil samastaða í
kjördæminu á meðal almennings,
sveitarstjórnarmanna og þing-
manna. Einkafyriræki vilja koma að
lagningu vegarins samanber áhuga
Sjóvar-Almennra. Það líst mér um
margt vel á. Eigum að skoða allar
færar leiðir.
Nú er að standa við stóru orðin,
fjármálaráðherra. Taktu af skarið
svo ekki fari fyrir þessu verkefni
eins og Suðurstrandavegi. Hinni
sérstöku samgönguframkvæmd
vegna kjördæmabreytinga sem ekki
átti að hafa áhrif á aðrar fram-
kvæmdir. Sá vegur var loforð rík-
isstjórnarinnar til íbúa í Suður-
kjördæmi sem forsenda
kjördæmabreytinga. Það var svikið
því miður fyrir okkur öll.
Látum slíkt ekki henda nú þegar
rykið sest að vopnaglamri prófkjöra
loknu.
Standa nú
stóru orðin
Björgvin G. Sigurðsson skrifar
opið bréf til fjármálaráðherra
Björgvin G. Sigurðsson
» Taktu afskarið svo
ekki fari fyrir
þessu verkefni
eins og Suður-
strandavegi.
Höfundur er efstur á lista Samfylk-
ingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir
næstu alþingiskosningar.
Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu-
mati fyrir Kárahnjúkavirkjun
er ekki ábótavant.
Oddur Benediktsson:
Áhættumati fyrir Kárahnjúka-
virkjun er ábótavant.
www.mbl.is/profkjor
„Kjósum Sigurjón Bene-
diktsson á Alþingi!“ Friðrik
Sigurðsson styður Sigurjón
Benediktsson í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurþingi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík
Sími 588 0200 –www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
FASTEIGNASALAN
GIMLI
FASTEIGNASALAN
GIMLI
REYKJAVÍK, GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
AKRANESI,
KIRKJUBRAUT 5,
SÍMI 570 4800
TVÍBURATURNARNIR
VIÐ HAGAFLÖT 9 OG 11 AKRANESI
Hagaflöt 9 og 11 eru falleg 5 hæða lyftuhús, 20 íbúðir í hvoru húsi. Sérinngangur og sérþvottahús innan íbúða. Fallegar
innréttingar og tæki frá Bræðrunum Ormsson, hurðir, flísar og hreinlætistæki frá Harðviðarvali. Afhending 15. apríl og 1.
ágúst 2007. Öllum íbúðum fylgir inneignarbréf frá Harðviðarvali frá 550.000-750.000 kr.
Greiðslufyrirkomulag er
nýtt á íslenskum hús-
næðismarkaði.
5% staðfestingargjald við
undirritun kaupsamnings.
90% við afhendingu
íbúðar.
5% við fullnaðarfágang
samkvæmt skilalýsingu.
Nánari upplýsingar á
hagaflot.is og Gimli.is
eða Hákon í síma
570 4824 og 898 9396.