Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÍSA, LÆKNIR, VAR AÐ SENDA MÉR TÖLVUPÓST! ÞÚ ÁTT AÐ MÆTA Í ÁRLEGA SKOÐUN OG ÞÚ VEIST HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR? JÁ... HANA LANGAR AÐ HITTA OKKUR! KALDAR HENDUR OG SKRÍTIN TÆKI HÆTTU AÐ RÍFAST Í MÉR! MIG LANGAR AÐ SPILA, EN ÉG GET ÞAÐ EKKI! MAMMA SAGÐI MÉR AÐ FARA Í GÖNGUTÚR MEÐ SOLLU, Í KERRUNNI SINNI. OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG ÞARF AÐ GERA! ÞÚ VERÐUR AÐ VIÐUR- KENNA AÐ ÞAÐ ER SVONA TRYGGLYNDI SEM SKAPAR MANNESKJU... ...OG TAPAR LEIKJUM MÁ ÉG FÁ GARÐSKÓFLUNA LÁNAÐA? HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA? ÉG OG HOBBES ERUM AÐ FARA ÚT Í GARÐ AÐ LEITA AF FORNMUNUM EF ÞÚ VILT FINNA STEINGERVINGA ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ TAKA TIL Í HERBERGINU ÞÍNU HAHA! BÍDDU BARA ÞANGAÐI TIL ÉG NEFNI RISAEÐLU Í HÖFUÐIÐ Á ÞÉR HVAÐ STENDUR EIGINLEGA Á ÞESSU SKILTI? „ÞESSI HURÐ ER ÚR ÓMETAN- LEGRI, 2000 ÁRA GAMALLI EIK, VARIST AÐ RISPA OG AÐEINS MÁ KOMA VIÐ HANA SÉ VIÐKOMANDI KLÆDDUR HÖNSKUM“ PSST... ÉG HELD AÐ LÝTALÆKNIRINN HAFI GERT MISTÖK Í ANDLITS- LYFTINGUNNI ÉG ER BÚINN AÐ VERA AÐ BLOGGA Í VIKU OG EKKI EINN EINASTI MAÐUR ER BÚINN AÐ SETJA INN SVAR Á SÍÐUNA ÞAÐ ERU MILLJÓNIR MANNA Á NETINU, ÉG VAR AÐ VONAST TIL ÞESS AÐ ÉG NÆÐI AÐ FÁ EINN TIL ÞESS AÐ HAFA ÁHUGA „18. NÓVEMBER: Í DAG FÉKK ÉG MÉR BEYGLU Í MORGUNMAT“ KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ VERA PÓLITÍSKARI ÉG ÆTLA AÐ SEGJA ÖLLUM AÐ ÞÚ SÉRT Í RAUN PETER PARKER! JÚHÚ! KÓNGULÓAR- MAÐUR! PETER FANN MIG OG VIÐ ERUM BÆÐI HEIL Á HÚFI ÞANNIG AÐ ÞÚ ERT EKKI PARKER! ÚR ÞESSARI FJARLÆGÐ SÉR NASHYRNINGURINN EKKI AÐ ÉG ER Í FÖTUNUM HANS PETER OG HELD Á ÁHÆTTUBRÚÐUNNI MINNI Íslenska málfræðifélagið ogMálvísindastofnun HáskólaÍslands efna til málþings umorðsifjafræði og söguleg mál- vísindi í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins laugardaginn 25. nóvember næstkomandi. Yfirskrift málþings- ins er „Uppruni orðanna“ en þingið er haldið til minningar um Jörund Hilmarsson málfræðing sem hefði orðið sextugur á þessu ári, en hann lést fyrir aldur fram árið 1992. Haraldur Bernharðsson er for- maður Íslenska málfræðifélagsins og einn af skipuleggjendum mál- þingsins: „Jörundur var dósent við HÍ og helgaði sig helst samanburð- armálfræði og orðsifjafræði,“ segir Haraldur. „Hann lagði meðal annars stund á litháísku sem hann nam við Háskólann í Vilníus og talaði reip- rennandi. Þegar Litháar börðust fyrir sjálfstæði sínu og leituðu meðal annars til Íslendinga um liðsinni sendu þeir hingað sendinefndir til fundar við íslenska ráðamenn og var Jörundur fylgdarmaður þeirra og túlkur bæði í samtölum við stjórn- málamenn og fjölmiðla. Hafði Vytautas Landsbergis, sem síðar varð forseti Litháens, á orði að aldrei hefði hann heyrt útlending tala litháísku jafnvel. Þegar Litháar síðar öðluðust sjálfstæði skipaði Landsbergis Jörund heiðursræðis- mann Litháa á Íslandi og hélt lithá- íska þingið ráðstefnu í vor þar sem Jörundar var minnst.“ Jörundur lagði einnig stund á hið forna indóevrópska tungumál tokk- arísku og var með fremstu fræði- mönnum í heimi í því máli: „Hann stofnaði tímaritið Tocharian and Indo-European Studies sem var og er eina fræðilega tímaritið helgað tokkarískri málfræði, og fyrir það var hann þekktur úti um allan heim,“ segir Haraldur. „Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum var ég einhverju sinni spurður hvort heil deild væri starfrækt við Háskóla Ís- lands helguð tokkarískum fræðum, en menn gerðu sér ekki grein fyrir að tímaritið væri eins manns fram- tak.“ Fyrirlesarar á málþinginu eru vinir, samstarfsmenn og nemendur Jörundar og fjalla um efni á fræða- sviði hans: „Guðrún Þórhallsdóttir fjallar um rannsóknir Jörundar á uppruna orðsins Són, en Són var eitt af kerunum tveimur undir skáld- skaparmjöðinn. François Heenen ræðir um uppruna orðsins drasill í „Yggdrasill“ og sjálfur mun ég fjalla um endingu þriðju persónu eintölu í norrænu,“ segir Haraldur. Eftir hádegishlé fjallar Margrét Jónsdóttir um beygingu miðstigs lýsingarorða með örnefnum. Katrín Axelsdóttir fjallar um framvindu málbreytinga og breytingar á eign- arfornöfnum í íslensku, og Veturliði G. Óskarsson fjallar um þýska for- skeytið an-. og afdrif þess í íslensku. „Eftir kaffihlé mun Magnús Snædal fjalla um nokkur orð úr vandölsku og Jón Axel Harðarson og Þórhallur Eyþórsson flytja erindi um tokk- arísku,“ segir Haraldur en umræður verða á eftir hverjum fyrirlestri. Málþingið, sem haldið er í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins, hefst kl. 10.30 og stendur til 16.30. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Ítarlegri dagskrá þingsins má finna á http://imf.hi.is Málfræði | Málþing í Þjóðminjasafninu á laugardag í minningu Jörundar Hilmarssonar Tokkaríska og ís- lenskar orðsifjar  Haraldur Bernharðsson fæddist á Akur- eyri 1968. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1988, BA-prófi 1991 og MA-prófi í íslensku 1995 frá HÍ, MA-prófi í almennum málvísindum frá Corn- ell-háskóla 1998 og doktorsprófi frá sama skóla 2001. Haraldur starfar við rannsóknir og kennslu við Stofnun Árna Magnússonar, HÍ og MR. Haraldur er kvæntur Hönnu Óladóttur aðjunkt og eiga þau fjögur börn. BORGARBÖRN kallast nýstofnað barna- og unglingaleikhús Sönglistar og Borgarleikhússins sem á morgun frumsýnir jólaleikritið Réttu leiðina á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leik- ritið fjallar um Heiðrúnu Birtu stúlku sem alist hefur upp í Jólalandi. Hún er send aftur til mannheima ásamt Kuggi jólaálfi til að rétta öðrum hjálparhönd og breiða út boðskap ástar og friðar sem er hinn eini sanni jólaboðskapur. Í mannheimum kynn- ast þau Kyrjunum sem í raun trúa ekki á neitt nema sjálfar sig og alls ekki á jólasveininn. Heiðrún Birta og Kuggur eiga mikið verk fyrir hönd- um. Skyldi þeim takast að vekja aftur upp jólaandann og sannfæra mann- fólkið um að með því að rétta öðrum hjálparhönd og láta sig málin varða eru þau farin að leggja heiminum lið? Það eru hvorki fleiri né færri en 22 börn og unglingar sem taka þátt í hverri sýningu. Þess má geta að í tengslum við sýninguna verður tekið á móti jólapökkum sem Borgarbörn munu afhenda Rauða krossinum, Hjálparstarfi kirkjunnar og mæðra- styrksnefnd í desember. Leikstjóri sýningarinnar er Gunn- ar Helgason. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Hljóð: Guð- mundur Viðarsson. Söngstjórn: Ragnheiður Hall. Tónlistarstjórn: Valdimar Kristjónsson. Danshöf- undar: Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Höfundar: Erla Ruth Harðardóttir og Hrefna Hall- grímsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Nafngjafar Guðbjörg Yuriko Ogino og móðir hennar Emilía Ágústsdóttir sigruðu í nafnsamkeppni leikhússins.. Hér sjást þær með Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Erlu Ruth Harðardóttir skólastjóra Sönglistar og leikurum. Rétta leiðin frumsýnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.