Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 35 ✝ ÞorvaldurMagnússon fæddist 15. febrúar 1920. Hann lést á líknardeildinni á Landakoti hinn 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldóra Sig- ríður Jónsdóttir, f. 14. febrúar 1892, d. 15. febrúar 1931, og Magnús Jónsson, f. 4. janúar 1896, d. 23. apríl 1980. Syst- ur Þorvalds eru María M. Magnúsdóttir, f. 10. október 1916, og Ingibjörg G. Magnúsdóttir, f. 21. apríl 1924. Eiginkona Þorvaldar var Jó- hanna Sigurhildur Ívarsdóttir, f. 2. október 1919, d. 30. júní 1996. Þau giftust hinn 27. október 1945. Synir Þorvaldar og Jóhönnu eru: 1) Árni Rúnar, f. 7. ágúst 1946, kvæntur Valgerði Sumarliðadótt- ur og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 2) Magnús Smári, f. 4. janúar 1950, kvæntur Þóru Ó. Þorgeirsdóttur og eiga þau þrjár dætur og sex barna- börn. 3) Halldór Bergmann, f. 24. janúar 1951, kvænt- ur Öldu S. Ottós- dóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 4) Magnús Ívar, f. 3. september 1952, kvæntur Kolbrúnu Haraldsdóttur og eiga þau fjórar dæt- ur. Fyrir átti Kol- brún tvo syni. 5) Guðni Þór, f. 5. jan- úar 1962, kvæntur Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Þorvaldur og Jóhanna bjuggu stærstan hluta af sínum búskap í Ásgarði. Síðan fluttu þau í Furu- grund. Síðasta árið bjó Þorvaldur á sambýli fyrir aldraða í Gull- smára. Þorvaldur byrjaði að aka sem leigubílsjóri hjá Steindóri í stríðslok og síðar hjá Hreyfli til starfsloka. Útför Þorvaldar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Afi minn Þorvaldur Magnússon er látinn. Ótal minningar koma upp í hugann og þá fyrst bernskuminning- ar úr Ásgarðinum. Fátt var skemmti- legra en að fá að gista hjá ömmu og afa, fá kakó og brauð með osti á sunnudagsmorgni og svo haldið í bíl- túr á Hrafnistu að heimsækja lang- ömmu. Afi var mjög fyndinn maður í eðli sínu og hefur hans sérstaki húm- or alla tíð sett skemmtilegan svip yfir ættartréð. Einkum og sér í lagi hafði hann einstakan hæfileika í að finna upp orð og liggja eftir hann heilu orða- og nafnasöfnin sem við munum nú leggja okkur fram við að halda til haga. Sérstakt var að fylgjast með honum innan um dýr en hann var mikill dýravinur og talaði við hunda, ketti og hesta líkt og á sama tungu- málinu. Afi var árlegur gestur hjá mömmu og pabba á gamlárskvöld og verður hans sárt saknað í ár. Ég leyfi mér að trúa því að hann sé nú á öðru og æðra tilverusviði og gantist þar við kisa minn eins og hann var vanur að gera. Afi starfaði sem leigubílstjóri hjá Hreyfli í yfir 40 ár og þekkti því vel til á götum borgarinnar á sinni tíð. Það var því ekki komið að tómum kofun- um þegar undirrituð komst til vits og ára og vildi fá smjörþefinn af gömlum tíðaranda; skoða gamlar myndir af ömmu og afa á balli á Borginni, með langafa í London um 1960, endalaust er hægt að telja upp. Það er von mín að þér líði betur á nýjum stað með ömmu þér við hlið. Þú verður ávallt í okkar hugum. Hvíl í friði. Þín sonardóttir, Jóhanna Guðrún Árnadóttir. Elsku afi, það er sárt að þurfa að kyngja þeirri staðreynd að þú sért dá- inn. Hins vegar hugga ég mig við það að nú þurfir þú ekki að þjást meira. Ég er þakklát fyrir fallega og góða stund sem við áttum saman þegar við mæðgurnar heimsóttum þig í síðasta skipti áður en þú lést. Þú söngst svo- lítið fyrir okkur og kvaddir okkur á þinn einstaka hátt. Þú varst yndislegur maður og mér leið alltaf vel í kringum þig. Þú hafðir mjög gaman af því að gantast í mér og sama má segja um mig. Það var ávallt gott að koma í heim- sókn til ykkar ömmu, fyrst í Ásgarð- inn og seinna á Furugrundina. Maður fékk alltaf höfðinglegar móttökur og góðgæti til að maula á. Þótt hnallþór- urnar hafi orðið færri eftir að amma dó, kom ristaða brauðið með laxinum sér allaf vel. Þið amma voruð mjög samrýnd og nú trúi ég því að þið hafið hist á ný. Það er enginn vafi í huga mínum að á þeirri stundu hafa átt sér stað miklir fagnaðarfundir. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú munir ekki koma oftar í sunnu- dagskaffi til pabba og mömmu og eins verður jólahátíðin ekki söm án þín. Þín mun ég alltaf minnast með gleði í hjarta. Ég bið góðan guð að geyma þig og varðveita, elsku afi minn. Hafðu þökk fyrir allt. Þín, Sigríður Þóra. Afi, síðan ég varð nógu stálpaður til að stýra bifreið gætti ég þess að kíkja reglulega til þín í Furugrundina. Þar skorti ekki móttökurnar. Ristað brauð með marmelaði, heitt á könn- unni. Þú með þinn prakkaralega húm- or og léttu lund. Ég kynntist þér vel í gegnum þessar vísitasíur. Við skegg- ræddum málin. Hlustuðum á Gufuna. Ég læddist í neftóbaksdolluna þína, þennan gamla brandí-blandaða, ís- lenska rudda. Við rýndum oft í gaml- ar myndir af ömmu heitinni. Oftar en ekki leiddir þú mig í gegnum hvernig myndirnar urðu til. Það þótti mér vænt um, því ég kynntist ömmu betur fyrir vikið. Það er sárt að geta ekki lengur kíkt til þín í Kópavoginn. Það er sárt og erfitt að kveðja þig. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Blessjú, nafni. Þorvaldur Árnason. Elsku afi minn, loksins ertu kom- inn til ömmu sem þú ert búinn að sakna svo sárt síðan hún fór frá okkur fyrir tíu árum. Sú hefur tekið vel á móti þér, kysstu hana frá mér, afi minn. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Linda Rós. Þorvaldur Magnússon Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði                   ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRGVIN ÞORVALDSSON málarameistari, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 22. nóvember kl. 15.00. Þorvaldur Björnsson, Erna Haraldsdóttir, Guðmundur Björnsson, Elín Halldórsdóttir, Elín Björnsdóttir, Árni Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát sonar okkar, bróður, mágs, dóttursonar og frænda, ÓLAFS ÞÓRS ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir til íbúa og starfsfólks í Vallholti 12–14, Selfossi. Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Th. Ólafsson, Elín Vigdís Ólafsdóttir, Hrund Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Pálmi J. Sigurhjartarson, Guðrún Sigurðardóttir og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU SIGURÐARDÓTTUR. Jóhanna Ágústsdóttir, Ólafur Hermannsson, Linda Ágústsdóttir, Jón Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts JÓNS EINARSSONAR vélstjóra frá Smyrlabjörgum, Suðursveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Alda Júlíusdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA PÁLMA HALLDÓRS ÞORBERGSSONAR, Dunhaga 13, Reykjavík. Hildur Kjartansdóttir, Kjartan Ólason, Helga Óladóttir, Konráð Eyjólfsson, Oddný Þóra Óladóttir, Pétur H. Jónsson og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR, áður til heimilis á Ásvegi 21, Akureyri. Antonía Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson, Elín Margrét Lýðsdóttir, Atli Sturluson, barnabörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.