Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 24

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ N ei, sjáiði múnderinguna á þessari,“ varð einni konunni í hópnum mínum að orði og við litum allar út um gluggann á smárútunni. Á gangstétt- inni stóð kona klædd í búning kvenna frá nýlendutímanum og sú hugsun flögraði að mér að kannski klæddust konur almennt svona í Annapolis. Sú hugsun var þó fljótt slegin af því kon- an steig inn í rútuna og kynnti sig sem Pat og að hún yrði leiðsögumað- urinn okkar í göngutúr okkar um bæ- inn. Hún byrjaði svo á því að útskýra klæðnaðinn og sagði í leiðinni frá myndun ýmissa orðtaka sem tengd- ust einmitt nefndum klæðnaði. Boðið er upp á slíka leiðsögn í bænum fyrir hópa og hægt að fá til þess hvort sem er karl eða konu. Annapolis er skemmtilegur bær og göngutúrinn sem Pat fór með okkur í í gegnum bæinn verður lengi í minn- um hafður. Þar er flotaskóli og skoð- un á því svæði var innifalin í göngu- túrnum með Pat og heimsókn í ráðhús þeirra Annapolis-búa, sem er þrungið sögu. Þeir sem hafa áhuga á sögu fá mikið fyrir sinn snúð í bænum því sagan blasir hvarvetna við og hús- unum er vel haldið við í upprunalegu útliti. Flotaskólinn er merkilegt fyr- irbæri. Ég hef séð svo margar bíó- myndir sem hafa átt að gerast í her- skólum og hélt að fyrir hverja þeirra væri einfaldlega búin til einhvers konar leikmynd. Að ganga inn um hlið svæðis þess sem flotaskólinn er á er þess vegna eins og að detta beint inn í bíómynd og taka hreinlega þátt í leiknum. Á skólasvæðinu er falleg kirkja og þar eru haldnar messur á sunnudögum sem eru öllum opnar, ein fyrir kaþólikka og ein fyrir mót- mælendur, reynt að gera trúar- brögðum jafnhátt undir höfði. Pat upplýsti að messa í fullri kirkjunni væri einstök upplifun og sjálf færi hún þangað á hverjum sunnudegi. Kirkjan tekur 2.500 manns í sæti. Skólasvæðið er opið öllum sem vilja skoða það, einungis þarf að muna að hafa meðferðis skilríki með mynd til að framvísa við hliðið. Annapolis er ekki verslunarbær í þeim skilningi sem Íslendingar leggja í orðið. Þar eru þó litlar og fjöl- breyttar verslanir við höfnina og kaffihús, veitingastaðir og barir við hvert fótmál. Ef flogið er til Balti- more er örstutt til Annapolis og vel þess virði að eyða eins og einum degi í að ráfa þar um götur bæjarins, að ég tali nú ekki um ef hópur er á ferð sem getur þá fengið leiðsögn í þeim dúr sem Pat veitti mínum hópi. Í útjaðri Annapolis stendur versl- unarmiðstöðin Westfield, þar sem verslunarþyrstir Íslendingar geta sleppt fram af sér beislinu. Þar eru mjög fínar verslanir og ég nefni sér- staklega Williams-Sonoma, sem er nokkurs konar búsáhalda-allra- handa-verslun og afar skemmtileg. Beint á móti Westfield er Sheraton- hótelið og þó að um stuttan veg sé að fara eru reglulegar skutluferðir í verslunarmiðstöðina, fram og til baka. Sam’s club er líka rétt hjá Sheraton-hótelinu, en það er verslun sem selur ódýrt í stórum einingum allt milli himins og jarðar. M.a. var okkur sagt að ef okkur langaði í einkaþotu væri hægt að kaupa eina slíka í Sam’s club. Þar er líka hægt að fá fatnað, ferðatöskur og, ja, bara allt sem nöfnum tjáir að nefna, allt niður í klósettpappír. Göngutúr um nýlendutímann Andi gamalla tíma svífur yfir Annapolis í Mary- land-fylki í Bandaríkj- unum eins og Sigrún Ásmundar komst að í ný- legri heimsókn til þessa hlýlega bæjar. Í hlutverkinu Pat veitti leiðsögn um Annapolis sem lengi verður í minnum höfð og lifði sig fullkomlega inn í hlutverk húsmóður frá nýlendutímanum. Þeim sem vilja leiðsögn í anda ný- lendutímans má benda á www.watermarkjourney.com. Net- fang: info@watermarkjourney.- com. P.O. Box 3350, Annapolis, MD 21403. Aðrar gagnlegar slóðir: www.annapolis.gov, www.visit.annapolis.com. Kristján Þór Júlíusson sigraði um síðustu helgi í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna í vor. Hann var ánægður skömmu fyrir hádegi á kjördegi þegar 157 höfðu greitt atkvæði. „Þessi tala hefur fylgt mér allt frá fæðingu, fæddur 15/7 árið 1957,“ sagði hann á heima- síðu sinni.    Skíðaskólinn í Hlíðarfjalli er víst kallaður pitsuskólinn af nútíma- barninu. Ástæðan er ekki bara sú að þau fá pitsu að borða í matarhléinu, heldur ku það sem við gamlingjarnir kölluðum á sínum tíma að fara í plóg – þegar maður gerir sig innskeifan og skíðin mynda þannig plóg eða stafinn V, til þess að hraðinn verði ekki of mikill – frekast minna krakkana á eina sneið af pitsu. Þau þekkja ekki hið forna jarðvinnslu- tæki. Skiljanlega. Er þetta ekki ein- staklega skemmtilegt dæmi um breytingar í íslensku samfélagi?    Hjörleifur Hallgríms, fyrrverandi ritstjóri Vikudags, sagði sig úr Leikfélagi Akureyrar á aðalfundi þess á dögunum; sagði fáa akur- eyrska leikara þar á bæ og LA ekki lengur akureyrskt leikhús.    Samningur Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, leikhússtjóra við Leikfélag Akureyrar, rennur út næsta vor. Stjórn LA vill semja við hann á ný „af ástæðum sem eru augljósar,“ eins og Sigmundur Ernir Rúnars- son, formaður LA, sagði á aðalfundi. „Okkur virðist augljóst að Magnús eigi enn mikið inni, hægt sé að kreista drjúgan safa úr honum enn. Og skila honum aftur suður skroppnum saman eins og sveskju,“ sagði formaðurinn í léttum dúr á fundinum.    Árshátíð Menntaskólans á Akureyri fer fram 1. desember að vanda. Undirbúningur hátíðarinnar er á lokastigi og margir nemendur hafa lagt nótt við dag við skreytingar og undirbúning skemmtiefnis upp á síðkastið. MA-ingar eru stoltir af því að árshátíð þeirra er fjölmenn- asta áfengislausa hátíð ársins hér á landi.    Skrifstofur Akureyrarbæjar eru í Ráðhúsinu við Geislagötu. Við inn- ganginn í húsið blasir reyndar við orðið RAÐHÚS þessa dagana, eftir að fyrri komman í orðinu datt af … AKUREYRI Skapti Hallgrímsson úr bæjarlífinu Í HÓPNUM sem ég var með í Annapolis voru tíu konur. Eftir göngutúrinn fórum við hver í sína áttina eins og gengur og gerist, sumar settust á kaffihús, aðrar skoðuðu söguslóðir en nokkrar ákváðu að skella sér í nálægt apó- tek. Í því sem þær tíndu þetta og hitt í körfur sínar gall skyndilega við brunavarnakerfið í búðinni en þær létu sér fátt um finnast og héldu áfram sínu sýsli, íslenskar kjarnakonur kippa sér sko ekki upp við brunaboða, þó í Ameríku séu. Þá vildi ekki betur til en svo að í hátalarakerfi var öllum sagt að drífa sig út og þær urðu tilneyddar að skilja körfurnar eftir með öllu sem í þeim var og yfirgefa apótek- ið. Að streymdu slökkvibílar, lög- reglubílar, kranabílar og meira að segja kom einn merktur sprengju- deild. Svæðið var afgirt í snatri og krökkt af mönnum í gulum göllum. Sjálf fylgdist ég með þessu úr fjarska, grunlaus um að vinkonur mínar væru í atburðarásinni miðri. Eftir langa mæðu kom þó í ljós að um bilað brunavarnakerfi var að ræða og einn af öðrum tíndust bíl- arnir í burtu aftur. Þetta setti þó óneitanlega svip á daginn, þótti frekar fyndið eftir á fyrst ekkert alvarlegt gerðist. Það verður líka auðvitað að fylgja sögunni að stelpurnar gerðu sér ferð í apótekið síðar um daginn til að klára að kaupa það sem valið hafði verið í körfurnar sem þær höfðu neyðst til að skilja eftir þeg- ar atgangurinn byrjaði. Ef sást til slökkvibíls það sem eftir lifði ferðar var viðkvæðið: Nú, þarna eru þá slökkvibílarnir mætt- ir! Brugðið á leik Þó að í Ameríku væru kipptu Guðrún Helga Tómasdóttir og Svava Hjartardóttir sér ekkert upp við að slökkvibílar, kranabílar og einn merktur sprengjudeild streymdu að eftir að brunaboði fór í gang. Hvaða læti eru þetta? Sprengjudeildin Ef vel er að gáð má sjá að bíllinn er merktur Explosive Services Annapolis. Morgunblaðið/Sigrún sia@mbl.is Vika á Ítalíu 16.600 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki B 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 15 83 1 1/ 06

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.