Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 17 MENNING ÚT er komin ljóðabókin Fiðluleikarinn eftir Árna Grétar Finnsson. Efni ljóðanna í bókinni er fjöl- breytt en í þeim má meðal annars finna hugleiðingar um tímann, mannsævina frá æsku til elli, hverfulleikann og samtímann, ástina og fleira. Meirihluti ljóðanna er ortur undir hefðbundnum bragarháttum en í bókinni eru einnig allmörg óhefðbundin ljóð. Árni Grétar hefur áður sent frá sér ljóðabæk- urnar Leikur að orðum (1982) Skiptir það máli (1989) og Septemberrós (1997). Höfundur gefur sjálfur út. Ljóðlist Árni Grétar með nýja ljóðabók DJANGÓ-djasstríóið Hrafna- spark treður upp á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Sveitin var stofnuð árið 2001 en stuttu áður höfðu meðlimir tríósins hrifist af svokallaðri sígaunasveiflu þegar þeir sóttu námskeið Robins Nolan frá Hollandi en innan þeirrar greinar djassins fór fremstur í flokki franski gítarleikarinn Django Reinhardt. Síðan þá hefur tríóið leikið víða um land og m.a. leikið árlega á alþjóðlegri Django-djasshátíð sem haldin er á Akureyri. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.20 og aðgangseyrir er 1.000 kr. Tónleikar Django-djass á Græna hattinum Django Reinhardt UPPLESTRARKVÖLDIN „Brot af því besta“ eru orðin fastur liður á aðventunni en atburðurinn er samvinnuverk- efni nágrannanna í Kringl- unni; Borgarbókasafns, Borg- arleikhússins, Kringlunnar og Eymundssonar. Í kvöld lesa þessi skáld úr verkum sínum: Auður Jóns- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Sigurjón Magnússon. Árni Björns- son, Ingunn Snædal, Óskar Árni Óskarsson, Stef- án Máni, Steinar Bragi og Þórunn Erlu Valdi- marsdóttir. Upplestur Upplestur og djass í Borgarleikhúsinu Auður Jónsdóttir SAMNINGAR hafa tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fern- sehproduktion GmbH í Berlín um sölu á rétt- inum til gerðar sjónvarps- myndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæsta- rétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig for- kaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjón- varpsmyndir og sjónvarpsþátt- araðir upp úr bókunum. Und- irbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarps- framleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni. Allar bækur Stellu gefnar út í Þýskalandi UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertels- mann. Það er eitt elsta kvik- myndaframleiðslufyriræki Þjóð- verja og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar og fram- leiddi myndir á borð við Bláa eng- ilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarps- mynda auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seld- ur til Þýskalands, til þýska útgáfu- risans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku en þær eru Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í al- þingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem er nýkomin út og þýska for- lagið keypti fyrirfram. Stella Blómkvist er einhver dul- arfyllsti rithöfundur íslensku þjóð- arinnar. Ekki hefur verið gert op- inbert hver það er sem skrifar undir þessu dulnefni þótt ýmsar getgátur hafi verið á lofti um það. Stella Blómkvist til Þýskalands Öflugt framleiðslu- fyrirtæki kaupir sjónvarpsréttinn KENNSLUBÓK í latínu hefur að undanförnu verið meðal söluhæstu bóka á bandarískum bóksöluvefj- um. Hefur bókin skipað sér hæst í fjórtánda sæti á sölulista Amazon- vefjarins sem þykir ekki lítið afrek á þessum mikilvægu söluvikum fyr- ir jól. Ekki er hægt að útiloka að titill bókarinnar villi um fyrir mönnum en hún nefnist á ensku How to Be- come a Latin Lover. Um orðaleik er að ræða og hægt að þýða titilinn á tvenna vegu, annars vegar Hvernig manni lærist að elska latínu, og hins vegar Hvernig maður nær valdi á list hins rómanska elskhuga. Upplýsingar um hvaða aðrar bækur kaupendur bókarinnar keyptu á Amazon gefa þó frekar til kynna ósvikinn áhuga á latínu. Latínubók á metsölulista ♦♦♦ ELSTA félag og bókaforlag á Ís- landi er Hið íslenska bókmennta- félag. Það hefur starfað óslitið síðan það var stofnað árið 1816 og er því 190 ára á þessu ári auk þess sem Skírnir –Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags er 180 ára. Af því til- efni boðaði félagið til blaðamanna- fundar í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem starfsemi þess var kynnt. Í upphafi var grundvallarstefna félagsins að reisa við sjálfstæðar menntir og menningu á Íslandi undir forystu Íslendinga sjálfra, þannig að íslensk þjóðmenning yrði virkt afl í sókn þjóðarinnar til andlegra og efnalegra framfara. Hlutverk þess í dag er að styðja og styrkja íslenska tungu, menntun og bókvísi þjóð- arinnar. Elsta tímarit á Norðurlöndum „Skírnir er elsta tímarit á Norð- urlöndum og er útgáfa þess nokkuð táknræn fyrir stefnu félagsins, ann- ars vegar að treysta böndin til for- tíðar og hins vegar að veita erlend- um straumum til landsins og laga þá að hefðum og hugsunarhætti Íslend- inga. Skírnir var framan af aðallega fréttamiðill en hann hefði aldrei haldið svona lengi út ef hann hefði ekki lagað sig að breyttum tímum,“ segir Sigurður Líndal sem hefur ver- ið forseti Hins íslenska bókmennta- félags hátt í fjörutíu ár, lengst allra þeirra sem hafa gegnt því hlutverki. „Skírnir er núna alhliða menningar- tímarit, sumum þykir hann þungur og þurr en ég er ósammála því, svara því líka stundum til að mér finnist nóg af skemmtilegheitum í þjóð- félaginu þó menn aðeins staldri við og glími við hin flóknari viðfangsefni tilverunnar. Skírnir er tvímælalaust eitt þekktasta og virtasta tímarit Ís- lendinga og fá rit sem oftar er vitnað til í fræðilegri umræðu.“ Skírnir kemur út tvisvar á ári og flytur eink- um ritgerðir á sviði bókmennta, sagnfræði, heimspeki, stjórnmála, sögulegrar náttúrufræði, lista og þjóðlegs fróðleiks auk ýtarlegra rit- gerða um bækur. Lærdómsritin mikilvæg Sigurður segir Bókmenntafélagið enn gegna miklu hlutverki. „Það er enginn vafi á því að þótt viðskiptaleg bókaútgáfa sé blómleg í landinu er mikil þörf fyrir félag eins og Bók- menntafélagið einmitt til að halda úti fræðiritum á mannamáli. Það bíða okkar mörg verkefni í útgáfu sem enginn sinnir.“ Ein þekktasta ritröð Bókmennta- félagsins eru Lærdómsritin sem hafa nú komið út 65 talsins síðan 1970. „Lærdómsritin er ein mik- ilvægasta útgáfuröð sem hefur kom- ið út hér á landi á síðari árum. Hún hefur það mikilvæga verkefni að veita menningarstraumum til Ís- lands á íslensku. Ritin sameina líka hlutverk félagsins, annars vegar með því að standa vörð um tunguna og að tengja landið við það besta í menningu annarra þjóða,“ segir Sig- urður sem gerir ekki ráð fyrir að starfsemi Bókmenntafélagsins eigi eftir að breytast mikið í nánustu framtíð. Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað fyrir 190 árum Standa vörð um tunguna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Félagar Frá vinstri er Jón Sigurðsson, stjórnarmaður í Bókmenntafélag- inu, Sigurður Líndal, forseti félagsins, og Sverrir Kristinsson bókavörður. Fylgist með umfjöllun um þessar bækur í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 30%afsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.