Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 37 BOÐSMÓT Taflfélags Reykjavík- ur á sér langa sögu. Það var framan af haldið á sumrin en er nú haldið á haustinn. Mótið í ár hófst 5. nóvem- ber sl. og var það tvískipt, annars vegar fyrir þá sem höfðu lægri stig en 1.700 og hinsvegar fyrir þá sem höfðu hærri stigatölu en það. Alls tóku 44 skákmenn þátt í mótinu, 21 var í stigahærri flokknum en 23 í þeim stigalægri. Í stigahærri flokknum tók Dagur Arngrímsson snemma forystuna ásamt Jóhanni Ingvasyni. Dagur hafði sigur í innbyrðis viðureign þeirra og þegar tvær umferðir voru eftir leiddi Dagur mótið með 4½ vinning en Íslandsmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, kom í humátt á eftir með 4 vinninga. Þau gerðu jafn- tefli í 6. og næstsíðustu umferð og fyrir lokaumferðina hafði Dagur enn Elli og æska í Strandbergi Kynslóðabilið var brúað á hvítum reitum og svörtum um helgina í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju. Þetta skemmtilega mót hefur nú verið haldið nokkrum sinnum en fyrirkomulag þess er þannig að það er opið fyrir þá sem eru 60 ára og eldri og 15 ára og yngri. Tefldar voru 8 umferðir með 7 mínútna umhugsunartími og mættu hvorki færri né fleiri en 67 skák- menn til leiks sl. laugardag. Gamla brýnið Jónas Þorvaldsson og táning- urinn Ingvar Ásbjörnsson stóðu uppi sem sigurvegarar með því að fá sjö vinninga. Félagi Ingvars úr Rima- skóla, Hjörvar Steinn Grétarsson, lenti í þriðja sæti með 6½ vinning. Nánari upplýsingar um úrslit móts- ins er m.a. að finna á www.skak.is. Það jákvæða við mótið í Strand- bergi er að degi eftir það er haldin sérstök skákmessa og að þessu sinni prédikaði Gunnar Gunnarsson fyrr- verandi Íslandsmeistari í skák. Presturinn Gunnþór Þ. Ingason var honum til halds og trausts en að messu lokinni var boðið til hádeg- isverðar í kirkjunni. Sigurjón Pét- ursson formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju stýrði verð- launaafhendingu mótsins og að lok- um var boðið upp á fjöltefli stór- meistarans Henriks Danielsens. hálfs vinnings forystu. Sigurbjörn Björnsson hóf keppni illa á mótinu en mætti Degi í síðustu umferðinni og bar sigur úr býtum. Þetta nýtti Lenka sér með því að leggja Vil- hjálm Pálmason og varð hún við það ein efst á mótinu. Lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1. Lenka Ptácníková (2.262) 5½ vinning af 7 mögulegum. 2.–4. Sigurbjörn Björnsson (2.335), Dagur Arngrímsson (2.305) og Daði Ómarsson (1.866) 5 v. 5.–6. Jóhann Ingvason (2.055) og Hrannar Baldursson (2.168) 4½ v. 7.–8. Matthías Pétursson (1.881) og Ólafur Gísli Jónsson (1.931) 4 v. Í stigalægri flokknum hafði Pat- rekur Maron Magnússon mikla yf- irburði og vann allar sínar skákir. Einar Ágúst Árnason lenti í öðru sæti með 5½ vinning en Helgi Brynj- arsson náði bronsinu með sína fimm vinninga. Torfi Leósson ásamt öðr- um var skákstjóri mótsins en nánari upplýsingar um það er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, www.skaknet.is. Lenka á sigurbraut SKÁK Skákhöllin í Faxafeni 5. nóvember–19. nóvember 2006 BOÐSMÓT TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR Morgunblaðið/Ómar Lenka er nýbakaður Íslands- og boðsmeistari. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17 nóv. var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi. N/S Óskar Karlsson – Júlíus Guðmundss. 278 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 268 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnsson 265 Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 248 A/V Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 245 Guðm. Bjarnason – Jón Ól. Bjarnason 239 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 229 Elín Björnsd. – Knútur Björnsson 229 Sveitakeppni í Kópavogi Aðalsveitakeppni BK hófst sl. fimmtudag með þátttöku 8 sveita. Það var hart barist, en röð efstu sveita er þessi; Sigurður Sigurjónsson 41 Loftur Pétursson 38 Birgir Örn Steingrímsson 34 Það var haustið 1954 að ég hitti Báru fyrst, við höfðum báð- ar ráðið okkur í vinnu í eldhús Héraðsskólans á Laugar- vatni. Við Bára vorum þá mjög ung- ar, hún sautján ára en ég ekki nema fimmtán. Ég gerði mér strax grein fyrir að Bára var sérstök, hún var svo full af lífsgleði og dugnaði. Hún var tveimur árum eldri en ég og því lífsreyndari; hafði verið á síld á Siglufirði en ég kom beint úr sveit- inni. Nú gæti einhver haldið að við Bára hefðum verið svekktar yfir því að vera þarna bara til að vinna en ekki til að mennta okkur eins og allt það unga fólk sem bjó á Laugarvatni á þessum árum. En við vorum frá al- þýðuheimilum og þar var ekki ætlast til að ungar stúlkur gengu mennta- veginn, við áttum að læra að elda mat og hugsa um heimili og við sættum okkur við það. Á Laugarvatni var mikið líf og fjör. Þar var menntaskóli, héraðs- skóli, húsmæðraskóli og íþrótta- kennaraskóli og ég held reyndar að allir þessir skólar séu þarna enn þann dag í dag, nema húsmæðraskól- inn. Í dag kjósa flestar ungar stúlkur menntaskóla fram yfir húsmæðra- skóla. En hjá okkur Báru var þetta frábær vetur, allt þetta unga og lífs- glaða fólk. Þarna urðu til mörg kær- ustupör sem síðar urðu hjón og þarna réðust örlög okkar Báru, við kynntumst lífsförunautum okkar þennan vetur. Bára hitti Kristin Jó- hannsson, eða Kidda, eins og hann var kallaður, og ég hitti Birgi Hall- dórsson. Bára og Birgir voru skóla- og fermingarsystkini frá Akranesi og stundum velti ég því fyrir mér hvað það væri sem gerði þessa Ak- urnesinga svona kraftmikla og skemmtilega; var það kannski fisk- urinn úr sjónum þarna eða hvað? Eftir Laugarvatn hitti ég Báru ann- að slagið, hún fór aftur á Sigló á síld og saltaði meira en allir aðrir, eins og áður. Síðan hætti Bára á síldinni, giftist Kidda og þau fluttu í Nes- kaupstað og eignuðust tvo syni. Eftir að Bára flutti austur á land hitti ég hana sjaldan, en þó kom það fyrir. En svo var það fyrir nokkrum árum að ég kynntist Báru og Kidda aftur. Þá var ég orðin ekkja. Það var í mat- Bára Jóhannsdóttir ✝ Bára Jóhanns-dóttir fæddist á Akranesi 5. febrúar 1937. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 9. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 17. nóv- ember. arboði hjá sameigin- legri vinkonu okkar, Ástu Ólafsdóttur, sem við hittumst aftur og það voru frábærir end- urfundir. Skömmu síð- ar lögðum við Ásta upp í ferðalag hringinn í kringum landið og einn áfangastaðurinn var heimili Báru og Kidda í Neskaupstað. Sú heimsókn er mér mjög minnisstæð. Þegar við renndum í hlað stóð Kiddi með kampavín á bakka í anddyrinu. Við gistum hjá þeim í tvær nætur og það voru stanslaus veisluhöld – því gleymi ég aldrei. Eftir þessa ferð vorum við Bára aftur orðnar vinkonur og hittumst of þegar hún kom til Reykjavíkur og þá var Ásta alltaf með. Oft borðuðum við saman hjá Ástu eða mér, við fór- um saman í bíó og hlógum eins mikið og þegar við vorum innan við tvítugt. En allt breytist í áranna rás, nú hlæj- um við Bára ekki lengur saman. Fyr- ir tæpu ári sagði Bára mér frá veik- indum sínum, hún hafði þurft að fara í skurðaðgerð en hún var vongóð og dugleg, eins og áður. En þennan ill- víga sjúkdóm sem herjaði á Báru réði hún ekki við þótt hún hafi alltaf verið sterk. Bára lést 9. nóvember síðastliðinn. Við Ásta söknum Báru, við ætluð- um að fara fleiri hringi saman og heimsækja Báru og Kidda, drekka meira kampavín og hlæja meira sam- an, en nú er því lokið. Ég bið Guð að fylgja Báru og vaka yfir Kidda, hans missir er mikill. Sigríður Auðunsdóttir. Það er svo sérkennilegt hvernig sumir þræðir vefast saman. Þannig var með þræðina okkar Báru. Það var á Skaganum svo langt síðan sem upp úr miðri síðustu öld að nafnið hennar byrjaði að sveima fyrir fram- an mig. Hún var ung stúlka en ég ennþá bara stelpa, hún var systir nánustu vina bróður míns, sund- stjarna og átti met sem ég skyldi slá, hún stefndi á íþróttaskóla á Laug- arvatni sem var líka fjarlægur draumur minn, hún lét ekki segja sér hvað væru kvenmannsverk og hvað ekki – afstaða sem uppreisnarandinn í mér var strax farinn að tileinka sér. Ég man óljóst að ég stóð á gægjum til að sjá stúdentinn hennar frá Laugarvatni sem hún kom með í heimsókn á þennan stúdentafátæka Skaga þeirra daga. Í minningunni stóð hún á tröppunum í Krókatúninu á svörtum kjól með perlufesti, svo geislandi hraustleg og falleg, með þetta líka stríðnislega bros. Og hann – stúdentinn, ja hann var svei mér þá bara eins og aðrir menn. Löngu, löngu seinna hitti ég hana augliti til auglitis, eins langt í austur frá Akranesi og hægt er að komast á Íslandi – í Neskaupstað. Aftur höfðu þræðir okkar spunnist saman og nú voru hnútarnir hnýttir fast í báða enda. Þegar ég hugsa til baka þykir mér það hagnýtur undirbúningur fyrir líf Báru í Neskaupstað að hafa snemma ákveðið að reyna sig sjálf í verki, ef henni sýndist svo, og láta engan dæma um það fyrirfram hvort hún gæti það eða ekki. Ég efast um að ég gæti nefnt verk sem hún ætlaði sér og gat ekki. „Hefðbundin kvenna- störf“, sem þá voru t.d. að sauma, baka, elda, rækta grænmeti og rósir, sinna börnum o.s.frv., vann hún með þeim hætti að konur eins og ég stóðu agndofa og hugsuðu: Ó að ég gæti til- einkað mér bara svolítið af þessum myndarskap. Þau verk sem ég hugsa ekki síður til eru að kokka á síldarbát til að komast í skóla, hanna fagurt umhverfi, finna hugvitsamar lausnir, kljúfa nautshausa, flísaleggja veggi og gólf, smíða heilu innréttingarnar, mála þök, hlaða grjótveggi … allt unnið af einstakri nákvæmni með sömu kröfu á sjálfa sig og aðra, að hvert sem verkið væri skyldi það unnið af alúð og vera þeim sem það vinnur til sóma. Harmleikur snjóflóða og uppbygg- ing atvinnulífs og mannlífs í Nes- kaupstað í kjölfar þeirra voru meðal margra verkefna sem þeir tókust á við saman, vinirnir, Kristinn hennar Báru, þá forseti bæjarstjórnar og eiginmaður minn, Logi, sem þá var bæjarstjóri. Gífurlegt álag, fjarvist- ir, innilokun og erfiðar aðstæður reyndu óbærilega á þanþolið, meira hjá sumum en öðrum. Þá var gott að eiga fyrirmynd eins og Báru. Ófærð? Ja, erum við konurnar nokkuð að ferðast hvort sem er? Vatnsleysi? þá bræðum við bara snjó. Rafmagns- leysi? þá notum við prímus. Karlarn- ir veðurtepptir á Egilsstöðum og húsið að snjóa á kaf? Þá látum við vekjaraklukkuna hringja nokkrum sinnum á nóttu til að moka frá og lokast ekki inni. Bjarga sér sjálf! Það er hægt að vinna jafnréttisbaráttu með ýmsu móti – sumir gera það með kröfu á sjálfa sig. Bára og Kristinn kunnu saman listina að lifa á líðandi stund, smita gleði til allra nálægra og gera þeim margar stundir ógleymanlegar. Mik- ið mun ég sakna slíkra stunda. Ég mun aldrei framar horfa á Báru hverfa mér á brunandi ferð niður skíðabrekkurnar, aldrei aftur njóta dýrindis veitinga hennar, aldrei aftur smitast af hamingjunni sem geislaði frá samvistum þeirra hjóna – en ég mun ævinlega sjá fyrir mér fallega, stríðnislega brosið hennar og heyra hana hvetja mig: „Þú getur þetta“. Ólöf Þorvaldsdóttir. Þú varst sú sem hélst fjölskyldunni saman. Þú elskaðir alla og horfðir aldrei á slæmu hlið- arnar. Þú varst augu mannsins þíns og brást honum aldrei. Nú ertu farin á hinn besta stað og gengur með Jesú Kristi í gegnum ljóssins hlið. Og þó þú sért farin þá ertu alltaf með okkur. Við munum alltaf sakna þín, kæra amma. Þínir dóttursynir Viktor og Hörður Þór. Dúfa Kristjánsdóttir ✝ Dúfa Kristjáns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 29. nóv- ember 1934. Hún lést á Landspít- alanum aðfaranótt 6. október síðastlið- inn og var jarð- sungin í kyrrþey frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. október. Elsku amma. Núna ertu farin eftir erfið veikindi. Við munum ávallt minnast þín, hvernig þú tókst okk- ur sem fósturbörnum Jóhönnu. Ég (Tinna) ólst upp hjá pabba og Jóhönnu og ég varð strax hluti af þinni fjölskyldu, eins með Davíð. Þú hugsaðir til okk- ar, alltaf fylgdist þú vel með hvernig okkur farnaðist í lífinu eftir að við fluttum að heiman. Og þér þótti svo vænt um Klöru og Elísu, þegar þær komu í heimsókn. Við söknum þín mikið, en söknuð- ur afa er mestur, þú varst hans augu, við reynum að leiðbeina honum eins og þú gerðir. Takk, elsku amma, fyrir allt. Tinna, Davíð Þór, Klara og Elísa Ósk. Elsku amm’í Stóró mín. Mikið flýgur tím- inn hratt frá okkur. Nú í sumar fór amma og nú fylgir þú henni. En þó að sorgin sé mikil þá er brosið og þakklætið stutt undan þegar ég hugsa um hvað þið systurnar gáfuð mér. Ég á ófáar æskuminningar þegar ég og Elsa fórum saman í bæinn til að vera með ykkur tvíburunum. Oft þurftum við að standa fyrir framan ykkur í margar mínútur þegar þið þrættuð um hver ætti að borga ef eitt- hvert dekur var í gangi. Þú og amma voruð svo nánar að þegar ég var hjá henni, hvort sem klukkan var átta um morguninn, þrjú um daginn eða átta um kveldið, þá varst þú annað hvort í heimsókn, í símanum með ömmu, eða amma á leiðinni til þín. Það var líka gaman að sjá tvær al- veg eins manneskjur, en samt svo ólíkar, sýna skilyrðislausa ást hvor á annarri. Þú passaðir upp á ömmu og amma passaði upp á þig. Svava Guðmundsdóttir ✝ Svava Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1930. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Landakoti 14. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 24. október. Það var alltaf gaman að koma til þín í pönns- ur og mér fannst alltaf svo spennandi þegar Elsa var að sýna mér allt heimilið þitt, sem hún þekkti svo vel. Ég og Elsa litum mjög mikið upp til ykk- ar systranna. Þegar við fórum í skólagarðana var ekkert sjálfsagðra en að skíra kálgarðana okkar Hulduland og Svövuland og montuð- um okkur alltaf, því við áttum tvær alveg eins ömmur! Ef þú komst til Elsu, þá var ég alltaf mætt til að vera með ykkur og það sama var þegar amma Hulda kom í heimsókn til mín. Við reyndum að skemmta á hverju ættarmóti til að gera ykkur stoltar, létum eins og við værum tví- burar (þrátt fyrir að Elsa væri tæpum tveimur hausum stærri en ég!) og vældum stundum í mömmum okkar um að fá alveg eins föt. Þið gáfuð okk- ur ást, kennduð okkur lífsreglurnar og mun ég ávallt minnast þeirra tíma sem við áttum saman, elsku Svava mín. Ég veit að þú ert hamingjusöm núna að vera laus frá þjáningum þín- um og komin í faðm systur þinnar og mömmu. Elsku Halli og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína. Sara Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.