Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 43 menning EINS og við mátti búast reyndist nýja James Bond-myndin, Casino Royale, fá mestu aðsóknina í kvik- myndahúsunum í síðustu viku. Alls sáu 10.594 myndina í síðustu viku sem þó var ekki frumsýnd fyrr en undir lok vikunnar, á föstudegi. Hún halaði inn rúmum níu millj- ónum kr. í aðgangseyri. Casino Royale hefur hlotið afbragðsdóma. Myndin þykir spennandi og vel gerð og söguefnið er trúverðugra en oft áður. Kvikmyndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Ians Flem- ing um ofurnjósnarann James Bond og í Casino Royale fá bíó- gestir að fylgjast með Bond takast á við sitt fyrsta verkefni sem njósnari hennar hátignar. Daniel Craig fer á kostum sem hinn nýi Bond og leyfir sér að gæða njósnara hennar hátignar ör- lítilli viðkvæmni og rómantík. Sumir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að segja að Casino Ro- yale sé best Bond-myndin frá upp- hafi. Mýrin, kvikmynd Baltasar Kor- máks eftir sögu Arnaldar Indr- iðasonar, þurfti að víkja fyrir Bond-ævintýrinu. Mýrin sat í öðru sæti í síðustu viku hvað varðar að- gangseyri. Alls sáu 2.711 manns myndina í síðustu viku en hún hefur verið í sýningu í fimm vikur. Mýrin hefur hlotið fádæma góðar viðtökur hér- lendis og rakaði að sér verðlaunum á nýafstaðinni Eddu-hátíð, þar sem hún var valin mynd ársins. Handrit ársins hlaut hins vegar hópurinn sem stóð að Börnum. Börn er nú í 7. sæti listans, sama sæti og í þar síðustu viku. Kvikmyndir | 10.600 manns sáu Casino Royale Bond skýst á toppinn                              !  " #$ $ %$ &$ '$ $ ($ )$ *$ #$  -=! #            Svalur Daniel Craig fer á kostum sem nýr James Bond. TEIKNIMYNDIN Happy Feet, sem fjallar um mörgæsir, skákaði nýju Bond-myndinni Casino Royale í norður-amerískum kvikmynda- húsum um helgina. Tekjur af mörgæsamyndinni, sem Elijah Wo- od, Robin Williams, Brittany Murphy, Hugh Jackman og Nicole Kidman tala m.a. inn á, námu 42,3 milljónum dala en Casino Royale afl- aði 40,6 milljóna dala tekna um helgina. Casino Royale aflaði síðan 42,2 milljón dala tekna utan Banda- ríkjanna og Kanada, þar af kom helmingurinn af sýningum í Bret- landi. Samanlagðar tekjur af mynd- inni í Bandaríkjunum voru þó öllu minni en þeir 47,1 milljónir dala sem náðist inn á fyrstu sýningarhelgi annarrar Bond-myndar, Die Anot- her Day, árið 2002. Happy Feet hefur verið líkt við óskarsverðlaunamyndina March of the Penguins. Það er ástralski kvikmyndagerð- armaðurinn George Miller sem leik- stýrir myndinni en hann framleiddi m.a. kvikmyndirnar um Mad Max og Babe. Inn á myndina talar einnig sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, sem þekktur var fyrir náttúrulífsmyndir í sjónvarpi. Gamanmyndin Borat: Cultural Le- arnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, sem verið hefur í efsta sæti undanfarnar helgar, fór niður í 3. sæti. Þá fór jóla- sveinamyndin The Santa Clause 3: The Escape Clause, með Tim Allen í aðalhlutverki, niður í 5. sæti og teiknimyndin Flushed Away fór nið- ur í 5. sæti. Mörgæsirnar skáka sjálfum James Bond 1. Happy Feet 2. Casino Royale 3. Borat 4. The Santa Clause 3 5. Flushed Away 6. Stranger Than Fiction 7. Babel 8. Saw III 9. The Departed 10. The Queen Reuters Mörgæsir Robin Williams talar inn á myndina Happy Feet. Kvikmyndir | Happy Feet tekjuhæst Alþjóðlega hljómsveitakeppn-in Global Battle of theBands fer nú fram hér- lendis í þriðja skipti. Búið er að klára tvö undanúrslitakvöld af fjórum, og fóru þau fram á mið- vikudaginn og fimmtudaginn. Alls keppa sextán hljómsveitir um sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Lundúnum 12. desember nk. Þar munu sigurvegarar frá tuttugu og fjórum löndum öðrum einnig keppa, en sigurlaunin eru 100.000 dollarar og tónleikaferðalag um heiminn. Sigurvegarar fyrstu úr- slitakeppninnar, sem haldin var 2004, var spænska sveitin Seconds, en í fyrra var það hin írska Ko- pek. Seconds er nú á mála hjá EMI og Kopek var að taka upp með upptökustjóranum Danny Saber (hefur m.a. unnið fyrir Madonnu, Rolling Stones og David Bowie).    Hér á landi er keppnin haldin íHellinum, tónleikastað Tón- listarþróunarmiðstöðvarinnar á Granda. Þær sveitir sem komust áfram heita Gordon Riots og Ro- yal Fanclub, sú fyrrnefnda spilar níðþungt „metal-core“ en sú síð- arnefnda hressilegt nýbylgjurokk. Gordon Riots lék á þungarokks- kvöldi miklu og hafði sitt í gegn sökum mikils þéttleika auk þess sem áran í kringum bandið var smitandi. Það var „gengis“-bragur á meðlimum, líkt og þegar Mínus sigraði í Músíktilraunum Tóna- bæjar um árið. Sama má segja um Royal Fanclub, nafn sem ein- hverjir ættu að kannast við, en sveitin hefur keppt í Músíktil- raunum auk þess sem a.m.k. tvær plötur liggja eftir sveitina. Það mátti finna snert af Jak- obínurínu og Jeff Who í leik sveit- arinnar, sem gaf af sér ungæð- islega og frískandi strauma. Meginstef þessara tveggja kvölda var rokk og allir kepp- endur voru karlkyns. Allnokkur gæðamunur var á sveitunum eins og gengur, það komst ekki vatn á milli í leik Gordon Riots, svo bylm- ingsþétt var hún á meðan sumar hljómsveitir hefðu að ósekju mátt halda sig lengur inni í skúrnum.    Maður ber GBOB (eins ogkeppnin er skammstöfuð) óhjákvæmilega saman við aðra hljómsveitakeppni hér á landi, nefnilega Músíktilraunir. GBOB er enn að slíta barnsskónum, skipu- lag er ekki enn í föstum skorðum og nafnið er ekki á hvers manns vörum enn sem komið er. GBOB er eins og hrárri útgáfa af Mús- íktilraunum, áhorfendur voru af skornum skammti og á fyrsta kvöldinu leið mér (ég er einn af þeim sem skipar þriggja manna dómnefnd) meira eins og ég væri á áheyrnarprufu fyrir leikrit, þar sem leikstjórinn situr úti í tómum salnum ásamt aðstoðarfólki. Skipuleggjendur hafa reyndar staðið sig með miklum sóma, en þeir tjáðu blaðamanni að þeir hefðu verið ræstir út með þriggja vikna fyrirvara. Þessar brotalamir verða efalaust lagfærðar með reynslunni, en keppnin býr yfir mörgum kostum og synd væri ef þeir verða ekki virkjaðir til fulls.    Reglur GBOB eru rýmri enMúsíktilraunareglurnar og form þessara keppna er ólíkt. Sig- urvegarar Músíktilrauna fá hljóð- verstíma, uppskera mikið umtal og leggja jafnan í plötugerð. GBOB snýst um að koma hljómsveitum á framfæri erlendis, og liðsmenn hljómsveitanna koma því efalaust með nokkru öðru hugarfari til leiks. Söngvari og gítarleikari Winter Perfect, efnilegrar sveitar sem lék á síðara kvöldinu, sagði keppnina vera „spark í rassinn til að gera eitthvað,“ þeir félagar hefðu samið nýtt lag þar sem þeir höfðu eitthvað að stefna að, höfðu einhvern viðmiðunarpunkt. Söngv- arinn lýsti þannig á kjarnyrtan hátt mikilvægasta hlutverki hljóm- sveitakeppna, en það er fyrst og fremst að koma hreyfingu á hlut- ina og hvetja ungt listafólk til dáða á sköpunarsviðinu, frekar en að hengja ódýrar medalíur um hálsinn á því. „Spark í rassinn til að gera eitthvað …“ » „Hlutverk hljóm-sveitakeppna er fyrst og fremst að koma hreyfingu á hlutina og hvetja ungt listafólk til dáða á sköpunarsvið- inu.“ GBOB Írska sveitin Kopek sigraði í The Global Battle of the Bands í Lundúnum í fyrra. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.