Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ólaf Þ. Stephensen í Ríga
olafur@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir eftir
leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga að
Íslendingar muni ekki skerast úr leik í verk-
efnum NATO í Afganistan heldur auka framlag
sitt til þeirra. Þá muni framlög til varnar- og ör-
yggismála óhjákvæmilega aukast á næstu ár-
um, enda sé ekki lengur hægt að ætlast til þess
að önnur ríki standi straum af öllum kostnaði
við varnir landsins.
„Það sem einkenndi þennan fund að mínum
dómi var mikill einhugur og samstaða, alveg
óháð því úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma í
sínu heimalandi,“ segir forsætisráðherra. Hann
segir að stærsta mál fundarins hafi verið
ástandið í Afganistan.
Verkefnið í Afganistan
stærsta viðfangsefnið
„Þeir sem eru hér fulltrúar fyrir vinstriflokka
höfðu mjög svipaðar skoðanir og þeir, sem eru
úr mið- eða hægriflokkum, varðandi framtíð
bandalagsins og þá sérstaklega verkefni þess í
Afganistan. Þar er stærsta viðfangsefni banda-
lagsins um þessar mundir, 32.000 hermenn á
vegum þess reyna að bæla niður og hrekja burt
ofbeldis- og hryðjuverkaöfl. Það er mat manna
að þetta gangi vel, en margt sé samt ógert.“
Hann segir að bandalagið sýni fulla einurð í því
að ljúka verkefni sínu í Afganistan og koma
landinu á réttan kjöl á ný. „Við Íslendingar, sem
höfum verið þarna virkir þátttakendur á okkar
vísu, í gegnum friðargæzluna og þá starfsemi,
sem við höfum rekið á flugvellinum í Kabúl, ætl-
um ekki að skerast úr leik. Við ætlum að halda
áfram að leggja okkar af mörkum og auka það,
bæði með því að taka þátt í borgaralegri upp-
byggingu og endurreisnarstarfi og einnig með
því, sem við höfum stundum áður gert, að fjár-
magna flugflutninga til landsins, ýmist með
okkar flugvélum eða annarra,“ segir Geir.
Forsætisráðherra segir að mikið hafi verið
rætt á fundi leiðtoganna um hina svokölluðu
umbreytingu bandalagsins, bæði í pólitískum
skilningi og hernaðarlegum. Hvað varðar hrað-
lið bandalagsins, sem er ríkur þáttur í þeirri
umbreytingu, segir Geir að Ísland geti ekkert
lagt til þess samstarfs og hafi þá sérstöðu, t.d. í
Afganistan, að leggja ekkert fram á hernaðar-
lega sviðinu heldur einbeiti sér að borgaraleg-
um verkefnum. „Á meðan uppi er krafa í banda-
laginu að þjóðirnar auki við almenn útgjöld sín
til hernaðarmála höfum við aukið okkar framlög
til friðargæzlu og hjálparstarfsemi í stríðshrjáð-
um löndum,“ segir Geir.
Ljóst er að Ísland mun þurfa að auka útgjöld
til öryggismála, til dæmis vegna eflingar Land-
helgisgæzlunnar og sérsveitar lögreglunnar,
friðargæzlu og þróunarstarfs, reksturs örygg-
issvæðis á Keflavíkurflugvelli og fleiri mála.
Getur verið að innan einhverra ára verði útgjöld
Íslands til öryggismála farin að skipta milljörð-
um, þannig að þau nálgist það markmið um 2%
af landsframleiðslu, sem miðað er við innan Atl-
antshafsbandalagsins? „Margar NATO-þjóðir
verja á bilinu 1,2–2% af sinni þjóðarframleiðslu
til varnarmála og hernaðarútgjalda,“ segir Geir.
Milljarðar í uppbyggingu á búnaði
fyrir Landhelgisgæzluna
„Á okkar mælikvarða væru það kannski 12–
20 milljarðar. Ég sé ekki fyrir mér að við séum
neitt að nálgast slíkar upphæðir, en allt fer
þetta þó eftir því hvernig hlutirnir eru skil-
greindir. Við munum á næstu árum verja
nokkrum milljörðum í uppbyggingu á búnaði
fyrir Landhelgisgæzluna, sem að hluta til kem-
ur í staðinn fyrir það, sem bandaríska varnar-
liðið var með á Keflavíkurflugvelli, og við mun-
um auðvitað þurfa að efla okkar löggæzlu með
skipulegum hætti og höfum verið að því undir
forystu dómsmálaráðherra. Það er einmitt gert
ráð fyrir því í samkomulaginu við Bandaríkja-
menn að bæði Landhelgisgæzlan og sérsveit
lögreglunnar geti fengið aðstoð og hugsanlega
þjálfun í Bandaríkjunum. Auðvitað eru þetta
breyttir tímar fyrir okkur að mörgu leyti og það
kann vel að vera að það sé sitthvað fleira í sam-
bandi við útgjöld, sem við höfum ekki séð fyrir.“
Geir tekur undir að aukinn þrýstingur sé innan
NATO á það að aðildarríkin leggi meira af
mörkum. „Auðvitað getum við ekki lengur ætl-
azt til þess, eins og við höfum gert áratugum
saman, að aðrir standi straum af öllum okkar
vörnum. Það er ekki eðlileg krafa lengur og
þess vegna erum við tilbúin að verja í þessi mál
heilmiklum peningum. Það er hins vegar ljóst
að við leggjum okkar af mörkum með öðrum
hætti, til dæmis í Afganistan, en þær þjóðir,
sem eiga herafla sem þær geta sent á vettvang.“
Í lokayfirlýsingu leiðtogafundar NATO er að
finna kafla um orkuöryggi, sem er nýmæli. Að-
spurður segir Geir að enginn vafi sé á því að
orkuöryggi í breiðum skilningi verði æ mikil-
vægara og geti líka hugsanlega orðið vandamál.
„Það, sem mest hefur borið á varðandi þetta
hugtak á undanförnum misserum er öryggi
orkuflutninga frá Rússlandi, truflanir, óvæntar
verðbreytingar og þess háttar, sem borið hefur
á í því sambandi. Það má því segja að það sé
kveikjan að þessu, en auðvitað er orkuöryggi al-
mennt gríðarlega mikið öryggismál þegar öllu
er á botninn hvolft. Þar stöndum við auðvitað
vel að vígi, vegna þess að við erum með svo
mikla innlenda orku, fyrir utan að hún er endur-
nýjanleg og hrein.“ .
Í ræðu sinni á fundi leiðtoganna í gærmorgun
sagði Geir að hin pólitíska og hernaðarlega um-
breyting bandalagsins væri nauðsynlegt ferli
sem varðaði getu NATO til að gegna hlutverki
sínu við breyttar aðstæður. Hins vegar mætti
þessi þróun ekki verða til þess að bandalagið
missti sjónar á þeim tilgangi sínum að tryggja
sameiginlegar varnir, byggðar á sameiginleg-
um varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í
þessu samhengi vakti Geir athygli á þeirri sér-
stöðu Íslands innan bandalagsins að eftir brott-
för bandarísks varnarliðs væri það eina ríkið,
þar sem ekkert eftirlit væri í lofti eða viðbún-
aður á friðartímum. Þar með væri heldur ekki
slíkt eftirlit í mikilvægum hluta Atlantshafsins.
Þetta væri augljóslega áhyggjuefni fyrir Ísland,
sem ekki hefði yfir eigin herafla að ráða, en væri
sömuleiðis mál sem skipti bandalagið allt máli.
Geir rifjaði upp að framkvæmdastjóri banda-
lagsins hefði í öðru samhengi sagt að loftrými
bandalagsríkjanna væri ein heild og þetta hefði
því líka með það að gera að öryggi bandalagsins
væri eitt og óskipt. Geir lýsti ánægju með það
samkomulag, sem gert hefði verið við Bandarík-
in um varnir Íslands á hættutímum, en eftir
stæði þörfin fyrir eftirlit og viðbúnað á friðar-
tímum. „Loftrými bandalagsins er skilgreint
sem ein heild og þess vegna er þetta ekki bara
okkar mál,“ segir Geir. „Ég sagði frá því að við
myndum taka málið upp í fastaráði NATO og
þetta er auðvitað hluti af því máli, sem við erum
nú að byrja tvíhliða viðræður um við aðrar þjóð-
ir. Mér þótti vænt um að bæði Bush Bandaríkja-
forseti og Rice utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna komu til mín í framhaldinu og lýstu
ánægju sinni með það, sem ég hafði sagt um
þessi mál. Ég tel því að þetta sé allt í eðlilegu
samhengi; það samkomulag, sem við gerðum
við Bandaríkin og svo þetta, sem nú er fram-
undan í tvíhliða viðræðum og viðræðum innan
NATO.“
Norðmenn verði oftar á ferð
Í samkomulagi Íslendinga og Bandaríkja-
manna um varnir eftir brottför varnarliðsins er
kveðið á um að Bandaríkin haldi a.m.k. eina her-
æfingu árlega á Íslandi. „Það er gert ráð fyrir
að Bandaríkin muni æfa reglulega á Íslandi.
Það er ekki vitað nákvæmlega hversu oft, að
minnsta kosti einu sinni á ári, og þá færi vel á
því að það væri gert í samstarfi við aðrar þjóð-
ir,“ segir Geir. „Ég tel hins vegar að við eigum
líka að stefna að því að ná samkomulagi við
Norðmenn um að þeir verði oftar á ferð heima
en þetta og ég tel að í því felist áreiðanlega
ákveðið gildi fyrir þá og þeirra flugmenn að
geta æft sig við þær aðstæður, sem er að finna á
Íslandi.“ Geir segist telja að halda þurfi mis-
munandi þáttum viðræðnanna framundan að-
greindum. „Við erum í fyrsta lagi að tala um
varnir á ófriðartímum og viðbrögð við viðvar-
andi ógnum. Í öðru lagi erum við að tala um
eftirlit og viðbúnað á friðartímum og í þriðja
lagi erum við að ræða borgaraleg verkefni eins
og leitar- og björgunarmál, viðbrögð við um-
hverfisslysum og þess háttar. Menn verða að
setja þetta í rétt samhengi, hvert atriði fyrir
sig.“
Ísland mun ekki skerast úr leik
Ljósmynd/NATO
Leiðtogar heilsast Geir H. Haarde ásamt Vaira Vike-Freiberga og Jaap de Hoop Scheffer.
Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði aukin framlög til endurreisnarstarfs og flugflutninga fyrir NATO í Afganistan á leið-
togafundi NATO í gær. Jafnframt óskaði hann eftir viðræðum innan bandalagsins um þá stöðu, að Ísland er nú eina aðildarríkið
án eftirlits í lofti og varnarviðbúnaðar á friðartímum. Geir segir einhug og samstöðu hafa ríkt á leiðtogafundinum.
» „Auðvitað getum við ekki lengur ætlazt til þess, eins og við
höfum gert áratugum saman, að aðrir standi straum af öllum
okkar vörnum. Það er ekki eðlileg krafa lengur og þess vegna er-
um við tilbúin að verja í þessi mál heilmiklum peningum.“
KARLMENN voru gerendur í rúm-
lega níu af hverjum tíu manndráps-
og líkamsmeiðingarmálum sem sak-
fellt var í á sl. 13 árum. Á þessu tíma-
bili hlutu tvær konur dóma fyrir
kynferðisbrot, en 392 karlmenn voru
dæmdir fyrir sömu brot.
Þetta kemur fram í samantekt
Hagstofu Íslands á sakfellingum í
opinberum málum á árunum 1993–
2005. Samkvæmt samantektinni
voru 2.770 einstaklingar sakfelldir
fyrir manndráp og líkamsmeiðingar
á þessu árabili, þar af 212 konur.
Konur voru því sakfelldar í 8% til-
vika, en karlar í 92% tilvika.
Ljóst er af tölum Hagstofunnar að
konur eru mun sjaldnar dæmdar í
opinberum málum yfir höfuð, og eru
meira en fjórir karlar dæmdir fyrir
hverja eina konu í flestum tegundum
brota. Hæst er hlutfall kvenna á
árinu 2005 í sakfellingum í skjala-
fölsunarmálum, fjárdráttarmálum,
fjárdrætti og líkamsmeiðingum af
gáleysi, en í engu þeirra tilvika fara
konur yfir 30% dæmdra.
11 sinnum fleiri fíkniefnamál
Langalgengustu brotin sem sak-
fellt er fyrir allt tímabilið frá 1993–
2005 eru brot á umferðarlögum. Í
upphafi tímabilsins voru næstflestir
dæmdir fyrir þjófnað og þar á eftir
komu skjalafölsunarmál. Í dag eru
hins vega næstflestir dæmdir fyrir
fíkniefnabrot, en fjöldi sakfellinga í
fíkniefnamálum er 11-faldur árið
2005, þegar 577 voru dæmdir, sam-
anborið við 1993 þegar 52 hlutu
dóma vegna fíkniefnamála.
Í tölum Hagstofunnar má almennt
greina fjölgun sakfellingar á undan-
förnum árum vegna þjófnaða, um-
ferðarlagabrota og minni háttar lík-
amsárása.
Konur í minni-
hluta sakfelldra
edda.is
Áræðin og grípandi
Líf Tómasar umturnast
þegar hann kynnist hinni
hálfjapönsku Saiko sem
starfar sem sokkabuxna-
módel og kynnir hann
fyrir vískídrykkju og
verkum Haruki Mura-
kamis. En Saiko á sér
hræðilegt leyndarmál ...
„Áræðin og grípandi
skáldsaga eftir kjarkaðan
höfund.“
Kári Gunnlaugsson, kistan.is
LÖGREGLAN á
Akureyri lýsir
eftir Gunnhalli
Gunnhallssyni,
til heimilis að
Gránufélagsgötu
26 á Akureyri.
Gunnhallur, sem
er 44 ára, sást
síðast á Akureyri
sl. mánudagsmorgun, 27. nóvem-
ber. Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar um ferðir Gunnhalls eru
beðnir að hafa samband við lög-
regluna á Akureyri í síma 464-7705.
Lýst eftir manni
TÍU íslenskir ríkisborgarar afplána
nú refsivist í fangelsum erlendis, að
því er utanríkisráðuneytinu er
kunnugt um. Þrír eru í Danmörku,
tveir í Bandaríkjunum, tveir í
Brasilíu, tveir í Frakklandi og einn
í Þýskalandi. Þetta kom fram í
svari utanríkisráðherra við fyrir-
spurn á Alþingi í gær.
Tíu afplána
dóma erlendis