Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 44

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VIÐ ERUM HJÁ DÝRALÆKNINUM! VIÐ ERUM HJÁ DÝRALÆKNINUM NÆSTI ÆI ÞETTA ER MITT TÆKI- FÆRI TIL ÞESS AÐ VERA HETJA! ÉG ER LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ VERA AUMINGI! TÍMI TIL AÐ VERA HETJA! Æ, NEI! SJÁÐU RISAEÐLUBEINA- GRINDINA SEM ÉG GRÓF UPP OG SETTI SAMAN ÉG ÆTLA AÐ HRINGJA Í NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ OG SELJA ÞEIM HANA Á 100 MILLJARÐA KRÓNA! ÞETTA ERU ANSI MERKILEG BEIN... FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ BIÐJA UM MEIRI PEINING? ÞAÐ VAR EKKI ALVEG ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ MEINA OG HVAÐ HEITIR ÞÚ? ÉG HEITI SIR REGNALD BOSHWORTH CUNNINGHAM ÞRIÐJI... EN GÓÐIR VINIR MÍNIR KALLA MIG BARA „SIR“ GRÍMUR, ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER RANGT AÐ HRINDA RUSLATUNNUM! ÞÚ VERÐUR AÐ HLUSTA Á SAMVISKUNA ÞÍNA ÞEGAR HÚN LÆTUR HEYRA Í SÉR SEM BETUR FER FANN ÉG ÚT HVAR HÚN ÁTTI HEIMA, ÞANNIG AÐ ÉG LÆSTI HANA INNI Í SKÁP SÆMI, ERT ÞÚ „ROSTI?“ ÞÚ SENDIR INN FLEIRI SVÖR Á BLOGGIÐ MITT EN NOKKUR ANNAR ÉG VISS EKII AÐ ÞÚ ÆTTIR ÞAÐ EN ÉG HEFÐI ÁTT Á VITA ÞAÐ, ÞÚ HEFUR ALLTAF VERIÐ AÐ TALA ILLA UM BÍTLANA Í GEGNUM TÍÐINA ÞAÐ ER SAMT GOTT AÐ VITA AÐ ÞAÐ ERU FÆRRI HÁLFVITAR Í HEIMINUM EN ÉG HÉLT STRÁKAR... STRÁKAR... ÞÚ VILT VÆNTANLEGA EKKI VERA Í MYNDINNI FYRST ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ REKA MIG ÚR HENNI... KOMUM OKKUR BARA HEIM ELSKAN ELSKAN? FSS – félag STK stúdentastanda, í samstarfi viðAlnæmissamtökin á Ís-landi standa fyrir blysför á morgun, 1. desember, alþjóðaalnæm- isdegi SÞ. Guðmundur Arnarson er formaður FSS: „Í dag er fólk um allan heim að smitast af HIV og látast af völdum al- næmis, og því miður benda rann- sóknir til að aukning hafi aftur orðið á smiti eftir stutt tímabil þar sem þeim fækkaði,“ segir Guðmundur. „Þessi dagur, 1. desember, er helgaður því að minna fólk á þennan skelfilega sjúkdóm, minna á að baráttunni er engan veginn lokið, og hvetja fólk til umhugsunar um að gæta öryggis í kynlífi. Ekki hvað síst minnumst við allra þeirra sem látist hafa úr alnæmi, en allt að 25 milljón manns hafa látist vegna sjúkdómsins frá því hann greindist fyrst og í dag eru um 39 milljónir manna, kvenna og barna, smituð í heiminum öllum.“ Blysförin hefst kl. 20. við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs. „Þaðan göngum við fylktu liði að Frí- kirkjunni í Reykjavík þar sem kveikt verður á kertum sem mynda rauða borðann, merkið sem við berum til að sýna HIV-smituðum og alnæmis- sjúklingum stuðning. Þá verður mín- útulöng þögn til minningar um þá sem látist hafa og því næst gengið inn í kirkjuna þar sem prestur Fríkirkj- unnar mun flytja hugvekju,“ segir Guðmundur. Tónlistarmennirnir Regína Ósk og Friðrik Ómar munu flytja nokkur lög fyrir viðstadda. Guðmundur mun fjalla um nokkrar staðreyndir um út- breiðslu og sögu alnæmis, og Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmis- samtakanna, flytur hugvekju. „Sem betur fer er staðan á Íslandi heldur betri en í flestum öðrum lönd- um heims, en sjúkdómurinn engu að síður alvarlegt vandamál hérlendis. Bara á þessu ári hafa tveir látist úr alnæmi, en frá því sjúkdómurinn greindist fyrst hér á landi hefur hann dregið 38 til dauða,“ segir Guðmund- ur. „Í dag bera 192 einstaklingar á Ís- landi HIV-smit. Framan af árinu leit út fyrir að sá árangur næðist að ekki greindust nein nýsmit, en sláandi töl- ur bárust í þessum mánuði um 6 ein- staklinga sem greinst hafa smitaðir.“ Guðmundur segir athygli vekja að þeir einstaklingar sem greinst hafi með HIV-smit á þessu ári hafi allir verið af erlendu bergi brotnir: „Það vekur okkur til umhugsunar um að huga betur að fræðslu og aðstoð við- útlendinga sem setjast að hér á landi og hafa hugsanlega ekki nægilega kunnáttu á Íslensku til að geta skilið þá fræðslu sem veitt er um sjúkdóm- inn og smitleiðir hans.“ Fólk af öllum stéttum og stigum, mismunandi kynhneigð og af báðum kynjum smitast af HIV: „Fyrst var sjúkdómurinn einkum bundinn við samkynhneigða karlmenn en mikil breyting hefur orðið þar á,“ segir Guðmundur. „Nýsmit hjá gagnkyn- hneigðum konum og körlum hafa far- ið vaxandi, en sem betur fer virðast fræðsluherferðir hér á landi haft greinleg áhrif, jafnt frá gagnkyn- hneigðum sem samkynhneigðum. Hins vegar hafa dæmin sýnt að Ís- land fylgir þróuninni erlendis, en í Evrópu og Bandaríkjunum hafa menn nú miklar áhyggjur af aukn- ingu áhættuhegðunar í kynlífi.“ Nánari upplýsingar má finna á www.aids.is og www.gaystudent.is. Heilsa | Blysganga frá Laugavegi 7 kl. 20 á alþjóðaalnæmisdeginum, 1. desember 25 milljón manns hafa látist  Guðmundur Arnarson fædd- ist á Akureyri 1982. Hann stundar nám við framreiðslubraut MK. Guðmundur starfaði sem þjónn á veitinga- staðnum Fiðlar- anum á Akureyri og sem nemi við Humarhúsið. Hann er nú aðstoðar- verslunarstjóri Dressmann í Smáralind. Guðmundur var kjörinn formaður FSS í mars. Foreldrar Guðmundar eru Jóhanna Guð- mundsdóttir húsmóðir og Örn Við- ar Birgisson sölumaður. HEIMSMEISTARINN í klakaskurði og fyrirliði bandaríska liðsins í listinni, Steven Berkshire, sést hér móta ísbjörn úr 635 kílóa ís á þriðjudaginn. Verkið er hluti af sýningu á vegum norska sendiráðsins í Bandaríkjunum sem ber yfirskriftina „Norsk jól í Union Station“, en eins og nafnið gefur til kynna fer sýningin fram á Union Station-lestarstöðinni í Washington. Reuters Ísbjörn úr ís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.