Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 26

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 26
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Rí 26 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HOLLRÁÐ UM HEILSUNA Ásíðum Morgunblaðsins birtastreglulega hollráð um heils-una, sem eru pistlar frá emb- ætti landlæknis. Í gær birtist athygl- isverður pistill í þessum flokki eftir Önnu Björg Aradóttur yfirhjúkrun- arfræðing og Lauru Scheving Thor- steinsson hjúkrunarfræðing. Þar eru notendur heilbrigðisþjónustu hvattir til að láta til sín heyra. Hér kveður við nútímalegan tón. Í áratugi hefur afstaðan í raun verið sú, að notendur þessarar þjónustu hlytu að taka möglunarlaust við því, sem að þeim væri rétt. Auðvitað er sú afstaða ekki lengur í samræmi við tíðarandann. Og ánægjulegt að þessi hvatning skuli koma frá fulltrúum heilbrigðisstétt- anna. Í pistli þessum segja höfundar m.a.: „Árið 1999 gaf Institute of Medicine í Bandaríkjunum út skýrslu: „To err is human“, sem gjör- breytti afstöðu manna til óvæntra skaða og mistaka í heilbrigðisþjón- ustu og setti mál þessi á odd- inn … Því hefur verið haldið fram, að þessi skýrsla sé í hópi þeirra, sem mest áhrif hafa haft í heilbrigðisþjón- ustu undanfarna tvo áratugi.“ Auðvitað er tími til kominn að not- endur heilbrigðisþjónustu láti til sín heyra. Hvað felst í því? M.a. að gera meiri kröfur til heilbrigðisþjónust- unnar. Verklag á þeim bæ er ekki í neinu samræmi við nútíma kröfur um þjónustu á öðrum sviðum. Fyrir venjulega borgara er erfitt að komast í samband við lækni. Þeim er sagt að hringja á tilteknum tíma og sitja þá við símann og hringja stanzlaust því að fjölmargir aðrir eru í sömu erinda- gjörðum á sama tíma. Það er svo til- viljanakennt hvort samband næst við lækni eða ekki. Ef tekst að ná í lækni er ekki hægt að búast við að komast í viðtal við þann hinn sama að einum eða tveimur dögum liðnum. Í alltof mörgum til- vikum tekur það mun lengri tíma. Stundum viku, stundum hálfan mán- uð, stundum þrjár vikur o.s.frv. Þetta þekkja allir, sem á annað borð þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Það er löngu tímabært að læknarnir finni leiðir til þess að af- nema þessi gamaldags vinnubrögð. Og að þeir verði aðgengilegri fyrir sjúklinga. Það er sjálfsagður réttur sjúklings, sem fer í rannsóknir, stundum marg- ar rannsóknir, að sá hinn sami fái skriflegt yfirlit yfir niðurstöður rannsóknanna. Það er mjög tilvilj- anakennt hvort slík skýrsla fæst, sem ætti þó að vera sjálfsagður hluti af starfi lækna, sem taka á móti sjúk- lingum og senda þá í rannsóknir. Það er líka sjálfsögð krafa sjúk- linga að þeir þurfi ekki að bíða mán- uðum eða jafnvel misserum saman eftir aðgerð á sjúkrahúsi. Þar er ekki fyrst og fremst við læknana að fást heldur heilbrigðiskerfið sjálft, sem er þannig upp byggt, að það telst sjálf- sagt að sjúklingar bíði svo lengi eftir aðgerðum. ÚTSPIL PÁFA Í TYRKLANDI Benedikt páfi XVI. hefur komið áóvart með stuðningi sínum við inngöngu Tyrkja í Evrópusamband- ið. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, sem uppruna- lega ætlaði ekki að hitta páfa vegna leiðtogafundar NATO í Ríga, en ákvað síðan að eiga með honum stutt- an fund á flugvellinum í Ankara og sagðist hafa beðið hann um stuðning við inngönguna í ESB. „Páfinn kvaðst ekki hafa pólitískt vald til afskipta, en hann myndi vilja að Tyrkland yrði að- ildarríki.“ Þetta var síðar staðfest í yfirlýs- ingu frá Páfagarði. Mikið uppnám varð þegar tilvitn- un, sem páfinn notaði í ræðu í Reg- ensburg fyrir tveimur mánuðum, var lögð út á þann veg að íslam mætti leggja að jöfnu við ofbeldi. Benedikt hafði einnig lýst yfir því fyrir tveimur árum að hann væri andvígur aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Með ummælum sínum í samtalinu við Erdogan má ætla að páfanum hafi að einhverju leyti tekist að slá á reið- ina, sem beinst hefur að honum úr röðum múslíma og ströng öryggis- gæslan í Tyrklandi ber órækt vitni. Meiri öryggisviðbúnaður er vegna heimsóknar páfa en var þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti kom til Tyrklands fyrir tveimur árum. Yfirlýsing páfa er ekki aðeins þvert á hans fyrri orð. Hún er einnig í and- stöðu við afstöðu forustumanna víða í Evrópu. Páfinn sagði á sínum tíma að hann teldi að Tyrkland væri „varan- leg andstæða við Evrópu“. Ekki er langt síðan Nicolas Sarkozy, innan- ríkisráðherra Frakklands og væntan- legur frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum á næsta ári, flutti ræðu þar sem hann talaði gegn aðild Tyrklands að Evrópusamband- inu á svipuðum nótum. Páfinn á hins vegar heiður skilinn fyrir ummæli sín í Tyrklandi. Spurn- ingin um inngöngu Tyrkja í ESB snýst í raun um annað og meira. Hún snýst um sambúð siðmenninga. Ef Tyrklandi yrði hafnað myndu margir líta svo á að komin væri staðfesting á því að nú stæði yfir árekstur milli menningarheima þar sem kristnir menn stæðu andspænis múslímum. Stríðið gegn hryðjuverkum væri stríð gegn íslam. Atlantshafsbandalagið er bandalag ríkja, sem hafa sömu hagsmuni og viðhorf. Efst á baugi hjá NATO er baráttan gegn hryðjuverkum og út- breiðslu gereyðingarvopna. Tyrkir hafa verið í Atlantshafsbandalaginu frá upphafi. Innan NATO hafa þeir sömu hagsmuni og viðhorf og margar þjóðir Evrópusambandsins. Myndi það sama ekki eiga við ef Tyrkir fengju inngöngu í Evrópusambandið? Tyrkir hafa um langt skeið horft löngunaraugum á ESB. Ef þeir upp- fylla skilyrðin fyrir inngöngu á ekki að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Benedikt páfi XVI. hefur gert sér grein fyrir því og á hrós skilið. Von- andi verða ummæli hans til að opna augu manna. Að loknum leiðtogafundi Atlantshafs-bandalagsins í Ríga er kominn skrið-ur á viðræður til að reyna að fyllaupp í það tómarúm í öryggismálum,sem Bandaríkin skildu eftir þegar varnarstöðinni í Keflavík var lokað. Ekki er leng- ur eingöngu um hugmyndir að ræða, heldur hafa fjögur aðildarríki NATO sýnt því áhuga að hefja viðræður við Ísland um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum. Viðræður við Danmörku og Noreg hefjast strax í næsta mánuði. Jafnframt fór Geir H. Haarde forsætisráð- herra í raun fram á við bandalagið í ræðu sinni á leiðtogafundinum í gær að það tæki ábyrgð á því að á Íslandi væri eftirlit í lofti og varnarviðbún- aður á friðartímum. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna, sem gert var eftir að Bandaríkja- menn ákváðu að loka Keflavíkurstöðinni, gerir ráð fyrir að bandarískur her komi Íslandi til varn- ar á hættutímum, en á friðartímum verður hann ekki til staðar nema í kurteisisheimsókn af og til. Það er þetta gat, sem íslenzk stjórnvöld vonast til að geta fyllt upp í að einhverju leyti með við- ræðum við Noreg, Danmörku, Bretland og Kan- ada. Jákvæð viðbrögð Fyrir Ríga-fundinn hafði þegar verið ákveðið að hefja formlegar viðræður við Noreg um samstarf í varnarmálum. Norðmenn hafa að fyrra bragði boðið það fram að senda orrustuþotur og eftirlits- flugvélar til Íslands, í einstakar eftirlitsferðir eða til æfinga. Um þetta áttu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og norskur starfsbróðir henn- ar, Jonas Gahr Støre, formlegan fund í gærmorg- un og ákváðu þau þar að norskir embættismenn kæmu til Íslands fyrir jól að ræða við íslenzk stjórnvöld og skoða þá aðstöðu á Keflavíkur- flugvelli, sem ætlunin er að standi öðrum NATO- ríkjum til boða. Áður hafði verið áformað að fyrsti fundurinn færi fram í Ósló. Valgerður fékk einnig jákvæð viðbrögð frá Ul- rik Federspiel, ráðuneytisstjóra danska utanrík- isráðuneytisins. Niðurstaðan af þeirra fundi er að embættismenn landanna hittist fljótlega, vænt- anlega einnig fyrir jól, og ræði möguleika á auknu samstarfi. Nú þegar hefur verið ákveðið að dóms- málaráðherra gangi frá samningi við Dani um aukið samstarf í leitar- og björgunarmálum á Norður-Atlantshafi, þannig að gera verður ráð t a e s m m e b l s f u A k L þ s N l t s þ þ O Þ í v B þ n N r á fyrir að í þessum viðræðum verði hernaðarþætt- inum bætt við. Þá ræddi Valgerður við Geoff Hoon, Evrópu- málaráðherra Bretlands, sem tók vel í viðræður við Íslendinga og lýsti áhuga sínum á að koma til Íslands í janúar eða febrúar á næsta ári. Kan- adíski utanríkisráðherrann, Peter Gordon MacKay, lýsti jafnframt áhuga á að koma til Ís- lands til viðræðna við stjórnvöld. Að sögn Val- gerðar hafa tímasetningar ekki verið ákveðnar í því sambandi, en stjórnvöld landanna verða í sambandi á næstunni. „Það var mjög mikilvægt að ná þessum sam- tölum hér. Ég vona að þetta geti orðið upphafið að einhverju áhugaverðu, ekki bara fyrir Ísland heldur vonandi þjóðirnar allar, sem um ræðir. Við viljum ekki neitt tómarúm á þessu stóra og mik- ilvæga svæði, sem verður æ mikilvægara vegna þróunar mála í norðurhöfum,“ sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið í Ríga í gær. Verkaskipting Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggj- ast íslenzk stjórnvöld leita eftir því í upphafi við- ræðna við hin NATO-ríkin fjögur hvert sé mat þeirra á stöðunni í öryggismálum á Norður- Atlantshafinu, hvernig þau sjái sameiginlega hagsmuni sína og Íslands á svæðinu og hvort þau telji þá nægilega ríka til að vilja leggja eitthvað af mörkum til að standa vörð um þá. Íslendingar leggja upp í þessar viðræður vit- andi að öll ríkin, sem um ræðir, hafa auðvitað að- eins yfir litlu broti af herstyrk Bandaríkjanna að ráða og munu ekki koma í stað bandaríska varn- arliðsins. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst munu Íslendingar ekki heldur gera neinar kröfur Fyllt upp í örygg Fréttaskýring | Hvaða þýð- ingu hafa ákvarðanir á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins fyrir varnar- og öryggismál Ís- lands? Ólafur Þ. Stephensen skrifar frá fundinum í Ríga. Hópþrýstingur Á leiðtogafundi Atlantshafsbandala Eftir Ólaf Þ. Stephensen í Ríga olafur@mbl.is Þrjú mál standa upp úr eftir leiðtogafund Atlants-hafsbandalagsins, sem lauk í Ríga í Lettlandi ígær. Í fyrsta lagi hysjaði bandalagið upp um sigog náði saman um að efla friðargæzluliðið í Afg- anistan, þótt enn vanti nokkuð á að stjórnendur bandalags- ins telji að aðildarríkin hafi lagt nóg af mörkum. Í öðru lagi var fimm ríkjum, sem vonast eftir aðild að NATO á næstu árum, gefið merki um að þau væru velkomin, þrjú stríðs- hrjáð ríki Balkanskagans voru tekin inn í friðarsamstarf NATO og lagður var grunnur að nánari tengslum við sam- starfsríki bandalagsins í fjarlægum heimshlutum. Loks náðist talsverður árangur í hinni hernaðarlegu umbreyt- ingu bandalagsins og því var lýst yfir formlega að marg- umtalað hraðlið þess væri tilbúið til aðgerða. 90% af nauðsynlegum herstyrk Deilur um framlög aðildarríkja til friðargæzlunnar í Afg- anistan hafa hrjáð NATO að undanförnu. Fyrir Ríga- fundinn töldu yfirmenn bandalagsins að aðildarríkin hefðu aðeins lagt þeim til 80% af þeim herstyrk, sem þeir þyrftu til að berjast við talibana. Aukinheldur að alltof margar hersveitir, sem hefðu þó verið sendar, væru háðar alls kon- ar fyrirvörum og takmörkunum um það í hvers konar verkefnum þær mættu taka þátt. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir eftir fundinn að sá árangur hefði náðst að um 90% af þörfinni fyrir herafla væri nú fullnægt. „Það eru ekki 100% og við þurfum enn að vinna í þeim 10%, sem eru eft- ir,“ sagði Scheffer á blaðamannafundi. Ha fremur hefðu ýmis aðildarríki fallizt á að f irvörum sínum, sem þýddi að af 32.000 her í Afganistan væri hægt að nota 26.000 í ba framkvæmdastjórinn að fyrir lægi skýr sk hálfu allra 26 aðildarríkjanna – hann átti þ land – um að herlið þeirra myndi koma öðr hermönnum til hjálpar í neyðartilfellum. „ minnsta ástæða til svartsýni á árangur okk an,“ sagði Scheffer. „Niðurstaða vinnukvö gær [fyrradag] var að þetta væri barátta, s hún væri að vinnast en það er ekki búið að verkefni bíða okkar enn í Afganistan.“ Hugmynd þeirri, sem Jacques Chirac, fo lands, setti fram í blaðagrein, sem m.a. bir unblaðinu, að komið yrði á fót sérstökum s allra nágrannaríkja Afganistans, var vel te fundinum. Málið er viðkvæmt, meðal anna Íran er eitt af nágrannaríkjunum, en fram NATO var falið að gera tillögur að því hve slíku samstarfi í kring. Balkanríkjum boðin aðild 2008 Í lokayfirlýsingu fundarins er undirbúning atíu og Makedóníu fyrir aðild að bandalag sömuleiðis vaxandi þátttöku ríkjanna í alþj argæzlu. „Á næsta leiðtogafundi okkar ári bandalagið bjóða þeim ríkjum aðild, sem u NATO um frammistöðu og geta lagt sitt af yggis og stöðugleika á Evró-Atlantshafssv þar. NATO hysjar upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.