Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 30

Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 21. NÓVEMBER árið 1981 komu um 140 konur saman á hótel Heklu við Rauðarárstíg í Reykja- vík til að stofna Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Margir sam- verkandi þættir urðu til þess að LFK var stofnað, konur voru mjög meðvitaðar um stöðu sína á þessum tíma. Margir stórir atburðir áttu þátt í því að efla jafnrétt- isvitund kvenna á þeim tíma, má nefna kvennafrídaginn og kjör frú Vigdísar Finnbogadóttur til forseta. Það voru konur í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík sem áttu frumkvæðið að stofnun sambandsins. Þessar kon- ur voru búnar að starfa í Fram- sóknarflokknum, bæði í kven- félögum og almennum félögum. Þessar konur höfðu sterka fram- tíðarsýn og vildu að konur næðu meiri árangri en þær höfðu náð áður en sambandið var stofnað. Einungis ein kona hafði setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á þessum tíma sem var Rannveig Þorsteinsdóttir sem sat á Alþingi eitt kjörtímabil árin 1949–1953. Stjórnarkonur í Félagi framsókn- arkvenna í Reykjavík gerðu sér grein fyrir að þátttaka kvenna á sviði stjórnmála væri forsenda þess að raunverulegt jafnrétti myndi nást og stofnuðu til fundar til að undirbúa stofnun LFK. Stofnfundurinn var eins og áður sagði hinn 21. nóv- ember 1981. Fyrsti formaður lands- sambandsins var kos- in Gerður Steinþórs- dóttir frá Reykjavík. Margt hefur gerst og margir sigrar hafa unnist. Einnig hafa komið bakslög í kvennabaráttuna á þeim tíma sem sam- tökin hafa starfað. LFK hefur tekið sig alvarlega og barist fyrir stöðu kvenna innan flokksins. Þar má nefna fyrsta landsþing LFK sem haldið var á Húsavík 28.–30. október 1983, en það sóttu um rúmlega 60 konur víðsvegar að af landinu. Þetta þing markaði tíma- mót í sögu LFK. Þar komu fram skýrar línur í hvaða átt samtökin ættu að stefna; að verja stöðu kvenna og hvetja konur áfram til áhrifa. Þar var samþykkt ályktun sem er kölluð Húsavíkurályktunin, Valgerður Sverrisdóttir núverandi utanríkisráðherra talaði fyrir ályktuninni sem fjallaði um mik- ilvægi þess að konur innan flokks- ins fengju meiri völd og skorað var á konur að gefa kost á sér í trúnaðarstörf á vegum flokksins. Einnig sagði í ályktuninni að kon- ur ættu að vera helmingur af þeim sem gegna trúnaðarstörfum á veg- um flokksins. Einnig sagði í álykt- uninni að ef hlutur kvenna innan flokksins yrði óbreyttur þegar liði að næstu kosningum, myndu fram- sóknarkonur íhuga að bjóða fram kvennalista við næstu kosningar. Þetta þing markaði framtíð sam- takanna. Þarna voru komnar skýr- ar línur um framhaldið, að konur yrðu helmingur þeirra sem taka trúnaðarstöður á vegum flokksins. Staða kvenna hefur vissulega orðið konum í vil síðan samtökin voru stofnuð, en betur má ef duga skal. Konur verða að halda áfram að berjast að því markmiði að hlutur kvenna sé ekki rýrari en 50% eins og þær framsýnu konur sem sóttu fyrsta landsþing LFK á Húsavík árið 1983 stefndu að. Á flokksþingi Framsóknarflokksins árið 2005 var samþykkt að setja í lög flokksins að hlutföll kynjanna skuli eigi vera minni en 40% í trúnaðarstörfum á vegum flokks- ins og er það þessari löngu og ströngu baráttu þeirra kvenna sem á undan hafa gengið að þakka. Bakslög hafa einnig dunið yfir okkur og gert konur innan sam- takanna svartsýnar eins og þegar fækkun kvenna í ráðherraliði flokksins var fyrir tveim árum og fækkun framsóknarkvenna í sveit- arstjórnum í síðustu kosningum. Þá eins og áður stóðu konur upp og mótmæltu þessari aðför gegn konum innan flokksins. Þrátt fyrir það er staðan aftur að vænkast og hlutur kvenna í ráðherraliði flokksins er mjög góð, konur eru 50% í ráðherraliði flokksins og samtökin eru mjög stolt af þessari stöðu kvenna innan flokksins. Einnig má geta þess að þrjár kon- ur leiddu lista af sex listum flokks- ins í síðustu Alþingiskosningum. Við sjáum fram á að tími kvenna í stjórnmálum er kominn enn og aftur. Mikilvægast er að konur standi saman í öllum störfum sem þær taka sér fyrir hendur, þá næst árangur. Í tilefni þessara tímamóta ætlar Landssamband framsóknarkvenna að halda upp á afmælið laugardag- inn 25. nóvember á Hótel Loftleið- um og gleðjast með flokksfélögum Framsóknarflokksins. Landssamband fram- sóknarkvenna 25 ára Bryndís Bjarnarson skrifar um Landssamband framsóknarkvenna »… var samþykkt aðsetja í lög flokksins að hlutföll kynjanna skuli eigi vera minni en 40% í trúnaðarstörfum á vegum flokksins … Bryndís Bjarnarson Höfundur er formaður Lands- sambands framsóknarkvenna. Á FJÁRMÁLARÁÐSTEFNU Sambands sveitarfélaga hóf ég máls á mikilvægi þess að huga strax að viðræðum við kennara um framtíð- arsýn um skólamál og ná um hana samstöðu utan við hin- ar hefðbundnu skot- grafir kjaradeilna. Samningar við kenn- ara renna út eftir rúmt ár og mikilvægt að nota svigrúmið sem skapast til að ræða hin eiginlegu skólamál og hvernig sá mannauður sem við eigum í menntakerfinu nýtist sem best. Ég lagði til að sveit- arfélögin leituðust við að ná samstöðu við fag- stéttir skólafólks um framtíðarsýn um skólana og vinnulag innan þeirra, sem byggðist á auknu sjálf- stæði skóla og sveigjanleika í starfi nemenda og kennara. Þessi sam- staða yrði að nást utan við hinn hefð- bundna vettvang kjaradeilna. Og vinnan við þetta yrði að byrja meðan vinnufriður væri, áður en samningar væru lausir á ný og hinar hefð- bundnu skotgrafir opnuðust. Ég færði fyrir þessu rök í almenn- um umræðum á þinginu og var þeim vel tekið af hverjum ræðumanni á fætur öðrum. Ég heyrði svo að for- maður Sambandsins, Halldór Hall- dórsson, tók alla efnisþætti ræðu minnar og gerði að sínum í frétta- viðtali við útvarpið, svo segja má að viðtökurnar hafi verið góðar. Lærum af reynslunni Staðreyndir málsins eru þessar: Bæði sveitarfélögin og kennarar upplifðu sig í sárum eftir sex vikna verkfall árið 2004. Þetta verkfall var tap á báða bóga. Kennarar voru píndir til starfa með lögum; sveit- arfélögin töldu sig engu hafa náð fram sem varðar umbætur í skóla- starfi en guldu starfsfrið dýru verði að eigin mati. Saga kjarasamninga síðustu ár kennir okkur að brjótast verður úr viðjum. Árið 2001 voru samþykktir samningar sem gáfu von um aukinn sveigj- anleika í skólastarfi, en að mörgu leyti nýttust þeir illa. Gríðarlegt bakslag kom í þessa hugsun í deilum og verkfalli 2004 þar sem átök um skólastarf fóru beint inn í eitrað loft kjaradeilu. Í samræðum við for- ystumenn kennara, sem ég átti eftir þessa reynslu, sem formaður menntaráðs og síðar menntaráðsmaður, hef ég fundið fyrir vilja til að læra. Ég vakti at- hygli á því á ráðstefnu sveitarfélag- anna að ég teldi sams konar vilja ríkja meðal margra sveitarstjórn- armanna og því yrði að byggja brýr meðan mögulegt væri. Forðast að lenda enn einu sinni í sama karpinu og áður hefur leitt okkur í ógöngur. Skapa andrúmsloft fyrir auknu trausti og samvinnuvilja meðan tóm er til, áður en viðræður um kjör og kaup verða allt um lykjandi. Beindi ég því til stjórnar sam- bandsins að hefja nú þegar und- irbúning þessa starfs. Ég tel rangt að framtíð og skipu- lag skólastarfs ráðist í átökum Launanefndar sveitarfélaganna og kennara. Ég þekki það sem fyrrver- andi launanefndarmaður að þar inni er hvorki reiknað með né ætlast til að stefnumótandi ákvarðanir séu teknar um mótun menntastefnu. Sem formaður menntaráðs Reykja- víkurborgar í fjögur ár skynjaði ég vel þá klemmu sem öll þessu mál eru í. Ég tel því nauðsynlegt að skilja að viðræður um framtíðarstefnu í skólamálum til næstu 10–20 ára, og svo óhjákvæmilega samninga um krónur og aura þeirra sem vinna verkin. Hugsunin væri sú að sveit- arfélögin gengju til þessa verkefnis með það í huga að nýta sér þekkingu í nútíma stjórnunarfræðum, sem byggjast á hugmynd um mannauðs- stjórnun og gæðastarf. Og kennarar og skólastjórnendur kæmu með opn- um huga að því borði án þess að kjaradeila yfirskyggði og eitraði í slíkri stefnumótun. Mikill áhugi á þingi sveitarstjórnarmanna Það gladdi mig að bæjarstjórarnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mos- fellsbæ, Helga Jónsdóttir, Fjarða- byggð, og Halldór Halldórsson, Ísa- firði, tóku öll undir þessa hugmynd, auk Þorsteins Hjartarsonar skóla- stjóra og bæjarfulltrúa í Hvera- gerði. Halldór reyndar bætti um betur og gerði öll efnisatriði ræðu minnar að sínum í viðtali við Rúv. Ég tel að ekki megi mikinn tíma missa. Kennarar eru þegar óánægð- ir með að ekki hefur fengist nið- urstaða í hvernig endurskoðunar- ákvæði í samningum kemur þeim til góða. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að byggja brýr og efla traust áður en næsta samn- ingalota hefst. Við þurfum að læra af fortíðinni og horfa lengra og víðar en tekist hefur hingað til. Viðræður við kennara upp úr skotgröfunum Stefán Jón Hafstein skrifar um kjaramál kennara » Saga kjarasamningasíðustu ár kennir okkur að brjótast verð- ur úr viðjum. Stefán Jón Hafstein Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í menntaráði Reykjavík- urborgar og borgarfulltrúi. Sagt var: Siðaðir menn bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. RÉTT VÆRI: . . . bera virðingu hver fyrir skoðunum annars. Gætum tungunnar SÍÐUSTU áratugina hefur verið háð varnarbarátta á Norð- Austurlandi. Störfum hefur fækkað verulega á svæðinu. Sveitarfélögin hafa misst kvóta, rækjan er horfin og það versta er að fólki hefur fækk- að verulega. Þrátt fyrir þetta hafa íbúarnir á svæð- inu sýnt mikinn bar- áttuhug. Fram hafa komið nýjungar í at- vinnurekstri með auk- inni áherslu á ferða- þjónustu, náttúruna og samfélagið. Engu að síður eigum við undir högg að sækja því ungt fólk sem er að leita sér að framtíð- arstarfi og stað til var- anlegrar búsetu sæk- ist eftir stöðugleika og það er einmitt hann sem við þurfum. Íbúar, bæði hér á Húsavík og í ná- grannasveitarfélögunum, sjá núna fram á stöðugleika og trygga kjöl- festu í atvinnumálum með hugs- anlegu álveri Alcoa á Bakka við Húsavík. Það eitt að ríkisstjórn Ís- lands, Alcoa Corporation og Húsa- víkurbær hafi skrifað undir sam- komulag þann 1. mars sl. um að kanna hagkvæmni þess að reisa 250 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík hefur orðið tilefni hóflegrar bjartsýni á svæðinu. Íbúðaverð hef- ur hækkað og eftirspurn eftir íbúða- lánum hefur tekið kipp. Brottfluttir Húsvíkingar og Þingeyingar hafa leitað upplýsinga um atvinnuhorfur og húsnæði, þannig að töluverður áhugi er á því að setjast hér að verði af álversframkvæmdunum. Dæmi eru um að ungt fólk hafi slegið því á frest að taka endanlega ákvörðun um framtíðarbúsetu vegna þessara hugsanlegu fram- kvæmda. Sóknarfærin, sem við höfum nýtt til þessa, eru einkum fjölbreytt og sérstök náttúra svæðisins. Að mati sér- fræðinga og þorra íbúa svæðisins mun álverið ekki hafa neikvæð áhrif á náttúruna og ferða- þjónustuna. Ef álverið verður að veruleika mun það nýta jarðvar- mann sem er ein helsta auðlind okkar. Upp- bygging álversins yrði með allt öðrum hætti en fólk þekkir frá fram- kvæmdunum sem nú standa yfir fyrir aust- an. Þar sem stefnt er að að því að álverið verði knúið jarðvarma verður það byggt upp í áföngum og það tekur lengri tíma en álverið sem nú er verið að reisa í Reyðarfirði. Upp- bygging virkjananna tekur einnig lengri tíma en uppbygging vatns- aflsvirkjanna, auk þess sem fram- kvæmdirnar eru að fullu aft- urkræfar. Vegna þessa kollvarpa framkvæmdirnar ekki hagkerfinu á einni nóttu og þær kalla heldur ekki á innflutt vinnuafl í stríðum straum- um eins og núverandi og nýaf- staðnar stórframkvæmdir. Nú þegar búið að tryggja fjórð- ung orkunnar fyrir fyrsta áfanga ál- versins, en boraðar hafa verið þrjár tilraunarholur í Bjarnarflagi í Mý- vatnssveit, á Kröflusvæðinu og við Þeistareyki. Framundan eru enn frekari athuganir, þar á meðal djúp- borun, þannig að ljóst er að næg orka er fyrir hendi. Mikil áhersla verður lögð á að öll mannvirki falli sem best að um- hverfinu, enda eru íbúar hér meðvit- aðir um að svæðið er viðkvæmt. Hér er náttúrufegurð sem laðar að sér fjölda ferðamanna á ári hverju og áhersla verður lögð á að ferðafólk sjái náttúruna en ekki háspennu- möstur og línur. Sem dæmi má nefna að línan frá Þeistareykjum, sem er næst Húsavík, verður innan við 30 kílómetra löng. Gert er ráð fyrir því að frá virkjuninni liggi tvær háspennulínur um afskaplega fáfarna leið og verða ekki sýnilegar fyrr en við þjóðveginn hjá Bakka. Það er ljóst að álverið verður mikil lyftistöng fyrir Norður- og Austurland. Álverið sjálft kallar á um 300 störf, samkvæmt skýrslu sem unnin var um samfélagsleg áhrif hugsanlegs álvers á Bakka. Af- leidd störf álversins verða hins veg- ar mun fleiri og á mjög stóru svæði. Í skýrslunni kemur fram að í heild- ina skapar álverið að minnsta kosti 1000 störf á landsvísu, þar af um 450 til 500 í Þingeyjarsýslu. Á Ak- ureyri og Eyjafjarðarsvæðinu yrðu þau um 200. Verði af fram- kvæmdum má gera ráð fyrir því að það fjölgi um meira en 1000 manns í Þingeyjarsýslu vegna álversins á Bakka og framtíð svæðisins verður tryggð. Álver á Bakka tryggir stöðugleika í framtíðinni Bergur Elías Ágústsson fjallar um atvinnuuppbyggingu á Norð-Austurlandi Bergur Elías Ágústsson » Það er ljóstað álverið verður mikil lyftistöng fyrir Norður- og Austurland. Höfundur er sveitarstjóri Norðurþings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.