Morgunblaðið - 30.11.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 30.11.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 37 Atvinnuauglýsingar Gæðabakstur ehf. óskar eftir röskum bakara á næturvakt. Einnig vantar vanan starfsmann í bakarí. Unnið er á vöktum, unnið 8 daga og 6 dagar frí. Upplýsingar gefur Vilhjálmur í síma 897 5399. Málarar geta bætt við sig vinnu. Uppl. í síma 661 7288. Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Aðalfundur verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar á Garðatorgi 7, Garðabæ, fimmtudaginn 7. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staða bæjarmála: Gunnar Einarsson bæjarstjóri. 3. Gestur fundarins: Ragnheiður Elín Árnadóttir, frambjóðandi til Alþingis 2007. 4. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Fundir/Mannfagnaðir Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í Víkinni fimmtudaginn 7. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Aðalfundur 2006 Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 7. desember 2006 í Hlíðasmára 19 kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar boðar til auka-aðalfundar þriðjudaginn 5. desember 2006 kl. 20.30 á Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er haldinn vegna væntanlegrar sam- einingar Starfsmannafélags Akraness við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um næstu áramót. Fundarefni: 1. Tillaga til lagabreytingar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fannahvarf 3, 0104 , þingl. eig. Jónína Hólmfríður Haraldsdóttir, gerð- arbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Sparisjóðurinn í Kefla- vík, þriðjudaginn 5. desember 2006 kl. 13:00. Glósalir 14 ásamt bílskúr, ehl. gþ., þingl. eig. Sævar Pétursson, gerð- arbeiðendur Sýslumaðurinn í Kópavogi og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 5. desember 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 29. nóvember 2006. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Laufásvegur 18A, 225-8906, Reykjavík, þingl. eig. Jón Hinrik Hjartar- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 4. desember 2006 kl. 14:30. Lindarbraut 4, 206-7549, Seltjarnarnes, þingl. eig. Kristín Ólafsdóttir og Karl Óskar Hjaltason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lands- banki Íslands hf., aðalstöðv. og Seltjarnarneskaupstaður, mánudaginn 4. desember 2006 kl. 13:30. Reykás 21, 204-6315, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Hilmarsson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 4. desember 2006 kl. 10:00. Vatnsstígur 3B, 225-9266, Reykjavík, þingl. eig. Efrihlíð ehf., gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 4. desember 2006 kl. 15:30. Viðarhöfði 6, 224-1352, Reykjavík, þingl. eig. Plastrás ehf., gerðarbeið- andi Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. des. 2006 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. nóvember 2006. Tilkynningar Auglýsing um deiliskipulag íbúðarhúsa við Stórhól, Rifi, Snæfellsbæ. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag íbúðar- húsa við Stórhól, Rifi í Snæfellsbæ. Í Rifi í Snæfellsbæ er gert ráð fyrir uppbygg- ingu þyrpingar 8 einbýlishúsa í suð vestur jaðri þorpsins. Deiliskipulagið, sem samanstendur af uppdrætti ásamt skipulags- og byggingar- skilmálum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar í Röst á Hellissandi frá 30. nóv- ember til 28. desember 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagið. Athugasemdum skal skila fyrir 11. janúar 2007. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, Hellissandi, 360 Snæfellsbær. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Félagslíf Fimmtudagur 30. nóv. 2006 Samkoma kl. 20.00 í Háborg, félagsmiðstöð Samhjálpar í Stangarhyl 3. Vitnisburður og söngur. Predikun G. Theodór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is I.O.O.F. 5  18711308  *M.A. Kvöldgöngur á Esjuna – Alla fimmtudaga í vetur kl. 18.00. Góður búnaður nauðsyn- legur, góðir gönguskór, hlífðar- fatnaður, höfuðljós. Mæting við bílastæðið á Mógilsá. Allir vel- komnir – þátttaka ókeypis. Aðventuferð Ferðafélagsins – sunnudaginn 3. desember. Austurvöllur – Alþingishúsið – Dómkirkjan. Guðjón Friðriksson – Ólafur Örn Haraldsson – Hjálmar Jónsson - Klukkan 18.30 er jólahlaðborð í sal Ferðafélags Íslands. Fjölrétt- að jólahlaðborð 2.500 kr., börn y.e. 12 ára 1.000. Bóka þarf í jóla- hlaðborðið á skrifstofu FÍ fyrir kl. 16.00 á föstudag. Landsst. 6006113019 VII Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn JÓLAMARKAÐUR í Garðastræti 38 laugardaginn 2. desember kl. 11-16. Nýtt og notað, m.a. Sally Ann vörur, tombóla og fleira Hjálpræðisherinn ÍSLENSKA Fjarskiptahandbókin 2 er komin á markaðinn. Fyrsta út- gáfa bókarinnar kom út haustið 2002 og viðtökur við henni voru mjög góðar. Ritstjóri bókarinnar er Örlygur Jónatansson rafeinda- tæknifræðingur en hann á að baki langan starfsferil á fjarskiptamark- aði og við kennslu í fjarskiptatækni. Örlygur varð þess áþreifanlega var í störfum sínum að mjög skorti aðgang að ýmiss konar tækniupp- lýsingum. Tímafrekt er að afla sér upplýsinga og vandasamt að halda þeim saman í dagsins önn. Í ljósi þessa kviknaði hugmynd hans að bókinni. Hann segir að bókin sé fyrst og fremst ætluð fagmönnum í rafiðnaði, þ.e. rafiðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum og öðrum sem starfa við fjar- skiptatækni. Einnig sé hún áhuga- verð fyrir fagskóla, hönnunar- og verk- fræðistofur, tækniversl- anir og einnig fyrir fjölbreyttan hóp áhuga- manna um fjar- skiptatækni og hvern þann annan sem vill vita deili á ýmsum hlutum og hugtökum sem daglega ber fyrir augu og eyru. Undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í rúm tvö ár og hefur fjöldi fagmanna komið að gerð hennar. Íslenska fjarskiptahandbókin 2 er 360 blaðsíður að stærð í A-4 broti og gormabindingu. Hún er ríkulega myndskreytt. Útgefandi er Skjá- mynd ehf. Bókina er hægt að panta á Internetinu á heimasíðunni www.fjarskiptahandbokin.is þar sem einnig er hægt að skoða nánari kynningu á bókinni. Einnig er hún til sölu í fag- og bókaverslunum. Íslenska fjar- skiptahand- bókin komin út FRÉTTIR FRÆÐSLUERINDI verður hald- ið í dag, fimmtudag, kl. 12.20–13 á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur flytur erindið „Sumarexem í hrossum – ónæm- ismeðferð“. Sumarexem er ofnæmi gegn prótínum úr biti mýflugna af ætt- kvíslinni Culicoides, en tegundir af þeirri ættkvísl lifa ekki hér á landi. Ofnæmið er afar algengt hjá ís- lenskum hestum sem fluttir hafa verið úr landi (fyrsta kynslóð), en aftur á móti mun sjaldgæfara hjá íslenskum hestum fæddum erlend- is (önnur kynslóð). Fræðslu- erindi á Keldum vert til af eldri kortum sem skoða má á vefnum og er verðið á þeim 150 kr. Kortaútgáfan er ein af fjár- öflunarleiðum Fuglaverndar. FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tæki- færiskort með ljósmyndum eftir þá Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson. Þeir félagar eru báðir landskunnir fuglaljósmyndarar og félagar í Fuglavernd. Myndirnar á kortunum eru af auðnutittlingi á snævi þakinni jörð og blesgæsum á flugi í Andakíl, með Skessuhorn í vetrarskrúða í baksýn. Hægt er að skoða kortin og eldri kort á vefnum fuglavernd.is. Kortin er hægt að panta á vef Fuglavernd- ar og fá póstsend. Þau er einnig hægt að kaupa á skrifstofu Fugla- verndar að Skúlatúni 6, sími 562 0477 og er hún opin miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga á milli 10–17. Auk þess eru kortin seld í af- greiðslu Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi. Verðið er 200 kr. stykkið sem lækkar í 150 kr. ef keypt eru fleiri en 20 eintök. Einnig er tölu- Ný jólakort frá Fuglavernd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.