Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Borat kl. 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 6
eeee
S.V. Mbl.
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
T.V. - Kvikmyndir.com
eeeee
EMPIRE
eeeee
THE MIRROR
70.000
gestir!
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins,
besti leikar ársins,
besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og
besta tónlistin (Mugison)
Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Casino Royale LÚXUS kl. 5, 8 og 11
Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
Mýrin kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Open Season m.ensku.tali kl. 4, 6, 8 og 10
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 4
eeee
„EIN BESTA MYNDIN FRÁ UPPHAFI...
BOND ER KOMINN AFTUR Í FJÓRAR OG
FEITAR STJÖRNUR, ÞAÐ ER EKKI HÆGT
AÐ ÓSKA SÉR BETRI AFÞREYINGAR Í
SPENNUMYNDAGEIRANUM.“
SV MBL
eeee
V.J.V, Topp5.is
“Besta Bond myndin í áraraðir”
eeee
Þ.Þ, FBL
“Besta Bond myndin frá upphafi...
Bond er kominn aftur með látum,
hefur aldrei verið betri...Alvöru
Bondarnir eru nú orðnir tveir”
MMJ KVIKMYNDIR.COM
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Sýning Helga Þorgils Friðjóns-sonar myndlistarmanns og Ein-
ars Fals Ingólfssonar ljósmyndara
stendur yfir í galleríinu Anima í
Inólfsstræti. Á sýningunni gefur að
líta ljósmyndir Einars Fals ásamt
málverkum og texta Helga Þorgils.
Verkin eru afsprengi þriggja daga
ferðarlags þeirra í ágúst fyrir
tveimur árum um hið fornfræga
höfuðból Skarð á Skarðsströnd í
Dalasýslu. Sýningin stendur til 2.
desember og er opið þriðjudaga til
laugardags kl. 13–17.
Fimmtudaginn 23. nóvember kl. 15 verður opnuðsýning á ljósmyndum Elisabeth Smolarz í
Skotinu, nýrri sýningaraðstöðu í anddyri Ljósmynda-
safns Reykjavíkur.
„Appelsínugul eyja“ er myndröð sem Elisabeth
Smolarz tók á Íslandi, varpað á 150 x 190 cm vegg og
myndar þannig lifandi myndflæði.
Einnig eru sýndar nokkrar myndir úr myndröðinni
„Fullkominn draumur og líf“ frá borginni Beijing í
Kína.
Elisabeth Smolarz vinnur í ólíkan efnivið; ljós-
myndir, teikningar, myndbönd og teiknimyndir. Hún
notar aðferðir rannsókna og fræðilegra kannana til
að afla efniviðar í verk sín. Á meðan hún dvaldi á Íslandi árið 2005 tók hún fjölda ljósmynda og myndbanda og
skráði það sem henni fannst einkenna landið og borgina Reykjavík, landslagið í borginni og utan hennar einnig.
Sérstaka eftirtekt hennar vakti gróðurleysið, nútímalegar byggingarnar, hagnýtisjónarmið byggingarstílsins og
ekki síst hin sérstaka birta, sem annaðhvort er í of miklu magni eða of litlu. Hægt og sígandi kom fram í mynd-
unum ákveðið leiðarstef og myndröðin „Appelsínugul eyja“ varð til. Þessi sterki og áberandi litur virðist koma
einkennilega oft fyrir í íslensku umhverfi og samfélagi. Myndröðin gæti gefið manni þá hugmynd að óskilgreindur
en metnaðarfullur yfirhönnuður landsins alls hafi útbúið framtíðarskipulag í anda tísku áttunda áratugarins.
Fólkið á myndunum er annaðhvort íklætt appelsínugulum klæðum eða heldur á einhverjum hlut í þessum lit.
Þetta sérkennilega, fangandi framtíðaryfirbragð er einnig til staðar í nýjustu myndum Elisabeth Smolarz „Full-
kominn draumur og líf“ sem hún tók í borginni Beijing í Kína. Frá Beijing sýnir hún okkur myndir teknar um nótt
af auðum byggingarsvæðum í borginni, þær eru teknar á löngum tíma sem magnar upp ljósgjafana í djúpu myrkr-
inu. Hún leikur sér að hinni tvíátta tilfinningu sem orsakast af aðdráttarafli ljóssins og óttanum við myrkrið. Í
myndum sínum, bæði frá Íslandi og Kína, fer hún yfir menningarleg og huglæg mörk sem við notum til að að-
greina okkur frá öðrum menningarsamfélögum.
Sýningin er opin kl. 10–19 virka daga og kl. 13–17 um helgar og stendur til 4. febrúar.
Tónlist
NASA | Súperplötusnúðurinn Desyn
Masiello spilar á NASA 1. des. S Ghozt &
Brunhein ásamt Leibba hita upp. Forsala
miða í 12 tónum. Http://www.flex.is
Myndlist
Anima gallerí | Helgi Þorgils Friðjónsson
og Einar Falur Ingólfsson Portrett af
stað. Til 2. des. Opið þri.–lau. Kl. 13–17
www.animagalleri.is.
Artótek Grófarhúsi | Tryggvagötu 15 1.
hæð. Anna Hallin myndlistarmaður hefur
opnað sýningu á verkum sínum. Anna
lærði myndlist á Íslandi, í Svíþjóð og
Bandaríkjunum. Hún hefur haldið sýn-
ingar víða um heim og hlotið margvís-
legar viðurkenningar. Anna sýnir teikn-
ingar og myndband. Til áramóta. Nánar á
www.artotek.is.
Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir
með sýninguna „Puntustykki“. Verkið
sem Hanna Hlíf sýnir er um stöðu og
sögu kvenna fyrr og nú. Til 1. des.
Gallerí Sævars Karls | Þráinn málar í
bernskustíl. Börn, tákn og tilfinningar. Til
22. nóvember.
Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Dagný Sif
Einarsdóttir sýnir. Opið virka daga kl. 14–
18. Til 30. nóv.
Gallery Turpentine | Georg Guðni sýnir
ný málverk og kolateikningar til 21. nóv.
Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson)
sýnir í neðri sölum til 27. nóv. Baski sýn-
ir olíumálverk og teikningar sem tengj-
ast Kili og sögu Reynistaðarmanna sem
þar urðu úti 1780.
Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til
30. des. Verkin eru úr væntanlegri bók
sem mun bera titilinn „Locations“. Sýn-
ingin í Hafnarborg hefur fengið sömu
yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um
að ræða myndir af stöðum sem bera
ummerki mannfólksins.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadótt-
ir sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
Hún og Hún | Skólavörðustíg 17b. Sigrid
Österby sýnir grafik-tréristu og mosaik-
verk í „Hún og Hún“. Opnun þriðjudaginn
21. nóv. kl. 16. Til 16. des.
i8 | Klapparstíg 33–35. Katrín Péturs-
dóttir Young vöruhönnuður sýnir snjó-
bretti og hjálma.
Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig,
stendur yfir.
Opið þriðjudaga–föstudaga kl. 11–17 og
laugardaga kl. 13–17.
Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G.
Jóhannsson sýnir grafík. Opið föstudaga
og laugardaga 13–18. Heimasíða
www.jvs.is
Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með
myndlistasýningu til 24. nóv. Unnur Ýrr
er með BA gráðu í grafískri hönnun og
hefur einnig stundað myndlistarnám í
mörg ár. Í dag starfar hún sem grafískur
hönnuður.
Karólína Restaurant | Snorri Ásmunds-
son sýnir óvenjuleg málverk á veit-
ingastaðnum Karólínu. Ásmundur bróðir
Snorra sýnir á Café Karólínu. Sýning
Snorra stendur til 12. janúar. Nánari upp-
lýsingar um verk Snorra eru á
www.this.is/snorri.
Kling og Bang gallerí | Tvær sýningar;
Helga Óskarsdóttir og Kristinn Már
Pálmason sýna í Kling og Bang gallerí,
Laugavegi 23.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn
Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu
byggða á samþættingu ólíkra aðferða og
merkingafræðilegra þátta í tungumáli
málverksins. Gryfja: Þráðlaus tenging.
Kristín Helga Káradóttir sýnir mynd-
bands-sviðsetningu. Arinstofa: Óhlut-
bundin verk í eigu safnsins. Aðgangur
ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á
verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–
2000). Dröfn lét mikið að sér kveða í ís-
lensku listalífi og haslaði hún sér völl í
einum erfiðasta geira grafíklistarinnar,
tréristunni. Opið alla virka daga nema
mánudaga kl. 12–17.
Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið
eftir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin
rekur þróunina í málverkinu frá upphafi
níunda áratugs tuttugustu aldar fram til
dagsins í dag. Á annað hundrað verk eft-
ir 56 listamenn eru á sýningunni. Sjá
nánar á www.listasafn.is. Til 26. nóv.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan-
adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3
sýningar á nútímalist frumbyggja í Kan-
ada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. des-
ember.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á Lista-
safni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist
Sog. Viðfangsefni listamannsins er
straumvatn og sýnir hann þarna ný mál-
verk unnin með olíu á striga og rýmis-
verk.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ás-
mundarsafns, sem sýnir með hvaða
hætti listamaðurinn notaði mismunandi
efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra
málma. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu.
Margir af fremstu listamönnum Banda-
ríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga
verk á sýningunni. Sýningarstjórarnir eru
í fremstu röð innan hins alþjóðlega
myndlistarvettvangs. Sýningin hefur far-
ið víða um heim, m.a. til New York og
Lundúna.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning
á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðs-
son myndhöggvara. Safnið og kaffistofan
opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17.
Sjá nánar á www.lso.is.
Lóuhreiður | Sýning Árna Björns verður
framlengd um óákveðinn tíma. Árni sýnir
olíumálverk 70x100. Opið kl. 9–17 alla
daga nema laugardaga er opið kl. 12–16.
www.arnibjorn.com.
Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp-
boðs. 42 verk eftir 36 listamenn af öll-
um stærðum og gerðum. sjá www.skaft-
fell.is.
VeggVerk | Verkið Heima er bezt er
blanda af málverki og pólitísku innleggi í
anda hefðbundins veggjakrots. Sem mál-
verk takmarkast verkið af eðli Gallerísins
VeggVerk. Þannig endist þetta verk og
þau sem á eftir munu koma styttra en
hefðbundin málverk því listamennirnir
munu allir nota sama rýmið. Til 25. nóv.
Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýn-
ing á ljósmyndum sem varðveittar eru í
myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki
hefur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru
myndir af óþekktum stöðum, húsum og
fólki og gestir beðnir um að þekkja
myndefnið og gefa upplýsingar um það.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13.
Tekið á móti hópum eftir samkomulagi.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni
af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju er
sýning í forkirkjunni um tilurð og sögu
kirkjunnar sem Borgarskjalasafn hefur
sett saman með sóknarnefnd og List-
vinafélagi Hallgrímskirkju. Minnst er ein-
stakra þátta úr byggingarsögunni og
fórnfýsi fylgismanna til að gera kirkjuna
að veruleika. Til. 30. nóv.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú
búinn húsmunum og áhöldum eins og
tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Veit-
ingar í gamla prestshúsinu. Opið eftir
samkomulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu-
leiðir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10.
öld sem fannst við fornleifauppgröft í
Reykjavík 2001. Fróðleik um landnáms-
tímabilið er miðlað með margmiðlunar-
tækni. Opið alla daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands – háskólabóka-
safn | Sú þrá að þekkja og nema … Sýn-
ing til heiðurs Jónas Jónassyni frá
Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var
prestur, rithöfundur, þýðandi og fræði-
maður, eins og verk hans Íslenskir þjóð-
hættir bera vott um. Sýningin spannar
æviferill Jónasar.
Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochums-
son var lykilmaður í þjóðbyggingu 19.
aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóð-
sönginn og Skugga-Svein, en skáldprest-
urinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15
frumsamdar. Sýningin stendur yfir til 31.
desember.
Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal
þjóðdeildar safnsins. Þar er sagt frá
ferðasögum til Íslands í gegnum aldirnar.
Sjá nánar á heimasíðu: www.lands-
bokasafn.is
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminja-
safns | Í húsnæði Seðlabankans, Kalk-
ofnsvegi 1, hefur verið sett upp ný yf-
irlitssýning á íslenskum gjaldmiðli og
öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig
kynningarefni á margmiðlunarformi um
hlutverk og starfsemi Seðlabanka Ís-
lands. Gengið er inn um aðaldyr bankans
frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Sýn-
ingin er opin mán.–föst. kl. 13.30–15.30.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl.
12–17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum
leikmyndir sem segja söguna frá land-
námi til 1550. www.sagamuseum.is
skjaladagur.is | Skjalasýning Þjóðskjala-
safns, Borgarskjalasafns og héraðs-
skjalasafna um land allt í tilefni af nor-
ræna skjaladeginum. Fjallað um
samgöngur á Íslandi í víðasta skilningi
með ljósmyndum og skjölum. Til dæmis
símagabb, frímerki, fyrstu götuljósin í
Reykjavík, gufubátar o.fl. Einnig spenn-
andi getraun.
Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýj-
ar lifandi sýningar. Innreið nútímans og
upphaf símasambands við útlönd. Símrit-
ari sýnir gamla ritsímabúnaðinn í fyrstu
ritsímastöð landsins. Vjelasmiðja Jó-
hanns Hanssonar – Málmsteyperíið, Kap-
alhúsið og húsin á Wathnestorfunni. Opið
virka daga kl.13–16 www.tekmus.is.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn
– íslensk og erlend skotvopn ásamt upp-
stoppuðum veiðidýrum og veiðitengdum
munum. Sjá nánar á www.hunting.is. Op-
ið um helgar í nóvember kl. 11–18. Sími
483 1558 fyrir bókanir utan sýning-
artíma.
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bók-
um Berlínarforlagsins Mariannenpresse
stendur yfir. Hver bók er listaverk unnið
í samvinnu rithöfundar og myndlistar-
manns. Aðrar sýningar eru Handritin, Ís-
lensk tískuhönnun og Fyrirheitna landið.
Veitingastofa með hádegisverðar- og
kaffimatseðli er í húsinu, einnig safnbúð.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til
sýnis útsaumuð handaverk listfengra
kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin
byggir á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson
textíl- og búningafræðings. Myndefni út-
staðurstund
Myndlist
Portrett af stað
Ljósmyndasýning
„Appelsínugul eyja & Fullkominn draumur og líf“