Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 15

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 15 Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com � �� �  ��  � � ��  � � �� � � � �  Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoSound 3: Í ferðahljómtækinu frá Bang og Olufsen sameinast nýjasta tækni og hönnun á heimsmælikvarða. Tækið er ekki einungis fullkomið FM útvarp heldur er hægt að spila í því tónlist af stafrænu SD korti í frábærum hljómgæðum. Frábært tæki í eldhúsið, sumarbústaðinn eða bara hvar sem er. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 22 92 7 Alicante frá 17.990 kr.* í beinu morgunflugi • Beint morgunflug • Íslensk þjónusta • Frábær kjör Sala hafin! Bókaðu strax! www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða sólarþyrstum Íslendingum vikulegt morgunflug til Alicante á Spáni næsta vor og sumar. Við bjóðum frábæra flugtíma, en flogið er í beinu morgunflugi frá Keflavík með íslenska flugfélaginu Air Primera. Markmið okkar er fyrsta flokks þjónusta og nú er öll þjónusta við farþega okkar í farþegarými á íslensku. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verðinu á www.heimsferdir.is. * Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með flugvallarsköttum. Gildir fyrir félagsmenn í Félagi húseigenda á Spáni. Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Eftir Davíð Loga Sigurðsson í Colombo á Srí Lanka david@mbl.is MIKLIR bardagar hafa staðið yfir milli stjórnarhersins á Srí Lanka og skæruliða Tamíla, Tígranna svo- nefndu, á Jaffna-skaga, nyrst á eyj- unni þó að svo eigi að heita að vopna- hlé ríki milli stríðandi fylkinga í landinu. Stjórnvöld hafa lokað fyrir nánast allar samgöngur til Jaffna og því hefur skapast mikil neyð þar undanfarna daga og vikur, enda ber- ast litlar sem engar matarbirgðir til íbúanna. Thamilselvan, pólitískur leiðtogi Tamíl-tígranna, hefur látið hafa eftir sér að stjórnvöld hafi reist nýjan Berlínarmúr á Jaffna með lokun þjóðvegarins þangað. Um 600.000 manns búa á Jaffna, næstum allir Tamílar, en stjórnarherinn ræður engu að síður svæðinu. Um sextíu þúsund stjórnarhermenn eru á Jaffna og kvarta íbúarnir undan því að þeir gangi hart fram og beiti of- beldi. Einangrun Jaffna-skagans er nú farin að valda því að mikill skortur er á mat og öðrum nauðsynjavörum. Verð á þeim vörum sem þó eru enn í boði hefur farið upp úr öllu valdi, en Dagný Hjörvarsdóttir, sem verið hefur í Jaffna sl. þrjá mánuði á veg- um norrænu eftirlitsnefndarinnar (SLMM), segir að sem dæmi þurfi fólk nú að borga allt að 50 rúpíur fyr- ir egg, um 37 íslenskar krónur, en skammt er síðan eggið fékkst á 15 rúpíur. Þetta þýði að venjuleg fjöl- skylda geti aðeins keypt tvö egg á dag, ofan í börn sín. „Fullorðna fólkið nærist því ekki almennilega,“ segir Dagný í samtali við Morgunblaðið, „sem gerir það að verkum að mótstaða þess er lítil gegn sjúkdómum eins og dengue og chikungunya sem moskító-flugur bera með sér og hafa nýverið greinst á eyjunni. Fullorðna fólkið borðar nú aðeins eina máltíð á dag og fær ein- faldlega ekki kjöt lengur. Það er að- eins efnafólk sem hefur efni á því að kaupa það litla kjöt sem er til.“ Barnamatur uppseldur Dagný, sem var í stuttri heimsókn til Colombo, höfuðborgar Srí Lanka, í vikunni, segir mjólkurduft einnig búið á Jaffna, en það sé ein meg- inuppistaða fæðunnar sem börnum sé gefin. Barnamatur sé sömuleiðis uppseldur. „Við erum að reyna að sjá kokkinum okkar [sem er heima- maður] fyrir barnamat af því að konan hans gat ekki gefið barninu þeirra mjólk,“ segir Dagný en auk hennar starfa þrír Norðmenn á veg- um SLMM í bækistöðvunum á Jaffna. Dagný segir stjórnarherinn reka stöðvar þar sem deilt sé út hveiti, sykri og grjónum. Fólk verði að bíða lengi eftir því að fá sinn skammt, raðir byrji að myndast við sólarupp- rás og þeir síðustu séu afgreiddir jafnvel eftir að útgöngubann tekur gildi klukkan sex á kvöldin. „Það þýðir ekkert að fara út í búð. Þær eru alveg tómar. Stærsta og besta matvörubúðin var kölluð Food City, núna er hún kölluð Empty City. Þegar ég fór um daginn fann ég aðeins ávaxtasafa, þykkan sem þarf að blanda saman við vatn, í hillunum. Það er ekkert til, allir rekkar tómir,“ segir Dagný, en hún hefur fundið fyrir matarskortinum eins og aðrir á Jaffna, liðsmenn SLMM hafa á stundum þurft að skammta ofan í sig matinn. Vissulega eru þó aðstæður Dag- nýjar betri en heimamanna, þar sem hún getur komist af skaganum endr- um og eins. Stjórnarherinn á Srí Lanka á að flytja eftirlitsmenn SLMM milli Col- ombo og Jaffna skv. vopnahléssam- komulaginu sem gert var 2002 og er formlega séð enn í gildi þrátt fyrir hálfgert stríðsástand á Jaffna. Dagný segir að hún reyni eftir fremsta megni að taka vistir með sér er hún fljúgi aftur upp eftir, en gall- inn sé sá að stjórnarherinn hafi sett þá reglu að starfsfólk SLMM megi aðeins flytja 15 kg af farangri með sér. „Það er ekki mikið þegar haft er í huga að maður er venjulega með tösku með fötum með sér líka.“ Rætt hefur verið um það í höfuð- stöðvum SLMM í Colombo að kalla eftirlitsmennina fjóra frá Jaffna í ör- yggisskyni. Það verður þó ekki gert að svo stöddu enda er litið svo á að það hefði afar slæm áhrif á íbúana, sem mega þola mikla neyð, ef SLMM hyrfi á brott. Munu alþjóðleg hjálparsamtök jafnframt vera mjög áfram um að SLMM haldi áfram úti fólki í Jaffna. Mikill skortur á matvælum á Jaffna Íslenskur starfs- maður SLMM seg- ir ástandið slæmt Dýrtíð Dagný Hjörvarsdóttir ræðir við heimamenn á Jaffna-skaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.